Þjóðviljinn - 15.08.1986, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 15.08.1986, Qupperneq 16
MÖDVIUINN irnrt f mriTMI/lR* 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Föstudagur 15. ágúst 1986 182. tölublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Kartöfluhœkkunin Kartöfluframleiðendur bera ábyrgðina Kartöfluframleiðendur selja framleiðslu sína á 39% hœrra verði en í fyrra. Verðbólguþróunin á sama tíma er um 20%. Jóhannes Gunnarsson: Höfuðábyrgðin á hœkkuðu vöruverði er framleiðenda þráttfyrir hœkkaða heildsölu og smásöluátagningu Eins og fram kom í Þjóðviljan- um í gær er stærsti einstaki liður- inn í hækkun vísitölunnar á milli júlí og ágústmánaðar kartöflu- hækkunin en hún nam 0,3% af vísitöluhækkuninni. Að sögn Jó- hannesar Gunnarssonar for- manns Neytendasamtakanna eru íslenskar kartöflur nú um 50- 60% dýrari en í júlímánuði. Jóhannes sagði að hækkunin á kartöfluverðinu stafaði að nokkru leyti af því að á markað- inn væri komin ný uppskera, sem að vísu lækki í verði á næstu vik- um, en til samanburðar við verð á nýrri kartöfluuppskeru í fyrra sé verðið í ár mun hærra. Jóhannes vildi ekki nefna fastar tölur á verðhækkun á kartöflum til neytenda en sagði að hækkunin fælist að mestu í auknum grunnkostnaði eða því verði sem framleiðandinn setur upp. Það verð er nú u.þ.b. 39% hærra en í fyrra sé miðað við verð á fyrstu uppskeru. Þessi hækkun er langt yfir verðbólguþróuninni á sama tíma sem hefur verið í kring um 20%. Jóhannes bætti því við að verðhækkun á kartöflum til neytenda væri nokkuð hærri þar sem heildsölu- og smásöluálagn- ing á kartöflur hefði hækkað frá því að hún var gefin frjáls í fyrra. Mun heildsöluálagningin hafa hækkað úr 20% í 25% og smá- söiuálagningin úr 15-20% í allt að 28% í einstaka verslunum. Aðspurður hvað orsakaði hlut- fallslega hærra söluverð kartöflu- framleiðenda í ár sagði Jóhannes það ljóst að verið væri að notr jöfnunargjaldið, sem sett var á innfluttar kartöflur fyrir skömmu, sem tækifæri til þess að hækka kartöflur umfram eðli- Seðlabankinn legar verðhækkanir. „Það er mitt mat að skrifa megi hækkað kart- öfluverð til neytenda fyrst og fremst á reikning kartöílufram- leiðenda sem hafa nýtt sér þetta tækifæri. Jafnframt má rekja framleiðendur hafa kastað hækkunina til aukinnar ábyrgðinni á þá, en sjálfir eiga heildsöluálagningar, en síst vil ég þeir höfuðorsökina á þessari kenna smásöluaðilum um. Það hækkun", sagði Jóhannes að lok- hefur borið á því að kartöflu- um. -K.Ól. Bandaríkjamenn Vísindaveiðar óvinsælar Þrír af hverjum fjórum að- spurðum í skoðanakönnun um hvalveiðar sem Coldwater lét gera í Bandaríkjunum í desember eru mótfallnir vísindahvalveiðum íslendinga. Niðurstöðunr könn- unarinnar hefur hingað til verið haldið leyndum, en voru loks birtar í DV í gær. 77% reyndust mótfallnir vís- indaveiðunum, 9% studdu þær. 84% styðja Bandaríkjastjórn í að fá fram bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. 42% sögðust reiðubúnir að bindast samtökum urn að hætta að éta íslenskan fisk, 32% voru ekki tilbúnir til slíks. 52% aðspurðra í könnuninni vissu ekki af veiðibanni Alþjóða- hvalveiðiráðsins, 44% könn- uðust við það. -m Dýr mistök Þau mistök Scðlabanka Islands að gleyma eða láta vera að auglýsa hámarksvexti 1984 ætla að verða mörgum dýr. Vegna þessa tóku viðskiptabankarnir hærri vexti en löglegt var, cins og skýrt hefur verið frá, og neita nú að endurgreiða fólki mismuninn. í dómi Sakadóms Reykjavíkur í fyrsta okurmálinu er Björn Páls- son sýknaður að hluta vegna þess að Seðlabankanum láðist að aug- lýsa hæstu leyfilegu vexti. „Ég vil ekki tjá mig um þetta mál, þar sem ég hef enn ekki séð dóminn og forsendur hans“, sagði Tómas