Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 2
FLOSI Nliku skammtur af meraþönkum Á landsmóti hestamanna á Hellu eru nú milli tíu og tuttuguþúsund manns en hross eitthvaö færri. Þarna er mikill unaöur aö vakna í tjaldi í morgunsárið, þegar nótt, sem aldrei hefur náö því aö veröa nótt er í þann veginn að breytast í nýjan dag. Maður liggur svona einsog milli svefns og vöku og heyrir aö menn og málleys- ingjar eru aö byrja aö þenja sig enn einu sinni og hugsar sem svo: - Þessari stemmningu veröur ekki lýst nema meö því aö afbaka gamla ferskeytlu: Morgunsöngur, meraþing magnast fyllikliður. Einn er að fá sér afrétting annar að drekka sig niður. Svo lygnir maöur aftur augunum í tjaldinu og hugsar sem svo: - Mikið lifandis skelfingar ósköp á ég nú gott. í lífi flestra er einn og aöeins einn hestur og þá sama hvað fjölþreifnir menn kunna aö hafa ver- iö á öörum sviðum ástarlífsins. Meö þessum eina hesti hafa landsmenn löngum getaö deilt gleöi og sorgum, heill og hamingju, gæfu og „gangi“ og má segja aö hvert spor sem stigiö hafi verið í slíkri sambúö hafi verið gæfuspor, jafnvel þó báöir hafi hrasað. En meö því aö hestsævin er skemmri en mannsævin, þá hafa þaö löngum veriö örlög íslendinga aö lifa hestinn sinn. Svo fór um mig, þegar ég felldi hann Glasa minn - blessuö sé minning hans. Mér finnst að minningu Glasa sé gerö verö- ugust skil með því aö skrifa - í tilefni landsmóts hestamanna aö Hellu - minningargrein, in memoriam um þetta afbragð annarra hrossa, Glasa minn. Glasi. In memoriam. Góöhesturinn Glasi er allur. Það er með óblöndnum trega sem ég minnist þessa góðvin- ar míns, sem var mér allt í senn: þjónn, herra, sambýlishestur, reiðskjóti, ráögjafi og jafnvel rekkjunautur á stundum. Þó Glasi væri að vísu ekki móöir barnanna minna unni ég honum alltaf sem slíkum. Um uppruna Glasa er lítiö vitað eða ekkert, því ekki er hægt aö styðjast viö hinn örugga kvenlegg. Móöirin mun hafa orðið afhuga af- kvæminu við fyrstu sýn og hefur ekki fundist síöan svo víst sé. Slíkt háttarlag er algengt meðal kvenna en mun einsdæmi þegar merar eiga í hlut. Álitið er aö Glasi gæti verið undan Druslu Pratadóttur (4686) frá Tóftakoti, en feöur gætu verið margir, því aö í stóöinu á fjalli sumariö 1956 gekk mikill fjöldi graöra hesta og laun- graöra. Þetta leiöir hugann aö því hve undur margt er líkt í heimi hrossa og manna. Um fyrri eigendur Glasa er lítið vitaö og hef ég þó gert ítrekaðar tilraunir til aö fá þá til aö gefa sig fram, en þó einkennilegt megi virðast hefur enn enginn nema ég kannast við aö hafa átt þennan fágæta kostagrip. Þó er vitað að Glasi gekk mjög í hestakaupum einsog títt er um mikla gæöinga og sýnir þaö glöggt hve áfjáöir menn voru í aö eignast þessa gersemi. í bókinni „Látnir góöhestar" segirTorfi Jóns- son í Grámóahjáleigu frá því að gerö hafi verið á Glasa tuttuguogsjö hestakaup á einum og sama deginum í Rauðsgilsrétt. Ranghermt er í „Látnum góöhestum" aö nafniö Glasi hafi veriö dregiö af þeirri staöreynd aö ég var jafnan við glas, þegar ég reið honum. Þaö voru speglar sálarinnar sem krýndu hann nafninu Glasi, en svo frábærlega glaseygur var Glasi aö viö var brugðið og héldu margir, sér- staklega þeir sem ekki vissu betur, aö hann væri „staurblindur", einsog sagt er á hesta- mannamáli. Um vaxtarlag Glasa er þaö helst aö segja, aö hann var óvenju lágur á herðakambinn en lendin þeim mun hærri. Kom þetta sér afar vel þegar riöið var uppímóti, því síður var hætta á að hnakkur og knapi rynnu afturaf honum þegar hleypt var á bratta, en gat veriö til baga niðrímóti sérstaklega þegar reiði var lasburða. Kostir Glasa voru meö ólíkindum. Hann var nágengur meö afbrigöum og bæöi sveiflandi og fléttandi í senn og víxlaði afburöaskemmtilega einsog títt er um hesta sem létt eiga um gang. Svo kastgengur var hann, aö þeir sem einu sinni reyndu í honum lullið til þrautar gleymdu því seint. Og sjaldan hef ég séö hest stíga sig eins skemmtilega og Glasa. Vitsmunir Glasa voru meö ólíkindum. Til marks um þaö má til dæmis nefna aö þegar hann heltist á ferðalögum, stakk hann jafnan viö og hlífði þeim fætinum sem brákaður var eöa brotinn og slík var eölisgreindin, aö þá sjaldan hann kom á hús gaf hann sig jafnan aö moðinu sem ég fleygöi í hann og drakk jafnvel sjálfur ef vatn var hjá honum og hann var