Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 13
Núítar á Grænlandi eiga aö fá aftur hluta af þeim veiðilöndum sem tekin voru undir bandaríská herstöðv- ar árið 1953, að því er segir í til- kynningu frrá danska utanríkis- ráðuneytinu sem birt var nú í vik- unni. Grænlenska héimastjórnin hafði áður farið fram á að Núítar sem voru fluttir í ný heimkynni, þegar bandaríska herstöðin í Thúle var stækkuð 1953, fengjú nokkuð fyrir sinn snúð. Þeir lifa alveg á því að veiða fisk seli, héra og refi og olli þessi vígbúnaður þeim nokkrum búsifjum. Nú hefur verið tilkynnt, að land herstöðv- anna í Thúle og Syðra Straum- firði, sem nú er alls 325.000 ha verði minnkað niður í 166.000 ha. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum jókst í septemb- ermánuði í 7 % vinnufærra manna úr 6,8 % í ágúst. Þessi hækkun ku nú auka áhyggjur manna mjög í Bandaríkjunum yfir efnahagslífi á brauðfótum. Þessi aukning atvinnuleysis í septemb- er kemur í kjölfar þriggja mánaða þar sem atvinnuleysi fór minnkandi. í Þýskalandi hefur orðið öfug þróun í september miðað við Bandaríkin. Atvinnu- leysi minnkaði úr 8,5 % vinnu- færra manna í 8,2 %. Nú eru 2,05 menn atvinnulausir í V- Þýskalandi, samkvæmt niður- stöðum yfirvalda. Læknar eru of margir í flestum löndum heims. Þessa óvenjulegu fullyrð- ingu er að finna í nýlegri skýrslu frá WHO, Alþjóða heilbrigðismál- astofnuninni sem heyrir undir Sameinuðu Þjóðirnar. Þar segir að flest lönd í heiminum hafi of marga lækna við störf miðað við þörf eða miðað við það sem þau hafi efni á. Þá segir einnig í skýrslunni að læknaskólar víða um heim verði að fækka nem- endum. Ekki er þar með sagt að hvegi sé.þörf fyrir læknana. í skýrslunni segir að það sé ein- kennandi um allan heim að lækn- ar hópist yfirleitt í borgir og þétt- býlissvæði en í strjálbýlí séu allt of fáir læknar, þar sem þeirra sé mest þörf. Fyrrverandi vændiskona sagði í gær að hún hefði rekið vændishús nokkra metra frá heimili Margaretar Thatcher, núverandi forsætis- ráðherra Bretlands. Helen Buck- ingham heitir konan, hún sagðist hafa komið sér fyrir í fjölbýlishúsi svo nálægt heimili Thatcher að það hefði mátt „spýta þará milli", eins og Buckingham orðaði það á alþjóðaþingi vændiskvenna sem nú er haldið í Brussel í Belg- íu. Vasa maðurinn frægi frá 17. öld sem var grafinn úr Stokkhólmshöfn árið 1961, fær nú að hvíla í til- komumiklu grafhýsi sem kemur til með að kosta 920 milljónir ís- lenskra króna, hvorki meira né minna. Yfirvöld eru með þessari ákvörðun að koma til móts við miklar umræður sem orðið hafa í Svíþjóð um að Vasa gamli „liggi undir skemmdum". Finnska HEIMURINN Refsiaðgerðir gegn S-Afríku Bandaríkin í forystu Reagan Bandaríkjaforseti beið mikinn ósigur þegar Öldungadeild Bandaríkjaþings ákvað að virða vilja hans að vettugi ogsamþykkja harðar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn S-Afríku. Þrýstingur eykst á Evrópuþjóðir að fylgja á eftir Erkibiskupinn af S-Afríku, Des- mond Tutu, sagði í gær að ákvörðun Öldungadeildar Bandaríkjaþings í fyrrakvöld um að leggja harðar efnahags- legar refsiaðgerðir á S-Afríku, í trássi við vilja Reagans Bandaríkjaforseta, væri sið- ferðileg ákvörðun, hún væri ekki and S-Afrísk, heldur væri henni beint gegn kynþáttamis- rétti og óréttlæti. Sérfræðingar í S-Afrfku segja að mörg ár muni líða þar til landið nær aft- ur upp eðlilegum samskiptum við umheiminn. Samþykkt