Þjóðviljinn - 02.08.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Laugardagur 2. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
✓
Italía
Herstjórinn sem hrifsaði völdin fyrir sex árum lofar nú borgaralegri stjórn - Bandarískir málaliðar flæktir í málið
Paramaribo, Surinam. - Und-
anfarna daga hafa borist fréttir af
því, að í bígerð hafi verið að
steypa stjórn Surinam, fyrrum
hollenskrar nýlendu á norður-
strönd Suður-Ameríku, með að-
stoð bandarískra málaliða. Einn
þeirra, sem þóttist ætla að bjóða
Surinamstjórn lán, var handtek-
inn í höfuðstaðnum Paramaribo á
fimmtudag, en fjórtán aðrir í
New Orleans í Bandaríkjunum
fyrr í vikunni.
Desi Bouterse, sem tók völdin
með aðstoð fimmtán annarra
liðsforingja árið 1980, hefur ný-
lega heitið því, að herinn muni
afhenda kjörnum fulltrúum
fólksins völdin aftur árið 1987, en
ekki hefur nánar verið á kveðið,
hvernig sú „þróun til lýðræðis" á
að fara fram, né hvaða völd her-
foringjarnir áskilja sér áfram.
Altént er það ljóst, að Bouterse
hefur að undanförnu leitað sam-
vinnu við pólitíska flokka, sem
hafa verið bannaðir, og tekið full-
trúa þeirra í ríkisstjórn sína.
Surinam fékk sjálfstæði árið
1975. Þeir flokkar, sem deildu
um framtíð landsins, voru mjög
bundnir einstökum þjóðum sem
landið byggja - svörtum kreól-
um, Indónesum eða Indverjum
(íbúar landsins aðeins um 400
þúsund). Bouterse vill gjarna líta
svo á, að hann hafi „bjargað"
þjóðinni frá blóðsúthellingum
milli kynþátta með því að taka
völdin í sínar hendur og banna
flokkana.
Surinam er á milli Guyana og
Frönsku Guyana, landið er 143
þús. ferkm. og íbúar um 400 þús-
und
Brösótt tíð
Valdatími Bouterse hefur ekki
verið tíðindalaus - hvað eftir ann-
að hefur verið reynt að ræna hann
völdum - og nú síðast með aðstoð
málaliða frá Bandaríkjunum sem
fyrr segir. Bouterse hefur og oft
skipt um ráðherra, sent menn „út
í kuldann“ og sumir þeirra hafa
týnt lífi með skyndilegum hætti.
í alþjóðamálum hefur Bout-
erse verið nokkuð á flökti - hann
hefur átt vingott við Brasilíu, en
einnig Kúbu og Lýbíu, og hefur
verið litinn hornauga í Banda-
ríkjunum fyrir þær sakir. Sjálfur
segist hann hafa lært þá mikil-
vægu lexíu á undangengnum sex
árum, að forðast að vera flæktur í
átök austurs og vesturs.
Ókyrrðin í landinu stafar af
versnandi efnahag og miklu
atvinnuleysi. Surinam var sæmi-
lega á vegi statt fyrir valdatöku
Bouterse og hans manna. Sæmi-
lega gekk að selja báxít, sem ber
uppi útflutning landsmanna, og
Hollendingar voru mjög örlátir á
þróunaraðstoð (veittu hundrað
miljónir dollara á ári). En verð á
báxíti hefur farið lækkandi og
árið 1982 hættu Hollendingar
þróunaraðstoð sinni. Ástæðan
var sú að myrtir voru fimmtán
stjórnarandstæðingar, sem voru í
haldi að skipun valdhafa, og hafa
þau tíðindi legið eins og skuggi
yfir landinu síðan.
Atvinnuleysi er mikið í Suri-
nam og fjölgað hefur fréttum
þaðan um andóf og spillingu. Til
dæmis var einn af ráðherrum
stjórnarinnar handtekinn í mars-
hann hafði boðist til að gera Suri-
nam að „öruggri umskipunar-
höfn“ fyrir eiturlyf á leið til
Bandaríkjanna.
byggt á Reuter.
Bouterse lítur á sig sem bjargvætt þjóðarinnar.
Bettino Craxi ásamt foringja Kristilegra, Ciriaco De Mita (til vinstri) og Repúblikana, Giovanni Spadolini (í miðju)
15% fór rýrnandi, fór niður fyrir
10%.
