Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 12
,Gæfur og mennskur fugl,“ segir Sigurlaug um æöarfuglinn. Með henni á myndinni er dóttursonur hennar, Þorsteinn. Ljósm.: Ari. - „Allt sem œðarfuglinn krefst er friður“ Segir Sigurlaug Bjarnadóttir, formaður>€ðarrœktarfélags íslands, en hún telur að miklu fleiri bœndur gœtu stundað œðarrœkt ef róðamenn sœju fleira en fiskeldi og loðdýr „Æöarfuglinn ergæfurfugl, trygglyndur og mennskur. Hann verpir gjarnan á sama stað árum og jafnvel ára- tugum saman, en talið erað hann verði um 20 ára. Eggert Ólafsson segir að vísu í Ferð- abók sinni að íslendingar telji að æðarfuglinn verði 100 ára, en svo langlífur er hann ekki. En trygglyndari skepnurfinn- ast varla og hann er strangur einkvænisfugl og skiptir ekki ummaka allaævina." Sigurlaug Bjarnadóttir, alin upp innan um æðarfuglinn í Vig- ur, segir svo frá þessari gjöfulu og göfugu skepnu, sem vermt hefur landsmönnum í aldaraðir. Sigur- laug er formaður í Æðarræktarfé- lagi íslands, samtökum sem stofnuð voru árið 1969 og telja nú tæplega 300 félaga. Fyrsti for- maðurinn var Gísli Kristjánsson ritstjóri Freys, þá Sæmundur Stefánssonn í Hrísey og áður en Sigurlaug tók við Olafur E. Ól- afsson, fyrrum kaupfélagsstjóri í Króksfjarðarnesi. Fyrstu ákvœðin í Grágás Saga dúntekja á íslandi er löng, en í Grágás eru fyrstu ákvæðin um friðun æðarfugls og sýnir það að dúnn er nýttur þegar á þjóðveldistímanum. Síðan hefst langur tími baráttu þar sem gengið er mjög á stofninn bæði af mönnum og vargfugli þar til að fuglinn var alfriðaður árið 1847. Þá höfðu ýmsir merkir menn eins og Skúli fógeti, sem bjó í einni mestu varpey landsins, Viðey, og Ólafur Stephensen stiftamtmað- ur barist hetjulega fyrir friðun fuglsins. Þegar skoðaðar eru skýrslur um dúntekju á íslandi, má sjá að hún er rniklu minni nú en hún var fýrir aldamótin, en mest varð hún árið 1915, eða 4294 kg. í fyrra var hún um 2300 kg. og nemur það um 36 miljónum króna. Er ljóst að dúntekja hefur farið mjög minnkandi, en t.d. var hún um 3666 kg árið 1886. Fyrst er vitað til að dúnn hafi verið fluttur út árið 1734. Á styrjaldarárunum 1916-18 dregur úr áhuga manna á æðarvarpi, enda erfitt um út- flutning. Árið 1915 náði dúntekja þó hámarki sem fyrr segir. Dún- tekja heldur sér framundir seinni heimsstyrjöldina, en þá hefur æð- arfugli fækkað verulega og varp dregist saman. Kenna menn þar um aukningu hvers konar vargs og almennri vanhirðu og áhuga- leysi. En áður en lengra er haldið er rétt að spyrja Sigurlaugu nánar um uppvöxt hennar í Vigur og áhuga hennar á æðarfuglinum: Alin upp með œðarfugli „Ég ólst upp með æðarfugli og kynntist honum eins og fólkinu. Æðarkollurnar urðu miklir vinir okkar og þær höfðu mismunandi persónuleika eins og mannfólk. Sumar væru gæfar og heimakærar og ein verpti t.d. alltaf undir hús- veggnum. Aðrar voru styggar og grimmar og áttu til að spræna ill- þefjandi vökva á okkur ef við snertum þær eða ungana. Sem smákrakki fór ég með fólkinu í dúntekju og síðar vorum við not- uð til að tína einkum dún sem fokið hafði frá hreiðrunum. 12 ára fengum við að fara í „sérleit", þ.e. fengum ákveðið svæði til að leita og héldum því gjarnan árum saman, enda þekktum við okkar svæði út og inn.“ „Þegar þú varst á þingi hófst þú baráttu fyrir æðarræktarbænd- ur?“ „Já, við vorum nokkur sem vildum reyna að berjast gegn ágangi arnarins, en hann gerir mikinn óskunda í varpinu. Það er þó fjarri því að við viljum útrýma erninum, frekar en öðrum dýra- tegundum. Æðarbændur eru samherjar fuglafriðunarmanna en hafa stundum verið ásakaðir að ósekju vegna nauðsynlegrar baráttu þeirra fyrir verndun varp- svæða. Eg sagði þá sögu á þingi af æðarfuglinum, sem dæmi um tryggð hans út yfir gröf og dauða, þegar gömul kolla vitjaði móður minnar á miðilsfundi. Móðir mín fór á miðilsfund hjá Hafsteini og þar birtist gamalt hjú frá Vigur, Jensína gamla og með henni var fugl. Hafsteinn lýsti kollunni vel og meðal annars sagði hann að eitthvað væri að henni í auganu. Mamma þekkti þegar í stað gömlu kolluna, sem verpti undir glugganum heima í Vigur og var hún blind á öðru auganu. Þetta þótti þeim merkileg saga á þingi og hún vakti held ég meiri athygli en margar skýrslur og samþykkt- ir.“ Kyrrð og ró, nœrgœtni og natni „Þú segir að þið hafið barist mjög við vargfugla æðarbændur. 12 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 6. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.