Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 14
Frá upptöku myndarinnar Stella í orlofi. Kvikmyndir Sumarverkin hafin Þrjár kvikmyndir teknar á íslandi í sumar í sumar verða þrjár leiknar kvikmyndir teknar hér á landi, sem íslendingar standa að á einn eða annan hátt. Tvær þeirra eru alíslenskar, en ein er gerð af bandarískri konu en íslendingar í öllum hlutverk- um. Þegareru hafnartökurá einni þessara kvikmynda, en það er kvikmyndin Stella í or- lofi, sem kvikmyndafélagið Umbi stendur að. Tökur á Skyttunum, sem íslenska kvikmyndasamsteypan gerir, hefjast um miðjan ágúst en upp úr miðjum júlí hefjast tökur á kvikmyndinni Reyni- berjatréð, en það er banda- rísk kona sem leikstýrir þeirri mynd. Báðar íslensku kvikmynd- irnarfengu hæsta styrkinn úr kvikmyndasjóði í ár, eðafimm milljónir hvor. Er það í sam- ræmi við þá stefnu að meira fjármagni sé veitt til færri að- ila, þannig að það takmark- aða skotasilfur sem kvik- myndasjóði er ætlað að deila út nýtist sem best. Stella í orlofi í Kjósinni standa nú yfir tökur á kvikmyndinni Stella í orlofi, sem kvikmyndafélagið Umbi stendur að. Umbi hefur áður gert kvikmyndina Skilaboð til Söndru eftir sögu Jökuls Jakobssonar. Stella er hinsvegar ekki byggð á neinu ákveðnu skáldverki, held- ur er hér um frumsamda sögu að ræða og er Guðný Halldórsdóttir höfundur handrits. Ingibjörg Briem, fram- kvæmdastjóri kvikmyndarinnar, sagði við blaðamann að tökur væru tæplega hálfnaðar. Á að ljúka þeim á sjö vikum en þegar eru búnar þrjár vikur. Er myndin tekin á tveim stöðum, í Kjósinni og í Reykjavík. Frumsýning er svo áætluð í októberlok, en enn hefur ekki verið gengið frá í hvaða kvikmyndahúsi hún verð- ur. Stella er gamanmynd og sagð- ist Ingibjörg sannfærð um að hún félli í góðan jarðveg, enda er ein- vala lið gamanleikara í öllum helstu hlutverkum. Edda Björ- gvinsdóttir leikur Stellu og Gest- ur Einar Jónasson frá Akureyri eiginmann hennar. Af öðrum leikurum má nefna Þórhall Sig- urðsson (Ladda) en hann leikur sænskan mann Salómon að nafni. Gísli Rúnar Jónsson leikur flug- stjóra og Sigurður Sigurjónsson aðstoðarflugstjóra. Bessi Bjarna- son er bóndi og Hanna María Karlsdóttir ófrísk kona Eygló að nafni. Þá er Eggert Þorleifsson í hlutverki Lionsmannsins Ágúst- ar. „Þetta er þó bara hluti af þeim úrvalsleikurum sem leika í mynd- inni. Það má með sanni segja að þarna verði samankominn stærsti hlutinn af íslenska grínistasafn- inu, en auk atvinnuleikara koma fram fimm börn og unglingar í myndinni," sagði Ingibjörg. Leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir, en þetta mun vera fyrsta kvikmyndin sem hún leik- stýrir. Hún hefur þó komið ná- lægt kvikmyndagerð áður því hún vann við Hrafninn flýgur á sínum tíma. Henni til halds og traust sem myndstjóri er Þorsteinn Jónsson, leikstjóri. Sænskur maður, Jan Pehrson að nafni sér um kvikmyndatöku. Halldór Þorgeirsson hefur yfirumsjón með leikmynd og Martien Co- ucke er hljóðmaður. Klippari er Kristín Pálsdóttir. Búningar eru hannaðir af Karli Júlíussyni. Kostnaðaráætlun við kvik- myndina er 14 milljónir og einsog áður sagði fékk Umbi 5 milljónir úr kvikmyndasjóði til að gera Stellu. Sagði Ingibjörg að 45 þús- und áhorfendur þyrftu að sjá kvikmyndina til að hún stæði undir kostnaði og sagðist hún bjartsýn á að það takmark næð- ist, enda yrði hér um stór- skemmtilega gamanmynd að ræða sem tekur fyrir ýmsar dellur í þjóðfélaginu einsog t.d. áfengi- svandamálið, reykingavandam- álið og laxveiðidellu. Skytturnar „Þetta er Reykjavíkurblús, sem endar r örvæntingu,“ sagði Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri Skyttnanna, en tökur á henni hefjast um miðjan ágúst. Hugmyndin að Skyttunum er mjög gömul og sagðist Friðrik Þór hafa skrifað fyrsta handritið að kvikmyndinni fyrir fimm árum. Skriður komst ekki á þetta fyrr en Einar