Þjóðviljinn - 15.07.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Qupperneq 6
FLÓAMARKAÐURINN Bíll óskast Á einhver gamlan en traustan bíl sem hann vill losna við á ca. 40.000.- á borðið? Uppl. í síma 686954, eftir kl. 19. íbúð óskast Bókavörð bráðvantar íbúð í Reykja- vík til lengri tíma. Sími 79187 eða 17087. Furustólar óskast Óska eftir að kaupa 4 furustóla. Uppl. í síma 39263, eftir kl. 18. Til leigu 16 m2 vinnuaðstaða til leigu á teiknistofu í miðbænum. Hagstæð leiga. Uppl. í síma 14170,38838 og 17124. Til sölu Svartur Marants hljómtækja- skápur, 110 cm hár, verð kr. 2.500. Uppl. í síma 36858 á kvöldin. Óska eftir góðu, sterku reiðhjóli og barnastól á hjólið. Uppl. í síma 17087. Til sölu Gallalaus handlaug o.fl. til sölu. Uppl. í síma 10921. Frá Bláhvammi Væntanlegir gestir athugið, allt fullt fyrrihluta ágúst, nokkrir dagar lausir í júlí. Vinsamlegast hafið samband tímanlega. Verið velkomin. Steinunn og Jón Ferðaþjónustu bænda Bláhvammi 641 Húsavík Sími 96-43901. íbúð óskast Óskum eftir 2-3ja herb. íbúð á sanngjörnu verði. Góðri umgengni heitið og skilvísum mánaðar- greiðslum. Uppl. gefur Kristín Fjóla í síma 99-1460 og Þórlaug í síma 99- 1466, eftir kl. 17. Borðstofusett til sölu Kringlótt stækkanlegt borð með 6 stólum og skenk, verð kr. 12.000. Ennfremur 4 stakir stólar og lítið borð á kr. 2.500, Philco þvottavél á kr. 10.000, 5 arma Ijósakróna og 2 vegglampar á kr. 3.000. Uppl. í síma 42119. Til sölu barnarúm. Uppl. í síma 28074, eftir kl. 18. Til sölu Barnarúm og burðarpoki. Ódýrt. Sími 15989. Aðstoð við heimilisstörf óskast einu sinni í viku í Snælandshverfi Kópavogi. Sími 40007. Lítil íbúð til sölu á Stokkseyri Uppl. í síma 622106 eftir kl. 18.00. Til sölu vel með farin Pentax ME super myndavél með 50 mm iinsu. Selst með flassi og tösku. Sími 672133. ATH.! Er er 18 ára og mig vantar vinnu. Flest kemur til greina. Uppl. í síma 97-3442. Til sölu 18 tommu Raleigh telpnahjól. Uppl. í síma 75518. Atvinna óskast Óska eftir ræstingarvinnu á kvöldin. Er vön. Uppl. í síma 41456. Notuð reiðhjól Til sölu lítið telpnareiðhjól og tvö drengjahjól, 20 tomma og 24 tomma. Uppl. í síma 73267. Stefán (9 ára) og Sólveig (7 ára) vantar vel með farin reiðhjól. Uppl. í síma 17245. Óskum eftir notuðu sjónvarpstæki fyrir lítið eða ekkert. Sími 622829. Til sölu Austin Mini ’78 Þetta er hinn besti bíll en er með ónýtt annaö brettið (nýtt fylgir). Ek- inn um 50 þús. km. Verð kr. 40 þús. Uppl. gefur Bára í síma 681663 f.h. og 666842 e.h. Óska eftir að kaupa notað og ódýrt segulbandstæki, þarf bæði að vera hægt að spila af þvíog takaupp. Uppl. Ísima42109. Tapað - Fundið Brúnn hestur tapaðist úr girðingu við Helgafell í Mosfellssveit. Hest- urinn er frostmerktur og einnig ein- kenndur með NC. