Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 6
IÞROTTIR Eyrópukeppnin Risar mætast! Real Madrid mætir Juventus. Anderlecht leikur við Evrópumeistarana. Stuttgartfer til Moskvu og Uerdingen til Póllands Það verður mikið stjörnuflóð á San Siro leikvanginum í Torino og Bernebau vellinum í Madríd dagana 22. október og 5. nóvem- ber. Tvö af frægustu og sterkustu félagsliðum heims, Juventus og Real Madrid, leika nefnilega sam- an í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu en dregið var í gær. Juventus er nýbúið að sigra Val 11-0 og skartar stjörnum á borð við Michel Platini og Michael Laudrup. Sóknartríó Real Ma- drid er jafnvel enn litríkara, Em- ilio Butragueno, sem gerði 4 mörg gegn Dönum í heimsmeistarakeppninni, Jorge Valdano, helsti markaskorari argentínsku heimsmeistaranna og Mexíkaninn Hugo Sanchez HSÍ Vantar starfsmann Handknattleikssamband ís- lands leitar þessa dagana að starfsmanni til að sjá um fram- kvæmd íslandsmótið og allt sem tengist því. Æskilegt er að sá þekkí vel til handknattleiks og þarf að geta hafið störf nú þegar. Skrifstofa HSÍ tekur við skrif- legum umsóknum til 10. október. sem hefur verið markakóngur spænsku 1. deildarinnar sl. tvö ár. Juventus og Real Madrid eru efst í 1. deildunum á Ítalíu og Spáni og eru mjög líklegir sigur- vegarar þar. Arnór Guðjohnsen og félagar í belgíska meistaraliðinu Ander- lecht drógust á móti sjálfum Evr- ópumeisturunum, Steaua frá Rúmeníu, sem sátu hjá í 1. um- ferð. Liðin mættust í undanúrslit- um keppninnar í fyrra og þá sig- raði Steaua samanlagt. Þriðja áhugaverða viðureignin verður á milli Evrópubikarmeistaranna Dinamo Kiev frá Sovétríkjunum og Celtic frá Skotlandi. Annars fór drátturinn í Zurich í Sviss á þessa leið í gær: Evrópukeppni melstaraliða: Real Madrid - Juventus Anderlecht - Steaua Celtic - Dinamo Kiev Vitkovice - Porto Rosenborg - Rauða Stjarnan Bayern Munchen - Austria Wien Bröndby - Dynamo Berlin Besiktas - Apoel Nicosia Evrópukeppnl bikarhafa: Torpedo Moskva - Stuttgart GKS Katowice - Sion Loko Leipzig - Rapid Wien Real Zaragoza - Wrexham Vitosha Sofia - Velez Mostar Benfica - Bordeaux Nentori Tirana - Malmö Ajax - Olympiakos Pireus UEFA-bikarinn: Bayer Uerdingen - Widzew Lodz Groningen - Neuchatel Xamax Beveren - Atletico Bilbao Rangers - Boavista Barcelona - Sporting Lissabon Raba ETO - Torino Dukla Prag - Bayer Leverkusen Hajduk Split - Trakia Plodiv Tyrol - Liege Gautaborg - Brandenburg Spartak Moskva - Toulouse Dundee United - Univ. Craiova Legia Varsjá - Inter Milano Atletico Madrid - Guimaraes Feyenoord - Mönchengladbach Ghent - Sportul Studentesc Erfiðir leikir framundan hjá Ásgeiri Sigurvinssyni og Atla Eð- valdssyni. Stuttgart fer til Moskvu og Uerdingen til Lodz í Póllandi. Meðal áhugaverðustu leikja, auk þeirra sem þegar eru nefndir, eru Barcelona gegn Skagabönunum Sporting Lissa- bon og Benfica gegn Bordeaux. Það er ljóst að mörg sterk lið falla úr keppni strax í 2. umferð, en síðan er ljóst að Tyrkland eða Kýpur eiga fulltrúa í 8-liða úrslit- um Evrópukeppni meistaraliða! -VS/Reuter Handbolti Valur með slæma stöðu Yfir allan leikinn gegn Urœdd en tapaði svo 14-16. Seinni leikur í dag Valsmenn standa illa að vígi í IHF-keppninni í handknattleik eftir tap fyrir norska liðinu Urædd, 16-14, á heimavelli þess í Porsgrunn í gærkvöldi. Vals- menn voru yfir nánast allan leik- - inn en Urædd skoraði síðustu 3 mörkin á lokamínútunum og sneri leiknum sér í hag. Liðin leika aftur á sama stað í dag og róður Valsmanna verður þungur - þeir verða að sigra með 3ja marka mun til að komast áfram. Valsmenn komust í 3-0 í byrjun og höfðu forystu allan fyrri hálf- leikinn, eitt til þrjú mörk. Staðan var 8-5 í hálfleik og Valsmenn komust í 9-5 í byrjun síðari hálf- leiks. Urædd jaftiaði 9-9 og síðan 11-11 en Valsmenn komust í 13- 11 þegar 10 mín. voru eftir. Þá var Jakob Sigurðsson rekinn útaf f þriðja sinn og þvf útilokaður. Norðmennimir