Þjóðviljinn - 26.07.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Page 2
FRÉTTIR Alnœmi Blóðþegi hefur smilast Fékk blóðgjöfafsýkta blóðinu semfannst íBlóðbankanum á dögunum. Hann er einkennalaus en merki smitsfannst í blóðinu. Þetta erfyrsta tilfellið hér á landi um smit vegna blóðgjafar. Fleirifengu ekki blóðgjöfaf sýkta blóðinu etta átti sér stað áður en sú tækni, sem við ráðum yflr í dag til að rannsaka alnæmi í blóði, kom til sögunnar, þannig að það var ails ekki hægt að koma í veg fyrir þetta, sagði Kristján Erlendsson iæknir í hópi Sam- starfsnefndar um varnir gegn al- næmi, en í gær var kunngert að fyrsti blóðþeginn sem smitast hef- ur af alnæmi hér á landi væri fundinn. Sem kunnugt er fannst í Blóð- bankanum blóð, sem blóðgjafi sýktur af alnæmi hafði gefið. Þeg- ar í stað var hafin rannsókn á því hvort einhver hefði fengið blóð- gjöf af þessu sýkta blóði og við þá rannsókn kom fram að einn aðili hafði fengið af því blóðgjöf. Við rannsókn á þeirri manneskju kom í ljós að hún var einkenna- Iaus en merki smits fannst í blóði hennar. Þetta er fyrsta og eina tilfellið af þessu tagi sem vitað er um hér á landi. Kristján Erlendsson sagði að við rannsóknina hefði komið í ljós að fleiri fengu ekki blóðgjöf af sýkta blóðinu. Kristján tók fram að þetta atvik sýndi okkur að útbreiðsla alnæmis væri ekkert frábrugðin hér á landi en sem ger- ist og gengur erlendis. Hann taldi sennilegt að smit hefði verið hér lengur en menn grunaði eða allt frá árinu 1981. Aðspurður um hvort þetta yrði til að fólk færi að leggj a eigið blóð í Blóðbankann, ef það skyldi síð- ar á lífsleiðinni þurfa á blóðgjöf að halda, sagði Kristján að slíkt færi nú mjög í vöxt erlendis. Hann sagðist aftur á móti ekki vita hvort Blóðbankinn væri í stakk búinn til að taka á móti slíku bankainnleggi. - S.dór Sjónvarp Alltá íslensku Menntamálaráðherra undir- ritaði í fyrradag nýja reglugerð um ríkisútvarpið, og segir þar meðal annars að héðan í frá skuli öllu efni sjónvarps fylgja íslenskt tal eða texti. Undantekningar eru erlendir söngtextar og beinar út- sendingar að utan. Þeim skal þó fylgja kynning eða endursögn þular. Það eru einkum íþróttaútsend- ingar sem við þetta breytast, en sá siður hefur tíðkast hingað til að meginhluti erlends íþróttaefnis hefur verið sendur út án íslensks tals eða texta. í reglugerðinni er einnig kveð- ið á um að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og útvarpsút- sendinga í öllum kjördæmum landsins. Þá er stefnt að því að RÚV starfræki fræðsluútvarp í samráði við fræðsluyfirvöld, og ríkisút- varpinu heimilað að leigja öðrum útvarpsleyfishöfum tól sín og tæki. Loks er þess að geta að breyting hefur orðið á hlutverki útvarpsráðs. Það hefur ekki lengur úrskurðarvald um dagskrá fyrirfram, en fær hana til kynn- ingar. -m Jóhannes Þórðarson frá Gimli í Manitóba t.v. afhendir Snorra Sigurðssyni framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins dollara að upphæð 10.000 íslenskra króna. sem gjöf frá Vestur-íslendingum. Ljósm. E.