Þjóðviljinn - 15.08.1986, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
UNGLINGA-
KNATTSPYRNAN
Kvennaknattspyrna
Ovænt
tap Vals
Víkingur, Stjarnan og
ÍA með bestu stöðu í
3. flokki, Breiðablik
og Fylkir í 4. flokki,
Fram, FH og Þór V. í
5. flokki
Úrslitakeppni3., 4. og5. flokks
karla á íslandsmótinu í knatt-
spyrnu hófst í gær. Leikið er á
fjórum völlum í Reykjavík, þrem-
ur í Laugardal og svo á KR-
vellinum. Óll lið léku sinn fyrsta
leik í gærkvöldi og eru línur strax
að byrja að skýrast.
3. flokkur
1. riðill:
Stjarnan-Haukar................9-0
lA-Höttur.....................11-1
Stjarnan og ÍA berjast um
sigur í 1. riðli og mætast í dag. í
liðunum eru mjög öflugir og
skemmtilegir strákar með næmt
auga fyrir spili.
2. riðill:
VíkíngurR.-Valur...............3-2
PórA.-ÍBl......................8-0
Valsmenn voru taldir sigur-
stranglegastir og tapið gegn Vík-
ingi kom því nokkuð á óvart. Þeir
voru betri framanaf en síðan datt
botninn úr leik þeirra.
4. flokkur
1. riðill:
Breiðablik-Haukar..............9-0
Týr-Austri E...................6-0
Breiðablik er greinilega best í
sínum riðli og er sigurstrang-
legast í 4. flokki.
2. riðill:
Fylkir-lA.............. . 4-3
KA-lBl.........................5-1
Eftir leik Fylkis og ÍA gerðu
forráðamenn ÍA aðsúg að dóm-
aranum og litlu munaði að
slagsmál brytust út. Dómarinn
hafði flautað leikinn af 5 mín. of
snemma en flautaði síðan til leiks
á ný. Pað töldu Skagamenn ólög-
legt en framkoma þeirra var til
skammar, sérstaklega að láta
strákana verða vitni að látunum.
Mikil óánægja er meðal utan-
bæjarliðanna með þá ráðstöfun
að láta leika á gervigrasinu. Pað
var ekki síst það sem fór í skap
Skagamanna, enda eru Fylkis-
menn búnir að æfa á vellinum í
allt sumar. Fylkir á nú alla mögu-
leika á að leika til úrslita í 4.
flokki, KA gæti sett strik í
reikninginn en virðist þó ekki búa
yfir sama styrkleika og Fylkir og
ÍA.
5. flokkur
1. riðill:
FH-Stjarnan....................9-0
PórV.-ÞrótturN.................5-1
2. rlðill:
Fram-KR........................3-2
Þór A.-Bolungarvík............12-0
FH og Þór berjast greinilega
um sigur í 1. riðli en Framarar eru
■mjög sigurstranglegir í 2. riðli
eftir sigur á KR í jöfnum og
spennandi leik.
Önnur umferðin verður leikin í
dag og hefst ki. 16. Þá mætast í 5.
flokki Próttur N.-Stjarnan, Þór
V.-FH, KR-Þór A. og Fram-
Bolungarvík. Kl. 17.10 verður
byrjað að leika í 4. flokki og þar
mætast Fylkir-KA, ÍA-ÍBÍ,
Austri-Haukar og Týr-
Breiðablik. Leikir 3. flokks hefj-
ast kl. 18.30 en þar leika saman
Höttur-Haukar, Víkingur-Þór
A., ÍA-Stjarnan og Valur-ÍBÍ.
Eftir þessa leiki verður vafalítið
hægt að spá í með nokkurri vissu
um hvaða lið leika til úrslita í
flokkunum á sunnudaginn.
-v.stef/VS
Valsstúlkur meistarar
Sigruðu KR 5-0 og hafa unnið alla 11 leiki sína í 1. deild
Valur varð íslandsmeistari
kvenna í gærkvöldi, í fyrsta skipti
í átta ár, með því að sigra KR 5-0
á KR-velIinum. Valsstúlkurnar
eiga enn eftir að leika einn leik í
deildinni, gegn ÍA á Akranesi, en
úrslitin skipta ekki máli, þær hafa
unnið alla sína leiki í deild og
bikar í sumar og eru vel að
meistaratitlinum komnar.
Þeim gekk illa að finna rétta
leið í KR-markið í fyrri háifleik
en fengu góða hjálp, leiddu í hléi
með sjálfsmarki. Fjögur mörk í
seinni hálfleik tryggðu síðan sig-
urinn og titilinn. Ragnheiður
Víkingsdóttir, Ragnhildur Sig-
urðardóttir, Ingibjörg Jónsdóttir
og Bryndís Valsdóttir voru þar að
verki.
Á Akureyri lenti Breiðablik
óvænt í erfiðleikum með Þór.
Staðan var 1-1 í hálfleik en Ásta
B. Gunnlaugsdóttir skoraði
sigurmark Kópavogsliðsins rétt
fyrir leikslok, 3-2. Hin mörk
Blikanna gerðu Ásta María
Reynisdóttir og Svava Tryggva-
dóttir en Anna Einarsdóttir og
Eydís Benediktsdóttir skoruðu
fyrir Þór.
ÍBK vann auðveldan sigur á
fallkandídötum Hauka í Hafnar-
Hart barist I hinum umdeilda leik Fylkis og ÍA I úrslitakeppni 4. flokks á gervigrasinu I gær.
