Þjóðviljinn - 30.08.1986, Page 3

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Page 3
FRETTIR Reykvísk endurtrygging Securitas Heimta rannsókn 15 starfsmenn Securitas vilja að Securitas og Vari verði rannsökuð. Telja sér herfilega misboðið með opinberri viðurkenningu á starfsemi Vara Við höfum óyggjandi vitneskju um að þau atriði sem við nefn- um i bréfínu til dómsmálaráðherra eiga við rök að styðjast. Við höfum ekkert á móti því að fá samkeppni í fagið, en hún verður að vera heiðarleg, það er af og frá að við séum með þessu að ganga erinda forstjóra Securitas, enda förum við einnig Heimspekistaða Beðið um Mikael Doktor Hannes Hólmsteinn dæmdur óhœfur Heimspekideildarmenn greiddu í fyrradag á fundi sínum atkvæði um umsækjendur um lektorsstöðu í heimspeki. Mikael Karlsson fékk flest atkvæði eða 27, Erlendur Jónsson 9 og Hannes Hólmsteinn Gissurarson ekkert. Dómnefnd sem skipuð var af þremur doktorum, Halldóri Guðjónssyni, Eyjólfi Kjalar Em- ilssyni og Vilhjálmi Ámasyni skilaði áliti þar sem dr. Mikael Karlsson var dæmdur hæfastur, dr. Erlendur Jónsson var einnig dæmdur hæfur með þeim fyrir- vara þó að dómnefnd hefði engin gögn í höndum varðandi rann- sóknir í siðfræði, sem var ein þeirra greina sem kveðið var á um í auglýsingu um stöðuna að nýi lektorinn ætti að gegna. Dr. Hannes Hólmsteinn var dæmdur óhæfur til að gegna þessari til- teknu stöðu, en tekið fram í áliti að væri um að ræða stöðu í stjórnmálaheimspeki dæmdist Hannes hæfur. Niðurstaða deildarfundarins varð því sú að heimspekideild biður um Mikael Karisson í lekt- orsstöðuna, en þess má geta að árið 1976 sótti Mikael um lekt- orsstöðu í heimspeki, var dæmd- ur hæfastur umsækjenda einsog nú, fékk flest atkvæði á deildar- fundi en hlaut þó ekki stöðuna. Hana fékk Arnór Hannibalsson. Nokkrar deilur urðu um niður- stöðu dómnefndar og munu þeir Erlendur og Hannes hafa gert at- hugasemdir við það en Halldór og Eyjólfur svarað. Hannes Hólmsteinn sagði meðal annars í viðtali við Þjóðviljann í gær: „Þetta dómnefndarálit er rang- látt og stenst ekki röklega. Ég hef engar áhyggjur af mínum hlut, en ég hef áhyggjur af þeim þre- menningum sem sömdu dóm- nefndarálitið. Ég er sammála gríska heimspekingnum Platóni um að það sé miklu verra að beita aðra menn ranglæti en verða fyrir því sjálfur. Að öðru leyti tek ég þessu með heimspekilegri ró.“ • m fram á rannsókn á því fyrirtæki, sögðu Þorsteinn Briem og Krist- ján H. Gunnarsson starfsmenn Securitas í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Þeir afhentu Jóni Helgasyni dómsmálaráðherra bréf í gær þar sem farið er fram á að fjölmörg atriði er snerta starfsemi öryggis- þjónustunnar Vara verði rannsökuð. Einnig er farið fram á rannsókn á starfsemi Securitas. Bréf þetta er undirritað af fimmtán starfsmönnum Securit- Vara var veitt opinber viður- kenning á starfsemi sinni fyrir skömmu og segja starfsmenn Securitas sér hafa verið misboðið herfilega sem stétt með þeirri viðurkenningu. Öryggisgæsla er fag og virðingu hennar verður að gæta, segja starfsmennirnir, sem telja að starfsemi Vara sé faginu til vansæmdar. Farið er fram á að rannsökuð verði einkum átta atriði. í fyrsta lagi hvort innbrot hafi verið fram- ið í aðalstöðvar Vara í vetur og hvort innbrotsaðilinn hefði getað haft áhrif á móttöku neyðarboða frá viðskiptavinum. í öðru lagi hvort margdæmdur eiturlyfjasali og neytandi sé eða hafi verið við störf hjá fyrirtækinu og þannig haft iyklavöld og aðgang að bönkum, stofnunum, fyrirtækj- um og einkaheimilum, sem mis- nota má í eiturlyfjaheiminum. Svona má lengi telja og ljóst