Þjóðviljinn - 16.08.1986, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Qupperneq 15
DAGSKRÁ hátíðarhaldanna 16. ágúst: Kjarvalsstaðir kl. 18. Opnun sýningarinnar „Reykjavík í 200 ár“. Opið kl. 14-22. Aðgangseyrir kr. 100 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn yngri en 12 ára og ellilíf- eyrisþega. 17. ágúst: Viðey kl. 9. Menntamálaráð- herra afhendir Reykjavíkurborg eignir ríkisins í Viðey. Kl. 11. Guðsþjónustur í kirkjum og messustöðum borgarinnar. Borgarfulltrúar og varaborgar- fulltrúar taka þátt í messugjörð. Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Borgarleikhús kl. 17. Opnun tæknisýningar. Opið kl. 10-22. Aðgangseyrir kr. 200 fyrir fullorðna og 100 fyrir börn. Athygli er vakin á því að Reykja- víkurborg býður ellilífeyrisþegum á Stórreykjavíkursvæðinu að- stoð við að komast á sýninguna og býður upp á kaffi og meðlæti á eftir. Farið verður frá Alþingis- húsinu miðvikudaginn 20. ág- úst kl. 13 og frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 25. ágúst kl. 13. Seinni rútan mun einnig taka fólk við Fannborg 2 í Kópavogi. Þátttöku skal tilkynna í síma 36715. 18. ágúst, afmælisdagurinn: Kl. 10. Opinber heimsókn forseta (siands. Kl. 10.30. Hátíðarfundur í borgar- stjórn. Kl. 13.30. Skrúðgöngur leggja af stað frá Austurbæjarskóla og Melaskóla. Kl. 14-18. Fjölskylduskemmtun í Lækjargötu, Hljómskálagarðin- um og Kvosinni. Kl. 21. Hátíðardagskrá við Arnar- hól. Ókeypis verður í vagna SVR á afmælisdaginn og verður ekið samkvæmt tímaáætlun virkra daga til kl. 13, en síðan eftir áætl- un helgidaga. Aukavagnar verða til taks eftir þörfum til að flytja þátttakendur í hátíðahöldunum að og frá miðborginni. Athygli er vakin á að víkja verður frá venju- legum akstursleiðum. Frá kl. 13-19 aka vagnar á leiðum 2, 3, 4 og 5 Skúlagötu og Tryggvagötu ívesturátt, með við- komu við Tollstöðina. Leiðir 15A og 17 verða með endastöð á* Hverfisgötu gegnt Þjóðleikhúsi til kl. 01. Ekið verður á hálftíma fresti á leið 15A frá kl. 13-01 þennan dag. Leiðir 6, 7, 13 og 14 aka Aðal- stræti og Hafnarstræti og verða með endastöð við Tollstöðina. Frá kl. 19 verður breyting á akstri vagnanna frá því sem var um miðbik dagsins. Leiðir 2, 3, 4 og 5 aka Laugaveg, Ingólfsstræti og Hverfisgötu og verður endastöð á austurleið við Hverfisgötu austan Ingólfsstræt- is (gegnt Safna- og Þjóðleikhúsi). Vagnar á leið 2, 3 og 4 á vestur- leið fá endastöð við Tollstöð. Vagnar á leiðum 5, 6,7,13 og 14 aka eftir kl. 19 um Fríkirkjuveg, Vonarstræti og Suðurgötu og verður endastöð þeirra í Vonar- stræti. Athygli er vakin á að eftir kl. 19 rofnar akstur vagna á leiðum 2, 3, 4 og 5 þannig, að vagnar á austurleið verða með endastöð á Hverfisgötu gegnt Þjóðleikhúsi, en á vesturieið við Tollstöð, nema leið 5 sem verður með endastöð í Vonarstræti á leið sinni í Skerjafjörð. 19. ágúst: Háskólabíó kl. 14.30. Frumsýn- ing Reykjavíkurmyndar. Sýnd sama dag kl. 17, 19 og 21 og kl. 17 næstu daga. Kl. 21. Rokkhátíð á Arnarhóli. 