Þjóðviljinn - 02.08.1986, Qupperneq 9
MENNING
Bókmenntir
Maðurinn
með orðin
Isak Harðarson:
Vcggfóðraður óendanleiki
Mál og menning 1986
Allt síöan guð gaf Adam
málið og snákurinn kenndi
Evu að nota það hefur maður-
inn beitt því til að öðlast vald.
Adam nefndi dýrið sem sagði
mu kú og þegar hann hafði
fangað það orði öðlaðist hann
vald yfir því. Þegar Ijóðlistin
var og hét stökkti hún burt
tyrkjum og kvað niðurdrauga.
Hagfræðingar í sjónvarpinu
tala hrognamál sem enginn
skilur en út úr nafnorðaklös-
unum skjótast boðin: efna-
hagslífið er svo flókið að þið
ættuð að láta okkur vasast
með kaup og kjör. Þekking er
vald og þekking er felld í orð
eða önnur tungumál skrifleg
sem maðurinn hefur fundið
upp: nótur, algebru, tölvumál
og svo framvegis.
í þessari nýju bók sinni yrkir
ísak Harðarson einkum um orð.
Orðin í samfélaginu andspænis
iðju skáldsins. f hverju Ijóði bók-
arinnar gengur fram þráin að
orða hlutina að nýju, snúa út úr
viðteknum tuggum, kollsteypa
þeim og lama þær. Um leið og þú
umbyltir merkingu fastmótaðs
orðasambands þá ræðstu á veru-
leikann að baki því. Skáldið er
djarfur riddari sem flýgur á fjöl-
miðlafrasana sem varðveita
kyrrstöðuna. Því ljóðlistin er,
eins og Roman Jakobson sagði,
skipulegt ofbeldi gagnvart tal-
máli; skáldið bendir ævinlega á
að jafnvel gráteinóttustu orðin
má taka og færa í skrýtnar og
skemmtilegar flíkur.
ísak rær reyndar ekki einn á
báti í þessum leik með margræðni
tungumálsins. Fyrir utan hljóm-
fegurðina sem ekki er lengur
mikið stunduð er þetta helsta ein-
kennið á fagurfræðilegri notkun
þess og orðaleikir hafa fylgt
mannkyninu frá snáknum. En
áherslurnar hafa jafnan verið
misjafnar: Þegar þeir tímar hafa
verið að skáldin vildu af einhverj-
um ástæðum skíra málminn,
hvessa hugsunina, tjá sig ein-
lægar eða bara einfaldlega ná til
fólksins sem heimtar það af
skáldum fremur en hagfræðing-
um að þau séu skiljanleg, hafa
orðaleikirnir vikið, því að í orða-
leiknum býr efi; hann sundrar.
Skáldið er í rauninni alltaf að
snúa út úr fyrir sjálfu sér- um leið
og það grefur undan samfélags-
legri merkingu orðanna sviðsetur
það karnival ósamstæðra hug-
mynda og útkoman verður níhi-
lísk.
En oft mjög skemmtileg. í
þessari bók ísaks eru miklar fim-
leikakúnstir með orð, bæði af
þeirri gerð sem við þekkjum úr
ljóðum Gyrðis Elíassonar, að
láta orðin vísa í margar áttir og
taka á sig konkret myndir þegar
GUÐMUNDUR A,
THORSSON
svo ber undir og skíra ljóðin
öllum fjarlægustu stöfunum á rit-
vélaborðinu - og eins ber mikið á
slangurkenndum bröndurum þar
sem fyrstu stöfum tveggja sam-
stæðra orða er víxlað eða venju-
bundnu orðalagi á annan hátt
hnikað til. Og um leið er það
áberandi að þessum orðaleikjum
er ekki beinlínis ætlað að dilla les-
anda, heldur virðist ísak óska sér
fremur eins og Einar Már hlut-
skiptis hins bilaða sjónvarps,
hann reynir að irritera. Orðaleik-
irnir verða því aldrei bara sniðug-
ir, það er meiri þungi í þeim en
svo - þeir líkjast fremur því að
skáldið hreyti þeim innilega fúll
út úr sér, að baki býr mikið skap,
og það snertir við manni. Flest
ljóðin eru gráleitur flaumur út-
úrsnúninga, sundurslitins tal-
máls, lúinna orðaklasa og hljóm-
mikilla heimspekiyrða. Isak hef-
ur metnað til að hafa allt tungum-
álið undir.
