Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 20
eða þannig ■ Það hefur löngum verið vitað að hamborgarar eru ekki hin besta heilsufæða sem um getur, en að í þeim væri eitur, svo bráð- hættulegt að hægt væri að drepa fullfrískan mann með því er hins- vegar ekki í hámæli. Efni þetta er krabbameinsframkallandi og ný- lega gerðist það í henni Ameríku að vísindamaður, sem hefur lagt stund á krabbameinsrannsóknir, kom fyrrverandi eiginmanni ástmeyjar sinnar fyrir kattarnef með þessu eitri. Einnig myrti hann tveggja og hálfs árs gamalt barn ástkonunnar. Þetta gerði hann með því að koma eitrinu fyrir í ávaxtadrykk. Eftir tvo sólarhringa létust bæði eiginmaðurinn og barnið af lifrarmeini og innvortis blæðing- um. Aðrir þrír gestir sem höfðu verið í heimsókn en aðeins dreypt á ávaxtadrykknum fengu mag- akrampa og niðurgang. Efni þetta sem nefnist dimeta- ylnitrosamin, er ekki ósvipað gulri olíu, og er það bragðlaust. Líkaminn leysir það fljótt upp þannig að ekki er hægt að rekja hvað olli dauðanum. Það var hinsvegar starfssystir morðingj- ans sem uppgötvaði glæpinn þeg- ar hún komst að því að krabba- meinsfræðingur tengdist fjöl- skyldunni. Þegar svo kom í ljós að sami aðili hafði fimm árum fyrr verið settur inn vegna morð- tilraunar á eiginmanninum var hann tekinn í yfirheyrslu og ját- aði glæpinn. Eitt gramm af eitrinu nægir til að drepa barn og þrjú grömm af því nægja til að drepa fullorðinn mann. Mun minni skammtar eru af þessu efni í matvælum einsog t.d. í hamborgurum og pylsum. ■ Sinn er siður í landi hverju og með ýmsum hætti refsað fyrir það, að menn aki bílum ölvaðir. í blaðinu „The Cornerstone", sem gefið er út í Flórída, stendur m.a. þessi klausa um viðurlög við ölv- unarakstri: — Sumum finnst viðurlög við ölvunarakstri of ströng hér í landi. í Ástralíu eru nöfn þeirra, sem teknir eru vegna ölvunar við akstur, birt í dagblöðum undir fyrirsögninni: Flutt(ur) og í fang- elsi. í Malaya eru ölvaðir öku- menn einnig fangelsaðir. Ef þeir eru giftir eru makarnir einnig settir inn. í Suður-Afríku eru menn lokaðir inni í 10 ár, sektaðir um 115.000 kr. eða hvorttveggja. í Tyrklandi eru hinir ólánssömu ökumenn fluttir 20 mílur út fyrir heimabæ sinn og látnir ganga til baka — í fylgd lögreglu. ■ Sex manns hafa slasast í átökum við villidýr í hjarta Mos- kvu það sem af er þessu sumri og tveir hinna slösuðu eru enn þungt haldnir. Þessar upplýsingar eru fengnar úr hinu opinbera mál- gagni, Izvestia. 200 kílóa villtur björn hljóp í gegnum almenningsgarð í austurhluta borgarinnar en þó hann hafi verið á hlaupum gaf hann sér tíma til að slá niður fimm manns. Þá slasaðist maður sem ætlaði að klappa elg, sem var á beit á umferðareyju við hring- torg í nágrenni miðborgarinnar. Annar björn sást í nágrenni neðanjarðarbrautarstöðvar í út- hverfi Moskvu og nokkrir elgar voru króaðir af við Úkraínu- hótel í miðborginni. Að sögn Izvestiu þá er ekki óalgengt að villt dýr leiti til borg- arinnar og það einkum í júní. Árið 1980 var vart við 100 villt dýr á götum Moskvu en það sem af er þessu ári hafa 20 dýr verið handsömuð í borginni og flutt í umhverfi sem hentar þessum skepnum betur. ■ Millisíð pils eru í tísku hjá herrunum í ár og bíða nú konurn- ar spenntar eftir því að þau stytt- ist er fram í sækir. Ein af nýjung- um sumartískunnar í ár eru pils á karla. Auðvitað voru það frakkar sem riðu á vaðið og kynntu þessa nýjung. Pilturinn á myndinni gengur í fötum hönnuðum af Jean-Paul Gaultier. Hér er í sjálfu sér engin nýjung á ferðinni því Skotar hafa löngum klæðst pilsum við hátíðleg tækifæri. Sömu sögu er reyndar að segja af ýmsum þjóðflokkum í fjarlægum löndum. Óneitanlega verður það samt skemmtileg tilbreyting að tala við pilsklædda bankastjóra, eða ímyndið ykkur pilsaþytinn er alþingismenn storma frá Dóm- kirkjunni yfir í Alþingishúsið við setninguna í haust! ■ Nú á tímum alnæmis óttast menn mjög afleiðingar kynmaka en nú getum við upplýst lesendur að kynlífið hefur líka sínar já- kvæðu hliðar, fyrir utan allar hin- ar sem í almæli eru. Kynlíf er nefnilega hin besta vörn gegn sýklum, t.d. þeim sem orsaka malaríu. Sú er í það minnsta kenning Williams D. Hamilton hjá Oxford háskóla. Byggir hann kenningu sína á þróunarkenning- unni. í upphafi voru nokkrar frumur og þessar frumur þurftu að finna einhver ráð til að skilja milli já- kvæðra fruma og sníkjufruma. Komu þær sér upp efnafræðilegu dulmáli til að þekkja vininn frá óvininum. Þegar frumurnar sam- einuðust og byggðu upp skepnur jarðarinnar breyttist dulmáls- lykillinn, en samt sem áður er hann byggður á upphaflega dulmálinu. Sníkjufrumurnar lögðu á sig mikið erfiði við að reyna að ráða lykilinn en þar sem sérhver nýr einstaklingur hafði sinn eigin dulmálslykil reyndist þetta erfitt. Eftir því sem lífver- urnar urðu háþróaðri varð þörfin fyrir mótefnaframleiðslu líkam- ans meiri. Þrátt fyrir að líkami mannsins framleiði tíu milljónir mismunandi mótefni gegn sýkl- um er samt þörfin fyrir kyn- mökun mikilvæg vörn gegn sýkl- um. Væri hinsvegar mótefnakerfi líkamans fullkomið væri kynlífið manninum óþarft og gæti hann þá tekið upp kynlausa æxlun. ■ Krabbameinsfruma deyr við 43,5 gráðu hita á celsíus og reyna vísindamenn nú að finna aðferð til að hita burt krabbameinsfrum- urnar. Það eru sovéskir vísinda- menn sem eru komnir lengst við þessar tilraunir. Er járndufti sprautað inn í æxlið og það hitað upp með rafmagni í 43,5 gráður. Að sólarhring liðnum er æxlið orðið að dufti sem er sogað út. Aðferðin er samt ekki jafn auðveld og virðist því þetta hit- astig er stórhættulegt vefjum líkamans og verður því að ein- angrast við sýkta svæðið. Þá er einnig erfitt að ná hárnákvæmu hitastigi en með nútímaaðferðum er hægt að ákveða með 0,1 gráðu nákvæmni hitastigið. Þá þarf sjúklingurinn að fara á kúr eftir meðferðina til að losa líkamann við járnduftið án þess að eitrun eigi sér stað. Alpa og nýit grœnmeti ... kalla fram sólskinið 9 smjörlíki hf. Þverholti 17, sími 26300

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.