þyrstur. Á frostavetrum lét ég hann jafnan ganga sjálf- ala í úthögum og langvinn jaröbönn uröu stund- um til þess aö hann varö skemmtilega grann- holda og léttur meö vorinu og svo notalega hæglátur frameftir sumrinu aö nokkur léttir gat veriö aö því aö hafa vænan lurk í hendi, sérstak- lega á langferðum þegar honum var riöið sleitu- laust einhesta. En þaö er nú einu sinni lífsins gangur aö samskipti manns og hests geta ekki varað aö eilífu. Þaö gerir aldursmunurinn. Svo fór aö lokum aö Glasi minn gerðist of þurftafrekur í úthögunum heima, án þess að nægjanleg not yrðu af honum í staöinn. Ég fann aö nú dró aö því aö viö Glasi minn yrðum aö fara hvor sína leiö. Og ég vissi líka hvar hin guðlega forsjón - og mín - ætlaði þessum blessaöa vini mínum aö hvíla aö leiöarlokum. Sú hvíla hefur oft áöur verið búin mörgum íslenskum gæöingum. Þau voru þung sporin til að sækja byssuna í skemmuna, enda yfir fjóshaugssvööin aö fara. Ég horföi aö skilnaði í glasaugun á Glasa áður en ég lét skotið ríöa af og óskaði honum góðrar feröar til þeirrar hvílu sem ég haföi búiö honum, meö þessum orðum: Gæðingurinn Glasi minn góða ferð í pækilinn. Nú skýt ég þig í ennið inn og ét þig besti vinurinn. Komdu að hitta Maureen Bandaríska sendiráðið bauð til þjóðhátíðareins og lög gera ráð fyrir. En í þetta sinn vildi svo til, að saman tór þjóðhátíð og heimsókn Maureen Reag- an, dótturforsetans. Og boðs- gestir voru saman kvaddir til að „hitta Maureen Reagan". - rétt eins og um prinsessu væri að ræða úr konungsríki. Skrýtið annars hve Kanar hafa átt erfitt með að sætta sig við það að þeir eru „bara“ lýð- veldi og verða að fara á mis við þann fiðring sem fylgir aðli og kóngastússi. Niðurstaðan er svo sú, að öngvir eru jafnveikir í hnjánum fyrir evr- ópsku kóngaslekti og Amrík- anar. Þegar Karl prins kom með Díönu sína til Washing- ton fyrir nokkru flúðu allir úr höfuðstaðnum sem fóru með auð og völd, ef þeir gátu ekki tryggt sér pláss á boðslistum. Þeir vildu geta sagt eftir á: Nei því miður, við hjónin vorum er- lendis... Og vegna þess að eigin prinsessur og krónprinsa skortir, þá er jafnan stutt í það, að búin sé til einskonar kon- ungsf jölskylda úr því fólki sem situr í Hvíta húsinu á hveijum tíma.» Óeinkennis- klæddir löreglumenn Landsmót hestamanna eru ekki frábrugðin öðrum útihá- tíðum á íslandi að því leyti að menn fá sér gjarna örlítið neð- an í því þegar tími vinnst til. Geysilegur fjöldi manns er þarna saman kominn og því eðlilegt að laganna verðir hafi allan vara á, a.m.k. nú um helgina. Þjóðviljinn hefur fyrir því öruggar heimildir að lög- reglumenn á Hellu hafi ekki verið allir þar sem þeir voru séðir, því talsvert mun hafa verið um það að þeir röltu um svæðið óeinkennisklæddir. Þessu var hvorki játað né neit- að þegar lögreglan á Hellu var spurð, en það er ekki ólíklegt að sumir hafi fallið í gildr- una...B Flutt í bílskúrinn En það er hægt að gera sér mat úr meiru á fjölmennu hestamannamóti en að selja pylsur á kók. Sagan hermir að fjölmargar fjölskyldur á Hellu sofi í bílskúrnum eða tjaldi þessa vikuna og um helgina þar sem búið sé að leigja ein- býlishúsin til erlendra hesta- manna sem sækja Hellu- mótið, einkum Þjóðverja. Og það getur borgað sig að sofa í bílskúrnum eina viku því leigan fy rir vikueinbýli er víst á milli 50-60 þús. hefur heyrst.B Óskabarn íþrótta- _______hreyfingar I Laugardal hefur verið komið fyrir stórri styttu af Gísla Hall- dórssyni arkitekt í fullri lík- amsstærð. Það mun vera einsdæmi að slík stytta sé reist af manni í lífanda lífi og | hafa margir gagnrýnt þessa ráðstöfun. Ekki síst fjölmörg I íþróttafélög og hreyfingar, en af þeim var tekið talsvert fé til 1 þess að fjármagna styttuna af Gísla, og þýddi ekkert að neita.B Slegist um pylsurnar Þjóðviljinn sagði frá því í gaer að mikill hamagangur væri í pylsusölunni á Hellu, þar sem allir heimamenn ætla að reyna að hafa sitt út úr hesta- mannamótinu með öl og pylsusölu. Nú berast fréttir af því aö heimamenn séu komn- ir í hörkuslag út af pylsusölu- nni og hafi sumir fastir sjoppu- eigendur orðið að leita til sýslumanns þeirra Rangæ- inga og beðiö um vernd fyrir öllum nýju sjoppumönnunum sem ku vera svo ósvífnir að ætla að selja pylsur og kók jafnt um nætur sem miðjan dag.B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.