Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 15
Útvarp Skrýtlan um Maríu Maður er stundum að spyrja sjálfan sig þegar mest gengur á hjá boðberendum margra út- varpsstöðva, hvar eigi að finna alla þá hlustendur, sem réttlæta ekki bara tvær rásir heldur kann- skifimm. Ogsjónvarpíhverju skúmaskoti þar fyrir utan. Þessi nöldrari hér segir fyrir sig: ekki hefur hann tíma fyrir annað í útvarpi en fréttir. Ogkannski einstaka þætti um helgar. Og út- varpsleikrit. Það var nýtt íslenskt útvarps- leikrit flutt á fimmtudagskvöldið og höfundurinn var Oddur Björnsson, sá maður sem einna best kann á þennan miðil hér um slóðir. Og hann leikstýrði verk- inu um leið og bar ekki á öðru en honum færist það vel úr hendi. Leikritið heitir Elsku María og er íslensk nútímaútfærsla á skrýtl- unni um miðaldra mann sem gift- ist yngri konu og er sú lauslát í meira lagi. María Odds hefur gifst Karli bókara og ekki hafa þau verið gift og fullsæl í nema tvo daga þegar presturinn rænir konunni frá honum, og svo koma þeir hver á fætur öðrum, helstu menn bæjarins, allt vinirog kunningjar ogskólabræður. Sýslumaðurinn, læknirinn, org- anistinn. Meira að segja systir Karls er með í tilræðinu við hans lukku og sj álfsvirðingu... Þetta var laglega samið, einatt skemmtilega snúið út úr íslenskri ræðumennsku, tískudillum og fleiru slíku. En fyrst og síðast var þetta klassískur farsi í hugsun með einni púðurtegund í tunn- unni (kynþokka Maríu) og týpum sem eru allar sem þær eru séðar. Árni Tryggvason fór með hlut- verk Karls og gerði ágæt skil þeirri blöndu af vesældómi og til- burða til þótta og jafnvel reiði sem með karlanganum hrærast. Inga H. Haraldsdóttir lék elsku Maríu og fylgdi trútt eftir þeim möguleika, að gera konuna öðr- um þræði einstaklega saklausa í öllum sínum bólfimleikum: hún meinar allt sem hún gerir en hún meinar ekki neitt, segir bóndi hennardauður. ÞóraFriðriks- dóttirin varsystirin, Kristinn Hallsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson og Steindór Hjörleifsson voru kviðmágarnir presturinn, sýslumaðurinn, lækn- irinn og organistinn, og er hægt að fullyrða með góðri samvisku að þau hafi öll veriðá sínum stað. Þetta leikrit verður endurflutt á þriðjudagskvöldið kemur. ÁB. London á skjáinn og gerði grein fyrir því hvernig atburðirnir í Perú virkuðu á hann meðan á al- þjóðaþingi jafnaðarmanna stóð þar. Sigurður Hjartarson, sem ferðast hefur um Nicaragua sagði svo sína skoðun á síðustu atburð- um þar í landi. Skoðanir þessara mannavörpuðuengu nýju ljósiá þessa atburði út af fyrir sig en þær færðu atburðina nær okkur, en það er einn af göldrum sjónvarps- ins að láta heimsviðburðina ger- ast heima í stofu hjá okkur, eins- og gert var með keppnina í Mex- íkó. SIGURÐUR Á. FRIÐÞJÓFSSC Sjónvarp Tómarúmið eftir Mexíkó Þá er heimsmeistarakeppninni loksins lokið og hinn hefðbundni gangur himintunglanna og dag- skrár sjónvarps aftur tekinn við. Nú þarf ekki lengur að skipu- leggja daginn með tilliti til þess hvort snillingarnir eru í sparkleik suður við miðbaug og heimilis- lífið kemst aftur í fastar skorður. Vissulega líður mörgum einsog eftir langan og strangan brenni- vínstúr og tekur nokkra daga fyrir þá að komast yfir eftirköst- in. En áður en varir er fótboltinn gleymdur og hönd guðs á kolli Maradonna breytist í þjóðsagn- akennda