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hestinn vin- samlegast hringið í síma 82848. Kaupmannahöfn Herbergi með húsgögnum til leigu í sambýli við 4 íslendinga í júlí, ágúst og september. Uppl. í síma 18138. Skilvinda óskast Á nokkur skilvindu sem hann er hættur að nota og vill láta. Ef svo er þá hringdu í síma 45663. Kenwood þurrkari Gamall, góður, lítill Kenwood þur- rkari til sölu á ca. 2.500-3.000 kr. Uppl. í síma 78343. Til sölu Góður hornsófi og stækkanlegt eld- húsborð, nýlegt. Uppl. í síma 77337. Einstæð móðir óskar eftir ódýrri þvottavél. Uppl. í síma 23059 eða 40667. Gráfeldar-hillur til sölu 10 nýlegar Gráfeldar-hillur, 30x80, til sölu. Uppl. í síma 622456 ídag og á morgun. Til sölu barnavagn (Emmaljunga), burðar- rúm, baðborð, burðarpoki (ónotað- ur), hoppróla (ónotuð). Allt sem nýít. Uppl. í síma 13784. VW Fastback 1600 Tl '72 til sölu ódýrt. Gengur eins og klukka. Skoðaður. Uppl. í síma 16408. íbúð óskast Óska eftir tveggja herb. íbúð á leigu. Öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í síma 38229. Eins árs rauður Emmalunga barnavagn til sölu. Uppl. í síma 78504. STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. UMFERDAR 'RÁÐ Byggðastefna... Framhald af bls. 5 ■ Þegar umræður hófust um uppstokkun Framkvæmdastofn- unar, tilurð þróunarfélags, Byggðastofnunaro.s.frv. gekk ég á Alþingi eftir afstöðu þeirra Framsóknarmanna, ekki síst for- sætisráðherra sem bar málin fram. Þá voru svör hans þau og svipað lét hann hafa eftir sér á fundum, að hann væri út af fyrir sig hlynntur því að annað hvort Þróunarfélagið eða Byggðastofn- un yrði staðsett úti á landi, t.d. á Akureyri. Ég flutti því þá breytingartillögu við frumvarp um Þróunarfélagið að staðsetn- ing þess yrði ákveðin á Akureyri. Svavar Gestsson og Halldór Blöndal fluttu hliðstæða tillögu við frumvarp um Byggðastofnun og átti því forsætisráðherra ekk- ert að vera að vanbúnaði að gera upp hug sinn. Þegar að atkvæðagreiðslu um staðsetningu Byggðastofnunar kom, færðist formaður hins mikla byggðastefnuflokks undan með þeirri afsökun að eðlilegra væri að stjórn stofnunarinnar tæki um þetta ákvörðun. Svonefndir „landsbyggðarþingmenn“ Fram- sóknarflokksins fylgdu foringja s num af Vestfjörðum með sorg- lega fáum lindantekningum. Þar með glataðist dýrmætt tækifæri og í hópi 17 andstæðinga tillögu- nnar var meira en þriðjungur eða 6 Framsóknarmenn. Við þessa atkvæðagreiðslu hinn 12. júní 1985 gerði ég eftir- farandi grein fyrir atkv. mínu og virtist því miður ætla að reynast sannspár: „Hr. forseti. Ég tel það eðlilegt að ákveða það í lögum hvar stofnun af þessu tagi sé staðsett. Hér er á ferðinni byggðapólit- ískt mál og það er löggjafans og einskis annars en hans að ákveða hvar þessi stofnun skuli staðsett. Það er sannfæring mín að ef sú breyting sem hér er lögð til nær ekki fram að ganga hér á löggjafarsamkomunni þá verði ekki af henni. Þess vegna segi ég já;“ Eg var s.s. þá og er ekki síður nú sannfærður um að það sé bor- in von að báknið í Reykjavík muni nokkurn tímann taka ákvörðun um að flytja sjálft sig eitt né annað. Því má svo bæta við að fenginni þessari niðurstöðu varðandi stað- setningu Byggðastofnunar, að fellt var með 15 atkvæðum gegn 14 að binda staðsetningu væntan- legs Þróunarfélags við Akureyri. Af þeim 15 atkvæðum voru 6 Framsóknaratkvæði. Þar fylgdu forsætisráðherra ekki ómerkari burðarásar byggðastefnu en ráð- herrar sjávarútvegs- og félags- mála, formaður þingflokksins og formaður stjórnar Framkvæmda- stofnunar auk formanns Þingvall- anefndar. Allir eru þessir þing- menn