Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 7
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Kronuseðill ríkissjóðs frá Seðlaútgáfa 100 ára Fósturheimili í Reykjavík eða nágrenni Fósturforeldrar óskast fyrir 11 ára gamlan dreng sem á við félagslega erfiðleika að etja. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í upp- eldisstörfum og séu reiðubúnir til náinnar samvinnu við foreldra drengsins. Upplýsingar veitir Áshildur Emilsdóttir í síma 25500 fyrir hádegi næstu daga. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Fóstra eða aðrir með uppeldisfræðilega menntun óskast frá og með 13. ágúst að skóladagheimilinu Breiðagerðisskóla. Starfsmaður óskast einnig á sama stað frá sama tíma. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 84558. Silfur, lögaurar, örtugur, spesíur og seðlar Seðlaútgáfa á íslandi er 100 ára í ár. Landsstjórninni var heimilað að gefa út ís- lenska peningaseðla í nafni landssjóðs með lögum í sept- ember 1885 og skyldu þeir seðlar vera fyrsta starfsfé Landsbanka íslands, en hann tók til starfa 1. júlí 1886. Þessara tímamóta er minnst um þessar mundir með sýningu í nýja seðlabankahúsinu og er út- gáfusaga íslenskra peningaseðla rakin á henni. Vöruskipti taka við af silfri Á landnámsöld var silfur helsti gjaldmiðill á Norðurlöndum og barst töluvert af því hingað til lands. Var silfrið vegið og var þyngdareiningin mörk (215 gr.) notuð, en einnig eyrir (27 gr.) og örtugur (9 gr.). Vöruskiptaverslun tekur við af silfrinu á 11. öld, en þá mun hafa verið lítið eftir af silfri í landinu. í tíundarlögum frá 1096 er gefin heimild til að gjalda tíund með varningi af ýmsu tagi. Þær vörur sem gjaldgengastar voru nefnd- ust lögaurar. Vaðmál mun hafa verið helsta útflutningsvaran og varð það því aðal gjaldmiðillinn og verðmælirinn. Var það mælt í álnum. Kvikfénaður var einnig notað sem verðmælir og var al- gengast að notast við kýrverð eða kúgildi. f Jónsbók, 1281, er verðreikn- ingur festur og er þar eyrir vað- máls sama og 6 álnir og 6 ær eru jafnar einu kúgildi. Kýrverð sama og 240 fiskar Seinna var farið að virða vörur til fiska í viðskiptum, en útflutn- ingur sjávarafla hófst á 14. öld. Jafngiltu tveir fiskar einni alin. Verðreikningurinn leit þá þannig út að 1 kýrverð var sama og 6 ær sem voru sama og 120 álnir vað- máls sem var sama og 240 fiskar. í nágrannalöndum okkar voru ýmiskonar myntir algengasti verðmiðill en það var um árið 1000 sem konungar á Norður- löndum tóku að slá mynt úr silfri. Þó nokkuð af slíkri mynt barst hingað til lands einkum spesíur, en stöðugt var kvartað undan peningaleysi hér á landi. Á 19. öld voru danskir ríkisbankadalir helsti gjaldmiðillinn hér á landi. Vantaði þó stöðugt peninga í um- ferð í landinu. Norræna myntsambandið var stofnað árið 1873 og var þá tekinn upp sameiginlegur myntfótur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ríkisdalir og spesíur voru lagðar niður og krónan tekin upp í þess- um þrem löndum. Landsbanki íslands 1885 var ákveðið með lögum að stofna Landsbanka íslands og jafnframt að gefa út íslenska pen- ingaseðla. Tók Landsbankinn til starfa í húsi Sigurðar Krist- jánssonar, bóksala, þar sem nú er Bankastræti 1,1. júlí 1886. íslensku seðlarnar voru að verðgildi 5, 10 og 20 krónur og ábyrgðist Landssjóður jafngengi þeirra við dönsku krónuna. Þeir voru hinsvegar ekki gjaldgengir erlendis. Fimm og tíu króna seðlarnir voru sérkennilegir að því leyti að einungis var prentað á aðra hlið þeirra en hin var auð. Voru allir seðlar undirritaðir af Iandshöfð- ingja og embættismanni bank- ans. Seinna var undirskriftin prentuð á seðlana. Það var danski málarinn Henr- ik Olrik, sem teiknaði þessa fyrstu seðlaútgáfu landssjóðs. Þeir voru svo innkallaðir snemma árs 1908 en árið áður hafði Landssjóður gefið út nýja seðla, sem höfðu sama verðgildi en stærð og útliti hafði verið breytt. Landssjóður verður ríkissjóður Síðasta seðlaútgáfa landssjóðs var 1916 því með sambandslög- unum 1918 var nafni hans breytt í ríkissjóð. Með sambandslögun- um fékk íslenska ríkið rétt til myntsláttu en sú heimild var ekki nýtt fyrr en árið 1922 er gerðir voru tíeyringar og 25 aura pen- ingar. Áður hafði ríkissjóður látið prenta krónuseðla árið 1920. Ástæðan fyrir því var sú að misgengi hafði orðið milli ís- lensku og dönsku krónunnar og því lítið eftir af dönskum krónum í landinu. En það voru fleiri en lands- sjóður, seinna ríkissjóður, sem stóðu í seðlaútgáfu hér á landi því fslandsbanki gaf út seðlaröð árið 1904 að verðgildi 5,10, 50 og 100 krónur og voru þeir gulltryggðir. Árin 1927 og 1928 voru mörk- uð þáttaskil í starfsemi Lands- bankans og honum fengið hlut- verk seðlabanka með lögum. Gaf bankinn út sína fyrstu seðlaröð samkvæmt nýju lögunum árið 1928 en það voru 5, 10, 50 og hundrað krónu seðlar. Árið 1934-36 setti bankinn í umferð nýja seðlaröð með sömu verðgildum og var hún prentuð í Englandi en þar hafa íslenskir peningaseðlar verið prentaðir síðan. Ekki verður þessi saga pening- anna á íslandi rakin öllu lengra hér og mönnum bent á sýningu seðlaútgáfu í Seðlabankanum en stuðst var við sýningarskránna við samsuðu þessa. —Sáf Vináttufélag VÍK Islands og Kúbu Vetrarferð til Kúbu Árleg vinnuferö til Kúbu - Brigada Nordica - verður að þessu sinni Vetrarferð. Lagt af stað ca. 12. desember 1986, dvalist verður á Kúbu í 4 vikur. Allar nánari upplýsingar hjá Vináttufélagi íslands og Kúbu, pósthólf 318, 121 Reykjavík. Umsóknir sendist þangað fyrir 15. ágúst n.k. V.Í.K. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. júlí. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfsfólk óskast til eftirfalinna starfa við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Hjúkrunardeildarstjóra við húð- og kynsjúk- dómadeild. Fullt starf. Hjúkrunarfræðinga við heimahjúkrun á dag- og næturvaktir. Bæði er um fullt starf og hluta- störf að ræða. Hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu í skólum. Bæði er um fullt starf og hlutastörf að ræða. Sjúkraliða við heimahjúkrun. Kvöldvaktir, hlutastarf. Ljósmóður til sumarafleysinga. Deiidarmeinatækni í fullt starf á rannsókna- stofu Heilsuverndarstöðvarinnar. Hlutastörf koma til greina. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. júlí. m LAUSAR STOÐUR HJÁ m REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Læknafulitrúa í 100% starf, við Heilsugæslu- stöð Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14-16, frá 1. ág- úst n.k. Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin, ásamt góðri vélritunar- og íslensku- kunnáttu. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. júlí. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.