Þjóðviljinn - 04.09.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.09.1986, Qupperneq 5
Umskipti í húsnæðismálum Húsnæðiskerfið hefur verið í miklum ólestri til margra ára. Sérstaklega hefur fólki reynst erf- itt að komast yfir sína fyrstu íbúð. Mörgum hefur reynst sá hjalli óyfirstíganlegur síðustu árin. Stjórnmálamenn hafa ekki megn- að að finna lausn, en öllum hefur verið ljóst, að frumnauðsyn er að auka lán húsnæðiskerfisins stór- lega og þá sérstaklega lán til þeirra, sem kaupa eða byggja í fyrsta sinn. í kjarasamningunum í vetur náðist samkomulag um nýtt lána- kerfi, sem tók gildi þann fyrsta þessa mánaðar. Hámarkslán til nýbygginga samkvæmt nýja kerf- inu voru ákveðin 2,1 m.kr. miðað við þá byggingarvísitölu, sem í gildi var í ársbyrjun, sem svarar til 2.268 þús. kr. miðað við nú- gildandi byggingarvísitölu. Há- markslán til kaupa á eldra húsn- æði voru ákveðin 1.470 þús. kr. miðað við byggingarvísitölu í árs- byrjun, sem svarar til 1.588 þús. kr. miðað við núgildandi vísitölu. Með samningunum í vetur varð þannig gjörbylting á aðstöðu þeirra, sem kljást við að komast yfir sína fyrstu íbúð. í kjarasamningunum í vetur varð niðurstaðan að tryggja húsnæðiskerfinu aukið fjármagn frá lífeyrissjóðunum og þá jafn- framt að gera lánsrétt einstak- lingsins háðan lífseyrissjóðsaðild og greiðslum viðkomandi líf- eyrissjóðs til kerfisins. Peir sem átt hafa íbúð á síðustu þremur árum eiga almennt rétt á 70% af hámarksláni og biðtími þeirra eftir láni getur orðið tvöfalt lengri en þeirra, sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð. Vegna aukinna skuldabréfakaupa af húsnæðiskerfinu er líklegt að líf- eyrissjóðirnir muni draga úr lán- um til sjóðfélaga. Kerfisbreyting- in gefur ekki öllum allt, en þrátt fyrir ýmsa annmarka tel ég, að þau miklu umskipti, sem nú Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ skrifar i „Margir þeirsem enga möguleika hafa átt utan verkamannabústaðakerfisins geta nú ráðið við kaup í almenna kerfinu. Það getur beinlínis orðið œskilegri kostur að kaupa eldri íbúð á almennum markaði en nýja íbúð í verkamannabústaðakerfinu. “ verða, sérstaklega hjá þeim sem kaupa sína fyrstu íbúð, réttlæti, að nýja húsnæðiskerfinu sé skipað í flokk markverðustu fé- lagslegu umbóta hin síðari ár. Alþýðusambandið vinnur nú að undirbúningi upplýsingaher- ferðar um nýju reglurnar í sam- starfi við Húsnæðisstofnun og Félagsmálaráðuneyti. Ásmundur Hilmarsson, starfsmaður Sam- bands byggingarmanna, hefur tekið saman yfirlitsbækling um nýju reglurnar, sem nú er dreift í bás Húsnæðisstofnunar á Heimil- issýningunni. í Vinnunni, tíma- riti ASI, sem út kemur í vikunni, er ítarleg umfjöllun um málið og síðar í mánuðinum eru áformuð fundahöld víða um land til að kynna nýju reglurnar. Ég ætla því ekki í þessari grein að gera tilraun til heildarúttektar heldur aðeins tæpa á einu einföldu dæmi um $hrif nýja lánakerfisins. Kaup á eldri íbúð, 2 m. kr. Ung hjón í Reykjavík sem hafa safnað 300 þús. kr. innistæðu á skyldusparnaðarreikningi leita fyrir sér á húsnæðismarkaðinum og ákveða að kaupa tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2 