Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 17
ísland fréttum Klámbylgja herjar á landann Þaö er stutt stórra högga á milli í heimsfréttunum hvað ís- land varðar. Fyrst berastfrétt- ir af Guðmundssonarmálinu svokallaða út fyrir lands- steinana og í gær birti Reuter- fréttastofan fréttapistil af klámbylgju á íslandi. Þórir Guðmundsson erskrifaður fyrir pistlinum. í pistlinum segir að klámbúllur spretti upp einsog gorkúlur í höf- uðborg landsins um þessar mund- ir og í kjölfar þeirra komi leðju- glíma og blautbolasamkeppni. „Klámbylgjan hefur hafið innreið sína á hinu íhaldssama ís- landi.“ Þá segir að í hinni hörðu sam- keppni næturklúbbaeigenda í höfuðborginni hafi þeir orðið að bæta slíkum sýningaratriðum á skemmtanir sínar. Er þætti veitingahússins Uppi og niðri gerð sérstök skil. Þessi staður var áður einkum sóttur af miðaldra opinberum starfsmönnum og ein- staka pari en þar kom að eigend- ur uppgötvuðu aðdráttarafl klámsins. Nú sækja staðinn aðal- lega ungir karlmenn, sem virða fyrir sér nektarsýningar á sviðinu og þiggja veitingar af gengil- beinum svo léttklæddum að rétt nægir til að halda ímyndunara- flinu vakandi. Að sögn er þessi klámbylgja orðin að stór viðskiptum og auglýsingadálkar dagblaða hafa opnast fyrir kynlífsauglýsingum. íslendingar hafa löngum neitað því að hér væri vændi stundað en nú má lesa í einkamáladálkum dagblaða auglýsingar þar sem ungar stúlkur bjóða blíðu sína gegn greiða. Þá er í pistlinum sagt frá blautbolakeppni og olíuglímu og að dagblöð hafi sagt frá þessu í forsíðufréttum. „Það sem kemur íslendingum mest á óvart er hversu auðvelt er fyrir næturklúbbaeigendur að fá ungt fólk til að taka þátt í þessu. Allt fram að þessu hafa íhalds- söm viðhorf, sem skapast hafa af fámenninu á íslandi komið í veg fyrir að fólk striplist opinber- lega.“ Einstaka nektardansmey var þó flutt inn til að gleðja augu þeirra sem þyrstir í slíkt. Skrifstofustúlka í framhalds- skóla var rekin úr starfi vegna þátttöku sinnar í nektarsýningum og nú hafa komið kröfur til lög- regluyfirvalda að loka þessum búllum, segir ennfremur í pistlinum, en lögregluyfirvöld hafa tekið dræmt í það. —Sáf/Reuter Nafn vlkunnar Aðalatriðið að vera mannleaur I Guðrún Erlendsdóttir, fyrsta konan í emb- œtti hœstaréttardómara 1. júlí sl. féll eltt af síðustu víajum karlmannanna, en þá skipaði forseti íslands Guðrúnu Erlendsdóttur, hæstaréttarlög- mann og dósent við Háskóla íslands, íembætti hæstaréttardómara. Guðrún hefur áður setið tímabundið í hæstarétti frá því í september 1982 til júni 1983. Guðrún er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er dóttir hjónanna Jóhönnu Vigdísar Sæmundsdóttur og Erlends Ólafssonar, sjómanns, en þau eru bæði látin. Guðrún lauk stúdentsprófi frá MR 1956 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1961. Árið 1962 fékk hún réttindisem héraðsdómslögmaður og réttindisem hæstaréttarlögmaður 1967. Á árunum 1961-76 rakhún lögfræðiskrif- stofu með manni sínum Erni Clausen, hæstaréttarlögmanni. Árið 1970 hóf Guðrún kennslu við lagadeild Háskólans, fyrst sem stundakennari en varð lektor 1976. Dósent varð hún árið 1979. Kennir hún sifjarétt og erfðarétt. Guðrún varð fyrsti formaður jafnréttisráðs 1976-1979 en hafði verið formaður jafnlaunaráðs i 3 ár þar á undan. Blaðamaður spurði Guðrúnu hvort þarna væri síðasta vígi karlanna fallið. „Nei. Ég fékk reyndar skeyti í dag þar sem sagt var að nú væri bara biskupinn eftir en það er ekki heldur rétt, því enn þá er engin kona bankastjóri." Býstu við að það hafi einhverj- ar breytingar í för með sér í hæst- arétti að kona setjist í sæti hæsta- réttardómara? „Því býst ég ekki við, enda er dómstarfið ekki þess eðlis að það skipti sköpum hvers kyns dómar- arnir eru.