tóku Júlíus Jón- asson úr umferð og þá riðlaðist leikur Vals. Urædd jafnaði, 13- 13, en Stefán Halldórsson svar- aði, 14-13. En í lokin komu mörkin þrjú, Urædd komst yfir í fyrsta og eina sinn í leiknum og stendur nú með pálmann í hönd- unum. Elías Haraldsson markvörður var besti maður Vals og varði 19 skot í leiknum. Júlíus skoraði 5 mörk, eitt úr víti, Pálmi Jónsson 3, Valdimar Grimsson 2, Geir Sveinsson 2, Jakob 1 og Stefán 1. Ketil Lundberg skoraði flest mörk Urædd, 5 talsins. -VS UEFA-keppnin Sigurmark Passarella Tveir síðustu leikirnir í 1. umferð UEFA-bikarsins í knatt- spyrnu voru leiknir í fyrrakvöld. Inter Milano sigraði AEK frá Aþenu 1-0 og skoraði Argentínumaðurinn Daniel Passarella sigurmarkið. Inter vann 3-0 samanla^t. í Portúgal vann Boa- vista sigur á Fiorentina frá Ítalíu, 1-0. Liðin voru jöfn, 1-1, en í vítaspyrnukeppni sigraði Boavista. -VS/Reuter Knattspyrna Skólamótið að byrja Framhaldsskólamót KSÍ í knattspyrnu utanhúss er að hefj- ast og hefur þátttakan aldrei ver- ið betri. Alls taka 28 skólar þátt í karlaflokki og leika í 7 riðlum en í kvennaflokki eru 19 skólar með mZ&m MM MíÉm að halda fund eða namskeið, eða þarttu að kynna nyjar vorur. vélar eða tækr A Hótel Hofi er oll aðstaöa til funda og ráðstefnuhalds, auk þess vistleg herbergi og notalegur matsalur með glæsilegu morgunverðarhlaðborði. afbragðs mat i hádeginu og á kvoldm og gimilegu úrvali af leimabokuöum kokum Hótel Hof er lítið hotel og þvi verður oll þjónusta persónulegri og auðveldara að gera ollum til hætis. Komdu eða hringdu og við erum reiðubuin að aðstoða England Claesen fil Tottenham? Tottenham og Standard hafa samið en Claesen ekki ákveðinn Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur náð samkomulagi við belgíska félagið Standard Liege um kaup á Nico Clacsen, landsliðsmiðherja Belg- íu, fyrir 600 þúsund pund. Claesen hefur þó ekki sjálfur gefið endanlegt svar um hvort hann vilji fara til Tottenham. Hann á eftir að ræða við stjóm félagsins um ýmis smærri atriði í samningnum. Claesen varð 24 ára í gær og lék um tíma við hlið Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Stutt- gart. Hann var markahæsti leik- maður Belgíu í heimsmeistara- keppninni í Mexíkó og skoraði í Evrópuleik Belga við lra í síðasta mánuði. -VS/Reuter og leika þeir í 5 riðlum. Riðlakeppninni á að vera lokið 18. október en þá hefjast 8-liða úrslit. Undanúrslit verða leikin 25.-31. október og úrslitaleikur- inn fer fram þann 8. nóvember. Brian Clough — orðheppinn að vanda. England „Eins og jól í júlí!“ Ofsnemmt að spá ungu liði Forest meistaratitlinum, segir Clough. Mœtir Man. Utdídag „Að tala um okkur sem verð- andi meistara strax í október er j eins og að fara að tala um jólin í júll,“ sagði hinn orðhvati fram- kvæmdastjóri enska knatt- spyrnuliðsins Nottingham Forest, Brian Clough, I gær. „Keppnistímabilið er nýhafið og í mínu liði er fullt af ungum og óhörðnuðum leikmönnum. Þeir eru svo ungjr að þeir hafa meiri áhyggjur af unglingabólum en meiðslum!“ sagði Clough. Nottingham Forest fær Manch- ester United í heimsókn í dag. Forest er efst í 1. deild með 6 sigra í átta leikjum en Man. Utd er hinsvegar næstneðst með 6 töp í átta leikjum. Peter Davenport, fyrrum markakóngur Forest, leikur í dag sinn fyrsta leik gegn sínu gamla félagi - sem miðherji Man. Utd. Hann hefur aðeins skorað eitt mark fyrir Man. Utd síðan félagið keypti hann f mars. , Meðal annarra áhugaverðra leikja f 1. deild ensku knattspyrn- unnar í dag er viðureign Wimble- don og Liverpool. Fyrir níu árum var Wimbledon utan deilda en Liverpool Evrópumeistari. Þegar sex umferðir voru búnar af 1. deildinni í haust var Wimbiedon hinsvegar fyrir ofan Liverpool, við toppinn! Nú er Liverpool einu stigi fyrir ofan, er í 5. sæti en Wimbledon í því níunda, en hlut- ■ verkin gætu hæglega snúist við í -VS/Reuter AKnsnno 0'jfl'yvr>004lo»on l 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.