minningu. Eitt er þó ekki gleymt, en það er frammistaða fréttastofu sjón- varpsins á úrslitadaginn. I frétta- tímanum eftir úrslitaleikinn sáu fréttamenn enga ástæðu til að geta úrslita keppninnar að neinu. Það var einsog þeir hefðu reiknað með að allir þeir sem áhuga höfðu á úrslitunum hafi séð leikinn. Hvað sem því líður þá var þetta heimsviðburður og vel þess virði að geta hans að ein- hverju í frekar mögrum frétta- tíma. Sj álfur var ég einn þeirra sem ekki sáu allan úrslitaleikinn. Ég var að koma utan af landi og náði mátulega í seinni hálfleik. Þá höfðu Argentínumenn skorað eitt mark og ég huggaði mig við það að ég fengi að sjá markið í fréttatímanum. Svo kom frétta- tíminn en ekkert var minnst á úr- slitin. Og daginn eftir var svo úr- slitamarkið sýnt. Þetta kalla ég lélega frammistöðu. Má vel vera að fréttamenn hafi verið orðnir þreyttir á þessum eilífa fótbolta, en frétt er frétt hvað sem þeirra eigin skoðunum viðkemur. Eftir þetta nöldur er svo rétt að koma með hrós á sömu frétta- stofu. Kastljós Ögmundar Jónas- sonarsl. þriðjudagskvöld var hreint afbragð og sýndi vel hvers menn þarna eru megnugir leggi þeirsigfram. í Kastljósinu var tekið á erlendum málefnum sem eru ofarlega á baugi í heiminum og leitað til manna hér á landi til að finna nýja fleti á málunum. Jón Baldin kom via gervihnött frá Síðari hluta Kastljóssins var svo beint að tékkneska andófsmann- inum Frantisek Janouch, sem verið hefur í útlegð í Svíþjóð í rúman áratug. Viðtalið við hann var mjög lifandi og skýrði ýmis- legt í atburðarásinni í austur- blokkinni undanfarin ár auk þess sem spáð var í framtíðina á vit- rænan hátt. Spurningar Ögmund- ar voru vel undirbúnar og er fróð- legt að bera þetta viðtal hans saman við viðtal sem annar fréttamaður sjónvarpsins átti við Janouch nokkrum dögum fyrr í fréttatíma sjónvarpsins um slysið í Chernobyl. Það bar af einsog gull af eir. Því miður gefst frétta- mönnum sjaldnast tími til að kafa ofan í málin en þegar það er gert þá verður oft besta sjónvarpsefn- iðtil. Eftir þennan jákvæða hluta pist- ilsins er rétt að klykkja út með neikvæðriumfjöllun. Miðviku- dagar sjónvarpsins eru hrút- leiðinlegir. Hótel hefégtvisvar séð og ömurlegra sjónvarpsefni held ég að þekkist vart. Dallas hafði þó kvikindið hann JR en Hótelhefurekkert. - Sáf. Á nýafstöðunu rithöfunda- þingi í Moskvu kom fram hörð gagnrýni á ritskoðunina, en það mun vera í fyrsta skipti sem slík umræða á sér stað opinþerlega í Sovétríkjunum. Einn þeirra sem talaði um þetta helsi á skapandi rithöf- undum var Ijóðskáldið Andrej Voznesenskí, eitt þekktasta Ijóðskáldið í Austurvegi um þessar mundir. Ber þessi um- ræðavitni þeirri vitundarvakn- ingu sem hefur orðið að und- anförnu meðal listamanna og menntamanna eftir að Gor- batsjof komst til valda. Hér á eftir fer viðtal við Andrei Vozn- esensky, sem landi hans Sergej Chichkov tók við hann skömmu áður en rithöfunda- þingið var haldið. í viðtalinu reifar Voznesensky skoðanir sýnar á Ijóðaupplestri og so- véskum og bandarískum þekkja þá aftur. Ég sá þar enga hippa eða pönkara nú. Ef til vill er þetta tölvukynslóðin. Það voru hugsandi ungmenni sem ég mætti þar. Þau þyrstir í vitneskju, og þau vilja finna lausnir á vanda- málum dagsins í dag. Það væri barnalegt, svo ekki sé meira sagt, að halda að Rambo, hin