Þjóðviljinn - 15.08.1986, Page 8
Hvaladeilan
- ástand og horfur
Bandaríkjamenn fóru meö yfirgangi. Beittu hótunarvaldi. Ríkisstjórnin sýndi ekki nægilegafestu
í þjóðlífi síðustu vikna hefur
hvaladeilan milli íslendinga og
Bandaríkjamanna yfirgnæft allt.
Framkoma Bandaríkjamanna
gegn hinni svokölluðu „vina-
þjóð“, íslendingum, er dæmalaus
fyrir yfirgang og fautahátt.
Bandaríkjamenn kusu að fara
ekki hefðbundnar leiðir sem öðru
jöfnu eru notaðar til að leysa
ágreining milli ríkja. Pess í stað
gripu þeir fyrirvaralítið til hótana
um valdbeitingu í formi viðskipt-
aþvingana, yrðu íslendingar ekki
umbúðaiaust við öllum kröfum
þeirra um hvalveiðar og útflutn-
ing hvalafurða. Menn þurfa ekki
að hafa skoðun á því, hvort hval-
veiðar séu af hinu góða eða illa til
að rísa upp gegn vinnubrögðum
sem þessum. Þau getur sjálfstæð
þjóð ekki þolað, - hún hlýtur að
krefjast þess að venjulegum sam-
skiptareglum milli þjóða sé beitt
til lausnar en ekki valdi. Á
ráð valdbeitingarinnar brugðu
hins vegar Bandaríkjamenn þrátt
fyrir fjálgar yfirlýsingar um sér-
stakt „vináttusamband“ á milli
þjóðanna.
Linkan var því miður einkenn-
ið á viðskiptum íslensku ríkis-
stjórnarinnar við Bandaríkja-
menn í málinu. Stórorðar yfirlýs-
ingar gengu að vísu í fyrstu frá
einstökum ráðherrum Fram-
sóknarflokksins, en stuðningur
fékkst ekki frá Sjálfstæðisflokkn-
um sem brást alveg. Á einni nóttu
var blaði ríkisstjórnarinnar snúið
við, og hvalveiðum frestað. í
framhaldi af því „leystist" svo
deilan með því að gengið var að
nær öllum kröfum Bandaríkja-
manna.
Upp úr stendur tvennt: Annars
vegarótrúleg hræsni Bandaríkja-
manna sem skirrtust ekki við að
hóta „vinaþjóð" sinni Islending-
um viðskiptaþvingunum fyrir að
drepa 120 hvali á ári en neituðu
samdægurs að beita sams konar
þvingunum á Suður-Afríku, sem
drepur hundruði blökkumanna
árlega.
Hins vegar gleymist sjálfstæðri
þjóð seint, að ríkisstjórn hennar
treysti sérekkitilaðstandasam-
einuð að formlegum mótmælum
gagnvart Bandaríkjastjórn vegna
þvingunarhótananna. Linku og
undirlægjuhátt einsog þann er
ekki hægt að skýra eða skilja.
Stjórnvöld hér á landi töldu í
fyrstu að með samningnum væri
hagsmunum íslenskra fiskselj-
enda í Bandaríkjunum borgið.
En einsog bent er á síðar í
greininni er allsendis óvíst að svo
sé.
Fyrsta bannið
var 1916
Hvalveiðar hafa verið stundað-
ar frá íslandi frá því um 1880 þeg-
ar norskir hvalveiðimenn ráku
margar stöðvar við ísland. Þegar
mest lét voru um 30 hvalskip að
veiðum og í bestu árum var aflinn
yfir 1300 hvalir. Hnúfubakur og
steypireyður, sem nú eru alfrið-
aðar voru uppistaðan í veiðinni
ásamt langreyði. Árið 1916 bann-
aði svo alþingi hvalveiðar við ís-
land, enda hafði þá verið gengið
svo að sumum stofnum að stapp-
aði nærri útrýmingu. Þá höfðu
um 20 þúsund dýr verið veidd frá
1880.
Takmarkaðar hvalveiðar voru
aftur leyfðar frá hvalstöð í
Tálknafirði árið 1935, en aðeins
langreyður var nú veidd þar sem
hnúfbakur og steypireyður áttu
enn örðugt uppdráttar þrátt fyrir
20 ára veiðistöðvun. Heimsstyrj-
öldin sá fyrir endalokum Tálkna-
fjarðarstöðvarinnar, og veiðar
lögðust niður þaðan.
Að lokinni styrjöldinni byrjaði
hið umdeilda tyrirtæki, Hvalur
hf., starfsemi sína í Hvalfirði.
