Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA- KNATTSPYRNAN 5. flokkur Skalla- grimur kemur á óvart Keppni í 5. nokki í knattspyrnu er komin vei á veg um allt land. Leikið er í sex riðium, þremur sunnanlands, einum á Vestfjörðum, einum á Norð- urlandi og einum á Austurlandi. Við birtum fyrir nokkru úrslit fyrstu leikja en hér koma þau sem okkur hafa síðan borist: A-riðill: Fram-Grindavík.....................3-0 VíkingurR.-FH..................... 1-3 IR-KR..............................0-2 lA-Valur...........................3-2 Grindavík-FH.......................2-4 Valur-Breiðablik...................0-1 lA-Fram............................1-2 KR-VíkingurR.......................4-0 IBK-I'R............................4-3 FH 6 stig, KR 6, Fram 5, ÍBK 4, ÍA 4, Breiðablik 2, Víkingur R. 1, Valur 0, Grindavík 0, ÍR 0. ívar Jónsson skoraði sigurmark Fram gegn ÍA með skoti af 40 m færi úr aukaspyrnu. B-riðill: Afturelding-ÞrótturR..................2-5 Týr-Fylkir.............................3-2 (K-Selfoss............................2-2 ÞórV.-Fylkir..........................9-0 Haukar-Afturelding....................3-1 Fylkir-Leiknir R......................1-2 Haukar-lK.............................4-0 Þór V. 6 stig, Þróttur R. 4, Haukar 4, Selfoss 3, ÍK 3, Týr 2, Leiknir R. 2, Afturelding 0 og Fylkir 0. C-riðill: ReynirS.-Skailagrímur................4-5 VíkingurÓ.-Stjarnan..................0-9 Viðir-Skallagrímur...................2-7 VíkingurÓ.-Skallagrímur..............0-4 Hveragerði-Stjarnan..................0-4 ReynirS.-Víðir.......................9-0 Strákarnir úr Skallagrími hafa vakið athygli fyrir góða útisigra og eru efstir í riðlinum. Jón Óttar Birgis- son hefur verið í aðaihlutverki, skoraði 2 mörk gegn Reyni og 5 gegn Víði. D-riðill: Höfrungur-Grettir.....................1-7 Höfrungur-Stefnir.....................8-0 Grettir-ÍBl...........................0-2 Stefnir-Grettir.......................0-3 Bolungarvík-Höfrungur................14-1 (Bl-Hörður............................2-2 Stefnir-Hörður.......................0-11 Stefnir-Bolungarvík..................0-13 Höfrungur-lBL.........................0-8 Bolungarvík 6 stig, ÍBÍ 5, Grettir 4, Hörður 3, Höfrungur 2, Stefnir 0. Leikin er tvöföld umferð. E-riðill: Völsungur-Hvöt.......................1-0 Svarfdaelir-KA.......................0-5 Hvöt-Leiftur........................6-1 Tindastóll-KD........................1-2 ÞórA.-Svarfdælir.................... 7-0 KS-Hvöt..............................1-5 ÞórA.-Leiftur.......................9-1 Tindastóli-KA........................0-8 Völsungur-Svarfdælir................6-1 Þór A. 4 stig, KA 4, Völsungur 4, Hvöt 4, KS 2, Tindastóll 0, Leiftur 0, Svarfdælir 0. F-riðill: Súlan-Valur Rf........................1-2 Einherji-LeiknirF.....................5-1 Austri E.-Höttur......................0-5 Sindri-Þróttur N......................1-3 Huginn-Einherji.......................9-1 Austri E.-Súlan.......................1-3 Leiknir F.-Þróttur N..................0-7 ValurRf.