Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 11
Húmorístar eru óþolinmóðir Rætt við Keld Jörgensen lektorum fyndni “Þegar maður segist ætla að fjalla um húmor eða fyndni fyllist fólk væntingum. Fólk þykist vita að nú eigi það von á einhverju fyndnu og setur sig í stellingar. Fljótlega kemst þó fólk að raun um það að viðfangsefnið fyndni er ekkert ofsalega fyndið“. Þetta voru fyrstu orð viðmælanda við blaðamann en viðmælandinn er Keld Jörgensen lektor í dönsku við Háskóla íslands.fyrrverandi Dan- merkurmeistari í biljard og sér- fræðingur í fyndni m.m.. Keld hef- ur í vetur stundað rannsóknir á fyrirbærinu samtímis því að halda námskeið fyrir nemendur dönsku- deildarinnar um efnið. Hann er því um margt fróður um hið dularfulla fyrirbæri fyndni og þess vegna fór blaðamaður fram á það við Keld að hann gæfi honum og lesendum Þjóðviljans örlitla innsýn í fyrir- bærið. Við spurðum hann fyrst hvað hefði fengið hann til þess að taka fyndni svona alvarlega. Viðfangsefnið vinsœlt Ég fór að rannsaka fyndni sam- fara áhuga mínum á táknfræði. Mig vantaði eitthvað jarðbundið fyrirbæri til þess að prófa fyrirbær- ið á og þá datt mér fyndni fyrst í hug. Eg hélt að lítið eða ekkert væri búið að skrifa um fyndni en komst fljótlega að raun um það að fyndni var ekki einungis fyrirbæri sem til var í samskiptum manna heldur var það orðið að fræðilegu viðfangsefni alls kyns fræðimanna s.s. heimspekinga, sálfræðinga og mannfræðinga. Maður hugsar sig að sjálfsögðu um tvisvar áður en maður fer að rýna á bak við fyndni. Fyndni er jú eitthvað lifandi sem bíómstrar á milli manna og það er ekki vel séð að vísindin ryðji leið sína inn á þetta tilvistarstig. Það skoðast sem skemmdarstarfsemi. Ég bjó því til rök til höfuðs þessari afstöðu en þau eru á þá leið að hin vísindalega skilgreining getur sjálf orðið tilefni til fyndni. Það má gera grín að henni. Með þessi rök að baki skipulagði ég kúrs um fyndni í háskólanum. Það er annars athyglisvert hvað það er ríkt í fólki að líta á lífið sem eitt og vísindin annað. Menn segja að það að greina fyndni sé eins og að kveikja ljósið til þess að sjá myrkrið. Mér finnst, þvert á móti, mjög athyglisvert að fást við hvoru tveggja í senn lífið og það að greina lífið. Andstœður og hraði Rannsókn mín á fyndni byrjaði auðvitað á hinni áleitnu spurningu: hvað er fyndni. Ég hélt upphaflega að ég gæti náð að skilgreina fyrir- bærið í svona 3 setningum en mér hefur ekki tekist það ennþá. En þegar ég byrjaði að skoða fyrirbær- ið ákvað ég að skoða það út frá þremur spurningum: Er fyndni til- finning, er fyndni leið til að skynja og er fyndni leið til að vitkast? Við þessum spurningum hef ég ekkert eitt svar en ég hef samt fundið skil- greiningu á fyndni sem ég styðst við. Hún er sú að fyndni byggist aðallega á tvenns konar prinsipp- um. Annars vegar því að andstæð- um er slengt saman. Einhverju tvennu ólíku, fáránlegu. Sem dæmi um þetta eru brandarar eins og þeir um fílana og bílinn og nunnurnar og bárujárnsþakið en þeir eru til í þúsunda tali. Hins veg- ar þá grundvallast fyndni á því, og hér á ég ekki bara við brandara fremur en í dæminu að ofan, að atburðarásin eða frásögnin verður að vera stutt og byggjast á hraða. Brifety is the body and soul of wit sagði Sheakspeare en hann vissi hvað fyndni var og sem slíkur var hann ólíkur flest öllum samtíma- mönnum sínum. “Nú ætla ég að skrifa stutta og hnitmiðaða grein um...