Lengst af hafa fjögur skip stund-
að veiðarnar mánuðina júní til
september. Á tímabilinu 1948-
1984 voru samtals veidd 14320
stórhveli, þaraf 8727 langreyðar,
2886 búrhveli, 2538 sandreyðar
og 163 steypireyðar auk 6 hnúfu-
baka (tvær síðasttöldu tegundirn-
ar voru ekki alfriðaðar fyrr en
1960).
Mikil ofveiði -
litlar rannsóknir
Gífurleg ofveiði var á stórhvel-
um á fyrri öldum og Iangt fram á
þessa. Stofnar stórhvela í
Norður- og Suðurhöfum minnk-
uðu að lokum svo mjög að veiðar
stóðu ekki lengur undir sér. En
þegar mestu drápunum var loks
lokið voru stofnar vissra stór-
hvela horfnir fyrir fullt og allt af
stórum hafflæmum. Um tíma var
álitið að steypireyður og hnúfu-
bakur væru í útrýmingarhættu,
en þó tókst ekki samstaða um
friðun þeirra fyrr en 1960.
Þrátt fyrir hrun stofna knúði
hagnaðarvonin menn til veiða
áfram, þó í miklu minnimælien
áður. En allt frá því veiðar hófust
að nýju eftir seinni heimsstyrj-
öldina hafa vísindamenn og nátt-
úrusinnar þó haldið því stöðugt
fram að flestir eftirlifandi stofnar
stórhvela væru í útrýmingar-
hættu. Vísindagögn voru að vísu
lengi framan af skornum
skammti - og eru mjög víða enn-
þá en því miður virtust þau í
mörgum tilvika skjóta stoðum
undir staðhæfingar af þessum
toga.
Flestar þjóðir hugsuðu urn það
eitt að veiða, - en vanræktu þær
rannsóknir sem Alþóðahval-
veiðiráðið setti sem skilyrði fyrir
áframhaldandi veiðunt. í þessum
hópi var ísland. Til margra ára
svikust íslendingar um að gera
þær rannsóknir sem þeim var gert
að framkvæma. Þetta leiddi með-
al annars til þess, að fram á síð-
ustu ár hafa ekki verið til gögn
sem tóku af tvímæli um að ís-
lensku hvalastofnarnir væru úr
hættu. Ágætum vísindamönnum
tókst meira að segja að tína úr
þeim rök sem hnigu að ofveiði af
okkar hálfu. Með því að svíkja
rannsóknaloforðin má því segja
að íslendingar hafi rétt friðunar-
sinnum lurk til að lemja sig með.
Vísindanefnd Alþjóðahval-
veiðiráðsins hefur þráfaldlega
sett fram tillögur um minnkun
veiðikvóta eða friðun stofna ým-
issa nytjahvala, sem ekki náðu
fram að ganga innan ráðsins. Eigi
að síður hafa margar mjög já-
kvæðar friðunartillögur náð fram
að ganga fyrir hennar tilstilli.
Mest áhrif á framvindu friðunar
hafði þó innganga nýrra aðildar-
þjóða í Alþjóðahvalveiðiráðið,
sem ekki stunduðu veiðar, en
höfðu alfriðun hvala á stefnuskrá
sinni.
Bæði innan og utan ráðsins óx
því friðunarsinnum fiskur um
hrygg. Árið 1982 var svo borin
upp tillaga um algera stövðun
hvalveiðar, og eftir mikla spennu
hlaut hún tilskilinn meirihluta að-
ildarríkjanna. Þarmeð var veiði-
bann orðið að veruleika. Bannið
náði til allra hvalveiða - í ábata-
eða atvinnuskyni (undan eru
þegnar svokallaðar frumbyggja-
veiðar).
Á íslandi virtist alþýða manna
samsinna samþykkt Alþjóða-
hvalveiðiráðsins, en innan ríkis-
stjórnarinnar voru skoðanir
skiptar. f dramatískri atkvæða-
greiðslu á þingi - sem næstum því
allur heimurinn fylgdist með, svo
mikil var fiölmiðlaathví>lin -
samþykkti Alþingi svo með eins
atkvæðis mun að staðfesta veiði-
bannið. Grænfriðungar og nátt-
úrufriðunarmenn um alla veröld
hrósuðu sigri.
Ólga um
vísindaveiðar
í ályktun Alþingis um veiði-
bannið var sérstaklega tekið fram
að hvalarannsóknir við ísland
skyldu auknar verulega. Lang-
flesta rak þó í rogastans þegar
Hafrannsóknastofnunin kynnti
áætlun sína,-engan hafði grunað
að í rannsóknaskyni myndu ís-
lendingar ákveða að veiða röskan
þriðjung þess afla sem færður var
á land fyrir bann. En áætlunin
kvað á um að 80 langreyðar
skyldu skotnar árlega og 40 sand-
reyðar.
