Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Siðblinda stjómarflokkanna Sú staöreynd, aö Albert Guömundsson er ennþá ráöherra í ríkisstjórn íslands, er ekkert annaö en opinber yfirlýsing um siðblindu stjórn- arinnar. Þaö er nú staðfest opinberlega, að iðnaðar- ráöherra var í síöustu viku kvaddur fyrir Rannsóknarlögregluna. Hann var ekki kallaöur fyrirsem vitni, heldur haföi réttarstööu grunaös manns. Tilefni kvaöningarinnar var rannsókn lögreglunnar á Hafskipsmálinu, og tengsl Al- berts Guðmundssonar viö þaö. Þaö er því mat Rannsóknarlögreglunnar á grundvelli þeirra gagna sem í fórum hennar eru, aö ráðherra í ríkisstjórn íslands kunni meö einhverjum at- höfnum í tengslum viö Hafskipsmálið að hafa bakaö sér refsiábyrgð. Þetta er nýr flötur á máli, sem veröur eitraðra meö degi hverjum. Fram til þessa hafa kröfur um afsögn Alberts Guðmundssonar fyrst og fremst grundvallast á ákveönum meginatriöum pólitísks siöferöis sem í öörum löndum þykja sjálfsagðar, og þóttu raunar einnig til skamms tíma hér á íslandi. Tengsl Alberts margvísleg viö Hafskip vörpuöu skugga á ríkisstjórnina. Þaö er hins vegar nýtt, aö opinberlega sé staö- fest aö mögulega kunni ráöherrann að hafa gerst sekur um refsivert athæfi. Vitaskuld eykur þaö enn þungann í kröfum um afsögn hans. Meðan ráðherra undir grun situr í stjórninni get- ur fólkið í landinu ekki treyst henni. Trúnaöar- bresturinn milli hennar og almennings hlýtur aö dýpka með degi hverjum. Hvarvetna í hinum siöaöa heimi væri ráö- herra í svipaðri stööu og Albert löngu farinn af sjálfsdáðum. Afsögn hans meöan á rannsókn stæöi heföi sýnt pólitískan kjark og hreinsaður aö henni lokinni hefði Aibert Guömundsson snúiö á vettvang margfalt sterkari stjórnmála- maður en áöur. En hann kemur úr flokki þar sem pólitískt siöferöi er nú á því stigi, aö mönnum finnst lítt athugavert þótt menn sem bendlaðir eru viö verstu hneykslismál þjóöar- innar sitji sem ráöherrar. Á meðan er grafiö undan trausti ríkisstjórnarinnar, undan trúnaöi milli hennar og fólksins í landinu, og þarmeð undan sjálfu lýöræðinu. Þetta er auðvitað gersamlega óviöunandi. Forysta Sjálfstæöisflokksins viröist hins vegar blind á þann siöferöisbrest sem felst í áfram- haldandi veru Alberts í ríkisstjórninni. Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, keppist við aö gefa út pólitísk heilbrigöisvottorð á ráðherra, sem nú hefur verið yfirheyrður í Hafskipsmál- inu. Morgunblaöiö sér heldur ekki neitt athuga- vert við þetta. Ef til vill á þessi afstaða einhverjar rætur að rekja til þess, aö nú er einnig komiö í Ijós aö Sjálfstæðisflokkurinn þáöi á sínum tíma fjárstyrk, sem kom úr sjóðum Hafskips. Bersýnilega mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki beita sér fyrir afsögn Alberts. Forsætisráöherra getur þaö hins vegar, hann hefur til þess stjórn- skipulegt vald, og úr því sem komið er ber hon- um siðferðileg skylda til aö biöjast lausnar fyrir iðnaðarráðherra. Steingrímur Hermannsson hefur hins vegar skotið sér opinberlega undan ábyrgð í málinu. Hann hefur lýst því yfir, að í sporum Alberts Guðmundssonar myndi hann segja af sér, og hefur þar meö vísað til siðferðilegs