“ segir Flosi Ólafsson gjarnan í upphafi greina sinna. Hann veit alveg um hvað hann er að tala. Ég er t.d. búinn að sjá það að ég get ekki verið að rannsaka fyndni alla ævi því það er í svo hrópandi ósamræmi við grundvall- arlögmál viðfangsefnisins. Nú hlœjum við Keld og blaða- maður veltir því samtímis fyrir sér hvort áreitið á hláturstaugarnar hafi búið yfir þeim leyndardómum fyndninnar sem Keld var að lýsa. En hvers vegna er fyndni svona mikilvœgur þáttur í lífi okkar ? Tilvistarstig fyndninnar Fyndni er nauðsynleg því hún hjálpar okkur að greina á milli raunveruleika og fantasíu. Mann- eskjan hefur þörf fyrir að greina þarna á milli og þess vegna hefur hún þróað þetta fyrirbæri. Þegar einhver er fyndinn þá fer hann inn á annað tilvistarstig. Stundum er það gefið sérstaklega til kynna að það standi til eins og þegar fólk er að fara að segja brandara. Þá er t.d. gjarnan sagt: hafið þið heyrt þennan.. eða eitthvað í þá veruna. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fara inn á þetta tilvistarstig til þess að staðfesta fyrir sjálfum okkur það tilvistarstig sem við erum á þ.e. raunveruleikann. Húmoristar eru opnar manneskjur sem eru stöðugt að koma auga á hitt til- verustigið. Þeir hjálpa okkur hin- um með því að draga tjöldin frá. Þeir eru til alls vísir. Þeir fara á hvolf og láta okkur halda að það séum við en ekki þeir sem eru á hvolfi. Þeir sýna okkur að mörgu leyti fáránleikann í lífinu. Það má eiginlega segja að þeir séu óþolin- móðir heimspekingar. í fyndni gerist allt á öðru tilver- ustigi en þversögnin í þessu öllu saman er að raunveruleikinn er af- stæður og á milli hans og fantasí- unnar eru engin landamæri. Við hringsólum því stöðugt í kringum landamæri sem ekki eru til. Ein- hver sagði einhvern tímann að eini munurinn á leikhúsi og raunveru- leikanum væri sá að í leikhúsinu væri neyðarútgangur. Leikhús, eins og fyndni, er nefnilega notað sem ventill, tímabundinn neyðar- útgangur út úr raunveruleikanum. Við verðum samt sem áður að gera ráð fyrir landamærunum því ann- ars væri ekki hægt að skipuleggja þjóðfélagið á skynsamlegan hátt og algjör glundroði myndi ríkja. Fyndnin er anarkistísk Annars virðist skemmtanalífið vera að verða meira og meira ríkj- andi í okkar lífi. Lykilatriðin eru orðin Hollywood og afþreying og manneskjan gerir helst ekkert nema að það sé skemmtilegt. Ég var að lesa bók um daginn sem höfundurinn kallar Að skemmta sér til dauða. Mér finnst hann að vísu full svartsýnn en hitt er annað mál að það væri kannski ástæða til þess að skipuleggja námskeið í háskólanum um alvöru. / rannsóknum þínum á fyndni hefur þú m.a. unnið út frá spurn- ingunni hvort hœgt sé að vitkast í gegnum fyndni. Að hvaða niður- stöðu hefur þú komist ? Ég lét mig Iengi dreyma um að hægt væri að nota fyndnina sem vopn í baráttunni fyrir betra lífi. Ég hef nú komist að þeirri niður- stöðu að fyndnin getur ekki gegnt því hlutverki. Fyndni byggir ekki á orsakasamhengi eins og t.d. vís- indin heldur er í fyndni gripið út í loftið. Fólk þarf ekki að einblína á samhengið. Fyndni er þannig an- arkistísk. Hún sýnir ekki lit, hún er ekkert ákveðið í sjálfu sér. Sjónar- hornum er komið fyrir að vild og þannig getur þú notað hana sem vopn en nákvæmlega sama vopn- inu getur síðan verið snúið að þér. Þess vegna getur fyndni t.d. ekki verið sósíalísk. Fyndnin getur hins vegar verið notuð í sósíalískum til- gangi en hún getur líka verið notuð í andsósíalískum tilgangi. Karlmenn hafa t.d.