af landsbyggðinni, enda er einasti þingmaður flokksins af SV-horninu í efri deild en þær at- kvæðagreiðslur sem hér hafa ver- ið raktar áttu sér stað í neðri deild dagana 12. og 14. júní 1985. Raddir fortíðarinnar Geir Gunnarsson hefur í sam- ræmi við stefnu Alþýðubanda- lagsins og afstöðu allra þing- manna þess á Alþingi barist áfram og til þrautar innan stjórn- ar Byggðastofnunar fyrir því að aðsetur stofnunarinnar flyttist norður yfir heiðar. Sérstök könnun sem Hagvang- ur gerði á kostum og göllum slíkra flutninga leiddi ekki í ljós neina sérstaka vankanta. Þeir vankantar, samanber fréttatil- kynningu Byggðastofnunar frá 9. júlí sl., hafa verið uppgötvaðir annars staðar. Viðbrögð ýmissa í þessu máli vekja hjá manni hugleiðingar um afstæði tímans. Getur verið að örtölvubylting og örbylgjusend- ingar hafi farið framhjá heilli hjörð menntamanna í tiltekinni stofnun? Hefur svo til heill stjórnmálaflokkur frosið fastur á tímum vorskipa fyrir seglum og póstlesta með hestum? Er ekki nokkuð kaldhæðnislegt að stofn- un sem eðli málsins samkvæmt ætti ekki hvað síst að beita sér fyrir bættum samgöngum skuli bera þær fyrir sig í þessu máli? Og það þrátt fyrir þá byltingu sem tölvuvæðing og beinlínutenging, póstfax, síma- og sjónvarpsfund- ir, ásamt stórbættum og ár frá ári batnandi samgöngum á landi og í lofti veldur, svo fátt eitt sé nefnt. Að falla á eigin prófi Á ýmsan hátt hefur kreppt að landsbyggðinni undanfarin ár. Stjórnarstefnan hefur meira og minna verið dreifbýlinu og höf- uðatvinnugreinum þess fjand- samleg samtímis óhagstæðum ytri skilyrðum framanaf. Einn stór orsakavaldur er einhæf verkaskipting sem er í grófum dráttum sú að landsbyggðin stendur að framleiðslu og verð- mætasköpun en þéttbýlið á SV- horni landsins sýslar við þjón- ustu. r Þetta greina höfundar Byggða- kaflans í síðustu ársskýrslu Fram- kvæmdastofnunar réttilega og upplýsa að 94% nýrra starfa á ár- unum 1982-1984 hafi orðið til í þjónustugreinum. Aðeins 22% þeirra þjónustustarfa komu í hlut landsbyggðarinnar þó meira en helmingur nýliða á hinum ís- lenska vinnumarkaði alist upp á landsbyggðinni. Það er ekki síst þetta ójafnvægi sem verður að breytast. Meðal annars með því að byggja upp og færa til þjónustustarfsemina í landinu þannig að uppbygging og rekstur hennar valdi ekki af sjálfu sér ójafnvægi. Byggðastofnun og starfsemi hennar er hluti af þess- ari þjónustu. Það má því segja með rétti að Byggðastofnun og meirihluti stjórnar hennar hafi fallið á sjálfs síns prófi og það meira að segja eins og sagt var í Menntaskólanum á Akureyri „hundfallið". Afgreiðsla meirihluta stjórnar Byggðastofnunar á tillögu Geirs Gunnarssonar um flutning stofn- unarinnar til Akureyrar veldur vissum kaflaskilum í byggðamál- um og umræðum um flutning stofnana og dreifingu þjónustu- starfsemi út um landið. En hér og nú eiga ekki og mega ekki verða sögulok, aðeins kafla- skil. Stjórnarmenn og stofnun sem byggist á þeirri herfræði mið- aldanna að víggirða og verja einn tiltekinn kastala geta í svip, ha- fandi gnægð af slátri og góða eldunaraðstöðu, fagnað sigri en í tímans þunga nið samfara tækni- byltingu og framförum býr