Þjóðviljinn - 02.08.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.08.1986, Blaðsíða 7
ÞJOÐVIUINN Brynjólfur Sveinsson biskup er þekkt nafn í íslandssögunni, meðal annarsfyrirvarðveislu handrita og sem kennimaður í íslenskri kristni, en einkum þó úrskáldverki Guðmundar Kamban. Hittvita kannski færri að Brynjólfur, eins og margirhelstu lærdómsmenn 17. aldar, fékkst talsvert við heimspeki ogýmisleg fornfræði af þvítagi. Til glöggvunar má minna á að Brynjólfur var fæddur árið 1605, stundaði nám við háskólann í Kaupmannahöfn 1624^29 og 1631-32, varð þá yfirkennari í Hróarskeldu, fór til íslands 1638 og var kosinn biskup gegn vilja sínum, en Brynjólfur hugði þá áfrekari lærdómsiðkan erlendis. Brynjólfurandaðist Umsjón: Páll Valsson Gunnar Harðarson. Heimspeki Að beita skynseminni rétt Rætt við Gunnar Harðarson um heimspeki Brynjólfs Skálholtsbiskups árið 1675 og hafði þá átt stormasama ævi, enda á ýmsu gengið í samskiptum konungs og íslendinga, en sagteraðfáir Skálholtsbiskupar hafi verið virtiraf alþýðu sem Brynjólfur. Því er hér um Brynjólf rætt að í síðustu viku gekkst Heimspekistofnun Háskóla Islands fyrir ráðstefnu um heimspeki Brynjólfs biskups. Viðfengum dr. Gunnar Harðarson, starfsmann Heimspekistofnunar, til að segja okkur frá því sem f ram fór á ráðstefnunni og var hann fyrst spurður um aðdraganda þessa nýliðna Brynjólfsþings: „Forsenda þess er sú að Heimspekistofnun hefur gert áætlun um rannsóknir og útgáfu á íslenskum heimspekiritum á 16. og 17. öld. Á meðal þeirra eru tvö rökfræðirit. Annað er á íslensku, þýðing Magnúsar prúða, þess er orti Pontusrímur sem frægar eru í bókmenntasögunni, á Rökræðu- list Fuchsbergers frá 1588. Hitt er á latínu, skýringarrit Brynjólfs Sveinssonar biskups við Rök- ræðulist Ramusar sem hann mun hafa lesið fyrir í Skálholtsskóla árið 1640 og síðar. Það er varð- veitt í handriti sem er ritað að hluta til af Torfa Jónssyni í Gaulverjabæ og að hluta til af Brynjólfi sjálfum. Ramus þessi var franskur rökfræðingur sem var uppi 1515-1572. Rökfræði- kerfi hans var mjög útbreitt á seinni hluta 16. aldar og í byrjun þeirrar sautjándu, einkum í Íöndum mótmælenda. Pað var grein á meiði ákveðinnar tegund- ar rökfræði, sem var kennd við húmanista og kallast rökræðulist (díalektík). Það var á sínum tíma andóf gegn því sem mönnum þótti þyrrkingsleg skólaspeki, byggð á rökfræði Aristótelesar. Því má hins vegar skjóta inn að rökfræði skólaspekinganna er mun háþróaðri og nær nútíma- rökfræði en húmanistana hefur getað órað fyrir. Nú, tildrög málþingsins voru þau, að þegar Sten Ebbesen, sem er forstöðumaður Institut for græsk og latinsk middelalderfilo- logi við Háskólann í Kaup- mannahöfn og sérfræðingur í rökfræði fornaldar og miðalda var hér á fyrirlestraferð í nóvem- ber 1985, komst til tals hvort unnt væri að efna til samvinnu milli stofnananna um undirbúnings- vinnu vegna þessarar útgáfu á riti Brynjólfs, sem ég var þá fyrir skömmu byrjaður að slá inn á tölvu. Sten kannaði áhuga á slíku hjá samstarfsmönnum sínum og það varð úr að þeir Frits Saaby Pedersen og Lars Mortensen hófu ásamt honum að kanna ýmis atriði