m.kr.. Geti þau fengið veð hjá einhverj- um nákomnum og 300 þús. kr. lífeyrissjóðslán til 20 ára, auk fyr- irgreiðsíu húsnæðisstofnunar, Íít- ur dæmið svona út: þús. kr. Eigiðfé.......................300 Lífeyrissj.lán................300 Húsn.st.lán.................1.400 Kaupverð samtals: 2.000 í þessu dæmi er reiknað með því að íbúðin sé að fullu greidd upp og seljandi hennar láni ekk- ert. Greiðslubyrði Greiðslubyrðin yrði eftirfar- andi fyrsta og þriðja árið en fyrstu tvö árin er Húsnæðisstofn- unarlánið afborgunarlaust. Hámarkslán til kaupa á eldri íbúð er 1.588 þús. kr. og afborg- anir og vextir af því láni yrðu á þriðja ári 6.438 kr. á mánuði. Þar sem Húsnæðisstofnun lánar ekki yfir 70% kostnaðar eða kaupverðs er þá um að ræða íbúð, sem kostar minnst 2.268 þús. kr. og eigið framlag og lán frá öðrum en Húsnæðisstofnun yrði minnst 680 þús. kr.. Rétt er að bæta því við að mánaðar- greiðsla af hámarksláni til ný- bygginga, 2.268 þús. kr., yrði á þriðja ári 9.012 kr. Það lán fæst til kaupa á 3.240 þús. kr. íbúð, en þá verða eigið framlag og önnur lán að nema 972 þús. kr.. Það er því ástæða til þess að minna á, að það er oft í meira lagi skynsamlegt að kaupa ódýrari íbúð en svo að hámarkslán fáist. Minni sókn í verkam.bústaði, lægri húsaleiga Kaupandi 2 m. kr. íbúðar, sem er að kaupa sína fyrstu íbúð, þarf þannig að leggja sjálfur fram 600 þús. kr. að fengnu 1.400 þús. kr. Húsnæðisstofnunarláni. Það er til umhugsunar, að þetta er sama fjárhæð og kaup- endur 3 m.kr. íbúðar í verka- mannabústaðakerfinu hafa þurft að inna af hendi fram að þessu. Lánareglur verkamannabústaða- kerfisins hafa reyndar um leið verið rýmkaðar, svo eigið fram- lag kaupenda minnkar, en engu að síður sýnir niðurstaðan, að gjörbreyting verður á aðstöðu lágtekjufólks til húsnæðiskaupa. Margir þeir, sem enga möguleika hafa átt utan verkamannabú- staðakerfisins, geta nú ráðið við kaup í almenna kerfinu. Það get- ur beinlínis orðið æskilegri kostur að kaupa eldri íbúð á almennum markaði en nýja íbúð í verka- mannabústaðakerfinu. Dæmið hér að ofan sýnir líka, að áhrifa nýja kerfisins hlýtur að gæta á húsaleigumarkaðinum. Húsaleiga ætti að lækka. Ásmundur Stefánsson. 300 þús. kr. lífeyrissjóðslán....... 1.400 þús. kr. Húsnæðisstofnunarlán. Mánaðargreiðsla: 1.ár 3. ár .2.500 2.375 .4.083 5.563 Afborganir og vextir samtals á mánuði.... .6.583 7.938 KONUR OG KJOR 1 . Ég held að ein af ástæðunum sé einfaldlega sú að ýmsar kröfur sem konur hafa sett fram í kjara- baráttu sinni fela í sér mjög rót- tækar breytingar á samfélaginu. Jafnvel kröfur sem láta lítið yfir sér og allir geta samþykkt að séu mjög sanngjarnar kröfur. Gagn- gert endurmat á kvennastörfum hlýtur að fela í sér allt annað gild- ismat á störfum yfirleitt og miklu meiri launajöfnuð. Félagslegar úrbætur, sem gætu gert útivinn- andi konum kleift að sameina launavinnu og fjölskyldulíf á far- sælan hátt, myndu þýða gjör- breytta forgangsröð við ráðstöf- un opinberra fjármuna, að sam- neysla yrði meiri og að samfé- lagið tæki á sig miklu meiri ábyrgð varðandi uppeldi og vel- ferð barna. Þessar kröfur ganga í berhögg við lögmál