Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 9
Útbúnaðurinn í góðu lagi, og áhuginn leynir sér ekkert. Mynd Sig. Stemmningin í hámarki „Hestamaðurinn er með lifandi dýr í höndunum. Það er það sem gefur þessu gildi, lífið“ Stemmningin á stórhátíð hestamanna á Gaddstaða- flötum við Hellu nær hámarki sínu í dag, sunnudag, og þar með lýkur fimm daga útihátíð, sem líklega verður sú stærsta á íslandi a.m.k. þetta árið. Þegar þetta er skrifað, á föstu- degi, gera menn ráð fyrir að nú um helgina verði fjöldi mótsgesta á bilinu 10-20 þúsund. Fólk hefur verið að streyma austur á Hellu alveg síðan um síðustu helgi, ak- andi, ríðandi eða bara á puttan- um. Þarna ægir saman atvinnureið- mönnum, sérstökum áhuga- mönnum um hrossarækt, fólki sem ríður út í frístundum sínum, útlendingum sem hafa sérstaka ást á íslenska hestinum og kann- ski ekki síður fólki sem þangað er komið einungis til að skemmta sér. Fá sér neðan í því á kvöldin, en sofa á daginn, þegar hesta- mennskan stendur sem hæst. Þetta er skrýtin samsetning, en ágæt blanda. Landsmót hestamanna og hestamannamót yfirleitt eru al- veg sérstök mannamót og verður varla líkt við neitt annað. Hesta- íþróttin er vitaskuld í fyrirrúmi og þarna fá menn að líta augum alla hæfustu knapana, með glæsileg- ustu keppnis- og kynbótahross landsins, rjómann. En það er svo margt annað sem dregur menn á þessar samkomur. Vill einhver hestakaup? Hestamenn eru þekktir fyrir margt annað en það að kunna ekki að gera sér glaðan dag. Ef- laust koma margir fyrir þá sök eina. Annað sem einkennandi er fyrir þessi mót eru þau viðskipti sem menn eiga sín á milli. Þegar á fyrsta degi voru menn byrjaðir að gera hestakaup, og þau eru lík- lega engum viðskiptum lík. „Vill einhver hestakaup?" er spurt og þá drífur menn að. „Ég læt þig hafa þann brúna ef ég fæ gráa folann í staðinn. Þú getur fengið flösku í milli.“ Þess eru fjölmörg dæmi að menn fari með eitt hross í svona kaup, en komi út úr þeim með fjögur eða fimm, eða ekk- ert. Sumir standa jafnvel uppi sem hænsnabóndar. En það skiptir ekki máli, heldur hitt, að menn hafa ánægju af þessum við- skiptum, þótt kannski sé ýmsum klækjum beitt. Að baki mótshaldinu liggur gífurleg vinna, sem unnin er að miklu leyti án endurgjalds, fyrir hugsjónina. Félagaríhestamann- afélögunum hafa unnið þarna fórnfúst starf. Þeir hafa þann metnað að aðstaða verði sem best og að mótið fari vel fram. Þetta hefur vonandi tekist, menn eru a.m.k. flestir sammála um að að- staða sé með því besta sem þekk- ist. Hestamennska hefur sérstöðu meðal íþróttagreina að því leyti að árangur er ekki eingöngu undir manninum kominn, heldur verður maðurinn að hafa gott samstarf við hestinn, ef góður ár- angur á að nást. Hestamaður, sem áður stundaði þá ágætu íþrótt golf, sagði eitt sinn að golf væri frábær íþrótt, en það væri hins vegar ósanngjarnt að bera hana saman við hestaíþróttina. „Kylfan er dauður hlutur, en hestamaðurinn er með lifandi dýr í höndunum. Það er það sem gef- ur þessu gildi, lífið,“ sagði hann. Þeir eru ófáir sem taka undir þessa skoðun. Gleðilega hátíð. —gg önnur hross ef maður venur þau á það, en annars þarf að hafa þau inni,“ sagði Ellen. Telst það til kosta íslenska hestsins hvað hann er smávax- inn? Sandra: „Það er alla vega ekki verra. Það kemur sér oft vel hvað hann er lítill, sérstaklega með krakka og byrjendur. Fólk sem er svolítið hrætt fer frekar á bak ís- lenska hestinum en þeim sem stærri eru. Hræðslan hverfur.“ Og þið eruð staðráðnar í að skemmta ykkur vel hérna. „Já auðvitað, okkur líst mjög vel á þetta. Aðstaða er öll mjög góð og þetta er svona frábrugðið því sem við eigum að venjast heima," sögðu þær. —gg Snegla frá Hafnarfirði járnuð. Snegla er sex vetra og keppir í 250 metra stökki. Mynd: Sig. Krabbameinsrannsóknir - staða forstöðumanns Krabbameinsfélag (slands hefur ákveðiö að verja hluta af söfnunarfé „þjóðarátaksins 1986“ til rannsókna í frumu- og sameindalíffræði. Rannsóknaaðstaða verður tilbúin í ársbyrjun 1987 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8. Forstöðumaður verður ráðinn frá 1. desember 1986, eða eftir nánara samkomulagi til þriggja ára í senn. Sérhæft starfslið verður síðan ráðið í samráði við forstöðumann. Auk vísindarannsókna mun forstöðumaður og starfslið rannsóknastofunnar skipuleggja og annast söfnun lífsýna fyrir Krabbameinsfélagið. Umsóknir umstarf forstöðumanns berist forstjóra Krabbameinsfélagsins fyrir 15. september 1986, og veitir hann jafnframt allar nánari upplýsingar. Auk upplýsinga um menntun, starfsferil og vís- indastörf skulu umsækjendur senda með um- sókn sinni áætlun til þriggja ára um þær rann- sóknir sem þeir hyggjast beita sér fyrir. Krabbameinsfélag íslands Skógarhlíð 8, Box 5420 125 Reykjavík Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli óskar eftirtilboðum í eldhúsbúnað fyrir nýju flug- stöðina í Keflavík og nefnist verkið FLUGSTÖÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI ELDHÚSTÆKI FK-28 Verkið nær til: a) Eldhúsbúnaðar b) Hönnunar, smíði, uppsetningar og prófunar í flugstöðvarbyggingunni í samræmi við út- boðsgögn. Verkinu skal lokið eigi síðar en 16. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Rafhönnun fh., Ár- múla 42, Reykjavík, gegn 10.000.- króna skila- tryggingu frá og með miðvikudeginum 2. júlí 1986. Tilboðum skal skila til: Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins Skúlagötu 63 105 Reykjavík eigi síðar en 23. ágúst 1986, kl. 14.00. Reykjavík 24. júní 1986 Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli Stjórnun - sjúkraþjálfun Sjálfsbjörg Akureyri óskar að ráða stjórnanda yfir endurhæfingarstöð félagsins. Starfssvið: Stjórnun daglegs rekstrar endurhæfingar- stöðvar. Stjórnun og skipulag almennrar líkamsræktar- stöðvar. Við óskum eftir sjúkraþjálfara með starfsreynslu og hæfni til að vinna sjálfstætt. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar í síma 96-26888. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni. Sunnudagur 6. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.