í sambandi við þetta. Hér heima fórum við Sigurður Péturs- son lektor yfir textann og athug- uðum dálítið það sem sneri beint að íslandi, Frits athugaði sjálft handritið, sem er í Kaupmanna- höfn, og kannaði gerð þess, Lars athugaði Ramusarhreyfinguna í Danmörku og ýmislegt í sam- bandi við námsár Brynjólfs úti, því að vitað er um kennara hans þar og margt fleira. Sten athugaði heimildarnotkun Brynjólfs og stöðu skýringa hans miðað við aðrar skýringar í rökfræði. Á málþinginu, sem Eyjólfur Kjalar Emilsson og Jakob Benediktsson sátu einnig, ræddum við þetta og kynntum svo helstu niðurstöður sl. mánudag." - Hverjar voru svo helstu nið- urstöður málþingsins? „Eins og ég sagði áðan, þá gerði Frits Pedersen grein fyrir handritinu sjálfu og hans tilgáta var sú að það hefði verið skrifað í tvennu lagi, fyrst af Torfa undir handarjaðri Brynjólfs og síðan af Brynjólfi eftir að Torfi var farinn út til Kaupmannahafnar að læra, sumarið 1642. Þetta rökstuddi hann með tilvísun til vatnsmerkja í pappírnum. Lars Mortensen gerði grein fyrir hreyfingu Ramista í Dan- mörku. Þar var Ramisminn bar- inn niður upp úr 1600 og af- greiddur sem laumukalvínismi. Ramus hafði sem sé gerst kalvín- isti og þeir gert hann að hálfgerð- um píslarvotti. Brynjólfur ætti þá að hafa verið laumukalvínisti og ekki aðeins það, heldur laumu- kaþólikki í þokkabót, því að hann orti nefnilega kvæði til Mar- íu guðsmóður. En hvað um það, Brynjólfur er miklu seinna á ferð- inni en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndum. Á þess- um tíma halda aðeins örfáir menn í rökræðulist Ramusar og enginn af kennurum Brynjólfs virðist hafa verið Ramisti, og kannski ekki við því að búast, því þeir voru allir meira og minna tengdir guðfræðideildinni við háskólann. Samkvæmt því sem séra Torfi Jónsson í Gaulverjabæ segir í ævisögu Brynjólfs þá virðist hann áður hafa verið Aristótelisti. Spurningin verður þá sú, hvenær og hvers vegna hann hafi farið að gefa sig að rökfræði af toga Ram- usar. Við þessu eigum við ekkert svar enn, þó að eitt og annað gæti bent til þess að það hefði verið á Hróarskelduárum hans.“ - Hvar standa skýringar Brynj- ólfs í samanburði við erlendar skýringar sömu rita? Skýringar við rökræðulist Ramusar eftir Brynjólf Sveinsson ...Ennfremur hefur mannleg skynsemi tvo hluta, hugvit og dómgreind. Pví að þeir eru með réttu og sanni sagðir hug- vitssamir sem með meðfæddu Ijósi sálarinnar draga hluti fram úr myrkrinu, finna það sem hulið er, draga fram það sem grafið er, þ.e.a.s þeirsem eru skarpir að finna hluti. En fyrri hluti þessarar guðdóm- legu listar vekur þennan hœfi- leika, sem leynist í okkur iðju- laus og nœstum því gleymdur og grafinn, og kallar hann eiginlega aftur til lífsins. Hinn hluti skynseminnar er dómgreindin, en með henni lögum við það sem við höfum áður fundið og hugsað upp með hugvitinu og eins og höggvum það til og greypum inn í heild verksins og okkar, og gerum það hœft og hentugt þannig að það bœði sé í innbyrðis samræmi þegar um fleiri en eitt er að ræða, og allt í samræmi við heildina. En til þess að við gerum þetta á þjálli og liprari hátt, þá