Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 16
Leigubílar Sovét- nægju- samari Sovétmenn pöntuðu í gær 25-30 bfla hjá BSR sem verða í fastri vinnu fyrir so- véska sendiráðið fram yíir leiðtogafundinn. Þeir so- vésku eru þannig mun hó- gværari en bandarískir fé- lagar þeirra, semn hafa tryggt sér um 200 bíla i fasta vinnu meðan á heimsókn ieiðtoganna stendur. Þá kom flugleiðis í gær- morgun glæsivagn undir Gorbatsjof sovétleiðtoga, risastór, kolsvartur með öllum mögulegum búnaði. Sömuleiðis kom í gærmorg- un farangur í tonnatali fyrir bandaríska og sovéska fyld- arliðið. Fengnir voru 14 sendibflar til þess að flytja farangur þeirra sovésku til Reykjavíkur og lá við að skapaðist umferðaröngþ- veiti við sendiráðið síðdegis í gær þegar flotinn lagði allur þar fyrir utan. Að sögn eins bflstjórans sem fékk það verkefni að flytja farangur- inn til Reykjavíkur var þarna um að ræða 30 tonn af farangri. -gg Krakkamir í Melaskóla og Hagaskóla fá frí frá skólasetum næstu viku, en fréttamenn flytja inn. Ýmsar breytingar verður að gera á húsnæðinu til að laga það að þörfum fjölmiðlanna. Mynd Sig. Fréttamenn Bömin fa frí í viku Melaskóli og Hagaskóli miðstöð fréttamanna. Innflutningur 9 jarðstöðva leyfður Níu erlendum sjónvarpsstöðv- um hefur verið heimilað að flytja inn til landsins eigin jarðstöðvar og mun þeim á næstu dögum vera komið upp. Við þetta minnkar nokkuð álag á tækjabúnað Pósts og síma. Ákvörðun um þetta var tekin hjá Pósti og síma í gær. Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi stofn- unarinnar sagði í gær að sjón- varpsstöðvunum hefði verið til- kynnt um veitingu leyfisins skri- flega í gær. Leyfið er að einhverju leyti skilyrt, en Jóhann vildi ekki upplýsa um þau skilyrði þegar Þjóðviljinn ræddi við hann. Börn í Melaskóla og Haga- Gistivandinn Tvö hótelskip á leiðiimi Ferðamálaráð ákvað í gær að taka tilboði Eimskipafélagsins um að útvega skemmtiferðaskip sem nota á sem hótel. Skipið heitir Bolette, kemur frá Noregi og tckur líkega um 400 manns i gistingu. Að sögn Birgis Þorgilssonar hjá Ferðamálaráði kemur áhöfn með skipinu. Von er á því hingað til lands á þriðjudaginn og verður það þá þegar fullsetið. T.d. að nefna hafa bandarísku sjónvarps- stöðvamar CBS og ABC pantað um helming gistirýmisins á skipinu. Þá er sovéska skemmtiferða- skipið Georg Ots á leið til lands- ins og verður það án efa nýtt undir gistingu. Ekki er vitað hvort það er aðeins ætlað Sovét- mönnum eða hvort öðrum verður gefinn kostur á að búa þar. Það háir mjög þeim sem starfa að því að leysa gistivandann, að enn hafa ekki borist fullnægjandi upplýsingar um fjölda í fylgdar- liði leiðtoganna. „Okur vantar þessar upplýsingar um fjölda og komudaga og það veldur okkur ákveðnum erfiðleikum. En ég vona að þetta liggi fyrir sem fyrst,“ sagði Birgir í gær. Þrátt fyrir þessa erfiðleika eru allar lík- ur á að takast muni að útvega flestum viðunandi gistingu. -gg skóla fá frí frá skóla alla næstu viku, þar sem skólamir verða gerðir að miðstöð fréttamanna sem fylgjast með fundi stórveld- anna. Nú um helgina verða fram- kvæmdir hafnar við að laga húsn- æðið að þörfum fjölmiðlanna, þar verður komið fyrir símaaf- greiðslu með líklega um 40 símal- ínum, telex afgreiðslu, frétta- mönnum verður tryggður að- gangur að telex tækjum, póstþ- jónustu o.fl. Jóhann sagði í gær að bjartsýni ríkti í stofnuninni um að takast myndi að veita nauðsynlega þjónustu. „Þetta gengur vel og við höldum að þetta muni takast. Við höfum bætt við 60 símalínum í Skyggni, þannig að þar verða alls yfir 300 línur. Þetta verður erfitt en það er óhjákvæmilegt," sagði Jóhann. -gg UtDVIUINN 1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA Lauoardaour 4. september 1986 225. tölublað 51. óroanour Aðalsími: 681333. Fundarstaður Enn engin ákvörðun Hótel Saga, Höfði ogfleiri líklegir fundarstaðir. Fulltrúar ríkjanna þriggjafunduðu ígœr: Engin ákvörð un. Óvíst umfjölda ífylgdarliði Leiðtogafundur Síríus kemur Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa ákveðið að senda skip sitt Síríus til Reykjavíkur vegna fundar Gorbatsjofs og Reagans. Tilgangur heimsóknar Greenpeacemanna er sú að votta vonir um að leiðtog- amir muni komast að sam- komulagi í afvopnunarmál- um. -gg Ákvörðun um fundarstað þeirra Reagans og Gorbatsjofs lá enn ekki fyrir eftir fund íslenskra embættismanna með Bandaríkja- mönnum og Sovétmönnum síð- degis í gær. Að sögn Ingva Ingva- sonar ráðuneytisstjóra utanríkis- ráðuneytisins kemur Hótel Saga enn sterklega til greina, en einnig Höfði og jafnvel fleiri. Ákvörðun um þetta verður lík- lega tekin nú um helgina, en gæti að sögn Ingva dregist fram yfir helgi. Rætt var um þetta atriði ásamt öðrum á fundinum í gær, en mjög erfitt var að fá upplýsing- ar um það sem fram fór þar sem fundarmenn voru bundnir þagn- arskyldu að sögn Magnúsar Torfa Ólafssonar blaðafulltrúa ríkis- stjórnarinnar. Erlendu sendi- mennirnir gátu heldur ekki í gær gefið námkvæmar upplýsingar um fjölda í fylgdarliði leiðtog- anna og veldur það Ferðaskrif- stofu ríkisins ýmsum erfiðleikum að sögn Birgis Þorgilssonar hjá Ferðamálaráði. Rætt var um leiðtogafundinn í utanríkismálanefnd alþingis í gær, en nefndarmenn gengust undir þagnareið og gátu engar upplýsingar veitt. Þjóðviljinn hefur heyrt því fleygt að þegar liggi fyrir ákvörðun um fundar- stað leiðtoganna, en embættis- menn þvertóku fyrir það í gær. Fulltrúar íslands, Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna munu að öllum líkindum halda viðræðum um skipulag leiðtogafundarins áfram um helgina og er ekki við öðru að búast en að mál skýrist á þeim fundum. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.