Áætlunin olli gífurlegum von-
brigðum í hópi friðunarmanna
víða um heim, - einnig á fslandi.
Strax heyrðust háværar ásakanir
um að brögð væru í tafli: vísinda-
hliðin væri yfirvarp fyrir Kristján
Loftsson og fyrirtæki hans, Hval
hf., sem ætti áfram að fá að græða
á hvaladrápi. Mikil mótmæli hóf-
ust og þeim hefur enn ekki linnt.
Auðvitað þarf ekki að efa, að
geysilegar upplýsingar munu fást
úr vísindaveiðunum. En
friðunarsinnar spyrja eðlilega:
hvernig stendur á því að Islend-
ingar gerðu nær engar rannsóknir
fyrr en eftir að búið var að banna
veiðar? - Og sú spurning á meir
en rétt á sér. Hinn skyndilegi
áhugi íslendinga á rannsóknum
eftir bannið fyllir marga illum
grunsemdum. Og er það nema
von?
Hvað á að
rannsaka?
Höfuðmarkmið rannsóknanna
er að afla sem bestrar vitneskju
um ástand hvalastofna við ísland,
og út frá því að meta veiðiþol
þeirra. Auk þess á að afla al-
mennra upplýsinga um hvali og
stöðu þeirra í lífríkinu. Alls
greinist áætlunin í 34
rannsóknarverkefni, og að jafn-
aði verða 12 manns í vinnu við
gagnaöflun og úrvinnslu meðan
hún er í framkvæmd.
Höfuðáhersla er lögð á mat á
fjölda einstaklinga í stofnunum
hér við land, kynþroskaaldur,
frjósemi og viðkomuhraði stofn-
anna. Mat á stofnstærð og þar
með veiðiþoli á að byggja á hefð-
bundnum merkingartilraunum,
þar sem merkjum er skotið í hvali
og út frá endurheimtum á merkj-
unum ntá meta fjölda einstakl-
inga.
Fullvíst er að rannsóknaáætl-
unin er meiriháttar „hvalreki"
fyrir vísindamennina sem þær fá
að stunda. Rannsóknirnar eru
einstakar sökum þess hversu við-
amiklar þær eru, og enginn þarf
að efast um vísindagildi þeirra
upplýsinga sem af þeim spretta.
Stjórnvöld halda þessu líka ó-
spart á lofti og reyna gjarnan að
láta h'ta út einsog rannsóknirnar
byggist að verulegu marki á al-
mennri fróðleiksþörf og ástúð
gagnvart vísindunum. Það er hins
vegar fráleitt.
Hvaðveiðibannið nær nefni-
lega ekki lengra en til ársins 1990,
og verður þá endurmetið í ljósi
fenginna upplýsinga. Hvalur hf.
og íslensk stjórnvöld vonast til að
þá hafi vísindaveiðarnar gefið af
sér upplýsingar er sýni óyggjandi
að stofnarnir hér við land þoli
fulla veiði, og íslendingum verði
á þeim grundvelli leyft einum
þjóða að drepa hval áfram. Það
er undirrót vísindaveiðanna, - en
ekki skyndilegur áhugi íslenskra
stjórnvalda á vísindalegum rann-
sóknum.
Hvað græðir
Hvalur hf.?
Samkvæmt samningi milli Haf-
rannsóknastofnunar og Hvals hf.
skuldbindur Hvalur hf. sig til að
leggja fram tæpar 60 miljónir
króna til rannsóknanna á tíma-
bilnu óháð fjárhagslegri afkomu
veiðanna. Ríkið leggur einnig
fram fjármuni: á þessu ári fékk
þannig Hafrannsóknastofnunin
15,576 miljónir króna á fjár-
lögum til hvalarannsókna, sem er
hvorki meira né minna en % af
öllum framlögum ríkisins til sér-
stakra verkefna á vegum stofnun-
arinnar.
í samninginn er einnig bundið,
að allur ágóði af veiðunum renni í
sérstakan sjóð sem verja skuli til
rannsókna. Samkvæmt upplýs-
ingum vísindamanna Hafrann-
sóknastofnunarinnar er samning-
urinn mjög þröngur, svo einkar
erfitt á að vera fyrir Hval hf. að
hafa gróða út úr veiðunum. En
hvað græðir Hvalur hf. þá á þátt-
tökunni í vísindaveiðunum?
