Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 7
I t Vinstri- og hægriblokkirnar í frönskum stjórnmálum stjórna landinu saman, - eða hvor blokk sínum hluta nauðugar viljugar. Forseti er sósíalistinn Mitter- rand, forsætisráðherra nýgaullistinn Chirac. í Frans er núorðið litið á þessa „sambúð" (cohabitation) sem tímabundna undantekningu í stjórnmálasögunni og gert ráð fyrir að önnur hvor blokkin taki við öllum völdum eftir forsetakosn- ingarnar 1988. (þeim kosningum gæti svo farið að höfuðandstæðingarnar hétu Jacques Chirac og Frangois Mitterrand... Myndin ertekin á leiðtogafundinum í Tókíó í maí. Þennan frakka þarf ekki að kynna, enda von á honum til landsins í haust með liði sínu Ju- ventus frá Ítalíu. Platini er raunar af ítölskum ættum, og er eitt dæmi af mörgum um þann ávinn- ing sem frakkar hafa haft af allrahanda innflytjendum, enda kalla þeir stundum land sitt „terre d’asile" - griðland flóttamanna. Franskar bókmenntir standa á traustum grunni, og enn leggja frakkar til nokkra helstu rithöf- unda heimsins. Myndin er af Claude Simon, Nóbelsverð- launahafa 1985. Frakkar eru líka geimveldi, aðal- þjóðin í Ariane-samstarfinu, sem nú er skæður keppinautur Bandaríkjamanna í gervihnatta- bisness. Myndin er af „Spot”, fyrsta athugunarhnettinum, sem tekur 800 Ijósmyndir á dag úr 820 kílómetra hæð, og sýnir glögg- lega aðstæður á tíu fermetra bletti. TGV-lestin, eitt helsta tæknistolt frakka. Lestin fer 270 kílómetra á klukkutíma, er 200 metra löng og tekur 386 farþega. TGV-lestin verður komin á allar þjóðleiðir innan ríkisins eftir tvö ár, og í framtíðinni verður hún einnig send til Lundúna undir Ermarsund þegar fjandvinirnir beggja vegna sundsins hafa grafið sig hvor í annars faðm. Frakkland sama- sem menning; París hefur lengi verið í slíkum far- arbroddi í menn- ingarefnum að fáar borgir stand- ast samjöfnuð. Myndin er af Pont Neuf brúnni sem búlgarski lista- maðurinn Christo „pakkaði inn“ í fyrrahaust. Marianna, eitt þjóðartákna frakka, og pers- ónugervingur franska lýðveldis- ins, - eða lýðveld- anna, - það sem nú er við lýði er kallað hið fimmta þeirra. Maríanna er höfðáfrönskum Parísarmaraþonið er haldið í maí, og síðast hlupu um 11 þúsund manns. Hlaupið hefst á Champs Elysées, helstu breiðgötu Parísar. Frakkar eru frá fornu fari mikil íþróttaþjóð og eru vinsælustu greinarnar fótbolti, rúgbí og hjólreiðar. Þeir sækja fast að halda Ólympíuleikana 1992 í París. 14. júlí Allons enfants de la patrie Þjóðhátíðardagurfrakka, Bastilludagurinn, var haldinn hátíð- legur í gær með flugeidum, hersýningum, ræðuhöldum, skrúð- göngum og dansiböllum á götum úti: sennilega einn tilþrifa- mesti þjóðhátíðardagur á vesturlöndum ásamt hinum banda- ríska 4. júlí og 17. maí í Noregi. Haldið er uppá töku Bastillunnar 1789, sem markaði upphaf stjórnarbyltingarinnar miklu, - en í Frans eru ailir byltingarsinnar hvar í flokki sem þeir standa; eina spurningin er hvaða byltingu menn miða við. Það gefur 14. júlí í Frakklandi síðan aukinn gleðisvip að þá eru frammundan sumarfrí sem ná hámarki í ágústmánuði þegar franskar borgir tæmast og strendurnar fyllast. Við tökum þátt í þjóðhátíð frakka með þessari myndasíðu sem á upptök sín hjá upplýsingadeild franska utanríkisráðu- neytisins, og er ætlað að kynna okkur Frakkland 1986. Og tökum undir hvatninguna til barna föðurlandsins í Stríðs- söng Rínarhersins - Marseillaise-inum: „Allons enfants de la patrie...“ -m penmgum, og brjóstmynd henn- ar stendur í öllum ráðhúsum Frakk- lands. Maríanna skiptir reglulega um svipmót, og nýjasta Maríann- an var höggvin andlitsdráttum leikkonunnar Cat- herine Deneuve, sem nú hefur leikið í á sjötta tug kvikmynda. Dene- uve var valin í al- mennri skoðana- könnun, og tók við af annarri Marí- önnu sem Brigitte Bardot léði al- kunnafegurðsína. Þriðjudagur 15. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.