Þjóðviljinn - 02.08.1986, Blaðsíða 5
Steinþór Gestsson frá Hæli óskar arftaka sínum á Suðurlandi, Þorsteini Pálssyni, til hamingju með formannskjör á
landsfundinum 1983, Síðan hefur allt sigið á ógæfuhliðina hjá Þorsteini. „Davíð bíður því rólegur og brosir í kamp, í
sjálfgefnu trausti þess að hinum gamla svarabróður verði senn beitt á gaddinn".
Maðurinn,
sem
skipti um ham...
Þorsteinn Pálsson, maðurinn sem hœst hrópaði á skattalœkkanir er nú
búinn að skrifa sig inn í Islandssöguna sem mesti skattheimtukóngur
lýðveldisins
Sú var tíð forðum í Sjálfstæðis-
flokki að menn litu til Þorsteins
Pálssonar sem hins glæsta for-
ingja framtíðarinnar. í honum
þóttust margir eygja brot af
horfnum leiðtogum, og töldu
hann einan færan um að skera af
flokknum þann fjötur langvar-
andi leiðtogakreppu sem hikandi
leiðsögn Geirs Hallgrímssonar og
barátta hans við Gunnar Thor-
oddsen höfðu hnýtt. En mál hafa
skipast á öldungis annan veg.
Þorsteinn Pálsson er orðinn að
ranghverfu þess leiðtoga sem
hann sjálfur og aðrir ætluðu hon-
um.
Maðurinn sem braust til valda í
Sjálfstæðisflokknum á ör-
skammri stundu í krafti skeleggr-
ar málafylgju við skattalækkanir
er orðinn meiri skattheimtukóng-
ur en dæmi eru um í samanlagðri
sögu lýðveldisins. Maðurinn,
sem átti að verða foringi fram á
næstu öld og leiða flokkinn inn í
framtíðina er orðinn Akkilesar-
hæll, gerður að skotspæni jafnt
eigin þingmanna sem Morgun-
blaðsins. Staða hans veikist sí-
felldlega, og nú er svo komið að
menn bíða einungis eftir heppi-
legu færi á að bola honum með
sem minnstum átökum úr stóli
flokksformanns. Arftakinn er
þegar fundinn, og Morgunblaðið
hefur opinberlega lagt blessun
sína yfir hann.
Uppþvotturinn
í eldhúsinu
Þorsteinn Pálsson var efnilegur
ritstjóri Vísis fyrr á öldinni og
hefur sjálfur greint frá því, að
bestu hugmyndir sínar hafi hann
fengið við uppþvottinn í eldhús-
inu á kvöldin. Nú er hann löngu
hættur uppþvotti. Hugmyndarýr-
ari tímar eru gengnir í garð, og
kannski má tímasetja upphafið
að pólitískri ógæfu Þorsteins
Pálssonar við þann dag, er hon-
um áskotnaðist uppþvottavél.
Allt um það. A Vísi var tekið
eftir hinum unga ritstjóra. Hann
þótti skeleggur, og einskis manns
undirlægja. Innan skamms var
hann gerður að framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasambands-
ins, og þurfti ekki spámannlega
vaxið fólk til að sjá, að Þorsteinn
Pálsson var tryggilega stiginn á
stökkpall þann sem sendir
mönnum upp á hinn pólitíska
stjörnuhimin. Það var ekki spurt
hvort hann færi á þing, heldur
hvenær - og úr hvaða kjördæmi.
Hjá VSÍ átti Þorsteinn í harðri
rimmu við þáverandi forkólfa
verkalýðshreyfingarinnar og
ávann sér álit sem harðskeyttur -
en kurteis - samningamaður. í
fjölmiðlum birtist hann þjóðinni
sem röggsamur og ákveðinn ung-
ur maður, sem lét ekki vaða ofaní
sig af litlu tilefni. í Sjálfstæðis-
flokki hýrnaði heldur brún á
mörgum hinna eldri manna, sem
voru á höttunum eftir vonar-
lömbum, sem í fyllingu tímans
myndu öðlast burði til að standa í
þeim slagsmálagörpum sem þá
voru að koma fram á sjónvarsvið-
ið sem leiðtogar á vinstri væng-
num.
Þingmaður
Á ferli sínum sem fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins, og raunar einnig á
ritstjórastóli Vísis, gerðist Þor-
steinn Pálsson hávær talsmaður
skattalækkana. Þetta hugnaðist
mönnum í Sjálfstæðisflokknum
einkar vel. Þeir sem sátu við stýr-
isvöl flokksmaskínunnar hófust
handa við að koma hinum efni-
lega unga manni inn á Alþingi.