í gegnum tíð- ina notað fyndni til þess að niður- lægja konur en nú hafa konur tekið sér sama vopnið í hönd og semja brandara um karlmenn. Þetta er svæði á landakortinu sem konur hafa ekki kannað að ráði áður. Ég man reyndar eftir einum brandara af þessari tegund sem Karen Blix- en lét einu sinni falla en hann var á þessa leið: „Ég skil mjög vel af hverju Guð skapaði manninn á undan konunni. Þegar ég er að skrifa geri ég alltaf uppkast fyrst“. í Danmörku eru konur farnar að gefa út heilu bækurnar með brönd- urum sem þessum en ég á t.d. eina sem heitir Dósahlátur. Titillinn vísar í orðið dós sem karlmenn hafa notað á niðurlægjandi hátt um kynfæri kvenna. Hér taka konurn- ar orðið og nota það sér í vil. /Cttfrœði fyndninnar Hvað er annars hœgt að flokka undir fyndni ? Fyndnin er heil ætt og margar Keld Jörgensen: Fyndni er nauðsynleg því hún hjálpar okkur að greina á milli raunveruleika og fantasíu. Ljósm.: Sig. kynslóðir og það sem hefur flokk- ast undir fyndni hefur verið mis- munandi eftir ólíkum sögulegum tímabilum. Á ættartrénu má greina fyrirbæri eins og gaman- leiki, skopstælingu, ádeilu, háð o.s.frv. en fyrirbærið fyndni eins og við þekkjum það í dag er tiltölu- lega nýlegt. Það var eiginlega fyrst með rómantíkerunum að hugtakið verður til og fyrirbærið verður að sérstökurannsóknarefni. Áðurvar fyrirbærið svo til eingöngu tengt gamanleikjum og þar áður háði. Heimspekingar hafa t.d. fyrst og fremst tengt fyndni háði en þann þráð hafa þeir tekið upp hjá Sókr- atesi sem er e.t.v. mesti háðfugl sem við þekkjum. Fyrir tíð róm- antíkeranna hafði Sheakspeare reyndar unnið með fyndni eins og við þekkjum hana í dag og gerði hann það á mjög meðvitaðan hátt. Brandarabœkur og Karl Marx Að lokutn Keld, þið Danir hafið haft orð á ykkur fyrir að vera húm- oristar. Ert þú húmoristi ? Nei ég held að ég sé enginn sér- stakur húmoristi en ég er bjartsýnismaður. Húmoristar þurfa reyndar á þeim eiginleika að halda. Hins vegar ólst ég upp hjá miklum húmorista, honum föður mínum. Blaðamaður skáskítur augunum á sand af brandarabókum á borð- inu hjá Keld og spyr: En slærðu ekki einstaka sinnutn fratn léttum bröndurum eftir lestur allra þessara bóka ? Nei ég segi nánast aldrei brand- ara ekki nema þá í faglegum til- gangi. Annars get ég orðið veikur á því að lesa of mikinn brandaratex- ta í einu. Það er eins og að borða of mikinn rjóma. Skellirðu aldrei uppúr ? Júenaðeinsþegar églesgóða brandara um Karl Marx. Ég las einn teiknimyndabrandara um daginn sem fékk mig til þess að skella upp úr. Karl Marx stendur ofan í gröf sinni og aðeins höfuðið stendur upp úr. I textanum með myndinni segir: Öreigar allra landa, hafið mig afsakaðan. Og Keld sem aldrei þykist segja brandara! Blaðamaður var alla vega leystur út með þessum í kveðjuskyni og gekk út með svo breitt bros á vör að hann varð að fara skáhallt í gegnum dyrnar eins og Daninn Benny Andersen forð- um í ljóði sínu Bros. —K.Ól. 10 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. júlí 1986 Sunnudagur 6. júlí 1986 þjóðvILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.