Þjóðviljinn - 30.08.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Side 13
HEIMURINN Sovésk stúlka af ríku foreldri benti fyrir nokkru vopnuðum ræningjum að ræna heimili sitt ef þá vant- aði peninga og hún fengi hluta þýfisins. Astæðan fyrir þessu athæfi stúlkunnar var að hana vantaði fé til að fjármagna fíkn- iefnakaup sín. Það er málgagn kommúnistaflokksins i Azer- bajan sem sagði frá þessu í gær í síðustu grein sinni um eiturlyfjavandamálið í Sovétr- íkjunum. Blaðið gaf í skyn að foreldrarnir hefðu látist í átökum við ræningjana. Blaðið sagði einnig frá því að nýlega hefðu 13 menn verið dæmdir fyrir að versla með eiturlyf. í greininni segir að vörubílstjóri einn hafi verið gripinn með fullan bíl af hálfunnu ópíum. Hann væri vanur að flytja tó- mata milli staða en notaði ferð- ina til baka í eiturlyfjaflutninga. Blaðið taldi líklegt að upp væri komin skipulögð mafía í So- vétríkjunum sem hagnaðist á eiturlyfjasölu. Lech Walesa var í gær tekinn til yfir- heyrslu og vildu yfirvöld fá að vita um möguleg tengsl hans við neðanjarðarhreyfingu Samstöðu í landinu. Þegar Wa- lesa kom úr yfirheyrslunni not- aði hann tækifærið og gaf út yfirlýsingu til fréttamanna. „Við krefjumst þess að allir samviskufangar verði iátnir lausir“, sagði hann. „Við krefj- umst þess að þeir sem vinna sjálfstætt í þágu landsins verði ekki refsað með fangelsis- vist.“ Walesa gaf þessa yfirlýs- ingu sína í tilefni þess að sex áreru nú liðin frá stofnun Sam- stöðu sem nú er ólögleg. Wa- lesa sagði við fréttamann Re- uter í gær að hann hefði í yfir- heyrslunni verið spurður um tengsl sín við Zbigniew Bujak, einn helsta leiðtoga neðanj- arðarhreyfingar Samstöðu sem var handtekinn í sumar eftir að hafa verið eftirlýstur í fjögur ár. Walesa sem var í gær kallaður fyrir lögregluyfirvöld í ellefta sinn, sagðist hafa neit- að að svara öllum spurning- um. Tveir aðrir andófsmenn, Jacek Kuron og Zbigniew Romaszewski voru einnig yfir- heyrðir, í Varsjá. Walesa er hins vegar búsettur í Gdansk. Eldf jallasér- fræðingar frá Frakklandi og Ítalíu sögðu í gær að mikil hætta væri á að eiturgas leitaði aftur upp á yfir- borð Nios vatns í Kamerún en þar létust alit að 1700 manns í síðustu viku þegar eldhrær- ingar urðu á botni vatnsins. Afleiðingarnar urðu þær að eiturgas í svo miklu magni leitaði upp á yfirborðið, að allt sem hrærðist á stóru svæði umhverfis vatnið lést nær samstundis. Franski sér- fræðingurinn Haroun Tazieff var við vatnið í gær og sagði að gas gæti leitað upp úr vatninu hvenær sem væri. Sá ítalski, Giorgio Marinelli, sagði að vatnið væri svo heitt að hættan á gasuppstreymi væri enn fyrir hendi. Vatnið sem venjulega er 20 gráðu heitt, er nú 30 gráðu heitt. Varsjár- bandalagið tilkynnti í gær að það væri til- búið að samþykkja eftirlit úr lofti á herjum sínum og að- gerðum þeirra. Þetta kom fram á afvopnunarráðstefnunni í Stokkhólmi í gær. Vestrænir fulltrúar á ráðstefnunni sögðu að þessi yfirlýsing gæti orðið til að leggja drög að langþráðu samkomuiagi á ráðstefnunni. Henni lýkur 19. september næstkomandi. Bandaríkin Nauðsynjar Gaddafi fær hótanir Yfirmaður herafla Nató, Bandaríkjamaðurinn Bernard Rogers, sagði ígœr að Gaddafi Líbýuleiðtogi gœti átt von á árásfrá Bandaríkjunum Washington - Yfirmaður her- afla Nató, Bandaríkjamaðurinn Bernarde Rogers, varaði Gaddafi Líbýuleiðtoga við því að Bandaríkin