-Huginn.......................0-1 Sindri-Súlan.........................10-0 Þróttur N. 4 stig, Huginn 4, Höttur 2, Sindri 2, Valur Rf. 2, Einherji 2, Súlan 2, Austri E. 0, Leiknir F. 0. Þrjú lið komast í úrslit úr A-riðli, en eitt úr hverjum hinna riðlanna. —VS Gary Lineker skoraði 49 mörk á síðasta keppnistímabili. Hvernig tekst honum til á Spáni? Barcelona Lineker fékk 6 ára samning Kaupverð líklega um3 miljónirpunda Kópavogur Knatt- spymu- skóli ÍK Knattspyrnuskóli íþróttafélags Kópavogs hóf starfsemi sína sl. mánudag og verður hann rekinn í júlí og ágúst á Heiðarvelli í Kópa- vogi. Fyrsta námskeiðinu lýkur 11. júlí og það næsta hefst 14. júlí. Kennt verður frá kl. 13-15 mánudaga til föstudaga. Skólinn er fyrir drengi og stúlkur á aldrin- um 5-12 ára. Á dagskrá eru al- mennar tækniæfingar og grunn- þjálfun, knattþrautir og Knatt- spyrnuskóli KSÍ með vídeósýn- ingum í Digranesi. Allir þátt- tak-endur fá viðurkenningars- kjöl. Þórir Bergsson íþróttakennari verður leiðbeinandi á námskeið- unum og hann veitir allar nánari upplýsingar í síma 44368 í hádeg- inu ogeftir kl. 9 á kvöldin. Innrit- un er á Heiðarvelli á kennslu- tíma. Fimleikar Danskir gestir Fimleikafólk frá Helsingör í Danmörku, piltar og stúlkur á aldrinum 10-18 ára, dvelur hér á landi um þessar mundir. Hópur- inn hefur sýnt í Vestmannaeyjum og Reykjavík og sýnir í Keflavík annað kvöld en hverfur heim á sunnudaginn. Hópurinn hefur sýnt víða um heim, t.d. á Spáni á síðasta ári. Hann sýnir trampólínstökk, stökk á hesti og kistu, nútímafim- leika, þjóðdansa og margt fleira. Fimleikasamband lslands ásamt félögum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu sér um móttöku hópsins. Gary Lineker, markakóngur heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 1986, skrifaði í gær undir samning við spænska stór- liðið Barcelona. Samningurinn er til hvorki meira né minna en sex ára. Lineker lék með Everton sl. vetur og skoraði 40 mörk í ensku knattspyrnunni. Til viðbótar gerði hann 9 mörk fyrir enska landsliðið, þar af 6 í úrslitum HM í Mexíkó. Kaupverð var ekki gefið upp en í breskum blöðum í gær var rætt um 3 miljónir punda sem er svipað og Juventus greiddi Li- verpool fyrir Ian Rush fyrir skömmu. Barcelona hefur einnig keypt Walesbúann Mark Hughes frá Manchester United þannig að ljóst er að Bernd Schuster og Ste- ve Archibald verða látnir fara frá félaginu. —VS/Reuter Svíþjóð Einar fjórði Einar Vilhjálmsson varð fjórði í spjótkasti á Grand-Prix móti í Stokkhólmi. Hann kastaði spjót- inu 79,20 metra. Tom Petranoff, fyrrum heimsmethafl frá Banda- ríkjunum, sigraði með 82,40 metra, Peter Borglund frá Sví- þjóð varð annar með 80,36 og landi hans Dag Wennlund þriðji með 80,04 metra. —VS/Reuter Mjólkurbikarinn Hveragerði áfram Hveragerði, sem leikur í 4. deild, er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars- ins í knattspyrnu. 