Árið 1983 var svo Þorsteini
komið á þing fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn á Suðurlandi, þar sem
Ingólfur Hellujarl drottnaði eitt
sinn óumdeildur konungur.
Steinþór Gestsson frá Hæli lét þá
af þingmennsku, og þótt Steinþór
væri á margan hátt litríkur náði
hann aldrei veldi Ingólfs.
Sunnlendinga fýsti nú aftur að
eignast mann sem líklegt var að
örlagadísir leiddu til mikilla
valda. Þess vegna settist Þor-
steinn í mikilli sátt við flokks-
menn flesta í sæti Steinþórs frá
Hæli.
Morgunblaðsungi
Veldissól Geirs Hallgríms-
sonar var um þessar mundir til
viðar hnigin að flestra dómi. Að
vísu stritaðist Geir við að sitja
sem mest hann mátti, en öllum
var orðið ljóst að formennska
Geirs var Sjálfstæðisflokknum til
mikils trafala. Þeir, sem ásamt
Þorsteini sjálfum unnu að því að
ryðja honum braut til frama,
töldu kjörið fyrir hann og flokk-
inn að bjóða hinn nýbakaða þing-
mann Sunnlendinga fram til for-
manns Sjálfstæðisflokksins. Mið-
að við það sem á undan var
gengið var það einnig rétt mat.
Á haustdögum 1983, sama árs
og Þorsteinn var kjörinn til þing-
mennsku fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn, gerði flokkurinn hann að for-
manni sínum. Með honum flaut
til forystu Friðrik Sófusson, sem
hlaut embætti varaformanns.
Birgi ísleifi, sem sóttist eftir
hvoru tveggju, var hafnað.
Það hafði ekki farið fram hjá
neinum sem orðinn var sæmilega
læs, að Morgunblaðið, voldugt
tæki í innanflokkssókn til valda,
studdi Þorstein Pálsson heils hug-
ar til formennsku. Að loknu kjöri
lýsti Matthías Johannesen sér-
stakri velþóknun á formannsval-
inu í útvarpi, og kallaði Þorstein
„Morgunblaðsunga", sem fleygt
varð á sinni tíð. Með því var
skáldið að vísa til þess tíma sem
formaðurinn ungi drap á bernsk-
um baldri við blaðamennsku á
Mogga.
Þjóðin hló
Á landsfundinum 1983 stóð
Þorsteinn á hátindi sinnar pólit-
ísku gæfu. Eftir það tók
straumurinn að renna gegn hon-
um, og síðan hefur flest gengið
honum í mót. Mistök hafa rekið
mistök. Smám saman hefur
molnað svo úr undirstöðunni sem
svo grandgæfilega var lögð á ár-
unum fyrir formannstíð, að nú
þarf ekki ýkja sterka pólitíska
hviðu til að feykja formanni
Sjálfstæðisflokksins af stalli.
Strax að loknum landsfundin-
um var Þorsteinn beygður hið
fyrsta sinni. Enginn ráðherranna
vildi standa úr stóli fyrir hinn nýja
formann, - í ásýnd alþjóðar
kvaddi hann dyra en hlaut ekki
inngöngu. Og Þorsteini brást
rögg og bogalist í fyrsta sinni:
hann lét hina eldri í valdakjarna
flokksins vaða yfir sig. Brautin
var mörkuð. Þorsteinn náði ekki
raunverulegum völdum í fyrstu
atrennu, - innan skamms var
hann í rauninni orðinn að óopin-
berum blaðafulltrúa ríkisstjórn-
arinnar, sem engu réði.
Þorsteinn gerði sér of seint
grein fyrir, að pólitísk framtíð
hans valt á ráðherredómi. En þá
upphófst einn kostulegasti fars-
inn í íslenskum stjórnmálum fyrr
og síð: tilraunir hins gæfulitla for-
manns Sjálfstæðisflokksins til að
komast í ríkisstjórn, - farsinn um
„stólinn hans Steina“.
Stólabröltið varð efni í enda-
lausar vangaveltur í háðspistlum
dagblaðanna, eitruð kvæði voru
birt í blöðum, og að lokum hló öll
þjóðin.
Um skeið var allt að því dapur-
legt að horfa á þá niðurlægingu
sem valdaklíkan í Sjálfstæðis-
flokknum bjó formanni sínum.