setur annar hluti rökrœðulistarinnar regl- ur, en sá hluti heyrir til Skipan- arinnar (Dispositio) en í yfir- færðri merkingu vegna til- gangsorsakarinnar Dómsins (Judicium). Fæstum er ó- kunnugt að hlutar skynsemis- listarinnar eru jafnmargir og hlutar skynseminnar sjálfrar. Því að ef þeir væru fleiri, þá væru þeir til einskis sem ekki snertu skynsemina. Ef þeir vœrufærri væri öll umfjöllun- in ófullnægjandi. Þessa skiptingu má byggja ekki aðeins á rökum, sem að vísu eiga að sitja í fyrirrúmi í rökræðulistinni eins og ígjörv- allri heimspeki, heldur einnig með heimildum og vitnisburði viðurkenndra höfunda. Platón minnist greinilega á þessa skiptingu í Fædrosi þeg- ar hann lætur Sókrates vera á göngu með Fædrosi sem hafði tekið með sér ræðu Lýsíasar sem var nýsamin... Þetta er brot úr skýringum Brynj- ólfs í þýðingu Gunnars Harðar- sonar og Sigurðar Péturssonar, en skýringarnar eru væntanlegar á bók með tíð og tíma. „Sten Ebbesen fjallaði einmitt um þetta á málþinginu. Hans niðurstaða var að skýringar Brynjólfs væru líklega hinar um- fangsmestu sem til eru. Aðferð hans er sú að taka setningu úr díalektík Ramusar og gera síðan ítarlega grein fyrir því hvað búi að baki. Þetta var að vísu við- tekin aðferð við ritskýringu, en hjá Brynjólfi rekur hver útúrdúr- inn annan svo handritið, sem er 562 bls. að stærð nær aðeins fram í 10. kafla af 33 í fyrri hluta Rök- ræðulistar Ramusar og eru þá ó- taldir 20 kaflar í seinni hlutanum. Brynjólfur hefur notast við ýmis erlend skýringarrit, bæði forn og ný, en skýringar hans eru sjálf- stætt framlag. Þetta eru hans eigin útskýringar á rökfræði Ramusar. Þess má geta að hann vísar meðal annars til íslenskra fornrita, til Eglu og fleiri forn- sagna.“ - Hvað geturðu sagt okkur um heimspeki Brynjólfs Sveinssonar í stuttu máli? „f grófum dráttum má segja að rökræðulist Ramusar snúist um að kenna mönnum að beita skynseminni rétt. Hver maður býr yfir hæfileika til þess að hugsa og hlutverk díalektíkurinnar var að æfa og þroska með mönnum þennan náttúrlega hæfileika þeirra og gera þá hæfa til þess að beita skynseminni rétt. Rök- stuðningurinn fyrir þessari hug- mynd um díalektík og hlutverk hennar er að miklu leyti sóttur í rit Platóns sem voru uppgötvuð að nýju á endurreisnartímanum og í kjölfar hans. Það má því segja að Ramus hafi skipað sér í flokk Platónista í heimspekilegu tilliti og litið á rökræðulist sína að einhverju leyti sem endurvakn- ingu á díalektík Platóns. í með- förum Brynjólfs verður rökræðu- list Ramusar að eins konar af- brigði af frummyndakenningu Platóns. Líklega er hann einna mestur Platónisti af þeim sem hafa fengist við að útleggja Ram- us.“ - Og hvenær má vænta útkomu skýringa Brynjólfs? „Það er alltof snemmt að segja nokkuð um það. Við Sigurður Pétursson erum að fara yfir latín- utextann og þýða dálítið af hon- um til þess að aðrir en latínugrán- ar geti haft eitthvert gagn eða gaman af. Þetta tekur allt sinn tíma, en það er vonandi að það takist að koma þessu út fyrr en seinna. Brynjólfur á það fyllilega skilið." Laugardagur 2. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.