1 fyrsta skipti sem liðið nær svo langt og það tókst með 4-1 sigri á Víkverja á gervigrasinu í gærkvöldi. KS vann Leiftur eftir framlengingu og vítapsyrnukeppni á Ólafsfirði. Siglfirðingar jöfnuðu 3-3 rétt fyrir leikslok og 4-4 í lok framlengingar og skoruðu svo 3 gegn 2 í vítakeppninni. Fylkir vann ÍK 2-1 í baráttuleik í Árbænum. Orri Hlöðversson og Gunnar Orrason skoruðu fyrir Fylki en Þórir Gíslason fyrir ÍK. Víkingur vann öruggan sigur á Reyni í Sandgerði, 4-0. Austri vann Val Reyðarfirði 4-1 á Eskifirði. Þórir Aðalsteinsson skoraði fyrst fyrir Val en síðan Sigur- jón Kristjánsson 2, Unnar Eyþórsson og Kristján Svavarsson fyrir Austra. Grindvíkingar sigruðu ÍR 2-0 í Grindavík. —VS Skotland Woodstil Rangers Skoska knattspyrnufélagið Glasgow Rangers keypti í gær varamarkvörð enska landsliðs- ins, Chris Woods, frá Norwich fyrir 600 þúsund pund. Þetta er hæsta upphæð sem skoskt félag hefur greitt fyrir leikmann. —VS/Reuter Gullkorn Mexíkó Maradona líka orðheppnastur! Hlaut efsta sætifyrir „hönd guðs“ Það er ekki bara að Diego Mar- adona sé óumdeilanlega talinn besti knattspyrnumaður í heimi eftir heimsmeistarakeppnina í Mexíkó. Fréttastofa Reuters hef- ur einnig útnefnt ummæli hans um markið fræga gegn Englandi sem „gullkorn keppninnar“. Maradona sagði þegar hann var ítrekað spurður um hvort hann hefði slegið boltann í mark með hendi: „Það voru hönd Guðs og höfuð Maradona sem skoruðu markið.“ Maradona þótti einnig sýna mestu spádómsgáfuna þegar hann sagði eftir að Danir unnu Uruguay 6-1: „Ég er ekki smeykur við Dani, ég er tilbúinn að mæta þeim strax á morgun. Það lið sem ég vil hinsvegar kom- ast hjá því að mæta fyrr en í úr- slitaleiknum er Vestur-Þýska- land.“ Sepp Piontek, landsliðs- einvaldur Dana, hlaut annað sæt- ið í keppninni fyrir þessi orð: „Ég er með vestur-þýskt vegabréf — en danskt hjarta. Maður verður að skilja danskan hugsunarhátt, til að fá leikmennina til að sýna sitt besta verður að heita þeim nokkrum bjórum fyrir góðan leik. Þegar þeir skora mark hugsa þeir bara um að skora annað. Maður verður að minna þá á af og til að vörn skiptir líka máli.“ Guy Thys, landsliðseinvaldur Belga, fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Spánverjum: „Jæja, hver vill skjóta?!“ Socrates um tap Brasilíu gegn Frakklandi: „Örlögin leika suma grátt. Zico á ekki skilið að hans verði aðallega minnst fyrir að brenna af vítaspyrnu.“ Joel Bats markvörður Frakka um sama leik: „Þegar ég varði vítaspyrnu Zicos vissi ég að við gætum ekki tapað.“—VS/Reuter Miðvikudagur 2. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Heimslið Þjóðviljans Víða um heim er verið að stilla upp „heimsliði“ í knattspyrnu þessa dagana. Slík lið eru yfirleitt aðeins til á pappírunum, enda útgáfurnar af þeim nánast jafnmargar og „landsliðseinvaldarnir“. Þjóðviljinn lætur sitt ekki eftir liggja og stillir hér upp því sem hann telur sterkasta lið heims, miðað við frammistöðu leikmanna í heimsmeistarakeppn- inni í Mexíkó: Manuel Amoros (Frakklandi) Jean Tigana (Frakklandi) Jean-Marie Pfaff (Belgíu) Morten Olsen (Danmörku) Julio Cesar (Brasilíu) Jorge Burruchaga (Argentínu) Diego Maradona (Argentínu) Branco (Brasilíu) Jan Ceulemans (Belgíu) Gary Lineker (Englandi) Michael Laudrup (Danmörku) Fréttastofa Reuters stillti upp sínu heimsliði og það lítur þannig út: Peter Shilton, Richard Gough, Manuel Amoros, Morten Olsen, Karl- Heinz Förster, Sören Lerby, Diego Maradona, Jan Ceulemans, Igor Belanov, Emilio Butrageno, Michael Laudrup. —VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.