20. ágúst: Kl. 21. Jasstónleikar á Arnarhóli. St. Jósefsspítali, Landakoti Okkur vantar starfsfólk! • Hjúkrunarfræðinga vantar á eftirtaldar deildir: - Lyflæknisdeild l-A og ll-A. - Hafnarbúðir. - Handlæknisdeildir l-B og ll-B. Hærri laun á næturvöktum. • Sjúkraliða á allar deildir. • Ritara í fullt starf. • Fóstrur á leikstofu barnadeildar. • Starfsfólk til ræstinga. Við bjóðum nú betri starfsaðstöðu á nýuppgerð- um deildum, góðan starfsanda og aðlögunartíma eftir þörfum hvers og eins: Sveigjanlegur vinnutími kemur til greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600-300 kl. 11.00-12.00 og 13.00-14.00 alla virka daga. Reykjavík 13/8 1986 Hjúkrunarstjórn. . FEYKJAVE200ARA . HATIÐARDAGSKRA 16. ÁGÚST Kl. 18:00 Sýningin „Reykjavík í 200 ár“ opnuð aímenningi að Kjarvalsstöðum. Kynnt er þróun byggðar í Reykjavík, mannlíf og bæjarbragur á hverjum tíma. YfirgripsmM og forvitnileg sýning. Stendurtil 28. september og er opin kl. 14:00-22:00 alladaga. 17. ÁGÚST Kl. 09:00 í Viðey. Menntamálaráðherra afhendir Reykjavíkurborg að gjöf eignir ríkisins í Viðey. Kl. 11:00 Guðsþjónustur í kirkjum og messustöðum borgarinnar. Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta íDómkirkjunni Kl. 17:00 Tæknisýning opnuð almenningi í nýja Borgarleikhúsinu. Tæknistofnanir, vélar og búnaður borgarinnar kynnt á lifandi hátt með líkönum, myndum ofl. Vönduð og mjög áhugaverð sýning. Opinkl. 10:00-22:00 til 31. ágúst. ia ÁGÚST Kl. 10:00 Forseti íslands Frú Vigdís Finnbogadóttir kemur í opinbera heimsókn til Reykjavíkur. KL 13:30 Skrúðgöngur leggja af stað frá Hagaskóla og Hallgiímskirkju. KL 14:00-17:30 Fjölskylduskemmtun, samfelld dagskrá í Lækjargötu, Hljómskálagarði og Kvosinni Ótnílega fjölbreytt skemmtiatriði. íþróttakeppni, rokktónleikar, lúðrasveitir, danssýningar og margt, margt fleira. Veitingar verða einstakar. Kveikt verður lengsta grill landsins í Hljómskálagarði að ógleymdri afinælistertu á langborði. Reykvfldngum og landsmönnum öflum er boðið til veislunnar. Þetta er úrvals dagskrá fyrir alla flölskylduna. KL 20:15 Gleðigöngur leggja af stað að Amarhóli frá Landakotstúni, Skólavörðuholti og tröppum Háskóla íslands. Kl. 21:00 Hátíðardagskrá við Amarhól. Vegleg skemmtidagskrá. Leikþættir, tónlist, ávörp, dans og fleiri skemmtiatriði. Hátíðarhöldum dagsins lýkur með flugeldasýningu frá Amarhóli réttundirmiðnætti. 19. ÁGÚST Upplýsingabæklingur Gefinn hefur verið út upplýsingabæklingur með ítarlegum upplýsingum um afmælishátíðina. Bældingnum hefur verið dreift í öll hús í Reykjavik en þeim Reykvfiringum sem ekki hafa fengið bækling og ekki síður þeim afmælisgestum sem væntanlegir em úr nágrannabyggðum eða utan af landi er bent á að nálgast hann í upplýsingatjaldi á Lækjartorgi. Afmælisnefnd Reykjavíkur Kl. 14:30 Reykjavíkurkvikmyndin frumsýnd í Háskólabíói. Borgin hefur látið gera þessa 90 minútna löngu kvikmynd í tilefni afmælisins. Myndin verður sýnd almenningi þann dag kl. 17:00, 19:00 og 21:00 og kl. 17:00 næstu daga. Kl. 19:00 Rokkhátíð á Amarhóli. Fram koma margar vinsælustu hljómsveitir landsins. 20. ÁGÚST Kl. 21:00 Jasstónleikar á Amarhóli á vegum Jassvakningar. Ferðir strætisvagna SVR mætir álagi 18. ágúst með fjölmörgum aukavögnum og breyttum akstursleiðumeftirkl. 13:00. Við hvetjum fólk til að kynna sér vel breyttar akstursleiðir og nýta sér sem best þjónustu þeirra. Fritt er í vagnana allan daginn. Merkidagsins Gerð hafa verið sérstök barmmerki með merki afmælisársins. Þau verða til sölu á afmælishátíðinni. Minjagripir í tilefni afmælisins hafa verið gefnir út veglegir minjagripir sem fást í gjafa- og minjagripaverslunum, á sýningunni „Reykjavík í 200 ár“ og í sölutjöldum. Falleg eign og góðar gjafir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.