er að ef rétt reynist verður starfsemi Vara að teljast í meira lagi vara- söm. -gg TM kaupir meirihluta Tryggingamiðstöðin hf. hefur keypt meirihluta, 51%, í Reyk- vískri endurtryggingu hf. að því er segir í frétt frá félögunum. Markmiðið með sameining- unni er sagt að „ná sameiginlega til sem flestra greina vátrygginga á markaðnum og jafnframt leita nýrra“. Umsvif Reykvískrar endurtryggingar hafa aukist verulega uppá síðkastið og segir i fréttatilkynningunni að það sem af er ári hafi velta fyrirtækisins aukist um 40%. Yfirtaka TM fór þannig fram að bætt var við hluta- féð sem svaraði hlut TM. Gísli Örn Lárusson, fyrrum stjórnar- formaður RE, er áfram forstjóri og kvaðst í samtali við Þjóðvilj- ann vera mjög ánægður með sam- eininguna. - m Albert Sigurðsson fornvörður sést hér gera við málaða marmaralíkið. Á nokkrum stöðum hefur verkið verið algjörlega útmáð og hefur Albert þá þurft að fylla uppí eyðurnar. Rammarnir tveir sem Albert krýpur við og umlykjandi svæði þar sem hann mundar pensilinn, er t.d. aö öllu málað af honum. Ljósm. KGA Vonarstrœti 12 Málað marmaralíki endurlífgað T7 I • H /I H / *>t trt/in I I / I f Verkið, sem var málað árið 1908þegar húsið var byggt var komið í algjöra niðurníðslu ísafjörður Flotinn stækkar Sigrún ÍS 900 gerð út á rœkju ísfirðingum hefur bæst nýtt skip í flota sinn, Sigrún ÍS, og er fyrir- hugað að gera það út á rækju- veiðar. Talið er að breytingarnar muni kosta 15-20 miljónir króna. -gg álaða marmaralíkið sem skreytir veggina að Vonar- stræti 12, fyrrum hús Skúla og Theodóru Thoroddsen og nú Al- þingis, hefur fengið andlitslyft- ingu síðustu mánuðina, en verkið sem var málað árið 1908 þegar húsið var byggt, var komið í al- gjöra niðurníðslu. Að sögn Alberts Sigurðssonar fornvarðar sem unnið hefur að viðgerðinni á verkinu, var það gert af dönskum málara að nafni Lauritzen sem var búsettur hér á landi um skeið. Albert sagði að viðgerðin væri vandasamt verk og það erfiðasta væri að gera eftirlíkingu af verki einhvers ann- ars, en hlutar af verkinu hafa al- gerlega verið útmáðir og hlutverk Alberts er m.a. að fylla upp í þær eyður. Aðspurður hvort slík mál- uð marmaralíki væri víða að finna sagði Albert að þau hafi verið máluð í nokkrum húsum, en all- flest þeirra væru nú með öllu horfin. Það er ánægjulegt að á tímum vaxandi niðurrifsstefnu skuli verðmæti sem þetta varðveitt í stað þess að vera kastað á rusla- hauga sögunnar eins og svo mörgum menningarsögulegum heimildum, en verkið og húsið með verkinu í eru mikilvægar menningarsögulegar heimildir. Þess ber einnig að minnast að þarna orti hún Theódóra þulurn- ar sínar og þarna var prentsmiðja gamla Þjóðviljans til staðar þar til hann var lagður niður árið 1915. -K.Ól. Skeiðarársandur Hleypur úr Grænalóni Skeiðará vex jafnt og þétt Skeiðará vex óðum þessa dag- ana og leggur af henni jökul- fýlu mikla, en vestan megin í Skeiðarárjökli hófst einnig hlaup í gærmorgun. Að sögn Sigurjóns Rist vatna- mælingamanns kemur hlaupið úr Grænalóni í Núpsvötn og Súlu. Hann sagðist búast við að það myndi standa í tvo til þrjá daga og líklega yrði það nokkuð öflugt. Venjulega hleypur úr Grænalóni árlega. Sigurjón taldi mögulegt að hringvegurinn fari í sundur við vestustu brúna á Skeiðarársandi, ímlr cpm SnrSiirlanrklínan gæti verið í hættu, en þó væri ekki hægt að fullyrða neitt um það. Það dregur hægt að Skeiðar- árhlaupi og ekki von á því fyrr en eftir um hálfan mánuð. Áin er þó orðin dökk mjög og leggur af henni mikla fýlu eins og áður sagði. -gg Laugardagur 30. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.