grundvallar slíkrar afsagnar. í viðtali viö Þjóöviljann hefur hann samt upplýst, aö þaö sé samkomulag á milli hans og Þorsteins Pálssonar um að hann beiti ekki því stjórnskipulega valdi sem hann fer meö, til aö svipta Albert ráðherradómi. Þaö er sannarlega ástæöa til aö taka undir með Guðmundi Einarssyni, þingmanni BJ, sem kallar þetta „óþolandi tvískinnungshátt" af hálfu forsætisráöherra. Hvernig er hægt aö skilja aö forsætisráðherra lýsi því yfir, aö ráöherra í ríkisstjórn hans beri siðferðileg skylda til aö segja af sér, en skirrist hins vegar viö aö beita valdi sínu til aö koma honum út úr ríkisstjórninni? Brestur hann vit - eða brestur hann pólitískt hugrekki? Hér er ekki um innanflokksmál Sjálfstæöis- flokksins aö ræöa. Þetta er mál allrar ríkisstjórn- arinnar. Og þegar forsætisráöherra lýsiryfir, aö hann ætlar ekki að leysa frá störfum ráöherra sem hann hefur sjálfur lýst yfir aö eigi ekki lengur erindi í ríkisstjórn, ber þaö einungis vott um illlæknanlega pólitíska siðblindu. Þessi pólitíska siöblinda hrjáir nú forystu beggja stjórnarflokkanna. -ÖS KLIPPT OG SKORHD Évtúsjenko les upp Ijóð: „bara að ekkert komi nú fyrir....“ Hjá Gorbatsjof Ýmislegt fróðlegt er að gerast í Sovétríkjunum um þessar mund- ir. Valdatími Gorbatsjofs hefur einkum einkennst af gagnrýni á stjórn efnahagsmála og leit að leið út úr þeim vítahring sem þung miðstýring á aðföngum, orku, vinnuafli og vörudreifingu hefur skapað. Það er fitjað upp á öðrum mælikvarða á frammi- stöðu fyrirtækja en áður gilti, eitthvað er verið að skera niður vald og umsvif áætlanastofnana. En um leið er yfir þessari umræðu allri nokkur óvissa - það er eins og enginn viti hve langt verður gengið. Stundum eru sovéskir talsmenn að neita því að þeir ætli að taka sér smákapítalismann í Ungverjalandi sér til fyrirmyndar eða þá fjölskyldubúskapurinn í Kína. En það er líka verið að birta tiltölulega hlutlægar greinar um reynslu Ungverja og Kínverja í blöðum og þar með er gefið til kynna að sitthvað megi af þeim læra. Bækur og þing Nú er nýlokið þingi sovéskra rithöfunda, því áttunda í röðinni. Síðastliðin rithöfundaþing hafa ekki vakið mikla athygli, þar hef- ur mest farið fyrir almennum orð- um um ábyrgð rithöfundanna gagnvart samfélaginu, skyldur þeirra við það, þá nauðsyn.að þjóna samfélaginu - að viðbætt- um hefðbundnu lofi um visku flokksins í menningarmálum sem og öðrum greinum. Rithöfunda- samkomur hafa verið litlausar og leiðinlegar og í rauninni alls ekki gefið til kynna að sitthvað væri forvitnilegt að skoða í sovéskum bókmenntum. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að sú klisja sem uppi er á Vesturlöndum af Sovét- bókmenntum sem lapþunnum hetjusögnum af framleiðslu- aukningunni er afar langt frá sanni - eins þótt mikið af slíkum sögum hafi verið skrifað fyrir 30- 40 árum. Það hafa komið út á síðari árum í Sovétríkjunum ágætar bækur eftir menn eins og Sjúksín og Trífonof (báðir látnir) og Raspútín og Ajtmatof. Þær bækur eru óralangt frá því að vera lofgjörð um ríkjandi ástand, þær hafa borið með sér marga gagnrýni á blinda tæknihyggju, á umhverfisslys, á þann siðferði- lega kulda og sérhyggju sem