Þjóðviljinn - 04.09.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 04.09.1986, Qupperneq 3
FRETTIR Austurland Sverrir í mótbyr Sambandsveitarfélaga í Austurlandskjördœmi varar við hug- myndum menntamálaráðherra um niðurskurð til skólamála Reykjavíkurmyndin Ekki benda á mig Davíð svarar fyrirspurn um Reykjavíkurmynd með skœtingi og vísar á jyrri borgarstjóra r Isvari við fyrirspurn stjórnar- andstöðunnar um Reykjavík- urmynd Hrafns Gunnlaugssonar sagði Davíð Oddsson borgarstjóri að fremur bæri að spyrja fyrrver- andi vinstrimeirihluta í borginni um kvikmyndina, þá hefði leikstjórinn verið ráðinn og kvik- myndaefnið ákveðið. Borgarráð í tíð vinstrimeiri- hlutans ákvað að láta gera mynd- ina og fól það Hrafni Gunnlaugssyni. Aðeins einn þeirra sem þetta samþykktu situr enn í borgarstjórn, - Davíð Oddsson. Sigurjón Pétursson sat á sínum tíma hjá við afgreiðslu málsins. í fyrirspurn stjórnarandstöðu- flokkanna var borgarstjóri beð- inn að svara því hvort verið gæti að um mistök hefði verið að ræða við myndasýninguna, myndir rugluðust í stað Reykjavíkur- myndar verið sýnd áróðursmynd fýrir Sjálfstæðisflokkinn. í svari Davíðs í fyrradag er bent á að fyrirspurnir í borgarráði hafi hingað til verið teknar alvarlega og lögð vinna í að svara þeim, en spurt hvort fulltrúar minnihlut- ans vilji hafa þarna annan hátt á. Þá bendir Davíð fyrirspyrjendum á að beina fyrirspurninni til þeirra sem ákváðu að myndin skyldi gerð, hver ætti að gera hana og með hvaða formerkjum. Þó undanskildi borgarstjórinn „Kvennaframboð". Minnihluta- fulltrúunum er bent á að líta í eigin barm, en „Kvennaframb- oði“ er bent á að líta sérstaklega í barm sessunauta sinna.“ Hugmyndir menntamálaráð- herra um niðurskurð á fé til skólamála á landsbyggðinni hafa mætt harðri andstöðu um allt land, og um helgina var Sverrir Hermannsson tekinn í karphúsið á heimavelli sínum á Austurvelli. í ályktun frá aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi er varað við hug- myndum um að skerða fjár- veitingar til skólaaksturs, heima- vistargæslu og skólamötuneyta, og bent á að mörg sveitarfélög séu ekki í stakk búin til þess að mæta auknum útgjöldum vegna reksturs grunnskóla nema til komi tekjustofnar til að mæta þeim kostnaði. Þá segir í ályktun- inni að hins vegar sé ekkert því til fyrirstöðu að taka þessi mál til endurskoðunar með hagkvæmn- issjónarmið í huga. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra, sem var staddur á fundinum á Egilsstöðum, mælti þar fyrir hugmyndum sínum, en að sögn heimildarmanns Þjóð- viljans tók enginn fundarmanna undir málflutning hans og eru þar með taldir flokksbræður ráðherr- ans. Meðal annarra mála sem rædd voru á fundinum voru heilbrigð- ismál, umhverfis- íerða- og sam- göngumál, og þróun viðskipta- kjara sjávarþorpa, en Sigurður Gunnarsson sveitarstjóri á Fá- skrúðsfirði flutti erindi um það mál. Á aðalfundi Sambandsins, sepi var sá tuttugasti í sögu þess, var Björn Hafþór Sigurðsson endur- kjörinn formaður. - K.OI. - gg/m Rigning í Reykjavik. Mynd EÓ.I er tekin innum gluggann á Gallerí Hallgerði nyrst á Laufásvegi, - og stelpan með regnhlífina heitir líka Hallgerður. Herstöðvaandstœðingar Vali ofbjóða hemmsvifin Valur Arnþórsson á Hólahátíð: Gegn olíuhöfn, radarstöðvumog herflugvelli á Sauðárkróki. Vill öflugri herstöðvaandstœðinga Iræðu á Hólahátíð lýsti Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, formaður SÍS-stjórnar og áhrifa- maður innan Framsóknarflokks- ins, því yfir að honum ofbyðu um- svif Bandaríkjahers hér á landi síðustu ár, og auglýsti eftir harð- ari mótmælum frá herstöðva- andstæðingum, þrátt fyrir að hann hefði verið í hópi „tals- manna varnarsamstarfs.