Þjóðviljinn - 15.07.1986, Side 15

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Side 15
FRÉTTIR Aldrei aftur Kjara- dóm Um 500 manns á fjölmennum fundi BHMR Um 500 manns sóttu fund háskólamenntaðra háskóla- manna á Hótel Sögu á föstudag. Mikill einhugur ríkti á fundinum og fordæmdi hann samhljóða starfshætti Kjaradóms og lýsti sérstakri vanþóknun á þeim nið- urstöðum sem dómurinn hefur komist að. „Með þessum hætti hefur Kjar- adómur sannað vanhæfni sína og fundurinn telur að þessa leið Kristján Thorlacius formaður HÍK talar gegn Kjaradómi fyrir fullu húsi á Hótel Sögu fyrir helgina. Við hliðina á honum sitja þau Jónina Stefánsdóttir formaður félags matvæla- og næringarfræðinga og Heimir Pálsson varaformaður HÍK. MyndAri. megi aldrei aftur fara. Fundurinn fagnar ákvörðun Launamálaráðs að segja upp samningum og krefjast þess að fjármálaráðherra hefji þegar í stað samningavið- ræður. Fundurinn minnir á loforð fjármálaráðherra um leiðréttingu dagvinnulauna og krefst þess að full leiðrétting komi til á þessu samningstímabili,“ segir í álykt- un sem samþykkt var á fundin- um. Þá var skorað á Launamála- ráð og aðildarfélög BHMR að finna leiðir til að ná fullum samn- ingsrétti félagsmanna BHMR. -»g- Læknafélagið Tækniskólakennarar Tækifærinu klúðrað FTK getur ekki látið hj á líða að koma á framfæri nokkrum at- hugasemdum í þessu sambandi, enda alvarlegt mál á ferðinni. Samkvæmt Iögum skal kjara- dómur ákveða þeim starfsmönn- um ríkisins, sem hann fjallar um, launakjör, sem séu sambærileg við þau, sem starfsmenn með sambærilega menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi njóta á al- mennum vinnumarkaði. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum, hefur undanfarið staðið yfir könnun á því, hver þessi kjör væru, og lágu niður- stöður fyrir nú í vor. Kröfugerð félagsins um nýjan sérkjarasamn- ing var byggð á þessum gögnum, þannig að kjaradómur hafði nú tækifæri til að byggja úrskurð sinn á svo traustum gögnum sem verða má, enda var könnunin unnin á vegum beggja aðila máls- ins, þ.e. ríkisins og viðsemjenda þess. Kjaradómur skammtaði fé- lagsmönnum FTK hækkun um 3 - þrjá - launaflokka og einn í við- bót þann 1. desember n.k.. Sýnt hafði verið fram á, að til að ná sambærilegum kjörum við við- miðunarhæfa hópa á almennum vinnumarkaði þyrfti hækkun að vera um 18 - átján - launaflokk- ar, eða um 70%. Úrskurður kjaradómsþýðir9,3% frá 1. mars og 3% í viðbót 1. desember. f úrskurði dómsins er þetta kallað leiðrétting og nefnt, að tilefni sé til frekari leiðréttingar síðar. Hlálegt er einnig, að dómurinn beinir því til málsaðila að komast sín á milli að samkomulagi um þetta, en ástæða þess, að málið fór fýrir kjaradóm var algert viljaleysi fulltrúa ríkisvaldsins til að leiðrétta á nokkurn hátt laun Ályktun fulltrúaráðsfundar HÍK 11. júlí 1986. Kjaradómur kvað upp dóm um kjör háskólafólks í ríkisþjónustu hinn 8. júlí sl. þar sem kaupbreytingar eru ákveðnar minni en orðið hafa hjá öðrum á næstliðnum mánuðum en alls engar leiðréttingar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Þrátt fyrir af- dráttarlaus gögn og ótvíræða lagaskyldu vitnar hann til óskyldra atriða og vísar að lokum málinu frá sér aftur til deiluaðila og lýsir sig^þar með vanhæfan að gegna hlutverki sínu. Með þess- um dómi hefur Kjaradómur jafn- framt kveðið upp lokadóm yfir sjálfum sér. Ekkert stéttarfélag getur unað því að eiga mál sín undir slíkri þessara starfsmanna sinna. Kjaradómur hefur nú klúðrað því tækifæri, sem gafst til að upp- fylla þá lagaskyldu, sem á honum hvílir, sbr. það sem sagt er hér að framan. í úrskurðum fyrri ára hefur dómurinn ætíð skotið sér á bak við skort á upplýsingum um kjör á almennum vinnumarkaði, en nú lágu fyrir mjög marktækar upplýsingar um þetta efni. Urskurður kjaradóms nú er reginhneyksli. Hann er einnig staðfesting á því, að hérlendis er út í hött að ætla sér að reka kjara- baráttu með faglegum og vönd- uðum vinnubrögðum. Frum- skógarlögmálin eru í fullu gildi og annað ekki. í framhaldi af umræddum úr- skurði mun félagið beita sér fyrir því að reyna að ná fram kjarabót- um eftir þeim leiðum, sem löe leyfa. stofnun. Hið íslenska kennarafé- lag mun ekki framar flytja mál sín fyrir Kjaradómi. Félagið krefst óskoraðs samningsréttar strax á þessu ári. Kennarar hafa á undan- gengnum misserum ítrekað lýst áhyggjum sínum af þróun launa- mála kennara og gert grein fyrir þeim áhrifum sem kjaramál hafa á skólastarf í landinu og undir það hafa stjórnvöld tekið þótt þau sýni annað í verki. Hið ís- lenska kennarafélag mun áfram berjast fyrir því að íslenskt skóla- kerfi verði þess megnugt að skila þjóðinni vel menntuðum þegn- um. Til þess verður leitað allra hugsanlegra baráttuleiða. Samþykkt einróma. Unum þessu ekki lengur Stjórn Læknafélags íslands fordæmir dómsúrskurð þann, sem Kjaradómur felldi í máli L.