Þjóðviljinn - 02.08.1986, Blaðsíða 8
MENNING
Stjörnugjöf: ★ ★★★ frábær, ★★★ mjög góð, ★★ sæmileg, ★ uppfyllir lágmarks kröfur, 0 léleg
Af Frísanum
* * * (vegna þess hve góðir farsar
eru sjaidséðir)
Ottó (Otto, der Film).
Háskólabíó.
Vestur-þýsk. 1985.
Leikstjórn: Xaver Schwarzenber-
ger og Ofto Waalkes. Handrit:
Bernd Eiiert, Robert Gernhardt,
Peter Knorr og Otto Waalkes.
Framleiðandi: Horst Wendlandt.
Kvikmyndataka: Xaver Schwarz-
enberger. Helstu leikarar: Otto
Waalkes, Elisabeth Wiedemann,
Sky Dumont, Jessika Cardinahl,
Andreas Mannkopff og Gottfried
John.
Þjóðverjum hefur verið núið
ýmislegu um nasir í gegnum
tíðina, en ekki minnist ég þess
að hafa heyrt þá orðaða við
góðan húmor (hvað sem það
nú er). Einhvern veginn hefur
maður haft á tilfinningunni að
þeim væri margt betur til lista
lagt en gamansemi. Flestir
skynsamir menn þar í landi
(og þeireru margir) hafagert
sér grein fyrir þessum
takmörkum þjóðarsálarinnar,
og þ.a.l. hefur hið harmræna
fremur átt uppá pallborðið hjá
þýskum listamönnum og
listnjótendum en hið
skoplega.
Þeirri kenningu hefur verið
fleygt, að þýskan sé illa fallin til
spaugs og gamansemi, hún sé of
stirð, of regluleg og fátæk af tví-
merkingu orða, auk þess sem bið-
in eftir sagnorðinu, og þar með
raunverulegu innihaldi setning-
arinnar, sé oft á tíðum óþarflega
löng. Þetta þekkja þeir sem hafa
lagt einhverja stund á þetta ann-
ars merka mál.
Það sýnir e.t.v. best sannleiks-
gildi þessara vafasömu alhæfinga
minna, að einnig í þessu tilfelli er
það undantekningin sem sannar
regluna. Pessi undantekning er
ljós yfirlitum, rétt undir meðal-
hæð, með þunnt hár í lengra lagi,
bogið nef, sérlega einlægt og
traustvekjandi bros og gegnir
nafninu Otto.
Ég minnist þess að hafa heyrt
ósköpin öll af Frísarabröndurum
á unga aldri. Reykjavík hafði þá
ekki teygt anga sína í allar áttir,
eins og síðar varð, og því var ögn
lengra tii Hafnarfjarðar en nú er.
Frísarabrandararnir voru m.ö.o.
eins konar undanfarar skyldra
gamanmála sem höfuðborgarbú-
ar tóku seinna að gleðja hvern
annan með og tileinkuðu grönn-
unum í suðri, Hafnfirðingum. En
hvar er þetta Frísland?
Mér vitanlega eru til a.m.k.
þrjú Fríslönd, kennd við þrjár af
höfuðáttum, austur, vestur og
norður. Við skulum halda okkur
við Austur-Frísaeyjar sem eru í
Norðursjó milli Hollands og
Danmerkur og teljast til Neðra-
Saxlands. Þangað á aðalpersóna
þessa pistils ættir sínar að rekja.
Ekki þekki ég bakgrunn þess-
ara illkvittnislegu gamansagna,
en tel líklegt að þær megi rekja til
Þjóðverja búsettra utan Frísa-
eyjanna eða Hollendinga. Senni-
Iega hafa þær svo borist með
Dönum til Islands. Það þarf vart
að taka það fram að allar ganga
þessar sögur útá einfeldni og
barnaskap Frísa.
Erkifífl Frísa um þessar mund-
ir er sjálfur Otto Waalkes.
Reyndar væri honum betur lýst
sem snillingi, því Otto er það sem
Þjóðverjar kalla Multi-Talent,
jafnvígur á skriftir, teikningar,
leik og söng, og það sem meira
er: hreint drepfyndinn.