Kárason, rithöfund- ur, tók til við handritsgerðina með Friðrik. Friðrik Þór hefur áður gert margar kvikmyndir, sem vakið hafa mikla athygli, þó aðsókn hafi ekki alltaf verið sem skyldi, nægir að nefna Eldsmiðinn, Rokk í Reykjavík, Kúreka norðursins og Hringinn. “Skytt- urnar er eiginlega fyrsta myndin sem á að höfða til allra. Áður hafa myndir mínar höfðað til fámennra hópa,“ segir Friðrik. Skytturnar hafa einnig þá sér- stöðu meðal kvikmynda Friðriks Þórs að hún er fyrsta leikna kvik- myndin og auk þess er hún tekin á 35 mm. filmu, en áður hefur hann tekið kvikmyndir sínar á 16 mm. spólur, sem hafa verið blásnar upp í 35 mm. Söguþráður Skyttnanna er í stuttu máli sá að fylgst er með tveim hvalveiðimönnum, sem fara í land þegar vertíð er að ljúka. Áður en þeir hverfa í land hefur annar þeirra skilið við konu sína í gegnum talstöð og er erind- ið í bæinn m.a. það að reyna ná sáttum við hana. Hluti myndarinnar er „road- movie“, það er að segja ferðalag þeirra félaga ofan úr Hvalfirði til Reykjavíkur. Stærsti hluti henn- ar gerist svo í Reykjavík og má með sanni segja að þetta sé fyrsta kvikmyndin sem lýsir næturlífi borgarinnar. Þeir félagar fara í gegnum einn dauðarúnt í borg- inni. Ari Kristinsson er kvikmynda- tökumaður en hann hefur áður unnið með Friðrik Þór að töku myndanna Eldsmiðurinn og Rokk í Reykjavík. Klippari er Tómas Gíslason, sem klippti' dönsku verðlaunamyndina El- ements of Crime. Enn hefur ekki verið endanlega ákveðið hverjir fara með aðalhlutverkin en ljóst er að það verða tveir óþekktir áhugaleikarar. í öðrum hlutverk- um verða atvinnuleikarar. Frum- sýning er áætluð um jólin. íslenska kvikmyndasam- steypan fékk 5 milljónir úr Kvik- myndasjóði til að gera Skytturnar en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 12 milljónir króna. Friðrik hef- ur ákveðið að fara þá leið að reyna að fá fjármagn erlendis frá, enda segir hann að efni kvik- myndarinnar sé þess eðlis að það höfði til fleiri en íslendinga þó umhverfið sé íslenskt. Hafa ýmsir sýnt því áhuga en Friðrik hefur einkum einbeitt sér að því að reyna að fá Norðurlandabúa til að styðja framleiðsluna. Bjóst hann við að þau mál kæmust á hreint í næstu viku, en að sögn vonast hann eftir um tveim milljónum króna. Þrátt fyrir það þurfa 30-40 þúsund manns að sjá kvikmyndina svo hún standi undir kostnaði. „Ég er alltaf svo bjartsýnn, enda er hér um að ræða kvik- mynd, sem inniheldur allt, spennu og skemmtun og því býst ég fastlega við að áhorfendur komi,“ sagði Friðrik Þór að lok- um. Reyniberjatréð Nietzcka Keene nefnist banda- rískur þjóðfræðingur og kvik- myndagerðarmaður, sem mun kvikmynda Grimms-ævintýrið Reyniberjatréð hér á landi í sum- ar. Hún hefur sjálf skrifað hand- rit myndarinnar og mun leikstýra henni. Tökur Reyniberjatrésins hefj- ast 19. júlí og verðurhún tekin að mestu leyti á Suðurlandsundir- lendi. Þetta er kvikmynd í fullri lengd og verður hún tekin í svart/ hvítu. Ingunn Ásdísardóttir er fram- kvæmdastjóri kvikmyndarinnar. Sagði hún að ævintýrið hefði ekki verið þýtt á íslensku. Það fjallar um tvær systur og giftist sú eldri ungum ekkli með einn son. Fjall- ar sagan svo um samskipti stjúp- mæðginanna, en þeim lyndirekki vel saman. „Reyniberjatréð er ekki barnamynd enda er það misskiln- ingur að Grimms-ævintýri séu barnaævintýri. Þetta voru sögur fyrir fullorðna á sínum tíma. Þó þetta sé ekki barnamynd í eigin- legri merkingu geta börn samt horft á hana þó ég efist um að þau fái mikið út úr því þar sem Reyni- berjatréð er frekar þung kvik- mynd með sterku sálfræðilegu ívafi,“ sagði Ingunn. Leikarar eru allir íslenskir og eru aðalhlutverkin í höndum þeirra Valdimars Arnar Flygenr- ing og Bryndísar Petru Braga- dóttur. Auk þeirra leika tvö börn stór hlutverk í kvikmyndinni. —Sáf 14 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.