ÓI. Vestur-íslendingar Þjóðræknisskógurinn vex Skuldabréfavextir Seðlabankinn tilkynnir Fólk reikni sjálft út hvort það hefur verið féflett Hér fer á eftir tilkynning sú sem Seðlabankinn fann sig tilneyddan til að gefa út í gær. Utgefendum skuldabréfa er hverjum um sig gert að finna út hvort þeir hafa greitt hærri eða lægri vexti en lög leyfa á hverju hinna tilgreindu tímabila: „Vegna fjölda fyrirspurna til Seðlabankans um mismunandi vaxtatöku banka og sparisjóða af skuldara (útgefanda) skulda- bréfa, sem annað hvort eru í inn- heimtu eða kunna að hafa verið keypt af hlutaðeigandi stofnun- um, vill bankinn upplýsa eftirfar- andi. Þegar um er að ræða almenn skuldabréf eða afborgunarlán (veðskuldabréf eða skuldabréf með áritun sjálfskuldarábyrgðar- manna eru algengust) með ákvæðum um breytanlega hæstu vexti á hverjum tíma hefur Seðla- bankinn samþykkt vexti hæsta samkvæmt tillögum banka og sparisjóða af slíkum skulda- bréfum sem hér segir frá 1. janú- ar 1985 til 1. mars 1986 en frá þeim tíma ákveður Seðlabankinn vexti þessa einhliða: Frá: I. 1.’85 34,0% á ári II. 5.’85 33,0% áári 21.1 .’85 32,0% á ári 1.3. ’86 20,0% á ári 1.4. ’86 15,5% áári Eftirfarandi vextir gilda fyrir skuldabréf útgefin fyrir 11. ágúst 1984, svo og bréf með ákvæði um að vextir fylgi meðaltali vaxta nýrra, almennra skuldabréfa, eins og það hefur verið auglýst: Jóhannes Þórðarsonfrá Gimli í Kanada kemur hingað tillands á hverju ári með dollara sem gjöf til Skógræktar ríkisins frá Vestur-íslendingum etta er sextánda sumarið sem ég kem hingað til íslands en síðustu sumrin hef ég komið með dollara með mér sem gjöf til Skógræktarfélags ríkisins frá deildum í Þjóðræknisfélagi Vestur-íslendinga í Gimli, Winn- ipeg og Saskatchewan, sagði Vestur-Islendingurinn Jóhannes Þórðarson frá Gimli í Manitóba í Kanada. Jóhannes er Svarfdælingur og fæddur árið 1897. Hann talar mjög fallega íslensku alveg án nokkurs hreims. Jóhannes segist elska ísland mikið og því hefur hann staðið fyrir þessari söfnun undanfarin tíu ár. Sigurður Biöndal skógræktarstjóri sagði við afhendingu peninganna að Vestur-íslendingar hefðu gefið Skógræktinni peninga mörg und- anfarin ár eða frá stofnun Skóg- ræktarinnar á Alþingishátíðinni 1930. Skammt frá Hrafnagjá er vestur-íslenskur reitur stofnaður 1930 og þar hefur verið gróður- sett fyrir þessar peningagjafir. Fyrir nokkrum árum var svo byrj- að að gróðursetja af sama tilefni á Ingunnarstöðum í Brynjudal í 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur Hvalfirði. Og ákveðið hefur ver- ið að gróðursetja þar fyrir þær peningagjafir sem Skógræktinni berst frá útlöndum. Jóhannes sagði að hann væri ánægður með hvernig peningun- um er varið. Hann er fyrrverandi skógræktar- og skógarhöggsmað- ur. Einnig stundaðim hann bú- skap. Aðspurður sagði Jóhannes að hann byggist vel við að koma hingað aftur næsta sumar. „Ann- ars skipulegg ég aðeins eitt ár í einu,“ sagði hann að lokum. Frá: 1.1. :'85 25,8% á ári 1.2. ’85 34,0% á ári 1.6.’85 30,9% á ári 1.8. ’85 31,4% á ári 1.9. ’85 32,0% á ári 1.4. ’86 20,0% á ári 1.5. ’86 15,5% á ári Seðlabankinn lítur svo á að of- angreindir vextir séu þeir hám- arksvextir, sem beita má fyrir greint tímabil í viðskiptum tveggja aðila t.d. í afborgunar- viðskiptum verslana við neytend- ur eða í viðskiptum heildsala og smásala, þegar skuldabréf með ákvæðum um breytanlega vexti eru notuð sem skuldaskjöl. Þegar víxlar eru skuldaskjöl í slíkum viðskiptum eru forvextir nú 15,25% á ári. (Fréttatilkynning) Afmœli 75 ára , j ^ 75 ára er í dag laugardag, Árni t é Jk * Ingimundarson trésmíðameistari Skarðsbraut 19 Akranesi. Hann dvelst nú á heimili dóttur sinnar, Varmalandi Borgarfirði

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.