Þjóðviljinn - 10.09.1986, Side 7
DJOÐVIUINN
Umsjón:
Páll
Valsson
Hús,
drengur,
hundur
Félagar í Uglunni á fimmta þúsund
Ur.lMSBOKMl-NNUR
UO VOISTOI L:
OG I
•'KH')! ’K'
Nýlegasendi Uglan-íslenski
kiljukúbburinn annan bóka-
pakka sinn út til áskrifenda. í hon-
um eru þrjár nýjar bækur: íslensk
úrvalsævintýri, Trúðarnir eftir
Graham Greene og Stríð og
friðure ftir Leo Tolstoj, annað
bindi.
Hallfreður Örn Eiríksson hafði
umsjón með útgáfu íslenskra úr-
valsœvintýra, en þau hafa að
geyma tuttugu ævintýri af ýmsum
gerðum. Flest eru þau sígild og
nokkur þeirra hafa verið hljóðrit-
uð eftir sagnafólki og hafa aldrei
birst áður á prenti.
Trúðarnir eru meðal þekktustu
skáldsagna Graham Greene og
kemur nú út í fyrsta sinn á ís-
lensku í þýðingu Magnúsar
Aðalpersónan í þessari fyrstu
bók Guðmundar Olafssonar, sem
vann til barnabókaverðlauna fyrr
á þessu ári, bregður í miðri bók á
hugarleik. Hann hugsar sér kóng
og drottningu í ríki sínu, sem eru
að byggja sér stóra höll. Höllin
Bækur
Skaup-
sögur
á bók
Bókaklúbbur Almenna bókafé-
lagsins hefur sent frá sér bókina
íslenskar skaupsögur í útgáfu
Matthíasar Viðars Sæmunds-
sonar lektors. Er hér um að ræða
úrval íslenskra kímnis- og gam-
ansagna eftir íslenska höfunda
allt frá Jónasi Hallgrímssyni til
dagsins í dag. Matthías Viðar
Sæmundsson ritarformálsorð
fyrir bókinni og segir þar m.a.
„Hér eru galsafengnar absúrd-
sögur, gamanmál um fjarstæður
og uppákomur, hnyttnar mann-
lýsingar, beittar háðsögur, paró-
díur og sögur sem sækja kómísk
áhrif sín í misræmi stíls og inn-
taks. Verkin eru með öðrum orð-
um mjög fjölbreytt að gerð, áhrif
þeirra og margvísleg. Pau eiga
því að gefa nokkuð breiða mynd
af sérstöku sjónarhorni í íslenskri
sagnagerð.“
Eftirtaldir höfundar eiga sögur
í bókinni:
Asgeir Ásgeirsson Einar Kára-
son Guðmundur Daníelsson
Gunnar Gunnarsson Hannes
Pétursson Jakob Thorarensen
Ólafur Gunnarsson Steinn
Steinarr Pórarinn Eldjárn Bene-
dikt Gröndal Gísli J. Ástþórss.
Guðm. G. Hagalín Halldór Lax-
ness Hrafn Gunnlaugsson Jónas
Hallgrímsson Ólafur Jóh. Sig-
urðsson Steinunn Sigurðardóttir
Þórbergur Þórðarson Einar Már
Guðmundsson Guðbergur
Bergsson Guðrún Helgadóttir
Hannes Hafstein Indriði G. Þor-
steinsson Kristmann Guðmunds-
son Pétur Gunnarsson Thor Vil-
hjálmsson.
verður stærri og stærri og Ijótari
og Ijótari og svo keniur á daginn
að kóngssonurinn hefur týnst í
öllum þessum herbergjum og
ranghölum. Góður galdrakarl
leyfír þeim að fínna drenginn í
næsta herbergi, galdrar svo burt
nýju höllina og gömlu höllina aft-
ur til þeirra ■ staðinn.
Þetta hugarævintýri lýsir höf-
uðþema sögunnar: foreldrar
Emils eru að byggja og hafa reist
sér hurðarás um öxl. Þess vegna á
fjölskyldan ekki góðar stundir
saman eins og áður, þess vegna er
Emil einn, þess vegna eru ekki til
peningar fyrir hvolpi sem Emil
langar að eignast. Og þegar hann
hefur með heppni og dugnaði
safnað peningunum sjálfur, þá
eru það byggingaráhyggjur sem
hleypa illu blóði í föður hans -
hann leggur blátt bann við hund-
ahaldi. Og hvað á Emil þá annað
til bragðs að taka en að strjúka
norður í land til afa síns með
hvolpinn Skunda?
Semsagt: höfundur fléttar sam-
an nýju íslensku stefi um fólkið,
sem á hvergi heima vegna þess að
það vill búa í stórum húsum og
hinum sígilda draumi barnsins:
að leysa vandann og kannski
refsa hinum fullorðnu fyrir þeirra
ranglæti með því að láta sig
hverfa. Fleiri góðir og gildir
þættir koma inn í þennan vef:
samstaðan, virðing fyrir því sem
náttúrlegt er og upprunalegt, von
um sérstakt athvarf fyrir börn hjá
þeim sem standa fyrir utan heim-
inn með nokkrum hætti, nota sér
ekki meðöl hans - eins og hjá
„Hundakonunni“ Ingu, sem set-
ur málleysingja skör ofar
mönnum.
Hvað er helst að þessari sögu?
Líkast til hefði hún unnið á með
Bækur
Annar kiljupakkinn
Guðmundur Ólafsson
Emil og Skundi.
Vaka 1986.
Aðalbjörg Þórðardóttir teiknaði myndir í bókina.
því að flétta inn í hana fleiri lit-
brigðum: í rauninni gengur Emil
kannski einum og vel, eins þótt
strákar láti dólgslega við hann
þegar hann er að byrja að selja
blöð. Hjálpin berst eiginlega
áður en neyðin verður stór. Það
ber líka við, að boðskapur sög-
unnar er útskýrður full rækilega
eins og þegar pabbi Emils dregur
saman ályktanir undir lokin, að
fundnum strokudreng: „Kannski
þurfi einmitt þetta til að opna
augu okkar fyrir því að fleira væri
nauðsynlegt en vinna og hús-
byggingar.“ En semsagt: gallar af
þessu tagi verða lesandanum ekki
að ráði til trafala. Miklu frekar
tekur hann eftir því, að sagan
gengur vel og greiðlega, að hún á
styrk í ofur eðlilegum við-
brögðum persónanna við því sent
þeim mætir, og í afstöðu til þess
sem máli skiptir, sem seint verður
óþarft að halda að ungum lesend-
um.
ÁB
Kjartanssonar. Sagan gerist á
Haítí um það leyti sem Papa Doc
verður einræðisherra þar og
geymir magnaðar svipmyndir frá
þessari eyju í KanTahafi. Eftir
henni var á sínum tíma gerð kvik-
mynd með Richard Burton og El-
izabet Taylor í aðalhlutverkum.
Annað bindi af hinu mikla
verki Tolstojs, Stríð og friður, er
203 blaðsíður að stærð, en fyrsta
bindið kom í fyrsta pakka ís-
lenska kiljukúbbsins síðastliðið
vor.
Bækurnar eru unnar í Prent-
stofu G. Benediktssonar. Verð
alls pakkans er sem fyrr 498 krón-
ur og gerir áskriftakerfi íslcnska
kiljuklúbbsins þetta lága verð
mögulegt. Áskrifendur eru nú
um 4400 talsins.
ÁRNI
BERGMANN
Miðvikudagur 10. september 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7