Þjóðviljinn - 02.08.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.08.1986, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Fjölskylduhátíð Fjölskylduhátíð Alþýðubandalagsins verður haldin í Siglufirði dag- ana 16. og 17. ágúst n.k. Þátttaka tiikynnist í síma 71142 (Brynja) og 71712 (Hafþór).Nánari tilhögun auglýst síðar. Ferðahappdrætti Alþýðubandalagsins 1986 Vinningaskrá Dregið var í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins hjá borgarfógeta 14. júní sl.. Vinningar féllu á eftirtalda happdrættismiða: 1. Sólarlandaferð í leiguflugi með Útsýn að verðmæti kr. 35.000, nr. 15078.2. Sólarlandaferð í leiguflugi með Utsýn að verðmæti kr. 35.000, nr. 1983. 3. Sólarlandaferð í leigufiugi með Útsýn að verðæti kr. 35.000, nr. 9405. 4. Sólarlandaferð í leiguflugi með Útsýn að verðmæti kr. 35.000, nr. 3091. 5. Ferð í leiguflugi til Rhódos með Samvinnuferðum-Landsýn kr. 30.000,14164.6. Ferð í leiguflugi til Rimini með Samvinnuferðum-Landsýn kr. 30.000, nr. 2286. 7. Flugferð til Evrópu með Arnarflugi að verðmæti kr. 41.000, nr. 2994. 8. Flugferð til Evrópu með Arnarflugi að verðmæti kr. 41.000, nr. 2971. 9. Flugferð til Evrópu með Arnarflugi að verðmæti kr. .41.000, nr. 5913.10. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 6763.11. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæri kr. 30.000, nr. 7001. 12. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 14227.13. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 2154.14. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 4215. 15. Flug og bíll til Salzburg með Samvinnuferðum- Landsýn að verðmæti kr. 20.000, nr. 4922.16. Flug og bíll til Kaupmanna- hafnar með Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti kr. 20.000, nr. 15214. 17. Flugferð innanlands með Arnarflugi aö verðmæti kr. 5.000, nr. 14801. 18. Flugferð innanlands með Arnarflugi að verðmæti kr.. 5.000, nr. 8344. 19. Flugferð innanlands með Arnarflugi að verðmæti kr. 5.000, nr. 8039. Frá skrifstofu Alþýðubandalagsins Sumartími Skrifstofa Alþýðubandalagsins I Miðgarði, Hverfisgötu 105 verður opin I sumar til kl. 16:00. >ESKULÝDSFYLKINGIN ÞINGVALLAFERÐ ÆFAB - SUJ Laugardag 16. ágúst nk. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins og Samband Ungra Jafnaðarmanna efna til sameiginlegrar sumarferðar á Þingvöll laugardaginn 16. ágúst nk. Lagt verður af stað frá RVK eftir hádegi og verður þaðan farið í skoðunar- ferð um Þingvallasvæðið undir leiðsögn Sverris Tómassonar miðalda- fræðings. Að því loknu verður snæddur kvöldverður á Hótel Valhöll, og síðan rabbað saman yfir þeim veigum sem fólk treystir sér til að drekka. Að því loknu verður haldið af staö í bæinn, þannig að þeir sem vilja, komast á skemmti- staði borgarinnar. í ferðina koma einnig þau Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins og Jóhanna Sigurðardóttir v-formaður Alþýðuflokksins. ATH: Verði verður stillt í hóf og hafið það hugfast að aðeins er hægt að koma 100 manns í ferðina. Pantið því tímanlega. Skráning verður fyrst um sinn í síma 17500 (Gísli). Nánar auglýst síðar. ÆFAB - SUJ Blaðbui 'ðarfólk 4 * Effc moi lúerr^*' ■gunhress. Hafðu þ; Þjoð samband við afgreiðslu víljans, sími 681333 Laus hvei fi: VÍ( un bs vegar ri borgina Pað t að hc l iætir heilsu og hag ;ra út Þjóðviíjann Auglý sið í Þjóðviljanum HEIMURINN Anker Jörgensen Hafnar kjamorku- vopnum alfarið Kaupmannahöfn. Á blaða- mannafundi um varnarmála- stefnu danskra jafnaðarmanna sagði Anker Jörgensen, foringi flokksins, að hann gæti ekki hugs- að sér að samþykkja staðsetningu kjarnorkuvopna á dönsku landi, ekki einu sinni á stríðstímum. Danmörk hefur alltaf neitað að taka við kjarnorkuvopnum á friðartímum, en sem aðildarríki í Nató hefur landið ekki útilokað það, að slík vopn væru flutt á danskt land til nota fyrir banda- menn ef þeim svo þurfa þætti. Anker Jörgensen var spuröur, hvernig sú afstaða sem að ofan greinir kæmi heim og saman við kjarnorkuvopnastefnu Nató. Hann svaraði því til, að flokkur sinn vildi að Danmörk væri alltaf kjarnorkuvopnalaust land og þá helst innan ramma kjarnorku- vopnalauss svæðis á Norður- löndum, sem tryggt væri með al- þjóðlegu samkomulagi. Anker Sósíaldemókratar segja, að til- Jörgensen lögur þeirra miði að því að stuðla að slökun og afvopnun. Á danska -- þinginu hafa að undanförnu verið gerðar samþykktir um þessi mál sem gengið hafa þvert á vilja hægristjórnar Schluters. En víst má telja, að hinni nýju stefnuskrá jafnaðarmanna í varn- armálum sé m.a. ætlað að greiða fyrir hugsanlegu stjórnarsam- starfi við Sósíalíska alþýðuflokk- inn, sem jafnan hefur verið lítt hrifinn af Nató og vígbúnaði. Noregur Þorskastríð út af Svalbarða Osló 1. ágúst - Hætta er á þorskastríði í Norðurhöfum: Spánverjar neita því að Norð- menn hafi rétt að setja kvóta á veiðar þeirra við Svalbarða. Spænsk stjórnvöld hafa sent norsku stjórninni orðsendingu þess efnis, að Norðmenn hafi ekki rétt til að skammta er- lendum skipum 18.600 tonn af þorski innan þeirrar fiskveiðilög- sögu sem Norðmenn drógu um Svalbarða árið 1977. Norðmenn höfðu skipað spænskum togurum að hætta veiðum eftir að kvóti þeirra var upp úr sjó kominn. Togararnir bíða nú átekta undir eftirliti nor- skra strandgæsluskipa og virðast vera að bíða eftir fyrirmælum frá Spáni. w >£? MJ&er ö 8» POPPKOHU ■#3 poppmm 13 POPPKORN OKKUfí VANTAfí UMSJÓNAfíMENN FYfílfí POPPKOfíN Nokkrir spænskir togarar eru samt farnir af Svalbarðamiðum ásamt togurum frá Portúgal, Vestur-Þýskalandi og Austur- Evrópuríkjum. Norðmenn hafa lögsögu yfir Svalbarða samkvæmt alþjóð- legum samningi frá 1925. En bæði lönd Efnahagsbandalagsins og Sovétmenn hafa deilt við Norðmenn um það, hve víðtæk sú lögsaga er. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 2. ógúst 1986 FfíÁ OG MED 15. SEPT. 86. EF ÞAÐ Efí GLÆTA i ÞÉfí. ÞÁ SENDU OKKUfí UMSÓKN EFTifí EIGIN HOFDI T.D. Á SNÆLDU. FYfílfí 15. ÁGÚST. TIL INNLENDfíAfí DAGSKfíÁfíDEILDAfí SJÓNVAFIPSINS. i)iKisur\ Amn LAUGAVEGI 176. 105 fíEYKJAVÍK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.