Þjóðviljinn - 02.08.1986, Qupperneq 16
Öryggismál
Þá myndi ég ekki segja frá því
Baldur Möllerfyrrv. ráðuneytisstjóri: Ekki verið að stofna leyniþjónustu heldur er verið að samræma
aðgerðir ráðuneyta íöryggismálum þjóðarinnar
Ef þessi samstarfshópur um ör-
yggismál ætti að stofna ís-
lenska leyniþjónustu, þá myndi
ég auðvitað ekki segja þér frá því,
né tala um málið. Það sem að
þessum samstarfshópi snýr, er að
samræma aðgerðir hinna ýmsu
ráðuneyta varðandi öryggismál
þjóðarinnar, sagði Baldur Möller
fyrrverandi ráðuneytisstjóri, en
hann er formaður þessa sam-
starfshóps um öryggismál, sem
rikisstjórnin var að skipa fyrir
nokkrum dögum.
Baldur Möller benti á, að fram
til þessa hafi íslendingar verið
heldur bláeygir í málum sem við-
koma öryggi á ýmsum sviðum,
svo sem öryggi á flugvöllum, ör-
yggi þjóðhöfðingja og ríkis-
stjórnaro.fl. Þaðhefði svo komið
í ljós þegar öryggisgæsla hefði
verið sett upp á Keflavíkurflug-
V'erslunarmannahelgin
Eftirlitsflug
á hálendinu
Fylgst með ferðamönnum á hálendinu. Flogið
frá Reykjavík, Vík íMýrdal og Egilsstöðum
Samstarf hefur tekist milli Vél-
flugfélags íslands og Náttúru-
verndarráðs um skipulegt könn-
unar- og eftirlitsflug á hálendinu í
samvinnu við lögregluyfirvöld
víðsvegar um landið.
Þrjár flugvélar verða notaðar í
eftirlitsflugið og munu þær fljúga
frá Reykjavík, Vík í Mýrdal og
Egilsstöðum. Um borð í hverri
vél verða starfsmenn Náttúru-
verndarráðs og lögreglumenn.
Markmiðið með þessu eftirlits-
flugi um helgina er að stuðla að
bættri umferðarmenningu og um-
gengni um landið og kanna
hvernig hægt er að nota litlar
flugvélar í þessu skyni en vélflug-
félagið hefur fengið leyfi flug-
málayfirvalda til starfrækslu sér-
stakrar leitar- og eftirlitssveitar á
vegum einkaflugmanna eins og
víða tíðkast erlendis.
-Jg-
Stjórnmálafrœði
Fylgissveiflur
og misskilningur
MatthíasA
Mathiesen: Hlýtur
að hafa verið
um
misskilning að ræða
/r
Inýjustu Víkurfréttum er ítar-
legt viðtal við Matthías Á
Mathiesen utanríkisráðherra og
þingmann Reykjaneskjördæmis.
I viðtalinu setur hann fram at-
hyglisverða kenningu um fylgis-
sveiflur sem vert er að gefa gaum.
Blaðamaður spyr: Sjálfstæð-
isfélögin í Keflavík og Njarðvík
töpuðu miklu fylgi í síðustu
bæjarstjórnarkosningum. Hver
telur þú að ástæðan sé?
Matthías svarar: „Fyrir þessu
geta verið margar ástæður. Hér
hlýtur fyrst og fremst að hafa ver-
ið um misskilning að ræða.“
Blaðamaður: Hvaða ástæður
réðu því að svona fór?
Matthías: „í stjórnmálum geta
orðið miklar sveiflur með og á
móti og menn verða alltaf að vera
reiðubúnir að taka því. Svona
sveiflur verða stundum eingöngu
vegna þess að fólk vill skipta um,
en kemst svo að því að það var
mikill misskilningur að gera
það.“
-G.Sv.
ÆF og SUJ
Söguleg
sumarferð
Svavar ogJóhanna
með íferð
Æskulýðsfylking Alþýðu-
bandalagsins og Samband ungra
Jafnaðarmanna hafa ákveðið að
fara í sameiginlega sumarferð á
Þingvöll um miðjan þennan mán-
uð. Með ungliðum i ferðinni
verða þau Svavar Gestsson for-
maður Alþýðubandalagsins og
Jóhanna Sigurðardóttir varafor-
maður Alþýðuflokksins.
Farin verður skoðunarferð um
Þingvallasvæðið undir leiðsögn
Sverris Tómassonar miðalda-
fræðings, og síðan verður snædd-
ur kvöldverður í Valhöll.
Að sögn Gísla Þórs Gunn-
laugssonar starfsmanns Æsku-
lýðsfylkingarinnar hefur þessi
ferð verið í undirbúningi síðustu
2 vikur og mikill áhugi hjá báðum
aðilum fyrir þessu samstarfi og
vonir stæðu til að frekara fram-
hald yrði þar á. -4g.
velli fyrr á þessu ári að málið
snerti mörg ráðuneyti og talið
væri nauðsynlegt að samræma
þessi mál.
Margir hafa haldið því fram að
þarna væri verið að stofna vísi að
leyniþjónustu. Hafa menn bent á
að þegar Varðberg, félag um
undirgefni við Bandaríkjamenn
hélt fund um þetta mál sem síðan
leiddi til þess að utanríkisráð-
herrann þáverandi Geir Hall-
grímsson tók málið upp, var kall-
að á bandaríska sendiherrann á
fundinn. Síðan vekur það grun-
semdir að æðsti maður varnamál-
adeildar, sem mest samband hef-
ur við hernámsliðið á Keflavíkur-
flugvelli, á sæti í samstarfshóp-
um.
En Baldur Möller telur að hér
sé aðeins verið að samræma milli
ráðuneyta almenn öryggismál
þjóðarinnar. -S.dór
Uppselt! Nýju íslensku kartöflurnar hafa runnið út alla vikuna og I gær voru þær uppseldar hjá einum seljandanum,
Ágæti. Myndin er tekin í Hagkaup þegar síðustu birgðunum var dembt á söluborð. En það er von á sendingum austan úr
Þykkvabæ strax eftir helgi. (Mynd: Ari).
Skattbyrðin
Ekki samið um skattbyrði
Björn Björnsson hagfrœðingur ASÍ: Stríðir ekki gegn neinum
samningsákvœðum
að voru gerðar breytingar á
skattstiga sem miðaðar voru
við það að skattbyrði ykist ekki
vegna minni verðbólgu en gert
hafði verið ráð fyrir þegar fjárlög
voru samþykkt.
Þetta sagði Björn Björnsson
hagfræðingur Alþýðusambands
íslands þegar Þjóðviljinn leitaði
til hans vegna þeirrar skattbyrðis-
aukningar sem dunið hefur yfir
þjóðina. Björn sagði að ekkert
hefði verið samið um skattbyrð-
ina sem slíka, heldur eingöngu að
hún ykist ekki vegna lægri verð-
bólgu í kjölfar samninga.
Björn sagði að menn gætu haft
sínar skoðanir á því hvernig
bregðast ætti við þessum hækk-
unum, en slík viðbrögð yrðu ekki
byggð á neinum ákvæðum síð-
ustu samninga.
G.Sv.