markaðarins, frjálsa samkeppni og hagsmuni einka- reksturs. Þess vegna eru atvinnu- rekendur og ríkisvald alls ekki til- búnir til að ganga að þessum kröfum, enda þótt þeir í orði að- hyllist jafnrétti kynjanna. Atvinnurekendur hafa notað hefðbundið hlutverk kvenna gegn þeim til þess að halda kjör- unum niðri. Ein af ástæðunum fyrir því að það hefur tekist, þrátt fyrir sívaxandi fjölda útivinnandi Baráttan við draugana Þjóðviljinn spyr 1. Hvað veldurað illa gengurí kjarabaráttu kvenna? " 2. Hvað er til ráða? Helga Sigurjónsdóttir svarar kvenna, er sú að aldrei hefur tek- ist að ná samstöðu í samtökum launafólks um að berjast fyrir kröfum kvenna. Hér hafa alls kyns fordómar gagnvart konum, sem eru því miður enn áberandi meðal karla, spillt fyrir samstöðu launafólks. Atvinnurekendur deila og drottna meðal launafólks m.a. með því að ala á innbyrðis for- dómum og tortryggni, og með því að veita körlum ýmis forréttindi. Síðan spyr ég: hvenær hafa for- ystumenn samtaka launafólks tekið að sér það hlutverk að út- skýra eðli og tilgang þessara for- dóma og beitt sér fyrir samstöðu karla með konum í kjarabarátt- unni? 2. Ég held að það sé orðið tíma- bært að vinnandi konur athugi vel sinn gang. Við hvaða öfl erum við að berjast? Hverjir eru samherj- ar okkar í baráttunni. Þetta eru spurningar sem konur úr öllum Iaunþegasamtökum þyrftu að kryfja til mergjar. Ég er alveg sannfærð um að það verða engar breytingar á kjörum kvenna nema þær komist til miklu meiri valda og áhrifa í launþegasamtökunum. Það verð- ur ekki auðvelt, því menn eru ekki tilbúnir til að leggja niður völd eða framkvæma breytingar á starfi launþegasamtakanna bara sisona þegar konum dettur í hug að biðja um það. Til þess þurfum við að vera virkar og standa þétt saman um okkar kröfur. Þá eigum við oft og iðulega í baráttu við drauga for- tíðarinnar, en svo vil ég kalla áhrif margra alda kúgunar á sjálfsvitundina. Þá kemur einnig til hin velþekkta togstreita milli launavinnu og fjölskyldu, sem lamar margar konur. En ef við þorum og viljum, þá getum við sigrast á þessum hindr- unum. Kvennahreyfingin í breiðum skilningi getur stutt og styrkt bar- áttu og starf kvenna í launþega- samtökunum. Þegar ég horfi til nánustu framtíðar finnst mér að kvennahreyfingin gæti tekið frumkvæði að víðtækri herferð, sem hefði að markmiði að kynna, útskýra og afla stuðnings við mikilvægustu kvennakröfur í komandi samningum. Til þess að undirbúa slíka herferð væri sjálf- sagt heppilegt að efna til ráð- stefnu í hverjum landsfjórðungi þar sem konur gætu talað saman og mótað sínar kröfur. Mín skoðun er sú að barátta okkar þurfi að verða samstæðari, og kröfurnar skýrar og ákveðnar. Næsta skrefið hlýtur að vera að finna leiðir til að beita nauðsyn- legum þrýstingi, en það er ein- mitt það sem nokkrar kvenna- stéttir hafa verið að hugleiða. Hér á ég við fjöldauppsagnir í heilbrigðisgeiranum. Þá brennur það á okkur hinum að sýna stuðn- ing. Einn sigur getur opnað ótal leiðir og haft mikil áhrif á kjark annarra kvenna. Helga Sigurjónsdóttir situr í stjórn Kvenréttindafélags íslands.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.