Craxi hefur gengið enn lengra í
því að rjúfa samstarf við komm-
únista. Tilgangur hans er að gera
Sósíalistaflokkinn að stórveldi í
ítölskum stjórnmálum og lama
stóru flokkana báða. Þetta hefur
honum ekki tekist að því leyti, að
fylgi Sósíalista (11-12% nú) hef-
ur ekki aukist að ráði, eins þótt
Craxi hafi tekist ýmislegt sæmi-
lega sem forsætisráðherra.
Framganga
í stjórn
Meðal annars hefur honum
tekist að gera nokkra hríð að
skattsvikum smáatvinnurek-
enda, og hann hefur fært niður
verðbólguna úr 16% í um það bil
9%. Þetta var gert með því meðal
annars að kippa vísitölubótum á
laun úr sambandi - og sú ráðstöf-
un hefur ekki aukið fylgi Craxis í
verkalýðshreyfingunni.
f utanríkismálum hefur Craxi
verið sjálfstæðari en fyrri forsæt-
isráðherrar. Hann hefur reynt að
skapa Ítalíu sérstöðu sem mála-
miðlari milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna, en risaveldin
liafa ekki viljað gera honum það
til geðs að fallast á Craxi í slíku
hlutverki. En hann hefur stund-
um sett á sig snúð gagnvart
Bandaríkjamönnum og það hef-
ur heldur styrkt stöðu hans heima
fyrir. ÁB tók saman.
ERLENDAR
FRÉTTIR
BERGMANN /REU1ER
Samsæri gegn stjóm Surinam
Craxi er
kominn aftur
Stjórnarkreppu lokið - Sömu fimm flokkar í
stjórn - Arangur og ósigrar Craxis
Róm 1. ágúst - Lokið er stjórn-
arkreppu á Italíu, sem staðið hef-
ur í 35 daga. Fráfarandi forsætis-
ráðherra, Benedetto Craxi,
myndar aftur stjórn þeirra sömu
fimm flokka og sátu í stjórn hans
sem féll í júní leið á veigamikilli
atkvæðagreiðslu á þingi. Craxi
hefur setið lengur við völd sam-
fleytt en nokkur annar forsætis-
ráðherra Ítalíu frá stríðslokum -
en alls hafa 44 stjórnir setið í
landinu á þeim tíma.
Stjórnarkreppan mun í raun-
inni hafa átt sér forsendur í við-
leitni stærsta flokka landsins,
Kristilegra demókrata, til að
endurheimta embætti forsætis-
ráðherra. Þeir eru hinn sanni
„valdaflokkur" landsins, hafa
svotil alltaf farið með stjórnarfor-
ystu og fara með 35-38% at-
kvæða. Meðal þeirra hafa heyrst
þær raddir að undanförnu, að
það væri ekki hollt fyrir stöðu
flokksins til lengdar af jafn sterk-
ur persónuleiki og Craxi fengi að
sitja lengur í sínu sæti. Þeir
reyndu, í þeirri stjórnarkreppu
sem nú hefur staðið í rúman mán-
uð, að koma Andreotti utanríkis-
ráðherra í forsætisráðherrastól,
en það mistókst.
Vill breyta kerfinu
Hið pólitíska kerfi Ítalíu bygg-
ist á því, að Kristilegir demókrat-
ar eru alltaf í stjórn en Kommún-
istar (sem fara með 30-34% at-
kvæða í kosningum) eru alltaf í
stjórnarandstöðu. Að sönnu hafa
Kristilegir stundum reynt að taka
visst tillit til kommúnista, sem að
sínu leyti hafa ráðið mörgum
borga- og héraðsstjórnum. En
óttinn við Bandaríkin og Nató
hafa komið í veg fyrir það, að þeir
atkvæðamenn í stjórnmálum,
sem gjarna vildu taka Kommún-
ista til stjórnarábyrgðar (t.d.
Aldo Moro, sem Rauðir skærul-
iðar myrtu) hafa ekki fengið vilja
sínum framgengt.
Kristilegir stjórnuðu Ítalíu
lengi vel með aðstoð borgara-
legra smáflokka í miðju - Frjáls-
lyndra, Repúblikana og svo Sósí-
aldemókrata (sem eru ca 4%
flokkur á Ítalíu). Þessir flokkar
hafa og setið í síðustu ríkisstjórn-
um. En það er upp úr 1970 að hið
pólitíska kerfi tekur að breytast
með því, að Sósíalistar stjórnuðu
borgum og héruðum með
Kommúnistum en ríkinu öllu
með kristilegum
Þessar jafnvægiskúnstir
reyndust flokknum oft erfiðar og
fylgi hans, sem mest varð um