gætu notað B- 52 sprengjuflugvélar sínar til að ráðast á Líbýu ef hann fyrir- skipaði hermdarverkaárásir gegn Bandaríkjamönnum. „Við erum með B-52 flugvélar í Bandan'kjunum", sagði Rogers. Hann rædddi um Gaddafi sem skíthæl, „Bastard“. „Hann (Gaddafi) hlýtur að gera sér grein fyrir því að hann getur átt von á slíkri meðferð." Rogers sem var einn þeirra sem tók þátt í að skipuleggja sprengjuárásina á Trípólí, höfuðborg Líbýu, í apnl síðastliðnum, sagði að hann tal- aði ekki fyrir munn Reagans Bandaríkjaforseta en stakk upp á því að Bandaríkin ættu að halda áfram hernaðarlegum, efnahags- legum og diplómatískum þrýst- ingi á Líbýu. „Hann verður að skilja...að ef hann tengist meiri háttar Bernard Rogers, yfirmaður herafla Nató. Kallaði Gaddafi skíthæl og hót- aði honum árás. skemmdarverkum gegn Banda- ríkjamönnum á ný og ef fingraför hans finnast, getur hann átt von á sömu refsingu og í apríl“, sagði Rogers. Hann sagði að B-52 vél- arnar gætu flogið yfir Atlantshaf- ið og aftur til baka með elds- neytisáfyllingu í lofti, því væri þetta einn sá kostur sem Banda- ríkin ættu völ á. Með þessu þyrftu Bandaríkjamenn ekki að nota F- 111 sprengjuþotur sínar sem staðsettar eru í Bretlandi eins og gert var í apríl. Þá var deilt mjög hart á Margaret Thatcher fyrir að leyfa bandarískum vélum að hefja sig til flugs til að varpa sprengjum á Líbýu. Frakkar leyfðu Bandaríkjamönnum ekki að fljúga vélunum yfir Frakkland heldur urðu þær að sveigja út á Atlantshafið á leið sinni suður á bóginn. Rogers lét þessi orð falla í Was- hington í gær um svipað leyti og bandaríska flugmóðurskipið Forrester ,var utan við landhelgi Líbýu í Miðjarðarhafinu og Vernon Walters, sendimaður Bandaríkjaforseta var að fara til Evrópu til að hvetja V- Evrópuríki innan Nató til að efna til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Líbýu. V-Berlín Flúðu vestur í vörabíl Hjón með nokkurra mánaða gamalt barnflúðu í gœrmorgun íátta tonna vörubíl sem hlaðinn var möl yfir landamærin V-Berlín - Austur-þýsk hjón með átta mánaða gamalt barn sitt óku í gærmorgun á bíl í gegnum hlið við Berlínarmúr- inn, inn í V-Berlín, í skothríð a-þýskra landamæravarða. Þau óku í gegnum hliðin á stór- um vörubíl sem hlaðinn var möl. Ekki var fulljóst í gær hvers vegna þau flúðu. Flóttinn gerðist mjög hratt, einar tíu sekúndur hafa liðið frá því bíllinn jók ferð- ina í A-Berlín og þar til hann var kominn yfir í V-Berlín. fráA- til V-Berlínar Við landamærin eru rammgerð járnhlið og þegar aðvörunarhljóð heyrðist um að hliðið væri að lok- ast, herti bfllinn ferðina austan megin og ruddi burtu öðru hlið- inu, jók síðan ferðina þegar hann kom að aðal markalínunni milli A- og V-Berlínar. Lögreglumað- ur þar sagðist hafa veifað bflstjór- anum þegar hann nálgaðist, um að stöðva bflinn „en hann hélt bara áfram inn í borgina á fullri ferð“, sagði hann. Bfllinn var merktur bygg- gingarfélagi ríkisins og var með plóg framan á sér. Nokkrum skotum var hleypt af en ekkert þeirra virðist hafa hæft bílinn. Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem hafa haft með höndum öryggisgæslu vestan megin landamæranna í borginni frá stríðslokum, sendu í gær mót- mælaorðsendingu til sovéska sendiráðsins í A-Berlín og sök- uðu yfirvöld um að beita ofbeldi og bera litla virðingu fyrir manns- lífum. Karlmaður reyndi á mið- vikudaginn að flýja yfir til V- Berlínar. Skotið var að honum og náðist hann áður en hann komst yfir landmærin. Kaffið hækkar Lundúnum - Verð á kaffi hækk- aði á alþjóðamörkuðum i gær og kostar nú tonnið af kaffi 2.300 pund í Lundúnum. Tonn af kaffi hefur hækkað um 600 pund á þremur vikum og veldur þar helst að fregnir hafa borist frá Brasilíu um að kaffi- uppskera þessa árs þar í landi verði 25% minni en á síðasta ári vegna mikilla þurrka. Brasflía er einmitt mesta kaffiframleiðslu- land í heimi. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR fnr-.t-.rn HJÖRLEIFSSON R E Ul E R Noregur Hvalbátar stöðva Nató herskip Osló - Um það bil 20 norskir hvalveiðibátar lokuðu i gær Vesturfirði við Lófóten í Noregi fyrir bandaríska flugmóður- skipinu Nimitz og öðrum smærri herskipum Nató sem ætluðu þangað til að taka þátt í heræfingum Nató við strendur Noregs næstu daga. Hvalveiðmennirnir vildu með þessum aðgerðum mótmæla því sem þeir nefna þrýsting banda- rískra yfirvalda á norsku ríkis- stjórnina um að hún tilkynni að Norðmenn muni hætta hval- veiðum í ágóðaskyni frá og með næstu áramótum. Þegar síðast fréttist í gær var Nimitz rétt utan við hvalbátana en gerði ekki tilraun til að sigla í gegnum hindrunina. Kýr og kjarnorkuver í V-Þýskalandi. Bændur í V-Þýskalandi urðu fyrir miklum skakkaföllum sem v-Þýsk yfirvöld hafa nú bætt að nokkru. TsjernóbíllV-Þýskaland Milljarður í skaðabætur Bonn - Innanríkisráðherra V- Þýskalands, Friedrich Zim- mermann tilkynnti í gær að yfirvöld þar í landi hefðu greitt 5,3 miiljarða króna til bænda í V-Þýskalandi í skaðabætur vegna kjarnorkuslyssins í Tsjernóbíl þar sem uppskera þeirra hefði eyðilagst. Zimmermann sagði að yfirvöld hefðu greitt 300.000 bændum skaðabætur, flestir þeirra eru grænmetis- og kúabændur. Eftir slysið í Tsjernóbfl í aprfl síð- astliðnum var alls kyns grænmeti tekið af markaði á ákveðnum svæðum, svo sem spínat og hvít- kál á meðan geislavirkni var yfir leyfilegum mörkum. A svifdreka á Everest Þrír Bandaríkjamenn hyggjastfljúga á svifdrekum upp á efsta tind Everest fjalls í október Peking - Tveir bandarískir svif- drekaflugmenn hafa tilkynnt að þeir ætli að renna sér á skíðum niður efstu tinda Ever- est fjalis í Himalajafjöllum og svífa síðan í loft upp og lenda á efsta tindi fjallsins. Larry Tudor og Bob Carter heita mennirnir, þeir sögðu fréttamanni Reuter að þeir „von- ist“ til að geta notað sér vinda í hlíðum fjallsins til þess að komast á tindinn sem er í 8,848 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir sögðu að flugið þyrfti ekki að taka nema tíu mínútur ef vel gengi. Tudor, 32 ára og Carter, 36 ára, komu til Peking fyrir stuttu á leið sinni til móts við þriðja flug- manninn og 26 manna leiðangur sem tekur þátt í ævintýrinu. Þeir hyggjast framkvæma flugið í okt- óber stuttu áður en monsún vind- ar taka að blása. „Við tökum flugið í um það bil 7,300 metra hæð“, sagði Tudor. „Það gæti jafnvel farið svo við að þyrftum ekki að renna okkur á skíðum til þess að ná þeim 58 km hraða á klukkustund sem er nauðsyn- legur. Ef vindar blása hressilega verður nóg að stökkva." Tudor sagði að þriðji svifdrekaflugmað- urinn, Steve Mckinney, hefði fengið hugmyndina þegar hann var í fjallgöngu og fylgdist með gammi sem notaði uppstreymi til að hækka flugið í fjallshlíðinni. Laugardagur 30. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.