Árnason, sá eini af bankastjórum Seðlabankans sem var við í gærdag. Ekki er fráleitt að álykta að fleiri af þeim 69, sem eiga eftir að fá sinn dóm í okurmálinu fyrir Sakadómi Reykjavíkur, verði sýknaðir að hluta vegna þessara mistaka Seðlabanka Islands. -S.dór Listaverk Jacqueline eryðar FrúJacqueline Picasso, ekkja listamannsins Pablos Picasso, gefur íslendingum eitt af verðmœtustu verkum listamannsins, Jacqueline Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir: Frú Picasso ber einstakan hlýhug til íslendinga. Vigdís heldur hér á listaverkabók þeirri sem gefin var út í tilefni af sýningu á verkum Pablos Picasso á Listahátið í vor. Ljósm.: KGA. Frú Jacqueline Picasso, ekkja listamannsins Pablos Picasso, hefur gefið íslensku þjóðinni eitt af verkum listamannsins, lista- verkið Jacqueline, en það var kynningartákn Listahátíðar í Reykjavík 1986. 6. ágúst síðastliðinn sendi frú Picasso forseta íslands, frú Vig- dísi Finnbogadóttur, svohljóð- andi skeyti: „Viljið þér þiggja „Jacqueline". Hún er yðar. Þökk og vinarkveðjur. Jacqueline Pic- asso“. Boð frú Picasso var síðán staðfest gegnum sendiráð fslands í París og forseti íslands þáði gjöfina fyrir hönd íslensku þjóð- arinnar. Verkið Jacqueline, sem er skúlptúr úr málmi og málað með olíulitum, gerði Picasso af konu sinni 1962, ári eftir að þau giftu sig. VigdísFinnbogadóttirsagði á blaðamannafundi sem hún hélt í tilefni gjafarinnar að listaverkið væri einstakt meðal verka Picasso vegna þess að það væri bæði mál- að og mótað en slík listaverk eru sjaldgæf í safni hans. „Það var jafnframt mjög fallegt af frú Pic- asso að velja þetta verk, því verk- ið er af henni sjálfri. Jacqueline ber einstakan hlýhug til okkar fs- lendinga og eftir heimsókn sína hingað verður hún ævivinur minn og ævivinur Islendinga", sagði Vigdís Finnbogadóttir. Vigdís sagði jafnframt að gjöf þessi hafi varpað ljósi á ísland og íslend- inga út um allan heim og sé því landkynning sem við fáum seint metið. „Jacqueline" hefur ekki verið formlega afhent og enn á eftir að velja verkinu stað. -K.Ól. Danmörk Samgönguráðherra segir af sér A rne Melchoir neyðist til að segja afsér vegna notkunar á ríkisfé til einkanota. Þingflokkur Arne, Mið-demókrataflokkurinn, neitar að styðja hann Frá fréttaritara Þjóðviljans í Kaupmanna- höfn, Gesti Guðmundssyni: Arne Melchoir samgönguráð- herra Dana varð að segja af sér í fyrradag vegna þeirrar gagnrýni ríkisendurskoðunar að hann hafi varið ríkisfé til einkanota á óeðli- legan hátt. Ríkisendurskoðandi taldi það vítavert að Arne Melchoir hafði oft fengið háar fyrirframgreiðslur til utanlandsferða en síðan dregið úr hömlu að skila afgangnum aft- ur. Einnig þótti það ámælisvert að hann hafði látið greiða sér fjölda reikninga vegna risnu á heimili sínu og að hann lét ráðu- neytið borga mikla veislu á sex- tugs afmæli sínu. Reyndar kom það í ljós að Arne Melchoir hafði ekki gengið miklu lengra í þessum efnum en algengt er meðal ráðherra. Samt kröfðust fjölmiðlar og pólitískir andstæðingar Melchoir þess að hann segði af sér og þingflokkur Melchoir, mið-demókrataflokk- urinn, neitaði að styðja hann svo að hann neyddist til að segja af sér. Arne Melchoir var áður fyrr sósíal-demókrati en gerðist at- vinnustjórnmálamaður við stofn- un Mið-demókrataflokksins árið 1973. Hann hefur lengst af gengið næst flokksformanninum, Er- hard Jacobsen, en varð fyrir gagnrýni í ráðherratíð sinni þar sem mönnum sýndist hann leggja meiri áherslu á að auglýsa sjálfan sig við öll hugsanleg tækifæri en að vinna að málefnum ráðuneyt- isins. Við starfi hans tekur litlaus en þægur mið-demókrati, lög- regluþjónninn Frode Nör Christ- ensen.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.