Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 5
VHE)HORF Hvemig verkamaður tapar siðgæði Mönnum verður tíðrætt um siðgæði þessa dagana. Eg hef velt þessu hugtaki fyrir mér að undanförnu og komist að ýmsu mér áður óvituðu. Sumt af því sem ég hef komist að hefur valdið mér heilabrotum en annað hefur valdið mér hugar- angri. Ég hefi komist að nokkru um sjálfan mig. Ég hef ekkert siðgæði. Þetta er nokkuð sem ég verð að rökstyðja úr því að ég fer að skrifta opinberlega. Nú um stundir rökræða menn sýknt og heilagt um það ef alvar- legir hlutir koma upp á hvort þeir hafi verið löglegir eða ekki. Mér er loks að skiljast að það eitt skiptir máli þegar siðferði er til umræðu. Ég er ekki ennþá búinn að j afna mig á þessari nýj u túlkun siðfræðinnar. Fyrir mér, t.d., hefur aldrei vafist að standa í verkfalli eða öðrum slíkum að- gerðum ef um grundvallarrétt eða mannréttindi hefur verð að tefla án þess að leiða hugann að því í nokkurri alvöru hvort um lögformlega aðgerð væri að ræða. Þegar ég íhugaði mitt siðferðis- lausa mat á siðgæði þá komst ég að ennþá einum sannindum sem eru máske fremur illa liðin. Ég tek dæmi. Hugsum okkur Albert, sem er ómótmælt að mér skilst, vinur „litla mannsins". Hann er sýknt og heilagt að útdeila gjöfum og ölmusu í allrahandar mingjalýð sem öllu heiðvirðu íhaldi finnst að ætti að vera dautt eða þá að minnsta kosti á hælum. Illgjarnar rógstungur halda því fram að nánast alltaf séu þessar reddingar greiðslur, sem viðkomandi átti fullan rétt á samkvæmt lögum og reglum en viðkomendur vissu einfaldlega ekki um það. Ég sjálf- ur hefi lengi alið með mér grun- semdir um að það sem þannig var ekki tilkomið voru hugsanlega peningar sem hann hefði mögu- leika á að útdeila án þess að taka frá sjálfum sér. Eitt slíkt dæmi hefur maður verið að heyra um núna undan- farið. Ég tek fram að ekkert hef- ur sannast og mun væntanlega aldrei sannast að þeir aurar sem Albert stakk í vasa Guðmundar Jóhanns voru mútufé til Alberts frá tveimur skipafélögum. Þó nú, á móti öllum líkindum, það sann- aðist að um mútufé til Alberts væri að ræða þá fyndi ég ekki til nokkurrar minnstu hneykslunar. Ég á einfaldlega ekki von á neinu öðru af toppmönnum íhaldsins í landinu og ætla að tiltölulega ein- falt sé að rökstyðja slíka skoðun. Þar við bætist að stefna þeirra, t.d. sú að óheft frjálsræði fjár- magns skuli öllu ráða í þjóðfé- laginu, beinlínis krefst slíkra hluta. Um málefni Guðmundar Jó- hanns Guðmundssonar gildir allt annað mat í mínum huga og þó á ég öllu erfiðara með að samþyk- kja að það sem ekki brýtur beinlínis lagagrein sé samþykkt sem siðgæði og þar af leiðandi í lagi. Það hefur verið plagsiður allflestra í umræðu um fjárhags- vandræði þjóðarinnar að telja hátt kaup alþingismanna eina af helstu orsökum meinsins. Ég hef aftur á móti um mjög langt árabil' Snorri Sigfinnsson skrifar: „Rothöggið fékk égsem sérstaklega siðblindur maður þegar stuðningsyfirlýsingar stjórna verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar og Verkamannasambands- ins birtust. Þeir hljóta að hafa réttfyrirsér, þvíþeir eru margir en ég einn “ haft allt aðra skoðun og hlotið fyrir háð og aðhlátur félaga minna margra. Röksemdir mínar fyrir þessu hafa verið, að alþing- ismenn ættu að hafa þau laun að þau komi í veg fyrir að þeir létu freistast af einu eða neinu sem peninga snerti. Mér virðist nú að annaðhvort hafi vinnufélagar mínir haft rétt fyrir sér eða þá að kaup alþingismanna sé alls ekki nægilega hátt. Ég tek dæmi. Það stakk mig hrottalega þegar á fyrsta samtali við Guðmund Jóhann og einnig síðan að svo virðist vera að aldrei hafi hvarflað að honum að endur- greiða þessar ca. 120.000 kr. sem vinur hans Albert stakk að hon- um. Það er gott að eiga góða vini og geta þegið greiða af þeim. Vissulega mundi mann langa