Bókin er í þremur hlutum. Þeir
eru afmarkaðir með þremur
barnatextum sem minna á Palla
einan í heiminum, nema hér segir
frá Óla, sólinni, himninum og
jörðinni. í fyrsta textanum sér
Óli líf sem vaknar en þar sem
þetta líf tjáir sig ekki með orðum
ályktar hann: „Þá er ég bara.“
Tal er tilvera. í fyrsta hluta erum
við síðan leidd inn í leikfangaland
eða arcticu - inn í tikktakkið:
óli sá ekki sól sá ekki
himin ekki jörð sé allt
í hörku lóðrétts grjóts
og glers og þéttríða um
loftin rafyrtar tungur
með raddbönd úr valdboð
um okkur frá okkur til
endimarka mannbiksins
(óli í leikfangalandi}
Ádeilan á þessa hahaha-veröld
þar sem við erum leikfangar
tölvuspilanna við „ærandi yfirleik
mjölfiðlanna1- og allir hressir, er í
bókinni undirstrikuð með því að
byggingin er eins og dagskrá á rás
tvö. Dagskráin er af og til rofin
með fréttum og tilkynningum um
feigð og inn í síðasta ljóðið kemur
„commercial break“.
fsak minnir á aðra jafnaldra
sína í spriklandi leik með málið
en sver sig hins vegar í ætt við
eldri höfunda hugmyndalega.
Snorri Hjartarson, Ólafur Jó-
hann Sigurðsson, Þorsteinn frá
Hamri hafa allir látið í verkum
sínum uppi ugg vegna tækni-
hyggju nútímans og lofsungið
friðsæld og þögn sem sól himinn
og jörð fylla okkur af í skauti
náttúrunnar. Aðferðin er auðvit-
að gjörólík hjá ísak og eins sú
hugmynd að maðurinn fari með
orði um jörðina en rétt eins og
þeir er hann móralisti. Hann pre-
dikar og stendur því á skjön við
þá höfunda sem segja: ég er ekki
með neitt vandamála-neitt, ég er
ekkert að predika, ég hef ekkert
að segja.
En í honum er togstreita. Þeg-
ar móralisti yrkir er hann að
kljást við eilífa þversögn, því
ljóðlistin - og ekki síst svona
karnivalljóðlist - er í kjarna sín-
um full af efa. Um leið og þú
skýrir merkingu ljóðsins í ljóðinu
ertu kominn með annars konar
texta, þú átt að fara með hann í
blöðin. í mörgum ljóðum má sjá
hvernig vegið er salt milli þess að
ísak Haröarson - Veggfóöraöur óendanleiki hans besta bók.
færa í orð einkalega reynslu og
hafa uppi heimsósóma, og þessi
togstreita krystallast í textanum
um óla sem sér sól himin og jörð
hnigna og eyðast - í speglingum
og á skerminum. Og skáldið er í
rauninni alltaf að fást við hið
ómögulega, því það vill veg-
gfóðra óendanleikann með orð-
um, segja frá reynslu sem ekki
verður færð í orð - þú ert engu
nær um sólina þótt þú kallir hana
sól. f einu besta ljóði bókarinnar
sem heitir syntax error er þetta
hugleitt:
maðurinn fóðrar
himininn veggjuðum orðum
hleður sér virki
úr tilhöggnum hugboðum
lœsir að sér œ sér
tœkari táknmálslyklum
náttmyrkrið úti
og heldur sig öruggan
einmitt þá slreyma
um enn ólokaða rás
svefnsins víddir
sem að morgni
hann skilgreinir sjálfvirkt
sem villu
og gengur út
að kasta aðgerðum sínum
í óendanleikann
Þessi bók er sú besta sem ég hef
enn séð frá ísak Harðarsyni þótt
mér þyki hann enn hafa full mikl-
ar mætur á orðum eins og „dýrs-
legur“ „hvæsandi" og svo fram-
vegis. Það er vissulega gaman að
lesa skáldskap þar sem skáldið
fer ekki höndum um móðurmálið
eins og brothætt postulín frá
ömmu, en hitt er annað mál að
hér og hvar gætir ofurtrúar á
mætti mergjaðra lýsingarorða.
Mál og menning stendur sig betur
en önnur forlög í að sinna þeirri
grósku sem nú er meðal ungra
skálda - forlagið gefur sem sé út
ljóðabækur. Eg sá eina nn-villu
og aðra y-villu, en ég held að þær
skipti ekki máli.
Myndlist
Tengi saman líf og list
Steingrímur Sigurðsson sýnir í sextugasta sinn
Steingrímur innan í sexinu á
boðskortinu - aö mála við
Hraunsá sem er milli Eyrar-
bakka og Stokkseyrar.
Steingrímur St. Th. Sig-
urðsson málari og lífskúnstn-
er opnaði tvöfalda afmælis-
sýningu í Eden í Hveragerði
fyrr í vikunni. Þetta er hans
sextugasta málverkasýning
og um leið eru liðin tuttugu ár
frá því hann stökk úr blaða-
mennsku yfir í heim atvinnu-
málarans. En hvað kom
Steingrími til að taka þvílíkt
stökk?