fyrir- heit um aðra niðurstöðu. Með kærri kveðju minni til nefnds meirihluta stjórnar Byggðastofnunar og starfsmanna fylgir ein lítil dæmisaga af við- skiptum mínum og bónda nokk- urs norður í landi á sl. vetri við Byggðastofnun við Rauðarárstíg í Reykjavík. Lærdóma dragi hver sér. Ein lítil dæmisaga að lokum Á síðastliðnum vetri tók ég að mér að taka við láni frá Húsnæð- isstofnun sem umboðsmaður fyrir kunningja minn, bónda norður í landi. Áður en lánið kæmi til afhendingar hjá Veð- deild Landsbanka Islands þurfti samþykki nokkurra annarra veð- hafa fyrir að víkja með veðrétt fyrir láni byggingarsjóðs. Ég hafði samband við aðra veðhafa og bað þá senda venjulega stað- festingu í þessu sambandi til Veð- deildar. Nokkrum dögum síðar er ég hugðist taka við láninu kom. í ljós að enn vantaði viðkomandi heimild frá einum aðila, þ.e.a.s. Byggðastofnun. Ég kannaði mál- ið og fékk þau svör hjá stofnun- inni að vegna þess að einhver brögð hefðu verið að því, að Veð- deild gleymdi að innheimta af lánum í svona tilfellum gjald (að mig minnir 500 kr.) fyrir þá aðila sem gæfu eftir veðrétt, þá treysti Byggðastofnun sér ekki lengur til að senda leyfin beint þangað heldur sendi þau í póstkröfu til viðkomandi sem síðan yrði að senda þau til baka sjálfur. Bóndi þessi býr all langt frá pósthúsi og við strjálar póstsam- göngur þannig að þessi „lipurð“ Byggðastofnunar tafði afgreiðslu lánsins um 10-12 daga og virðist geta gert í hliðstæðum tilfellum. Allir aðrir veðhafar, nær sem fjær Reykjavík, senda umbeðin gögn beint til Veðdeildar bréf- lega eða með skeyti sem bárust á 1-3 dögum. Og þar sem dæmisaga er ekki dæmisaga nema hún túlki sig sjálf verður hér settur punktur. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. FRÁ LESENDUM Safnar íslenskum bítlaplötum Mér hefur borist bréf frá dönskum plötusafnara. Hann safnar bítlaplötum hvaðanæva að úr heiminum. Honum bráðvant- ar íslenskar bítlaplötur í safnið. Skilyrði er að plöturnar hafi kom- ið út á tímabilinu 1963-’67 og til- heyri eftirtöldum músíkstílum: Merseybíti, ryþma-blúsi, bfl- skúrsrokkí, sýrupoppi eða öðru því sem flokkast undir bítlamús- ík. Músík án söngs eða þjóðlaga- popp kemur ekki til greina. Þeir sem geta liðsinnt safnar- anum skulu senda plöturnar til: Thomas Gjurup Börnehöjen 51* Himmelev. 4000 Roskilde Danmark Hann segist reiðubúinn að borga vel fyrir sig. Með von um að gamlir að- standendur Dáta, Óðmanna, Hljóma og annarra bítlahljóm- sveita bregðist vel við, Vafasöm skoðanakönnun Könnun sú sem einhverjir á Ríkisútvarpinu létu gera hjá Hagvangi nú nýlega og hverrar niðurstöður voru birtar 9. júlí sl., er í marga staði mjög vafasöm, ef ekki fölsuð. Hvers vegna var ekki Félagsvísindastofnun Háskólans falið að gera þessa könnun? Hver trúir því að menn vilji hlusta og sjá fréttir lesnar með látum og hamagangi? Hinn nýi stíll í Ríkis- útvarpinu er þraujhugsuð og margreynd formúla frá Banda- ríkjunum, forrit sem búið er að setja inn í hausinn á íslenskum fjölmiðlum. Gera verður könnun þar sem öllum valkostum er stillt upp, svo að fólk geti valið. Hermundur Eilífsson. Jens Guð. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.