til að gera slíkum vini greiða á móti. En hvað þýðir þessi tala annars svona á venjulegu verkamanna- máli? Á skattaskýrslu árið 1983 kom í ljós að ég hafði haft í allar tekjur árið áður 124.501 kr. Vinnu- veitandi minn greiddi mér iðnað- armannakaup þetta árið og einn- ig 33% vaktaálag á löngum köflum þar sem ég vann mikið vaktavinnu um nætur og einnig á öðrum tímum var um mikla eftir- vinnu að ræða. Frátafir og veikindi voru engin. Það er nú það. í okkar sveit er aðeins í einu tilfelli að fullvinnandi fólki séu réttir peningar ef efnahagur er slæmur. Það er ef þarf að fara með íullorðinn eða barn í hjart- askurð til London. Þá er það líka alltaf vitað að það eru tugir eða hundruð sem gefa sitt lítið hver. Oft fylgir nafnalisti án upphæða. Þetta er látið nægja hérna nema um sé að ræða náttúruhamfarir eða stórbruna þar sem menn tapa aleigunni. Fari menn illa á taugum af einhverjum ástæðum verða velflestir að láta sér batna innanlands. Rothöggið fékk ég sem sér- staklega siðblindur maður þegar stuðningsyfirlýsingar stjórna verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins birtust. Þeir hljóta að hafa rétt fyrir sér því þeir eru margir en ég einn. Þeir sáu sem sagt ekkert athug- avert við það að þeirra eigin for- maður þægi þessa aura án þess að ætla að borga, úr hendi eins þeirra sem rétt nýlega hafði lækk- að kaup verkamanna um nánast þriðjung. Kannski dettur engum heiðarlegum manni í hug að nokkur tengsl séu með þessum hástemmdu stuðningsyfirlýsing- um og stórmannlegri afstöðu sömu aðila til verkfalls opinberra starfsmanna. Þá birtust engar hástemmdar stuðningsyfirlýsing- ar og því síður stuðningur í formi aðgerða svo sem samúðarverkfall á úrslitastundu sem hefði getað tryggt varanlegan árangur fullar verðbætur og betri samninga. Nú, þá héldu allir að sér höndun- um þ.e.a.s. þeir sem ekki börðust Leynt eða ljóst gegn því að góður árangur næðist. Þar með voru þessir samningar að engu gerðir. Hinum megin borðsins sat Albert Guðmunds- son. Snorri Sigfínnsson Þjóðviljamenn gætu byrjað á að líta í eigin bann Um óljósu mörkin milli auglýsinga og upplýsinga Þjóðviljinn sá ástæðu til þess að birta í heild, föstudaginn 27. júní, grein sem ég skrifaði í BLÁÐAMANNINN, málgagn Blaðamannafélags íslands, varð- andi mörkin milli auglýsinga og upplýsinga í textum blaða- og fréttamanna. Gott var nú það í sjálfu sér, enda full þörf á að blaðalesendur kynnist áhyggjum og vangaveltum af þessu tagi. Þetta er hreint ekkert einkamál okkar sem vinnum við að skrifa fréttir, því eðlilega eru lesendur, áheyrendur og áhorfendur fórn- arlömb vondra vinnubragða okk- ar, í þessu tilviki auglýsinga- mennsku í fréttalíki. Og því meira siðleysi í þeim dúr, þeim mun verri og áreiðanlegri frétt- amiðlun. Blaðamaður Þjóðviljans skrif- ar í einskonar eftirmála, að dæmi um auglýsingamennsku séu mýmörg og „enginn alhvítur" í þeim efnum. Ennfremur að óskandi sé að framhald verði á umræðunni sem opnuð sé. Ég legg til að Þjóðviljamenn byrji á því að líta í eigin barm. Einmitt föstudaginn 27. júní fylg- di Þjóðviljanum sérstakt ferða- blað. Stundum koma fylgirit með þessu blaði og öðrum og fjalla um landbúnað, sjávarútveg, iðnað eða eitthvað annað. í þetta sinn voru ferðamálin á dagskrá. í ferðablaði Þjóðviljans eru dæmi um auglýsingamennsku sem eru vel fallin til að draga inn í um- ræðuna um málið. Dæmi I. Birt er langt viðtal við forstöðumann Ferðaskrifstofu Vestmannaeyja (sem meðal ann- ars Flugleiðir eiga hlut í). Glæsi- leg þjónusta, er lýsingin sem blaðamaður velur að nota í undir- fyrirsögn. Sú umsögn byggir ekki á sjálfstæðri rannsókn Þjóðvilj- ans, heldur á orðum ferðaskrif- stofumannsins sjálfs. Áleitin spurning: Var tilviljun að ferðaskrifstofukóngurinn í Eyjum var tekinn tali í ferðablað- inu? Eða tók ritstjórnin að sér að