Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Launagreiðslur Verkfall í Stáhrik Sextíu í verkfalli. Starfsmennfyrirtœkisins hafa ekki fengið greidd laun í allt að tvo mánuði SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Fundarstaður Engin ákvörðun Fulltrúar íslands, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna lögöu í gær á ráðin um skipulag leiðtogafund- arins, en að sögn embættismanna lá í gærkvöldi engin ákvörðun fyrir um hvar leiðtogarnir munu funda. Ýmsir staðir hafa verið skoðaðir, Hótel Saga, Höfði og fleiri, en ákvörðun verður vart tekin fyrr en í dag eða á morgun. Starfsmenn hjá skipasmíðast- öðinni Stáivík hf. hafa verið í verkfalli frá því á mánudaginn en vegna slæmrar lausafjárstöðu fyrirtækisins hafa starfsmenn á mánaðarlaunum ekki fengið greidd laun í allt að tvo mánuði og starfsmenn á vikulaunum ekki í þrjár vikur. „Ég held að það hljóti að eiga að vera liðin tíð að menn fái ekki greidd laun fyrir vinnu sína. Petta viðgekkst í gamla daga en svona getum við ekki liðið í dag. Við höfum ítrekað reynt að fá upplýs- ingar um stöðu okkar en okkur hefur verið haldið volgum með óljósum svörum.“ sagði starfs- maður fyrirtækisins sem ekki vildi láta nafn síns getið. í gær héldu starfsmenn Stál- víkur hf. fund með forseta ASÍ Ásmundi Stefánssyni, formanni félags járniðnaðarmanna Guðj- óni Jónssyni og lögfræðingi ASÍ Láru Júlíusdóttur. Heimildar- maður sem ekki vildi láta nafn síns getið, sagðí að í kjölfar fund- arins og vegna þrýstings frá verkalýðsfélögunum hefði tekist að fá 1 1/2 miljón króna frá fyrir- tækinu til launagreiðslna, en þessi upphæð er aðeins örlítill hluti af því sem þarf til þess að starfsmenn fái laun sín greidd að fullu. Málið er nú í höndum stjórnvalda og má vænta þess að lagðar verði fram niðurstöður frá fulltrúum þeirra um miðja næstu viku. „Við viljum auðvitað öll Fuglalíf Öm í Koltafiröj Mjög sjaldgœfsjón Ernir eru fremur sjaldgæf sjón, en i gærdag sáu hjónin Hulda Pétursdóttir og Alfreð Björnsson frá Útkoti á Kjalarnesi einn slíkan þegar þau voru á ferð í bfl sínum í Kollafirði. Örninn sat við veginn þar sem keyrt er inn fjörðinn fyrir neðan saltnámur þar og var hinn rólegasti þar til hjónin bökkuðu bfl sínum nær til að sjá fuglinn betur. reyna að halda þannig á málum að lausnin feli það í sér að fyrir- tækið verði rekið áfram. Það yrði mikið áfall fyrir okkur ef rek- strinum yrði hætt“ sagði heimild- armaðurinn. Starfsmenn Stálvíkur hf eru nú á milli 50 og 60, en síðustu vikur hafa starsfmenn verið að tínast í burtu frá fyrirtækinu vegna ógreiddra launa. —K.Ól. -gg Sjá baksíðu og sunnu- dagsblað i Tunglið spilar fyrstu fíðlu Óvenjulegur rökkvi sást á vestanverðu híminhvelinu síðla dags í gær. Hann vel hve mikill myrkvinn var. Með því að setja upp dökk sólgleraugu var þó hægt kom þó ekki á óvart, því fjölmiðlar hafa undanfarna daga flutt af því ítarlegar að fylgjast með því þegar tungl dró smám saman fyrir sólu og var það tilkomu- fregnir að von væri á sólmyrkva kl. 18.58 á föstudag. mikil sjón. Myndirnar að ofan eru teknar í gegnum Þjóðviljaljóra af Sig. um Myrkvinn var ekki algjör og sunnanlands settist sól það snemma að ekki sást sjöleytið í gær. -vd Krataþing A-flokkana í meirihluta Ásmundur Stefánsson: Sóknarfœri fyrir A-flokkana. Markmiðið hreinn meirihluti „Hann flaug nokkra faðma en settist síðan aftur“ sagði Hulda í samtali við blaðið. „Hann var frekar ungur og okkur þótti þetta merkilegt því við höfúm aldrei séð öm á þessum slóðum áður.“ Samkvæmt upplýsingum frá Fuglaverndunarfélaginu hefur ekki sést örn í Kollafirði í mörg ár en einn sást í Grindavík í fyrra og annar í Hafnarvogi hjá Helguvík. Þrír ernir sáust í Reykjavík í fyrravetur. Petta voru ungir fugl- ar sem ferðast um allt land áður en þeir setjast áð. -vd. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hafa sameiginiega fylgi á milli 30% og 40% kjós- enda, ef marka má skoðanakann- anir. Reynslan frá 1978, þegar þessir tveir flokkar fengu 28 af 60 þingmönnum sýnir, að ef þeir snúa bökum saman geta þcir náð miklum árangri. í dag er sóknar- færi fyrir þessa flokka. Þetta sagði Ásmundur Stefáns- son forseti Alþýðusambands ís- lands í ræðu sem hann flutti í gær á afmælisþingi Alþýðuflokksins að Hótel Órk í Hveragerði. Ennfremur sagði Ásmundur Stefánsson: „Með samræmdri vinnu, skipulegum málatilbúnaði og öflugu upplýsingastarfi geta þess- ir tveir flokkar stóraukið fylgi sitt. Ef vel er á haldið jafnvel gert betur en vorið 1978 og náð hreinum meirihluta. Sá árangur á að vera markmiðið í komandi kosningum. Jafnvel þótt eitthvað vantaði á hreinan meirihluta væru flokkamir saman í aðstöðu til þess að mynda stjórn undir eigin forræði, velja sér samstarfs- aðila og tryggja árangur stjórnar- starfsins. Þannig mætti ná öflugri atvinnuuppbyggingu, bættum kjörum launafólks og auknum jöfnuðiíþjóðfélaginu. Með nánu samstarfi geta þessir tveir flokkar ráðið því, hvað gerist og komist þannig hjá því hækjuhlutverki, sem þeim gæti verið búið hvorum fyrir sig í samstarfi við aðra.“ -Þráinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.