“ Hver er ástæðan fyrir því að kona hefur ekki fyrr verið skipuð í embætti hæstaréttardómara? „Það er fyrst núna á síðustu árum að konur hafa flykkst í laga- deildina. Það er ekki fyrr en árið 1934 að kona útskrifast sem lög- fræðingur og ég er fimmta konan sem útskrifast en það gerðist 1961. Nú eru íslenskir kvenlög- fræðingar um 100 talsins en flestir þeirra hafa útskrifast á síðustu tíu árum. Það er því ekki óeðlilegt að það sé fyrst nú að kona sé skipuð sem hæstaréttardómari. Núna skipa nokkrar konur embætti borgardómara og héraðsdómara og ég er sem sagt fyrsti hæstarétt- ardómarinn." í Bandaríkjunum eru uppi miklar deilur um það að lífsvið- horf dómara hafi áhrif á niður- stöðu dóma, hvort þeir eru íhaldssamir eða frjálslyndir. Heldur þú að það sama gildi hér? „Það gildir ekki í eins ríkum mæli hér og í Bandaríkjunum. Hæstiréttur þar er töluvert frá- I brugðin því sem við eigum að venjast. Hæstiréttur í Bandaríkj- unum er mun áhrifa meiri en hæstiréttur hér og hefur mikið fordæmisgildi. Vitaskuld skiptir það samt alltaf máli hvaða lífs- skoðun dómarinn hefur, en þó alls ekki í jafn ríkum mæli hér á landi og t.d. í Bandaríkjunum." Hvaða dóm myndir þú gefa sjálfri þér, telur þú þig heyra til íhaldssama hópsins eða ertu frjálslynd? „Það er nú erfitt að kveða upp dóm yfir sjálfum sér. Ætli ég sé ekki íhaldssöm á sumum sviðum en frjálslynd á öðrum. Það sem skiptir mestu máli við dómara- störf er að vera mannlegur og hafa enga fordóma.“ —Sáf 1 I l 1 I 1 LEIDARI Danahatrið heyrir sögunni til Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur þeg- ar Margfét II drottning af Danmörku og Henrik prins lentu á Reykjavíkurflugvelli í gær. Var það vel við hæfi að landið tók brosandi á móti þeim og slíkt hið sama munu eflaust velflestir lands- menn gera. Danahatrið margumtalaða er nefni- lega týnt og tröllum gefið og er það vel. Þau Margrét og Henrik eru hér í óopinberri heimsókn og fara aftur til Danmerkur á mánu- dag. Um helgina munu þau m.a. ferðast til Vestmannaeyja, skoða sig um í Skaftafelli, heimsækja Egilsstaði og fara í jeppaferð til Borgarfjarðar eystri. Þó heimsóknin sé óopinber munu þau njóta gestrisni Vigdísar Finnbogadóttur, forseta ís- lands, á Bessastöðum. Margrét er fædd á þeim árum þegar ísland var ennþá hluti af danska konungsveldinu og til marks um þau tengsl er eitt af nöfnum hennar hið rammíslenska nafn Þórhildur. Tengsl henn- ar við ísland munu þó verða enn meiri áður en langt um líður því Háskóli (slands hefur útnefnt hana sem heiðursdoktor. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Margrét sækir okkur heim því árið 1973 kom hún hingað í opinbera heimsókn. Áður höfðu foreldrar henn- ar Friðrik IX og Ingiríður komið til íslands árið 1956. Danahatrið loddi lengi við hér á landi eftir að ísland varð frjálst og fullvalda ríki þó tæpast sé hægt að segja að mjög djúpt hafi verið á því. Kenna margir um þeirri söguskoðun sem börn- um var innprentuð í (slandssögukveri Jónasar frá Hriflu. í því kveri er nýlenduherrunum Dönsku lýst sem verstu yfirgangsmönnum. Söguskýrendur nútímans eru þó á annarri skoðun. Benda þeir á að framkoma herraþjóð- arinnar dönsku hafi verið ólíkt betri en annarra nýlenduþjóða við nýlendur sínar. En vissulega sveið það lengi að þurfa að lúta erlendum herr- um, og ekki er að efa að misjafn sauðurinn slæddist hingað út frá kóngsins Köbenhavn. Þó öll stjórnarfarsleg tengsl hafi verið slitin við Danmörk eru tengsl þessara þjóða enn mjög náin. Enn sem fyrr sækir fjöldi íslenskra ung- menna menntun sína þangað og koma aftur upp til íslands með þá strauma sem leika um þjóðlífið þar. Danmörk er vel í sveit sett hvað menningarstrauma varðar enda kannski Evr- ópskust af öllum Norðurlöndunum. Það kom berlega í Ijós í heimsmeistara- keppninni að við finnum til samkenndar með Danskinum þegar vel gengur hjá honum. Það fór aldrei á milli mála með hverjum meirihluti þjóðarinnar hélt. Auðvitað danskinum á meðan að allt lék í lyndi hjá honum. Þegar hann var svo sleginn út úr keppninni vissi enginn lengur með hverjum halda skyldi. Landslið Dana var því á sinn hátt landslið Islendinga. En það var einnig landslið hinna Norðurlandanna því hvatninga- hrópin bárust til þeirra frá öllum Norðurlöndun- um. í þeim sundraða heimi sem við lifum í þar sem þjóðum er skipt í austur, vestur, suður og norður er menningarsvæði Norðurlandanna nokkuð sér á parti. Hafa íslendingar notið góðs af þessu samstarfi, sem margir vilja efla enn meir á kom- andi árum. Það hefur sýnt sig að þegar einni Norðurlandaþjóðinni vegnar vel þá gleðjast hin- ar og það hefur líka sýnt sig að þegar hörmung- ar steðja að þá er það fólk af Norðurlöndunum sem finnur til mestrar samkenndar og réttir hjálparhönd. Svo var í Vestmannaeyjagosinu á sínum tíma, þá voru það Norðurlandabúar sem ríkulegast studdu við bak okkar og hlutur Dana var ekki hvað sístur í þeim stuðningi. Velkomin til íslands. —Sáf Sunnudagur 6. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.