Þjóðviljinn - 30.08.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Síða 16
HÖBMJMff JrHfffJWirirtUJIRA 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Laugardagur 30. ógúst 1986 195. tölublað 51. órgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. SUF-könnunin SUF-könnunin Byggðastefna AB-menn harðastir Tveir þriðju Reykvíkinga hlynntir jöfnum búsetuskilyrðum Yfírgnæfandi meirihluti að- spurðra í skoðanakönnun félags- vísindastofnunar HÍ og SUF fylg- ir almennri byggðastefnu, og af stuðningsmönnum flokkanna eru Alþýðubandalagsmenn á- kveðnastir byggðamenn. í könnuninni er spurt hvort stuðla eigi að sem jöfnustum bú- setuskilyrðum um landið jafnvel þótt við það ykjust þjóðarút- gjöld. 70,9% eru alveg eða frekar á þessu, 22,8% á móti. í könnuninni er svarendum skipt eftir flokksstuðningi, og kemur í ljós að byggðastefna á sér víðtækastan hljómgrunn meðal stuðningsmanna Alþýðubanda- lagsins. 87,5% þeirra svara ját- andi, 86% Kvennalistamanna, 85% Framsóknarmanna, 70% Alþýðuflokksmanna og 62,5% BJ-ara. Byggðastefna á minnstu fylgi að fagna meðal Sjálfstæðis- manna, aðeins 59% þeirra svara spumingunni með jái, en 35% eru á móti. Rúmur fjórðungur krata og BJ-manna segja nei, um típrósent allaballa, frammara og Kvennalistakj ósenda. Tveir þriðju aðspurðra á Reykjanesi og í Reykjavík fylgja byggðastefnu einsog henni er lýst í spurningunni, tæp 30 prósent á móti. Annarsstaðar eru 82% með, 14% á móti. - m Hrafnagilsskóli Ingvar hættir Ingvar Gíslason: Býð migekkifram við nœstu kosningar Þing sambands ungra fram- sóknarmanna fer sögulega af stað einsog til var stofnað, en eins og flestir hafa tekið eftir voru fyrir þingið miklar heitingar í ungum framsóknarmönnum um að skipta um menn í þingflokki Framsóknarflokksins. Ingvar Gíslason þingmaður Framsóknarflokksins steig í pontu í Hrafnagilsskóla í gær og lýsti því yfir að hann gæfí ekki kost á sér í atþingiskosningum næsta ár. Þar með hefur eitt þing- sæti losnað en væntanlega mun fleira gerast pólitískra tíðinda á þinginu í Eyjafirði um helgina. -pv Við eigum 40 ára afmæli mánudaginn 1. september og ætlum að bjóða gestum og gangandi að njóta með okkur veitinga og léttrar tónlistar í Samvinnutryggingahúsinu Ármúla 3, í tilefni Veitingar verða einnig á boðstólum á stærstu umboðsskrifstofum okkar úti á landi. Sjáumstámánudaginn SAMVINNU TRYGGINGAR Gegn sjúklingaskatti Meirihluti á móti skólagjöldum Iskoðanakönnun SUF og félags- vísindastofnunar kemur fram almenn andstaða gegn sjúklinga- skatti. 69,2% leggjast gegn því að sjúklingar greiði meira af heilbrigðiskostnaði þótt því fylg- du almennar skattalækkanir. 23,7% vilja sjúklingaskatt. Innan flokksstuðningshópa er andstaða við sjúklingaskatt mest í Alþýðubandalagi, 82-16. Kratar 77-20, Kvennalisti 77-19, BJ: 75- 21, Framsókn 73-20. Stuðnings- menn íhaldsins eru hallastir undir sjúklingaskatt, 31% með, 59,5% á móti. í könnuninni er einnig spurt um hvort foreldrar eigi að borga skólagjöld fyrir börn sín og skattar að lækka um leið. 56% eru á móti, 37% með. Skóla- gjaldamenn eru fæstir í BJ, 78-17, og AB, 71-24. Kvennalisti 66-30, Framsókn 62-29, kratar 62-33, en stuðningsmenn skólagjalda með- al Sjálfstæðismanna eru fleiri en andstæðingar skólagjalda, 48% vilja skólagjöld, 47% eru á móti. Aldraðir þingmenn Sjálfstæðisfólk vill síst unga þingmenn Þingmenn eru of gamlir. í skoðanakönnun SUF og fé- lagsvísindastofnunar telja 60,6% að þingmenn undir 35 ára séu nú of fáir. 27,7% telja fjölda ungra þingmanna hæfílegan, 2,8% segja ungt fólk of margt á löggjaf- arsamkundunni. Stuðningsmenn ungs fólks á þing eru flestir f stuðningshópi BJ (75% segja of fáir), AB (75%) og Kvennalista (72%). Þá koma kratar (70%) og Framsóknar- kjósendur (66%). Hlutfallslega fæstir Sjálfstæðismenn styðja ungt fólk til þingsetu, 60%, en 36% þeirra telja það hæfilega margt. - m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.