kvitta fyrir auglýsingar frá Ferða- skrifstofu Vestmannaeyja og Flugleiðum aftar í þessu sama ferðablaði? Dæmi II. Birt er langt viðtal við sölustjóra Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsens um óbyggðaferðir. Fólkið kemur brosandi til baka, segir í aðalfyrirsögn greinarinnar og má vissulega til sanns vegar færa. Ég hef hins vegar séð fólk brosa líka eftir fjallaferð með Guðmundi Jónassyni. Um ferðir Guðmundar og brosin þar er hins vegar ekki að finna eitt orð í Þjóðviljagreininni, þrátt fyrir að undir- og yfirfyrirsagnir hafi gefið mér, lesandanum, vonir um að þarna kæmi úttekt á óbyggða- ferðum yfirleitt. Áleitin spurning: Er tilviljun að aftar í sama ferðablaði er aug- lýsing frá Úlfari Jacobsen?? Vildi Guðmundur Jónasson ekki aug- lýsa og þar með fékk lesandinn enga úttekt á ferðum þess fyrir- tækis í blaðinu? Tók ritstjórnin Atli Rúnar Halldórsson skrifar: Því spyr ég enn og aftur: Er ekkert athugavert við að blaðamenn taki að sér verkefni auglýsingadeilda eða útgefenda og setji saman notanlegan texta um fyrirtæki, framleiðslu þeirra og þjónustu, - gegn því að sömu fyrirtœki kaupi auglýsingar? að sér verkefni frá auglýsinga- deildinni að „kvitta fyrir“? Dæmi III - og um leið það ljót- asta í þessu ferðablaði Þjóðvilj- ans. í sömu opnunni má sjá, til vinstri, afar auglýsingakennda frásögn á heilli síðu um þjónustu Hótels Búða á Snæfellsnesi. Á hægri síðu í sömu opnu er stór auglýsing frá Hóteli Búðum! Alcitin spurning: Var tilviljun að saman fóru í opnunni auglýs- ing og ritstjórnartexti um fyrir- tækið sem auglýsti? „Seldi“ auglýsingadeildin grein blaða- mannsins eða tók ritstjórnin að sér að þakka hótelstjóranum á Búðum fyrir auglýsinguna - sem vissulega færir fátæku blaði tekj- ur? Eða: var grein blaðamannsins bara hreint og klárt gistigjald? Greininni lýkur nefnilega meði þessum orðum - og lesið nú hægt: „Undirrituð hefur sjaldan eða aldrei komið á heimilislegri gist-1 istað. Blóm á dúkuðum borðum og í gluggum, blúndugardínur og heimasaumað á rúmunum með blúnduverki. Starfsfólkið af- slappað og léttstígt. Firnagóður matur og ljúfar veigar á boðstól- um. Hótel Búðir er einsog stórt heimili með þjónustu einsog hún gerist best. Sem sagt - takk fyrir helgina.“(Mín feitletrun. ARH. Þarna fá sem sagt allir sitt: blaðamaðurinn góðan og (vænt- anlega?) ókeypis viðurgjörning á Búðum, ritstjórnin heilsíðu af' lesefni/myndum, sem vissulega var forvitnilegt - og auglýsinga- deildin fékk peninga fyrir auglýs- inguna. Um þetta eru mörg dæmi á hverjum degi í öllum fjölmiðl- unum okkar. Og þeim fjölgar fremur en hitt. Af dæmum af þessu tagi eigum við blaða- og fréttamenn að hafa þungar áhyggjur. Sjálfstæði okkar og okkar miðlunar er stefnt í voða. Hugsum. Tölum saman. Berum saman bækur okkar. Skýrum landamerkjalínur þar sem þær eru daufar. Reynum að búa til landamæri milli auglýsinga og upplýsinga, þar sem þau eru ekki til í vitundinni. Því ég spyr enn og aftur: Er ekkert athugavert við að blaða- menn taki að sér verkefni auglýs- ingadeilda eða útgefenda og setji saman notalegan texta um fyrir- tæki, framleiðslu þeirra og þjón- ustu - gegn því að sömu fyrirtæki kaupi auglýsingar? Ég vona að sem flestir í okkar hópi séu sam- mála um að málið sé að minnsta kosti umhugsunar virði. Þetta er liður í baráttunni fyrir sjálfstæðri og gagnrýninni fjölmiðlun í landinu. Þeim öflum vex nefni- lega skjótt fiskur um hrygg sem sjá lítið sem ekkert athugavert við að selja hreinlega fréttatíma í útvarpi & sjónvarpi, eða fréttas- íður í dagblöðunum. Hvað segj- um við þá? Eigum við að bíða eftir að „Hewlett-Packard-frétta- mennskan“ verði viðurkennt vörumerki? Atli Rúnar Halldórsson er fréttamaður á Ríkisútvarpinu og ritari Blaðamannafélagsins. Miðvikudagur 2. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.