Öldungadeildarinnar þýðir að ákvæði refsiaðgerðanna eru orðnar að lögum þar f landi og ríkisstjórn Reagans verður að framfylgja þeim, þó hún sé þeim andsnúin. Samþykktin fékk stuðning 78 þingmanna, 21 var á móti. í Brussel sögðu diplómatar hjá Evrópubandalaginu að ákvörðun Öldungadeildarinnar muni líkast til hafa þau áhrif að endurvekja þrýsting á þjóðir Evrópubanda- lagsins um harðar aðgerðir gegn stjórninni í Pretoríu. í Bonn sagði Friedhelm Ost, talsmaður v-þýsku ríkisstjórnarinnar, hins vegar að V-Þýskaland myndi áfram vera andvígt refsiaðgerð- um. Svo er einnig með afstöðu bresku ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn Danmerkur gaf út tilkynningu í gær þar sem niður- stöðu Öldungadeildar Banda- ríkjaþings er fagnað. Utanríkis- ráðherrar Norðurlandanna á- kváðu á fundi í sumar að fela full- trúa Dana á allsherjaþingi Sam- einuðu Þjóðanna, að þrýsta á að málefni S-Afríku verði tekin upp á fundum þeirrar stofnunar. Matthías Á Mathiesen, utanríkis- ráðherra íslands, sagði í samtali Reagan Bandaríkjaforseti er líkast til ekki broshýr eftir niðurstöðuna á Banda- rikjaþingi í fyrradag. við Þjóðviljann í gær að þessi af- staða væri óbreytt. í þeim refsiaðgerðum sem Öldungadeildin samþykkti, er m.a. að finna bann við innflutn- ingi á s-afrísku stáli, járni, kolum úrani, vefnaðarvörum og land- búnaðarafurðum. Með sam- þykktinni er tekið fyrir nýjar bandarískar fjárfestingar og lán í S-Afríku. Einnig verður tekið fyrir flug milli Bandaríkjanna og S-Afríku. í samþykktinni er einn- ig að finna ákvæði sem Reagan kom á í fyrra um bann við innf- lutningi á s-afrískum Krugerrand gullpeningum og á útflutningi bandarískrar kjarnorku- og tölv- utækni til s-afrísku ríkisstjórnar- innar og stofnana hennar. Svartir menn, innan og utan S- Afríku, hafa fagnað þessari ákvörðun Öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hvítir S- Afríkubúar eru hins vegar nær sameinaðir í fordæmingu þessar- ar ákvörðunar. Pik Botha, utan- ríkisráðherra S-Afríku kenndi um tilfinningasemi og brengluð- um fréttaflutningi af málefnum S- Afríku í Bandaríkjunum. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, sagði þegar hann frétti af niður- stöðunni í Bandaríkjunum: „Ég segi, vel gert Bandaríkjaþjóð". Atkvæðagreiðslan í Öldunga- deild Bandaríkjaþings verður til þess að nú spyrja menn sig þeirrar spurningar hversu mikil áhrif hún mun hafa á vald Reag- ans við mótun endanlegrar utan- ríkisstefnu Bandaríkjastjórnar og hvernig honum mun ganga við að koma fram sinni stefnu. Reag- an á nú eftir tvö ár sem forseti Bandaríkjanna. Jafnvel eru leiddar líkur að því, að þessi ósigur hans heima fyrir muni hafa áhrif á stöðu hans í viðræðunum við Gorbatsjof hér á iandi um næstu helgi. Meðal þeirra sem segja þetta er hægrimaðurinn Howard Phillips, formaður þrýstihóps í Bandaríkjunum sem nefnist Caucus. Hann sagði í gær að niðurstaðan á Bandaríkja- þingi gæti jafnvel haft áhrif á stuðning Reagans við Contra hreyfinguna sem berst gegn stjórnarhernum í Nicaragua. ERLENDAR FRÉTTIR hjörleífsson/R ELHER Leiðtogafundurinn/ Bandaríkin Vilja ekki tiiraunabann Moskvu - Sovésk yfirvöld eru vongóð um að samkomulag náist um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn á fundi Reagans Bandaríkjaforseta og Gorbatsjofs Sovétleiðtoga hér 1 á landi í næstu viku. Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar neitað slíkum hugmyndum. Það var talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, Boris Pjadisjef, sem kom með yfirlýs- ingu þessa efnis á fréttamanna- fund í Moskvu í gær. Hann sagði að slíku samkomulagi væri auðvelt að ná „ef pólitískur vilji og áhugi er fyrir hendi.“ Bandaríkjamenn framkvæmdu síðast tilraunasprengingu sem þeir hafa tilkynnt um, 30. sept- ember síða$tliðinn. Tass frétta- stofan sovéska gagnrýndi Banda- ríkjastjórn harðlega i kjölfar til- raunarinnar. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta svaraði yfir- lýsingum Sovétmanna á þann veg í gær að Reagan væri ekki enn tilbúinn til að skrifa undir samn- ing um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Fyrst þyrfti að semja um fækkun vopna, síðan væru Bandaríkjamenn tilbúnir að semja um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Haiti Gat í ósonlaginu Hætta á krabbameini í Argentínu Buenos Aires - Gat það sem kom árið 1979 á ósonlagið sem umlykur jörðina, er nú taiið geta valdið því að geislun ber- ist frá sól yfir suður hluta Arg- entínu með þeim afleiðingum að krabbamein hlýst af. Það var yfirmaður Veðurfræði- stofnunar Argentínu, Salvador Alaimo, sem tilkynnti þetta í Argentínu í gær. Hann sagði: „Gatið víkkar stöðugt og við vit- um ekki hverjar afleiðingarnar verða fyrir suður hluta Argent- ínu. Það sem við vitum hins vegar er að óson lagið er eins konar skjöldur jarðar gegn útfjólublá- um geislum sólar, þessir geislar geta valdið húðkrabbameini, aðrar rannsóknir hafa sýnt að út- fjólubláir geislar geta valdið augnskaða.“ Breskir, sovéskir og banda- rískir vísindamenn uppgötvuðu þetta gat árið 1979. Stjómvöld hóta hervaldi Namphy hershöfðingi, leiðtogi núverandi stjórnvalda á Haiti, hótar að beita hervaldi gegn stjórnarandstöðunni ríkisstjórnin hefur snúið sér til finnsku knattspyrnugetraunanna og finnsku áfengisútsölunnar í því augnamiði að halda verð- bólgunni niðri. Ríkisstjórnin hefur farið þess á leit við þessi fyrirtæki að þau hækki ekki það sem þau bjóða upp á, slíkt myndi rjúfa samkomulag sem gert var með aðilum á vinnumarkaðnum á þessu ári, svipuðu því sem ís- lendingar þekkja. Port-Au-Prince - Leiðtogi nú- verandi stjórnvalda á Haiti, Henry Namphy hershöfðingi, sagði í fyrrakvöld að hersveitir stjórnvalda myndu „halda uppi aga“, ef stjórnarandstæð- ingar gerðu alvöru úr þeirri hótun sinni að loka skólum landsins með ofbeldi. í fréttaskeyti Reuters í gær sagði að samband 25 stjórnmála- flokka hafi hótað að halda skólum lokuðum ef „Þjóðstjórn („National Council of Govern- ment“, CNG) Namphys hers- höfðingja segir ekki af sér fyrir 6. október. Namphy kom með yfir- lýsingu sína í sjónvarpi og útvarpi í fyrrakvöld og var hún á frönsku og kreólamáli. Samkvæmt Reut- er var ræða hans var túlkuð sem svar við vikulöngum mótmælum gegn hinum nýju stjórnvöldum landsins. Namphy sagði að núverandi stjórnvöld hefðu tvöfaldað út- gjöld til menntunar, heilbrigðis- mála og landbúnaðar frá því hún tók við völdum eftir flótta Jean Claude Duvalier og fjölskyldu hans. Þá nefndi Namphy einnig hersetu Bandaríkjamanna frá 1915 til 1934 og sagði að hún hefði leitt til kosninganna 1957 þar sem Duvalier ættin komst til valda. „Þannig munu hlutirnir ekki gerast héðan í frá“, sagði Namphy. „Her landsins hefur einsett sér að gera skyldu sína, friður og röð og regla munu ríkja“, bætti hann við í ræðu sinni. Laugardagur 4. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.