Kvikmyndin um og með Otto
er tvímælalaust ærslaleikur sum-
arsins, kaótískur og kolruglaður
farsi, iðandi af sprelli og maka-
lausum uppátækjum, og því upp-
lagður til almennrar afþreyingar.
Lífsreynslusaga dárans Ottós er
ekki þess eðlis að mér finnist
ástæða til að fara um hana mörg-
um orðum (ég minni aðeins á að
sjón er sögu ríkari), enda er hún
fyrst og fremst umgjörð utan um
ærslin og lýtur því lögmálum
þeirra.
Brandararnir eru auðvitað
misgóðir, eins og gengur og gerist
í försum, en ég heyrði ekki betur
en að áhorfendur væru vel með á
nótunum, sem er í sjálfu sér at-
hyglisvert, því Otto beinir
gjarnan spjótum sínum að sér-
þýskum fyrirbærum eins og albín-
óanum og átthagajóðlaranum
Heino, sem í myndinni rís marg-
faldur uppúr gröf sinni til þess
eins að taka lagið fyrir Ottó og
ákaflega geðþekka stúlku af góð-
um ættum. (Eg veit ekki betur en
hinn raunverulegi Heino sé við
hestaheilsu, en það er nú önnur
saga.) Otto hikar ekki við að gera
stólpagrín að löndum sínum og
stjakar þ.a.l. við nokkrum við-
kvæmum kýlum eins og kynþátt-
ahatri (sem aðallega beinist gegn
erlendum verkamönnum), fé-
græðgi (bilinu milli ríkra og
snauðra), atvinnuleysi og þjóð-
rembu. Að vísu blandar hann
þessu öllu, í helst til smáum
skömmtum, saman við persónu-
legan fíflaskap, en öllum er
skemmt og enginn er særður. Það
má kannski segja að veikleikar
kvikmyndarinnar „Ottó“ liggi í
meinleysi handritsins. Otto kýlir
nefnilega ekki nógu fast. Fyrir
honum vakir fyrst og fremst að
framkalla hlátur, sem honum
tekst svo sannarlega, en síður að
vekja menn alvarlega til umhugs-
unar um sig og umhverfi sitt. Þar
stendur hann kómíkerum á borð
við Chaplin og Woody Allen
langt að baki. Ahorfendur hlæja
að Otto, en ekki að sjálfum sér.
Þetta rýrir að vísu gildi kvik-
myndar Otto Waalkes, en það
má ekki gleymast að vissulega er
það kúnst að skemmta svo vel sé.
Ekki verður annað sagt en að
Otto hafin notið aðstoðar ein-
valaliðs við gerð þessarar kvik-
myndar. Sjálfur annast hann leik-
stjórn í félagi við tökumeistarann
Xaver Schwarzenberger, sem
kunnastur er fyrir samstarf við
Fassbinder heitinn. Schwarzen-
berger leikstýrði sinni fyrstu
mynd (auk þess sem hann sá um
tökuna) eftir fráfall vinar síns og
samstarfsmanns. Frumraun hans
sem leikstjóra hét „Der stille Oz-
ean“ og var m.a. verðlaunuð á
kvikmyndahátíðinni í Berlín. En
hann er ekki sá eini úr þeim lit-
ríka hópi listamanna sem fetuðu
listabrautina undir óvæginni for-
sjá Rainer Werner Fassbinders.
Flestir leikaranna lögðu hinum
látna meistara lið, í lengri eða
skemmri tíma, og meðal þeirra
var einnig Otto Waalkes.
H.O.
fíókmenntir
Guðað á fortíðarglugga
Sigurlaugur Elíasson
Brunnklukkuturninn
Norðan Niður 1986
Sigurlaugur þjónar ekki
myndlistargyöjunni einni
saman. Hann hefurlíkafeng-
ist við skáldskap og Brunn-
klukkuturninn er önnur bók
hans á jafnmörgum árum.
Þetta er lítil bók að ytra um-
fangi, smekkleg og vel unnin.
Það má segj a að í bókinni skoði
listamaðurinn sjálfsmynd sína
bæði í fortíð og nútíð. Ljóðin eru
flest vangaveltur um skynjun
skálds á eigin persónu og hvernig
hún breytist með árunum.