“ „Ég verð að viðurkenna það,“ segir Valur í ræðunni sem birt var í Degi um helgina „að þótt ég hafi verið talsmaður vestrænnar varn- arsamvinnu ofbýður mér þegar risastór, hernaðarleg olíubirgða- stöð er staðsett rétt við dyr stórs þéttbýlis á suðvesturhorninu. Mér hugnast ekki að því þegar hernaðarradarstöðvar eru leyfðar á nýjum stöðum á grund- velli þess, að okkur Islendinga skorti leiðsögn fyrir okkar flug. Hafi það skort eigum við að byggja okkar eigin radarstöðvar ekki síður en flugvelli og flug- Vaxtaskipti Skýlaus réttur ísvari Seðlabankans tilJóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns kemur fram að fólk á rétt á að krefjastþess að vöxtum sé skipt ígrunnvexti og verðbótaþátt. Jafnar og léttir greiðslubyrði Lánþegi í fastcignaviðskiptum á skýlausan rétt á því að krefjast þess að vextir af lánum skiptist í grunnvexti og verðbótaþátt en slík vaxtameðferð gefur jafnari greiðslubyrði fyrir skuldara en greiðsla fastra vaxta af eftirstöðv- alánum. Þetta kemur m.a. fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur alþingis- manns, en komið hefur í ljós að fasteignasalar hafa túlkað ákvæði Seðlabankans á mismunandi hátt. í flestum tilfellum hafa skuld- arar greitt vexti af eftirstöðva- bréfum í einu lagi, en með því eru afborganir hæstar fyrsta árið, en lækka eftir það. Samkvæmt hinu greiðslufyrirkomulaginu eru af- borganir af lánum léttari fyrsta árið, en þyngjast er á líður. Aðspurður hvort fasteignasal- ar vanræktu að upplýsa kaupend- ur um þetta ákvæði sagði Þórólf- ur Halldórsson formaður Félags fasteignasala að þegar hæstu leyfilegu vextir breyttust í apríl- mánuði úr 20% niður í 15,5% hafi hann kynnt ákvæðið fyrir fasteignasölum í félaginu. „Hins vegar eru það margir fasteigna- salar sem ekki eru í félaginu og fyrir þá get ég ekki svarað.“ - K.ÓI stöðvar. Mest ofbýður mér þó að heyra, að fjöldi manns virðist op- inn fyrir því að hernaðarflugvelli sé komið upp við bæjardyr lítils samfélags einmitt í því fagra hér- aði sem við nú dveljumst í dag. Mér er spurn, hvar eru nú raddir svonefndara hernámsandstæð- inga? Er ekki nú þörf viðvörunar- orða þannig að talsmenn varnar- samstarfs temji sér a.m.k. hóf og fari ekki út fyrir öll skymsamleg mörk? Eða var það kannski bara vitleysa og þröngsýni hjá Einar Þveræingi á sínum tíma að standa gegn því að gefa konungi Grímsey? Eða svo við færum okkur nær samtímanum í mannkynssögunni má kannski spyrja: Er hérlendis hafin þróun svipuð þeirra, sem varð á Hawaii- eyjum? Kannski rætist nú draumur berdreyminnar konu á Austurlandi um 1950; íslenski fáninn sem ein stjarnan í þeim bandaríska? Ég fyrir mitt leyti hef verið talsmaður varnarsam- starfs til verndar sjálfstæði ís- lands en ekki til þess að eyða því.“ - m ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Samvinnubankinn Þekkingar- flutningur Vegna fréttar um ráðningu úti- bússtjóra Samvinnubankans í Grundarfirði í blaðinu í gær ósk- ast eftirfarandi birt: Það felst í ráðningu Dagbjartar Höskuldsdóttur, sem útibús- stjóra að hún hafi talist hæfust umsækjenda. Starfsaldur hennar við önnur fýrirtæki samvinnu- hreyfingarinnar flyst á milli fyrir- tækja og bankinn væntir sér mik- ils af þekkingu hennar á við- skiptalífi á Vesturlandi, eftir störf hennar m.a. sem kaupfélags- stjóra. Samvinnuhreyfingin leitast við að ráða konur til á- byrgðarstarfa, enda þótt reynsla, menntun og þekking verði ávallt að sitja í fyrirrúmi. fþessu tilviki fóru þessi atriði saman og er hér lýst undrun á tilraun Þjóðvilans af öllum blöðum til að gera þessa mannaráðningu tortryggilega. Geir Magnússon bankastjóri Samvinnubankans Hörður í Norræna Hinn góðkunni trúbadúr Hörður Torfason mun halda afmælistónleika í kvöld klukkan 20.30 í Norræna húsinu. Hörður Torfason er einn brautryðjenda í ljóða- og vísna- söng og hefur verið búsettur er- lendis undanfarin ár.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.