Þjóðviljinn - 02.08.1986, Blaðsíða 4
LEtÐARI
Menntakerfi, hálækni og framtíðin
íslendingar eru auöug þjóö. Þó landið sé tor-
býlt og vetur langir og haröir er hafið umhverfis
gjöfult. Viö búum viö vaxandi aflasæld og verö-
lag fyrir sjávarafurðir okkar á erlendum mörk-
uöum fer hækkandi. En auk þeirra handtæku
verömæta sem viö drögum aö hætti forfeðr-
anna úr djúpi kafi eigum viö aöra auðlind, sem
fæstir gera sér enn grein fyrir aö kann aö skila
okkur ómældum arði í framtíöinni. Viö eigum
menntakerfi, sem er betra en víöa annars staö-
ar í þeim löndum sem viö berum okkur saman
viö.
Þaö er staðreynd, að íslenska skólakerfiö er
með því besta sem þekkist. Því miður er einsog
fólk geri sér ekki grein fyrir mikilvægi þessa.
Þaö kemur fram til aö mynda í því, aö þjóöin
kippir sér lítt upp viö stöðuga áreitni stjórnvalda
gagnvart kennurum. Þeim hefur á undanförnum
árum veriö hnikaö markvisst niöur launastigann
meö þeim afleiðingum aö hinir bestu þeirra,
sem jafnframt eru hinir mikilvægustu fyrir
æskuna í landinu og þarmeð okkur öll, leita
unnvörpum í önnur störf.
Mikil menntun og gott skólakerfi er í dag lykill-
inn aö því aö okkur takist aö virkja þá feykilegu
möguleika sem bíöa í framtíðinni. í dag stendur
hinn iðnvæddi heimur á þröskuldi nýrrar tækni-
aldar. Tími nýrrar atvinnubyltingar, sem byggist
á ótrúlega háþróaöri tækni er að ganga í garö.
Henni mun aö sönnu fylgja mikið umrót. Sumar
þjóöanna sem í dag renna í brjósti fylkingar
munu dragast aftur úr og aðrar taka stööu
þeirra. Engum blandast hins vegar hugur um,
aö í því umróti munu þær þjóðir vinna forskot
sem búa að góöri menntun og styrku og
sveigjanlegu skólakerfi.
í þessu liggja möguleikar okkar íslendinga.
Viö erum í hópi best menntuðu þjóöa heimsins.
Meö vönduöu skólakerfi höfum við byggt traust-
an skotpall fyrir hátækniiðnaö framtíöarinnar.
Hinar nýju atvinnugreinar- sem þegar eru
farnar aö hasla sér völl á íslandi - byggjast á
hátæknigreinum á borö viö líftækni, rafeinda-
og upplýsingaiðnað. Reynslan sýnir, aö í þess-
um greinum þrífast lítil fyrirtæki sem gegna sér-
hæföum hlutverkum einna best, - þó því aðeins
aö góö samvinna milli mismunandi sérhæfðra
fyrirtækja takist. Þaö er ennfremur mikilvægt að
kostnaðarskipting í hinum nýju iðngreinum er
allt önnur en í hefðbundnum iönaöi, aö því leyti
aö hlutur rannsóknar- og þróunarstarfs er meiri,
en hráefnis- og launakostnaðar er aftur á móti
tiltölulega lítill miöaö viö verðmæti afurðanna.
Lega landanna skiptir einnig miklu minna máli
en fyrir hinar heföbundnu greiriar. Þessi atriði
gera aö verkum, aö hátæknigreinarnar nýju
henta einkar vel fyrir smálönd úr alfaraleiö meö
dreifðar byggöir. Þegar við bætist að góð undir-
stööumenntun er höfuðatriði til að þjóöum takist
aö hasla sér völl.jDá er einsýnt, aö hátækniiön-
aður mun henta Islandi einkar vel.
Auk góörar almennrar menntunar búum viö
að sérfræðiþekkingu umfram aörar þjóðir á af-
mörkuðum sviöum, fyrst og fremst í sjávarút-
vegi og beislun jarðhita. Innan þessara greina
eigum viö aö einbeita okkur, vefa hina nýju
hátækni saman viö þekkingu okkar á þeim. í
kringum sjávarútveg og jaröhita eigum viö aö
þróa hugbúnaðar- og upplýsingaiönaö einsog
kostur er, og gera að dýrmætum útflutnings-
auka.
Til aö þetta sé kleift þurfa stjórnvöld aö sjálf-
sögöu aö gera sér miklu betri grein fyrir mögu-
leikum hátækni, og fyrir því einnig að til aö hægt
sé að hrinda fleyjum hátækniiönaöar úr vör þarf
aö kosta fé til frumrannsókna og hvers kyns
þróunarvinnu. í þessum efnum haga báöir
stjórnarflokkarnir sér því miður eins og blindir
kettlingar.
Lykillinn aö nýrri framtíö íslands er sam-
þætting íslensks hugvits, almennrar menntunar
og yfirburöaþekkingar á sérsviðum á borö við
virkjun jarðvarma og sjávarútveg. En til þess
þarf meiri atorku en stjórnvöld eru reiöubúin til
aö veita í verkefnin sem bíöa. Þeim veröur aö
skiljast aö þaö er nauðsynlegt aö bretta upp
ermar og láta verkin tala, - í staö þess aö skapa
pappírsflóð í rykföllnum ráðuneytum.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Fróttastjórl: Valþór Hlöðversson.
Biaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín ólafs-
dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur-
dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir),
Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglysingastjori: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6 simar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuðí: 450 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. ágúst 1986