frum- stæða kvikmyndahetja, sé fyrir- mynd ungra Bandaríkjamanna í dag. Áheyrendur mínir í Harvard voru athyglisverðastir. Þeir skynjuðu raunverulega hljóm- fallið í kvæðum mínum, og skildu alþjóðlegan boðskap þeirra. Þeir hlustuðu af sérstakri athygli á upphaf ljóðsins: „Af hverju eru tvær stórþjóðir að frjósa á barmi styrjaldar? Fólkið er vinir undir heiðum himni, en löndin - fjar- læg hvort öðru." Bandaríkin eiga fína prósahöf- unda, og þar fer fram mikil bók- menntaleg þróun. Og ég held að hinn almenni maður finni þar sína eigin „hámenningu". Bestu prósahöfundarnir tala við al- Almenningur veit hvar þörfin er áheyrendum, samskipti rit- höfunda af þessum þjóðern- um, auk þess sem hann kem- ur lítillega inn á ritskoðunina í Sovétríkjunum og þá hættu sem hún býðurheim. Fólk ákaft í endurbœtur Spurning: Þér líkar vel að tala fyrir fjölmennum áheyrenda- skara hef ég heyrt. Þú fluttir ný- lega ljóð þín fyrir 4000 áheyrend- ur í Októberhöllinni í Leníngrad. Hvaða áhrif hafði það á þig? Svar: Það skiptir engu máli hve margir áheyrendurnir eru. Það sem máli skiptir er persónuleiki þeirra sem hlusta. Þú hefðir átt að heyra spurningarnar sem lagðar voru fyrir mig í Október- höllinni, þær voru sannarlega áhugaverðar. Fólk er ákaft í endurbætur í dag. Allir sjá að endurbætur verða að koma innan frá mannin- um sjálfum. Leníngradbúarnir báðu mig að lesa nýjustu Ijóð mín, eins og „Skrifræðis- skrímslið", og einnig nokkur eldri, t.d. „Andlegt klám“, „Bið- röð“ eða „Sorg“. Nokkrir í saln- um ráku upp vein og báðu mig að lesa heldur „Draum“, kvæði um rússneska skóga og ár. Einhver hafði áhyggjur af örlögum heimsins. Öll þau kvæði sem ég hef hér nefnt, fjalla um brenn- andi spursmál, sem ég vildi að yrðu leyst, jafnvel þó það geri kvæði mín gamaldags. Ljóðskáld finnur, eftir að hafa mætt lesend- um sínum þannig augliti til aug- litis, að hann hefur enn ekki skrif- að neitt öðru áhugaverðara. Spurning: Hvert er álit þitt á hlutverki sovéskra bókmennta í dag? Svar: Við eigum óviðjafnan- lega lesendur í dag. Þar af leiðandi berum við ábyrgð gagnvart þeim. Hvað ef við spill- um þeim með lygum og léttmeti? Nokkrar slæmar bækur gætu hrætt menn frá að lesa bækur. Því miður taka hin alvarlegri bókmenntatímarit okkar sjaldan á brýnustu vandamálunum, og mútur og önnur spilling verða að útþynntum reyfurum í höndum rithöfunda og útgefenda - sem virðast halda að með því hafi þeir allt sitt á þurru. En ef alvarlegir rithöfundar okkar hefðu tekið þau mistök sem átt hafa sér stað til rækilegrar skilgreiningar og fundið orsakirnar fyrir þeim í tíma, þá held ég að þessi mistök hefðu ekki orðið slík vandamál sem þau eru í dag. Almenningur sér sjálfur hvar Viðtal við sovéska Ijóðskáldið Andrej Voznesenskí þörfin er mest. Þjóð okkar er nógu andlega þroskuð til að fá að vita allt og lesa um hvað sem er. Spurning: I ritgerðum þínum „Byggingarmeistarar menningar- innar“ og „Menningarumhverfi" fjallaðir þú um nokkur meistara- verk frá gömlum tímum, sem illa væri farið með. Hvernig standa þau mál nú? Svar: Við höfum þegar gert mikið, en margt er þó óunnið. í „Byggingarmeistaranum" skrif- aði ég um Tretjakov-safnið og ástand þess. Þessi fagra bygging var að grotna niður - og enginn skipti sér af því, jafnvel ekki stofnanir sem áttu að sjá um það. En nú er hafið mikið