„Ég veit það nú ekki, þetta hef-
ur alltaf blundað í mér hvoru
tveggja. Myndlistin hafði átt
sterk ítök í mér allt frá því Þórar-
inn Björnsson lét mig kenna
teikningu fyrir norðan á síðustu
árum teiknikennslu í Mennta-
skólanum á Akureyri. Síðan
hafði ég skrifað um myndlist í
tímaritið Líf og list sem ég gaf út,
án þess ég hafi nokkurn tíma litið
á mig sem listkrítíker. Ég hafði
þó stúderað myndlist nokkuð
lengi, enda smitaður af bóhem-
skum anda.“
- Hvenær var þín fyrsta sýn-
ing?
„Hún var 1966 í Bogasalnum, í
desember og það var enginn ann-
ar en sá frægi bílstjóri Ólafur Ket-
ilsson sem flutti myndir mínar
þangað í Hveragerði frá Laugar-
vatni í mannskaðabyl þar sem
Herbert, sem Jónas frá Hriflu
kallaði borgarstjóra í Hvera-
gerði, hafði rammað inn mynd-
irnar. Herbert þessi varsambýlis-
maður Árnýjar Filippusdóttur,
þeirrar frægu vinkonu Einars
Ben. með meiru. Ég fékk mikla
örvun frá henni og það var mikið
henni að þakka að ég hélt þessu
áfram. En á þessari fyrstu sýn-
ingu voru yfirleitt litlar myndir
sem ég sýndi, en málaðar af
mikilli ástríðu.“
- Og hvernig hefur svo tuttugu
ára atvinnumálarabransi gengið
hjá þér?
„Hann hefur yfirleitt gengið
vel. Sjáðu til, ég geri mér ljóst að
atvinnumennskunni fylgir meiri
ábyrgð, sem síðan vex alltaf með
árunum. Maður verður að sýna
að maður geri eitthvað, að maður
sé einhvers megnugur í átökun-
um við línuna og pentskúfinn.
Núna hef ég góða samvisku
gagnvart sjálfum mér. Ég reyni af
öllum lífs og sálar kröftum að
mála betur. Svo er ég líka farinn
að skrifa aftur. Ég skulda alltaf
honum Árna Bergmann eintak af
Skammdegi á Keflavíkurflug-
velli, sem ég skrifaði einu sinni
þegar ég var öryggisvörður þar
suður frá hjá ameríkönum. Sú
bók er skrifuð af mikilli ákefð."
Steingrímur sýnir biaðamanni
myndir sínar hinar nýju á mcðan
hann talar og nú dregur hann
fram mynd af Snæfellsjökli.
„Ég hef alltaf haft sterkar
taugar til Snæfellsness. Þangað
fór ég 1952, til þess að sleikja sár-
in eftir að ég hafði 27 ára gamall
gloprað niður ritinu Líf og list.
Og ég ílengdist þar hjá sterku og
góðu fólki á Nesinu, var meðal
annars á Hellnum og hjá Þórði
grenjaskyttu á Dagverðará sem
kenndi mér margt. Því fór ég
núna aftur vestur til þess að fá
eins konar líftón í mitt málverk.“
Steingrímur dregur nú fram
konumynd.
„Konur eru áhrifavaldar. Osc-
ar Wilde sagði: „You will find a
woman at the bottom of every
scandal", en ég held að þær hafi
líka mikið með jákvæðari þætti
tilverunnar að gera. Ég hef alltaf
lifað nokkuð sterkt, skulum við
segja, og reyni að tengja saman
líf og list. Reyni að yfirfæra
reynslu mína í lífinu yfir í mál-
verkið.
Á fyrstu sýningunni 1966 var
ég mest með fantasíur, en núna er
ég með málverk af öllu tagi, af-
straktsjónir, portrett, fígúratff
verk og fleira. Ég hef alltaf málað
mikið af sjávarmyndum og það
hefur ekkert breyst, ég dvel
mikið í sjávarplássum. Ég verð
alltaf annað slagið til dæmis að
sjá framan í Stokkseyri og
Roðgúl. Það má segja að ég hafi
eiginlega aldrei flutt úr Roðgúl.
En á þessari afmælissýningu
minni eru öll verk máluð á þessu
ári, nema ein 7-8 verk. Alls eru
þetta 67 myndir. Ég hef yndi af
því að mála. Þú mátt vel skrifa
það, að ég væri ekki að þessu ef
ég nyti þess ekki.“ -pv
Laugardagur 2. ógúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9