Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 8
wOnustan sia
MENNING
NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR
„Líf... og jafnvel sál. “
Anna Aslaug Ragnarsdóttir.
Píanó
Anna Áslaug Ragnarsdóttir pí-
anóleikari frá Isafirði, sem búsett
er í Þýskalandi, er alltaf kærkom-
inn gestur hér í bænum. Hún
leikur nýja músík af meiri áhuga
og kunnáttu en flestir og er
reyndar eini íslenski píanistinn
sem mér vitanlega hefur oftar en
tvisvar leikið heilu konsertana
með 20stu aldar músík eingöngu
á prógramminu. Það er því engin
furða að hún var kvödd til dáða
þegar flytja þurfti fjögur stærri
píanóverk úr Norðurlöndum, en
einhverntímann hefði hinsvegar
þurft að deila slíkri uppákomu á
fleiri flytjendur og kostað vand-
ræði og rugling. Og vandræði og
ruglingur virðist nógur samt á
þessum Norrænu músíkdögum
sem bráðum eru búnir. Þar hafa
varla verið þeir tónleikar sem
ekki hefur orðið að fella burt tón-
verk af einum eða öðrum ástæð-
um, veikindum (sem enginn fær
gert við,) ónógum æfingum, póst-
einkunum osfrv.... osfrv.
Anna spilaði í Langholtskirkju
á miðvikudaginn var á kvefaðan
flygil úr Háskólabíó. Efnisskráin
var einsog ég sagði áðan saman-
sett af fjórum meiriháttar tón-
verkum, býsna löngum og erfið-
um.
Fyrst kom „Turbulens-
Laminar (sem er þýtt: Ólga - lag-
streymi) eftir Ib Nörho'm úr
Danmörku, þónokkuð expressívt
og slungið í gerðinni. Síðan
„Akkilles og skjaldbakan" eftir
Per Nörgárd... „tónahlaup, þar
sem hið hægara er á undan því
hraðara“ og þar er vonandi notuð
„röðin sem aldrei tekur enda“, en
það er einhver uppskrift sem
Nörgárd segist nota til að fanga
snilldina. Nörgárd er líka úr Dan-
mörku.
Þá kom Finni, Tapio Nevanl-
inna, með píanósónötu sem nefn-
ist „Glerkaktus“. Meginþáttur
verksins er skorðaður milli for-
spils og syngjandi eftirspils og
lætur ágætlega í eyrum. Þessi þrjú
verk, sem ekki hafa verið flutt
hér á landi áður svo vitað sé, lék
Anna Áslaug af mikilli vand-
virkni, þó ekki færi mikið fvrir
sterkri innlifun, sem varla er
nema von. Tilefni persónulegrar
tjáningar er ekki að ráði fyrir
hendi í þessari músík. Hinsvegar
er nóg af slíku í lokaverkinu,
Prelúdíum eftir Hjálmar Ragn-
arsson. En þá þurftu endilega að
slitna strengir í flyglinum, svo
flutningurinn var í molum, en
undirritaður gat huggað sig við
leik Önnu á plötu frá ITM, þar
leikur húnm.a. PrelúdíurHjálm-
ars af mikilli snilld.
LÞ
Kammersveit Reykjavíkur,
Blásarakvintett Reykjavíkur og
Musica Nova, gengust fyrir tón-
leikum á vegum Norrænna mús-
íkdaga í Langholtskirkju s.l.
þriðjudag. Þarna voru tónverk
svenskra í yfirgnæfandi meiri-
hluta, þrír á móti einum, en þessí
eini var íslendingur af austurrísku
bergi brotinn.... Herbert Hri-
berscheck Ágústsson. Hann byrj-
aði tónleikana með indælum
blásarakvintett í tiltölulega hlut-
lausum stfl, sem kannski skilur
ekki mikið eftir í sálartötrinu
þegar upp er staðið, en vekur
hinsvegar þægilega öryggiskennd
meðan á honum stendur. Flytj-
endur Blásarakvintett Reykja-
víkur, sem er „grúppa“ á
heimsmælikvarða.
Þá komu tvö miðlungsverk
eftir Anders Nilson (Reflections)
og Ame Mellnás (Piéces Fugiti-
ves). Það fyrra er söngverk (sópr-
an) með nokkrum hljóðfæmm og
samkvæmt efnisskrá „umhugsun
um samband söngraddar, hljóð-
færa og texta“. Ekki varð ljós
nein niðurstaða í því „sambandi"
en líklega var þetta vel flutt undir
stjórn Miklosar Marosar. Sama
má segja um verk Mellnásar, það
var fallega flutt (án stjórnanda)
af fimm hljóðfæraleikurum með
snillinginn Martial Nardeau í
broddi fylkingar. Sem fimm smá
myndir af ákveðnum gotneskum
smáfuglum, einsog það er kallað í
efnisskrá, gerir það hinsvegar
hvorki til né frá.