í. gegn fjármálaráðherra fh. ríkis- sjóðs 8. júlí sl. í dómsorðum segir Kjaradóm- ur „að enn sé óeðlilegur munur á kjörum háskólamanna í þjónustu ríkisins og þeirra er starfa hjá öðrum en ríkinu". Síðan vísar hann leiðréttingu á þessum mun til samningsaðila! Málið fór hins vegar í dóm vegna þess að samn- ingar tókust ekki, eða réttara sagt að viðsemjandi L.í. gaf ekki kost á neinum samningaviðræðum. Að auki hefur Kjaradómur nú, í annað sinn á 15 mánuðum, fellt dóm í sérkjarasamningi L.í. án þess að fjalla um eina einustu sér- kröfu félagsins aðrar en smávægi- legar launaflokkatilfærslur. Þetta hefur hann gert þrátt fyrir að formaður samninga- nefndar ríkisins hafi fyrir dómn- um sagt, að hann teldi sig ekki einu sinni þurfa að standa við bókanir, sem hafi verið gerðar í fyrri samningum. Með þessum úrskurði kemur berlega í ljós, að Kjaradómur gætir eingöngu hagsmuna annars aðilans, þ.e. ríkisins, og er þar með óhæfur til að sinna hlutverki sínu. Félagið hlýtur því að spyrja, hver sé hinn raunverulegi samn- ingsréttur þess nú og hvaða leiðir séu færar til úrbóta. Þessum að- ferðum verður ekki unað lengur. Reykjavík 10. júlí 1986 Stjórn Læknafélags íslands Félagsráðgjafar Enn eitt kjaftshöggið Mælirinn er fullur. Nú er mál að skrípaleiknum linni. Það er sóun á almannafé að setja á svið kjararannsóknir, samningastarf og kjaradóma, þegar fyrirfram er ákveðið, hver útkoman skuli verða. Röðun félagsráðgjafa í launa- flokka sýnir enn á ný virðingar- leysið fyrir menntun og ábyrgð fólks, sem vinnur í félags- og heilbrigðisþjónustu - virðingar- leysi fyrir mannlegum verð- mætum. Félagsráðgjafar hjá ríkinu vinna allt í senn forvarnar-, umönnunar- og meðferðarstörf og spara því opinbera ærið fé. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu félagsráðgjafa af hálfu almenn- ings. Um það geta allir stofnanir vitnað og tölur tala sínu máli, en skýrslur til yfirvalda þar að lút- andi (m.a. kjaradóms) eru virtar að vettugi. Ráðamenn gera sér ekki ljóst hve margir leita til félagsráðgjafa og hvers vegna. Sú staðreynd er áberandi, að ráðamenn taka yfir- leitt ekki við sér, fyrr en þeir eða þeirra nánustu þurfa á félagsráð- gjöf að halda. Félagsráðgjafinn er mjög mikilvægur hlekkur í félags- og heilbrigðisþjónustu. En sá hlekk- ur flyst yfir í einkageirann yrði það ríkinu dýrt að kaupa fé- lagsráðgjöf sem útselda vinnu. Stjórnendur ríkisstofnana og fjármálaráðuneytið ættu að huga að því að læra aftur að leggja saman tvo og tvo svo út komi fjórir, en ekki eitthvað annað. Það er dýrt spaug og óhagkvæmt að kasta til höndunum við rekstur opinberra stofnana, sem byggðar hafa verið upp með hag okkar allra fyrir augum og á kostnað okkar allra. Það er óhagkvæmt í rekstri, að búa illa að ríkisstarfs- mönnnum sem krefjast þess eins að fá leiðréttingu launa. Þessar leiðréttingar höfum við nú beðið eftir í hátt á þriðja ár. Miklar von- ir voru bundnar við kjaradóm sem lögum samkvæmt skal gæta þess að ríkisstarfsmenn njóti sambærilegra kjara og þeir menn með svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð sem vinna hliðstæð störf hjá öðrum en ríkinu. Þessar vonir eru að engu orðnar. Kjara- dómur hefur algjörlega brugðist skyldu sinni, þar sem í úrskurði dómsins er engin tilraun gerð til að leiðrétta þann mismun, sem er á launum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og þeirra sem starfa hjá einkaaðilum. Ljóst er að þessa leiðréttingu verður að fá eftir öðrum leiðum og spurningin er ekki hvort, held- ur hvenær kemur samningsrétt- urinn? Fulltrúaráð HÍK Lokadóntur yfir Kjaradómi Þriðjudagur 15. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.