læs- ist um samfélagið. En oftar en ekki hefur þessi gagnrýni þurft að vera varkár, hún hefur þurft að virða vissa bannhelgi og gera má ráð fyrir því, að ritskoðarar hafi numið burt margt af því sem rit- höfundarnir töldu miklu varða. Ritskoðun fær á baukinn Og nú kom að því á nýafstöðnu rithöfundaþingi, að ritskoðunin fékk á baukinn - reyndar man ég ekki eftir því að það hafi gerst áður á slíkri samkomu. Fréttir hafa sagt frá framlagi skáldsins Évgení Évtúsjenko til þessara mála - en sú hláka sem nú sýnist hafin í sovésku bók- menntalífi tengist mjög nafni hans. Það var í september í fyrra að í sjálfri Prövdu birtist feitletr- að kvæði eftir Évtúsjenko sem heitir „Kabytsjevonevyshlisti“. Heiti þess er erfitt að þýða - en hér er átt við þá menn sem segja alltaf „maður verður nú að passa sig á því að ekki fari illa“ - og fjallar um þá menn, sem setjast á allt frumkvæði vegna leti, ótta við yfirvald, sérgæsku og þar fram eftir götum - og einnig um þá „alkóhólista hugleysisins" sem ekki þora að birta bækur. Évtúsj- enko hefur á rithöfundaþinginu sagt fleira en sovésk blöð þora enn að birta. Hann hefur m.a. krafist endurreisnar Pasternaks og útgáfu Doktors Zjivago, hann hefur líka „endurreist“ á sinn hátt „gagnbyltingarskáld“ eins og Nikolaj Gúmiljof (í langri grein í „Literatúrnaja gazéta“) - en ný meðferð á þessum skáldum báð- um gæti í rauninni orðið upphaf á verulegri endurskoðun á feimnismálum í sovéskri sögu. „Við erum aumingjar“ Einn þeirra sem talaði beint og undir rós um ritskoðunina var skáldbróðir Évtusjenkos, Andrei Voznesénski. „Sovétskaja kúlt- ura“ hefur það eftir honum, að það sé ekkert leyndarmál að þyrnum stráður vegur liggi frá skrifborði rithöfundar til lesand- ans: þekktir höfundar nota 10% af sínum tíma til að skrifa bókina og 90% til að koma henni í gegn- um kerfið - og hvað má þá segja um þá ungu, byrjendurna? Vozn- esenski segir ennfremur: „Hvers vegna snýr lesandinn baki við ýmsum bókum okkar? Ástæðurnar eru margar. Ein að- alástæðan er sú að fólkið vill að málin séu rædd í hreinskilni. Mál- frelsið er systir bókmenntanna. Fólkið veit vel af sannleikanum um hið ferlega vald hins illa, um allar lögleysurnar, spillinguna og fláttskapinn. Fólkið berst við þetta böl. En í bókum, sem valtari ritstýringarinnar hefur verið sett- ur á, fœr hann revíur en ekki harmleiki. Og það eru ekki nema fáeinir menn úr okkar hópi sem hafa varað við því sem er að ger- ast“. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessara mála. Og áður en lýkur: taki menn eftir því að hver hefur sinn djöful að draga. Sovéskt skáld kvartar yfir því, að fá ekki að birta þann beiska sannleik um sögu og samtíð, sem fólkið vill heyra. Hér í málfrelsinu kvarta rithöfundar svo yfir því að fólk vilji ekki lesa þá - vegna ofríkis „revíunnar“ - vegna þess að allt á að vera „létt og skemmtilegt". _ÁB ÞJOÐVIIJINN Máigagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Pjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: öarðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jðhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreíðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.