Fvlkismennirnir eru hærri í loftinu og þeir báru sigur úr býtum þegar upp var staðið. Mynd:
E.ÓI.
Spánn
firði, 8-0, eftir5-0 íhálfleik. Katr-
ín Eiríksdóttir skoraði 4 mörk,
Inga Birna Hákonardóttir 2,
Svandís Gylfadóttir og Kristín
Blöndal eitt hvor.
Staðan í 1. deild:
Valur..............11 11 0 0 49-3 33
ÍA..................9 7 0 2 27-6 21
Breiðablik..........9 7 0 2 24-9 21
KR..................9 4 0 5 16-18 12
IBK................10 3 0 7 19-26 9
ÞórA...............11 2 0 9 13-33 6
Haukar.............9 0 0 9 0-53 0
Markahæstar:
Kristín Arnþórsdóttir, Val...........21
Karítas Jónsdóttir, |A...............15
Ingibjörg Jónsdóttir, Val............11
Katrín Eiríksdóttir, IBK..............8
Ásta B, Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki..7
-vs
4. deild
HSÞ.b
sigraði
HSÞ.b vann góðan sigur á
Sindra frá HornafirSi, 3-0, á
Krossmúlavellinum í Mývatns-
sveit í gærkvöldi. Þetta var fyrsti
leikurinn á NA-svæði úrslita-
keppninar í 4. deildinni í knatt-
spyrnu og Mývetningar fara því
vel af stað.
Úrslitin segja þó ekki allt um
gang leiksins sem einkenndist af
mikilli baráttu og Hornfirðingar
áttu ágæt færi, m.a. sláarskot.
Róbert Agnarsson skoraði eina
mark fyrri hálfleiks eftir innkast.
Á síðustu 12 mínútunum gerði
svo þjálfari Mývetninga, Hörður
Benónýsson, útum leikinn með
tveimur mörkum, 3-0.
Sindri mætir Hvöt á Blönduósi
á laugardaginn en tvö af liðunum
þremur komast uppí 3. deild.
-VS
Barcelona notar ekki
Archibald og Schuster
Archibald með dótturliðinu í2. deild
Skotinn Steve Archibald og
Vestur-Þjóðverjinn Bernd
Schuster leika ekki með spænska
félaginu Barcelona í vetur. í
spænsku knattspyrnunni má að-
eins nota tvo erlenda leikmenn og
í gær var tilkynnt í herbúðum
Barcelona að það yrðu Gary Lin-
eker og Mark Hughes sem félagið
keypti frá Everton og Manchester
United í sumar.
ÍR-ingar
I
körfubolta
ÍR-ingar halda körfuboltaskóla
öðru sinni nú í haust og tckur
hann til starfa á þriðjudaginn
kemur, 19. ágúst, í íþróttahúsi
Seljaskóla. Sigvaldi Ingimundar-
son íþróttakennari er leiðhein-
andi og skipuleggjandi skólans.
Innritun fer fram í anddyri
íþróttahússins á morgun, laugar-
dag, milli kl. 13 og 16. Skólinn er
fyrir börn á aldrinum 7-11 ára og
verða 8, 10 og 11 ára börn fyrir
hádegi en 7 og 9 ára eftir hádegi.
Terry Venables þjálfari Barce-
lona sagði að Archibald myndi
leika með „dótturliði" Barce-
lona, Barcelona Atletico, sem er
í 2. deild en óvíst væri hvað biði
Schusters. Schuster var sviptur
fyrirliðastöðunni og settur útúr
liðinu eftir framkomu hans í úr-
slitaleik Barcelona og Steaua um
Evrópumeistaratitilinn sl. vor.
-VS/Reuter
Sund
Þrjú
Þrír íslendingar verða meðal
keppenda á heimsmeistaramót-
inu í sundi sem hefst í Madríd á
Spáni á sunnudaginn. Það eru
þau Eðvarð Þ. Eðvarðsson,
Magnús Már Ólafsson og Ragn-
heiður Runólfsdóttir. Þau hafa öll
burði til að ná langt á mótinu,
ekki síst Eðvarð sem er í
heimsklassa í 100 og 200 m bak-
sundi.
-VS
England
Evertonán
lykilmanna
Steve Archibald verður að láta
sér nægja að leika í 2. deild.
Everton, Englandsmeistararn-
ir 1985, verða ekki mcð sitt sterk-
asta lið í leiknum árlega um Góð-
gerðaskjöldinn, gegn Liverpool,
á morgun. Sex leikmenn eru
meiddir, þar á meðal NeviIIe
Southall, Derek Mounflcld og Pat
Van Den Hauwe. Hins vegar er
reiknað með því að Liverpool
verði með sitt besta lið, þar með
talinn Ian Rush sem seldur hefur
verið til Juventus á Italíu en
leikur samt með Liverpool út
þetta keppnistímabil.
Enska deildakeppnin hefst síð-
an annan laugardag. Englands-
og bikarmeistarar Liverpool
sækja þá Newcastle heim en
Everton leikur á heimavelli við
Nottingham Forest. Aðrir leikir
eru: Arsenal-Manch.Utd, Aston
Villa-Tottenham, Charlton-
Sheff.Wed., Chelsea-Norwich,
Leicester-Luton, Man.City-
Wimbledon, Southampton-
Q.P.R., Watford-Oxford og
West Ham-Coventry.
-VS/Reuter
Föstudagur 15. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15