Þjóðviljinn - 02.08.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Hvalfjarðarstrandarhreppur
Yfirgangur
og ögrun
Afskiptum Bandaríkjastjórnar afhval-
veiðimálum harðlega mótmælt. Lagt að
ríkisstjórn að endurskoða „varnar-
samninginn“ ogfríðindi Bandaríkja-
hers í Hvalfirði
Hreppsnefndin telur að hótanir
Bandaríkjamanna um við-
skiptaþvinganir beri vott um
drottnunargirni og yfirgang
gagnvart smáþjóð og sé bein ögr-
un við sjálfstæði og sjálfsákvörð-
unarrétt íslendinga, segir í álykt-
un sem hreppsnefnd Hvalljarðar-
strandarhrepps hefur sent frá sér
vegna afskipta Bandaríkjamanna
af hvalveiðum íslendinga.
í ályktuninni segir að það geti
ekki verið háð lögsögu Banda-
ríkjamanna eða á valdsviði þeirra
að ákveða hvernig íslendingar
nýta auðlindir sínar, né hvaða
vísindarannsóknir þeir stunda
innan fiskveiðilandhelginnar og
hverjum þeir selja afurðir sínar.
Skorar hreppsnefndin á ríkis-
stjórnina að mótmæla yfirgangi
Bandaríkjamanna harðlega og
taka til athugunar samvinnu og
samskipti fslands við Bandaríkin,
þar á meðal varnarsamninginn.
“Þá minnir hreppsnefndin á,
að Atlantshafsbandalagið á hern-
aðarmannvirki og verulegar fast-
eignir í Hvalfirði og hefur lagt
undir sig jörð til þeirra hluta. Af
þessum fasteignum eru engin
gjöld greidd til hreppsins, og nýt-
ur Atlantshafsbandalagið þannig
sérréttinda hér í hreppnum. Þar
sem Bandaríkin ætla nú að leggja
aðalatvinnuveg hreppsins í rúst,
er óverjandi að líða slík sér-
réttindi lengur. Skorar hrepps-
pefndin á ríkisstjórnina að gera
ríkisstjórn Bandaríkjanna grein
fyrir þessu og taka þessi mál til
endurskoðunar og úrbóta," segir
í lok ályktunarinnar sem sam-
þykkt var einróma í hreppsnefnd-
inni.
->g-
Reykjavík 200 ára
Víðtæk hátfðarhöld
Forseti Islands heiðursgestur. Skúli fógeti á Arnarhóli, 200 metra terta í Austur-
strœti og 2 viðamiklar sýningar
Afmælisnefnd Reykjavíkur-
borgar vegna 200 ára afmælis
kaupstaðarins 18. ágúst nk. er nú
að leggja lokahönd á umfangs-
mikla afmælis- og hátíðardag-
skrá. Aðalhátíðin verður á sjálf-
an afmælisdaginn mánudaginn
18. ágúst og hafa borgaryfirvöld
óskað eftir því að borgarbúum
verði gefið frí frá störfum eftir
hádegi þann dag til að þeir geti
tekið þátt í hátíðinni.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir kemur í opinbera
heimsókn til Reykjavíkur á af-
mælisdaginn. Hún mun sitja há-
tíðarfund borgarstjórnar um
morguninn og fara víða um borg-
ina um daginn. Um kvöldið flytur
Vigdís ávarp á hátíðardagskrá við
Arnarhól en þar verður sungið og
dansað og flutt nýtt leikverk eftir
Kjartan Ragnarsson um Skúla
fógeta og upphaf Reykjavíkur.
Dagskránni við Arnarhól lýkur
með flugeldasýningu á miðnætti.
Fyrr um daginn verða ýmsar
uppákomur í miðborginni, barn-
askemmtanir og fjölskylduhátíð-
ir auk þess sem borgarbúum og
öðrum afmælisgestum verður
boðið að bragða á 200 metra
langri afmælistertu sem verður
komið fyrir í Austurstræti.
í tilefni afmælisins verða opn-
aðar tvær viðamiklar sýningar. Á
Kjarvalsstöðum verður sögusýn-
ing sem sýnir vöxt og breytingu
Reykjavíkur frá kaupstað til
borgar. Þar verða sýnd ýmis líkön
frá fyrri öldunt og brugðið upp
mynd af mannlífi og bæjarbrag í
200 ára sögu Reykjavíkur. í nýju
Borgarleikhúsinu í Mjóddinni
verður opnuð viðamikil tækni-
sýning, þar sem m.a. verður
kynnt starfsemi ýmissa stofnana
borgarinnar.
SUMARTILBOÐ
Viö hvetjum húseigendur og sumarbústaöaeigendurtil þess að
__ nota sumariö vel og búa fasteignir sínar af kostgæfni undir veturinn._
Viö erum austast og vestast í bænum.
BYGGINGAVÖRUR
Stórhöfða, simi 671100- Hringbraut 120, simi 28600