Þær koma í fyrsta lagi í veg fyrir
að starfsemi fyrirtækisins leggist
niður í bili. Reksturinn heldur
áfram, og gefur forráðamönnum
þess og starfsfólkinu ágæt laun.
Síðast en ekki síst fær Kristján
Loftsson að reikna afskriftir af
eigum félagsins, áður en hagnað-
urinn af þeim er settur í fyrr-
nefndan rannsóknasjóð. Þetta
skiptir afar miklu fyrir Kristján
og fyrirtæki hans.
Einsog og fyrr er sagt vonast
stjórnvöld og Hvalur hf. líka til
að vísindaveiðarnar sýni svart á
hvítu að stofnarnir við ísland beri
hvalveiði á borð við þá sem fór
fram fyrir bann. Það skýrir að
sjálfsögðu lipurð Hvals hf. í sam-
starfinu og hversu mikið fyrirtæk-
ið er reiðubúið að leggja á sig. En
jafnframt er það mat stjórnvalda
og forráðamanna fyrirtækisins að
það sé einkar nauðsynlegt upp á
hina sálfræðilegu hlið mála að
láta veiðarnar ekki leggjast niður
að fullu. Yrði svo, jafnvel þó
tímabundið væri, myndu þær
trauðla upp takast á ný. Fyrirtæki
Kristjáns Loftssonar hefur því
óumdeilanlega margvíslegan
hagnað af veiðunum.
Þingið í Malmö
Strax eftir að vísindaveiðarnar
urðu heyrumkunnar hafa íslensk
stjórnvöld átt hendur að verja af
þeirra sökum erlendis. Halldór
Ásgrímsson hefur eytt miklum
tíma og atorku í að reyna að skýra
málstað íslendinga og verið á
ferð og flugi milli hvalafunda er-
lendis. Sú gagnrýni hefur heyrst
allsterk, að hann eyði mestu af
sínu púðri á hvaladeiluna sem
þjóni fyrst og fremst einu fyrir-
tæki, meðan aðrar og mikilvægari
greinar sjávarútvegs sitji á hak-
anum.
Halldór sótti m.a. þing Al-
þjóðahvalveiðiráðsins í Bourn-
emouth 1985 og í Malmö fyrr á
þessu ári. En það er fátítt að ráð-
herrar mæti á þingin, - þeir láta
yfirleitt nægja að senda embættis-
menn úr ráðuneytunum.
Flest benti til að íslendingum
myndi ekki takast að sætta þing-
seta í Malmö fyrr á árinu við vís-
indaveiðarnar. Mikil gagnrýni
kom fram á þær. Mjög margir
virtust þeirrar skoðunar að
veiðarnar væru fyrst og fremst til
að halda Hval hf. gangandi. Hall-
dóri tókst þó að fá samþykkta á-
lyktun, sem hann kvað merkja að
vísindaveiðarnar væru ekki í and-
stöðu við Alþjóðahvalveiðiráðið.
Lykilhlutverki gegndi sú yfirlýs-
iilg í álykuninni, að meginhluti
afurðanna skyldi fara til innan-
landsneyslu, - „...the meat as
well as other products should
primarily be utilized for local
consumption“.
Þegar Halldór kom til baka af
Malmöþinginu gaf hann sigri
hrósandi yfirlýsingar um að hann
hefði leyst máið.
Calio hótar
En annað átti heldur betur eftir
að koma á daginn. í Bandaríkj-
unum er geysisterkt almenn-
ingsálit gegn hvalveiðum, og mik-
ill þrýstingur á stjórnvöld þar í
landi að vinna af mætti gegn
veiðum. Meðal annars hefur and-
staða alþýðu manna þar í landi
knúið stjórnvöld til að þvinga
Japani til að hætta hvalveiðum.
En Japanir veiða mikið magn
fiskjar í bandarískri landhelgi.
Veiðiréttindin missa þeir hlíti
þeir ekki hvalveiðivilja Banda-
ríkjamanna, sem hafa líka knúið
þá til að hætta innflutningi á hval-
kjöti frá þjóðum á borð við Norð-
menn og Kóreubúa. Veiðum
þessara þjóða er þarmeð sjálf-
hætt. Annar markaður er ekki
fyrir hvalkjöt.
Vegna þessa mikla þrýstings
frá bandarískri alþýðu fylgjast
stjórnvöld mjög með hvalveiðum
fslendinga. Halldór Ásgrímsson
fór því til fundar við bandaríska
ráðamenn ásamt sérfræðingum
sínum þann 7. og 8. júlí. Dagana
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. ágúst 1986