Skáldið horfir til baka; sér sjálfan
sig í liðnum tíma og freistar þess
að skoða hann upp á nýtt. Byrjun
bókar skýrir betur hvað við er átt:
einhversstaðar langt afturí hefurðu
á sunnudögum bundið hnút á
gardínurnar
(þér var lítið um gardínur) teiknað
í héluna hnýttum fingri
(enginn vissi hvað)
og raulað sálm (segja sumir)
en þýðir að bíða lengur
get varla vœnsl svars að utan
glugginn
auk þess alltof stór að guða á
viðslöðulaust kœfir á glerið og
brúnrauð sjálfsmyndin skýrist...
Eins og sjá má leggur skáldið
upp með þær upplýsingar um
bernskuna sem hann hefur hand-
bærar frá öðrum og skoðar þær úr
annarri átt; í öðrum tíma, ásamt
með sínum eigin fortíðarmynd-
um. Vangaveltur Sigurlaugs
beinast að því hvað breyttist; var
það veruleikinn hið ytra eða var
það að einhverju leyti mín per-
sóna? Hvernig vinna saman eigin
myndir og annarra? Hver er út-
koman úr því samspili; hvaða
veruleiki verður þá til? Að sjálf-
sögðu kunnuglegt efni úr bók-
menntum allra tíma.
Fortíðarmyndir Sigurlaugs eru
misgóðar. Einna best tekst hon-
um upp þegar hann blandar sam-
an máitíð og glymjandi útvarps-
fréttum, því þá tekst honum að
nýta sér tvíræðni orðanna á skap-
andi hátt. Því það dylst engum
sem þetta kver les að Sigurlaugur
hefur trausta tilfinningu fyrir
málinu og bestu kaflar bókarinn-
ar eru frjór leikur með orð:
úff inn stingst
spjót vasaljóss nœr ekki
síðu þinni heilagur
sebastían snýrð til veggjar
þegjandalegur
klukkur þegja líka
böng hringir ekki
hvas... mótar fyrir öðru
hverju
hvergi skuggi strengs en krosshanginn
á sínum
stað og grunsamlega nýþvegnir
fœturnir...
Það er líka nokkuð greinilegt
að það er myndlistarmaður sem
vélar um texta þessarar bókar,
þótt ekki sé litadýrð fyrir að fara;
þvert á móti er eins og grá móska
fortíðar yfir ljóðunum. Ljóðin
eru myndræn og uppbyggð sem
myndir; við sjáum þetta og hitt
gerast. Stíll ljóðanna ber nokk-
urn svip af þeim flæðistíl sem flest
ungskáldanna hafa tamið sér og
ég hygg að Gyrðir hafi orðið
einna fyrstur til að móta og jafn-
framt náð mestri leikni í. Það er
þegar orðaröð og samsetning
orða miðar að því að ná ákveð-
inni hrynjandi í textann, yfirleitt
samfellu, og þjónar hljómi máls-
ins. Sigurlaugur sýnir gott vald á
þessu; hefur góða tilfinningu fyrir
máli eins og fyrr sagði og er hug-
kvæmur í samsetningu orða.
Allt um það er þetta kver of
stutt til þess að hægt sé að átta sig
fyllilega á Sigurlaugi sem skáldi.
Bestu sprettir bókarinnar lofa
góðu og sýna að hér fer hæfileika-
maður, en inn á milli dettur hún
dálítið niður. Það er eins og þar
skorti nokkuð á ögun og nægilega
fastmótuð efnistök til þess að
vinna nægilega vel úr hugmynd-
unum sem margar eru ágætar.
Væntanlega skýrist það með
næstu bók.
Ljóða-
söngplata
Guðrún Sigríður
syngur á hljómplötu
Komin er út hljómplata með
Ijóðasöng Guðrúnar Sigríðar
Friðbjörnsdóttur sópransöng-
konu við undirleik breska píanó-
leikarans Þaul Hamburger.
Á plötunni eru lög eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sig-
fús Einarsson, Pál ísólfsson, Jón
Leifs og Björgu í Lóni, en einnig
lög eftir bresk og þýsk tónskáld.
Guðrún Sigríður hefur stundað
söngnám í London, Stokkhólmi
og Munchen og sungið á tón-
leikum hér heima og erlendis.
Paul Hamburger er prófessor við
The Guildhall school of Music
and Drama í London og hefur
víða haldið tónleika í gegnum tíð-
ina.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. ágúst 1986