En að því dró, að saman fór ann-
ars vegar að gæfuleysi formanns-
ins utan stjórnar var farið að há
gengi flokksins, og hins vegar, að
stjórnin þótti standa sig afburða
illa. Morgunblaðið tók að klifa á
því, að nauðsynlegt væri að veita
ríkisstjórninni blóðgjöf (og Þor-
steini líf) með því að setja hann
inn í stjórnina.
Og inn fór Þorsteinn, - í emb-
ætti fjármálaráðherra (Albert var
bolað úr því embætti, vegna þess
að búið var að aðvara flokkinn
um Hafskipsmálið, og ófært þótti
að hafa hann fjármálaráðherra
áfram vegna tengsla hans við
hneykslið).
Dr. Jekyll
and mr. Hyde
Fræg er sagan af manninum
sem á daginn var dr. Jekyll, en á
nóttunni mr. Hyde. Svipuð - en
varanleg - hlutverkaskipti urðu
nú á Þorsteini Pálssyni.
Maðurinn sem hrópaði hæst
um lækkun skatta, og braust á
þann hátt til valda í Sjálfstæðis-
flokknum, tók sér það sjálf-
skipaða hlutverk að hækka skatta
við hvert tilefni. Eitt fyrsta verk
hans sem fjármálaráðherra var
þannig að fresta langþráðri og
marglofaðri lækkun á tekjuskatti
urn 600 mi(jónir. Þetta vakti mik-
inn kurr, og Morgunblaðið lét í
ljós efasemdir um réttmæti þessa.
f kjölfarið sigldu á skömmum
tíma hækkanir á alls kyns
sköttum, svo miklar að flokks-
menn jafnt sem Morgunblaðið
tóku andköf. Dómsgjöld hækk-
aði Þorsteinn um 50 prósent,
flugvallaskatt um 300 prósent,
skírteinagjöld um 100 prósent, og
í sumum tilvikum raunar allt að
300 prósent. Lyf og læknisþjón-
usta hækkaði í byrjun þessa árs
um 33 prósent, og að sjálfsögðu
lagðist Þorsteinn Pálsson ekki
gegn því. Þá er ógetið hins fræga
25 prósent kökuskatts, sem Þor-
steinn beitti sér fyrir, að vísu svo
ófaglega að fresta þurfti gildis-
töku skattsins um nokkurn tíma.
Þannig hefur vesalings formað-
urinn snúist eins og skoppara-
kringla gegn þeirri skattalækkun-
arstefnu sem honum áður fleytti
til valda. Síðasta, og jafnframt
versta dæmið um það er nýjasta
afrekið: 800 miljón króna hækk-
unin á tekjuskatti, sem opinber-
uð var landslýðnum í vikunni og
þýðir í raun hækkun á gjaldbyrði
einstaklinga vegna beinna skatta
um 20 prósent.
Veik staða
Þannig hefur braut Þorsteins
sem fjármálaráðherra verið stráð
oddhvössum þyrnum endurtek-
inna skattahækkana. Flokks-
menn eru auðvitað gáttaðir. Og
Þorsteini hefur birst sá beiski
sannleikur, að það er álíka
fallvalt að reiða sig á velvild
Morgunblaðsins og gildi hluta-
bréfa í Hafskip. Morgunblaðið
hefur nú snúist gegn honum á
áberandi hátt. Það hélt uppi illa
duldum árásum á hann í kjölfar
sveitastjóniarkosninga, og eftir
að tilkynnt var um að Þorsteinn
bæri ábyrgð á hinni óvæntu
hækkun tekjuskatts veitti blaðið
honum gildar eyrnafíkjur með
áberandi árásum í fréttaskrifum.
Staða Þorsteins er því orðin
veik. Morgunblaðið er gegn hon-
um. Flokksmenn telja hann ekki
rétta manninn til forystu. Ástæð-
an er einföld: formaður þarf að
vera skeleggur og geta tekið á-
kvarðanir. Reynslan sýnir að það
er ekki sú sterka hlið sem menn
töldu á Þorsteini. En síðast en
ekki síst: Þorsteinn er orðinn
einn skattabráðasti fjármálaráð-
herra í sögu lýðveldisins. Með
síðustu gjörningum sínum er
maðurinn sem hrópaði hæst um
skattalækkanir búinn aðskrifa sig
inn í íslandssöguna sem einna
mesti skattlagningamaður frá
upphafi vega.
Það þykir þunnur þrettándi í
Sjálfstæðisflokknum. Davíð bíð-
ur því rólegur og brosir í kamp, í
sjálfgefnu trausti þess að hinum
gamla svarabróður verði senn
beitt á gaddinn.
Össur Skarphéðinsson
Laugardagur 2. ágúst 1986 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 5