viðgerðar- starf, róttæk skurðaðgerð á hjarta Moskvu. Viðgerðin er upphaf á varðveislu byggingar- listar, og þar verður umferð vél- knúinna farartækja bönnuð. Ég minnist 15. Biennialsins, listaverkasýningar í Milan. Borð- lampi úr svörtum kornóttum málmi bar þar af öðrum fögrum sýningargripum. Tignarlegur í einfaldleik sínum stóð hann á þrí- hyrndri plötu. Þessi gripur vann gullverðlaunin. Á hann var grafið „Hannaður af Rodchenko árið 1925“. Vladimir Majakovskí tileink- aði „Leyndardóms-bálk“ sinn Rodchenko, sem hann kallaði „mestan allra listamanna". í dag fylla teikningar, uppdrættir af húsgögnum og byggingum, ljós- myndir og önnur listaverk meistarans íbúðir afkomenda hans sem hafa varðveitt þessi list- averk af mikilli óeigingirni. Næsta ár minnumst við 95 ára af- mælis þessa mikla, en næstum gleymda listamanns, ásamt vin- um hans og vopnabræðrum, sem eru samtímamenn okkar í andan- um. Og aldrei hefur verið sýning á verkum hans. Spurning: Nýlega heimsóttir þú Bandaríkin í annað sinn og last upp úr verkum þínum þar. Hver er skoðun þín á bandarísk- -um áheyrendum og lesendum? Tölvukynslóðin skynjar hljómfall kvœðanna Svar: Áheyrendur þar hafa breyst svo, að ekki er hægt að menning í stórum salarkynnum. Sunnudag eftir sunnudag fylltist Royal leikhúsið í Broadway af fólki sem kom til að hiusta á Gore Vidal, Norman Mailer, John Updike, Kurt Vonnegut, Wil- liam Styron, Saul Bellow, Arthur Miller og Woody Allen. Fjöl- miðlar sögðu að slík aðsókn hefði ekki þekkst fyrr. Enda þótt aðgöngumiðinn kosti upp í 25 Bandaríkjadali, voru þar ekki einungis mættir úr- vals listamenn. Þar var einnig fjöldi af ungu fólki og við dyrnar var fullt af fólki. Maður varð að olnboga sig áfram, jafnvel þó maður hefði aðgöngumiða. Wil- liam Styron, hinn mikli stílsnill- ingur og hrífandi sálfræðingur, bað mig að flytja inngangsorð að upplestri sínum. Svo ykkar auðmjúki þjónn flutti inngangsorð fyrir frægan banda- rískan rithöfund fyrir landa hans í Broadway. Inngangsorðfyrirmig flutti Tom Wolfe, sem stofnaði New Journalism. Mjög áhuga- verð lífsreynsla eða hvað? fmyndið ykkur til dæmis Bulat Okujövu lesa upp í Moskvu, þar sem Joan Baez kemur fram ásamt henni og innleiðir upplestur hennar fyrir rússneska áheyrend- ur með söng sínum. Eða Róbert Penn Warren tala um smásögur Victors Astafjevs - hér hafið þið bókmenntaleg samskipti. Rauða strikið getur drepið unga rithöfunda Spurning: Og svo er síðasta og hefðbundnasta spurningin. Hvað ætlast þú nú fyrir, hverjar eru áhyggjur þínar? Svar: Ég er um það bil að af- henda útgefanda síðasta ljóða- safn mitt. Mark Zakharov, hinn frægi sovéski leikstjóri ætlar að umsemja hið langa kvæði mitt „Sukharev-turninn" og gera úr því óperu. Áhyggjur mínar eru mestar vegna framtíðar verðandi höf- unda. Rauða strikið í útgáfu- stofnunum okkar getur bitið bak- fiskinn úr óhörnuðum hæfileika- mönnum. Margir viðurkenndir meistarar reka sig einnig á hindr- anir. Handrit sem uppfyllir ekki með öllu viðurkenndan staðal, mætir oftar en ekki andstöðu út- gefenda. Við þessu verðum við að gera eitthvað. Nú á tímum róttækra endurbóta þurfa bókmenntirnar á nýju blóði að halda. Við verð- um að lyfta ungum rithöfundum eins fljótt og hátt og við getum. Sergej Chichkov Sunnudagur 6. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.