Aðalverkið á tónleikunum er
eftir „skærasta ljósið í sænskum
tónskáldahópi“, Jan Sandström.
Það heitir „Formant mirrors" og
er fyrir 20 flytjendur, sópran-
rödd, flautu, klarinett og strengi.
Þar var vissulega margt laglegt að
heyra og minnti jafnvel á Sibelius
(Tapiola) í stjarfri tilfinningu, án
þess þó að meiningin væri nokk-
ursstaðar skýr eða skemmtileg.
Ilona Maros söng þarna einsog í
Refleksjónunum og hún er vissu-
lega betri en enginn. Og Miklos
stjórnaði og hann hafði sem fyrr
fínustu kröftum úr að moða og
tókst því að gefa þessu líf og
jafnvel sál þó ekki væri hátt á því
risið.
LÞ
Færeyingar
ofl.
Ekki var nú gert alltof mikið
með frændur okkar Færeyinga,
þegar þeir sendu í fyrsta sinn tón-
verk til flutnings á Norrænum
músíkdögum héríbænum. Raun-
ar hefur ekki farið mikið fyrir
þessum hátíðisdögum á hinum
frjálsa markaði menningarverð-
mætanna og liggur við að sumir
konsertanna hafi verið hálfgert
laumuspii. Þess vegna hafa varla
verið fleiri áheyrendur en 50-60
boðsgestir.
Það ertilvalið að koma í JL Byggingavörur við Hringbraut eða Stórhöfða.
Þiggja góð ráð frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að
húsbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna.
Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni.
Laugardaginn 4. október verður kynningu háttað sem hér segir:
JL Byggingavörur v/Hringbraut. JL Byggingavörur, Stórhöfða.
Laugardaginn 4. október kl. 10-16. Laugardaginn 4. október kl. 10-16.
PCI FÚGUEFNI, FLÍSALÍM OG PLASTEINANGRUN FRÁ
VIÐGERÐAREFNI. SKAGAPLAST
PILKINGTON VEGGFLÍSAR Vönduð vara.
Sérfræðingar á staðnum. - KYNNINGARAFSLÁTTUR - - KYNNINGARAFSLÁTTUR -
Komið, skoðið, fræðist
2 góðar byggingavöruverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600
Hvað um það, í Norræna hús-
inu á mánudaginn voru flutt tón-
verk eftir tvö færeysk tónskáld...
sönglög eftir Pauli í Sandagerði
og blásaratríó, „Trio Zabesu"
fyrir flautu, klarinettu og fagott
eftir Sunleif Rasmusen. Ég ætla
alls ekki að halda fram að sú mús-
ík sé til að gera neitt veður útaf,
en hún er í það minnsta ekki í
neinum tengslum við þann
„,framúrstefnu-akademisma“
sem tröllríður afganginum af
heiminum. Það er útaf fyrir sig
gleðilegt, en varir eflaust ekki
lengi, því þegar færeyskum tón-
skáldum vex ásmegin, dragast
þeir eflaust fljótlega inn í hring-
dans gullleitarmanna, sem er
löngu hættur að vera elegant, hafi
hann þá einhvern tímann verið
það.
Og það er ekkert upp úr hon-
um að hafa.
Þetta voru stuttir tónleikar og
lauk með dönsku verki, Graffiti
eftir Bent Lorentzen. Flytjendur
voru Hljómeyki ásamt liðsstyrk,
undir stjórn Jónasar Ingimundar-
sonar (flytjendur færeysku verk-
anna voru söngkona og píanisti
sem ekki eru nafngreind f efnis-
skrá ogfélagar úr Blásarakvintett
Reykjavíkur) og lögðu greinilega
hart að sér. Ekki höfðu þau er-
indi sem erfiði, því verkið býður
ekki upp á mikil söngtilþrif þó
þar sé margt smellið einsog
dönskum er lagið.
Langholts-
kirkj a
Um kvöldið var svo meirihátt-
ar kórsöngur í Langholtskirkju
og þar kom Hljómeyki aftur fram
og söng „Aldarsöng" Jóns Nor-
dal, sem hefur heyrst áður hér í
bænum, en var frumfluttur í Skál-
holti snemma í sumar. Aldar-
söngurinn er fallegur og skar sig
úr hvað snerti beinskeytta og
skiljanlega meiningu án hunda-
kúnsta.
Trees eftir Lars Johan Werle
(við ljóð e. e e cummings) var
fyrst sungið af Langholtskórnum
og Kristni Sigmundssyni. Þetta
eru 4 býsna slungin kvæði hjá
cummings og falleg, sérstaklega
afbökusonnettan „now all the
fíngers" osfrv., en músík Werle
er heldur væmin. Á þessum tón-
leikum var fellt niður verk sem
gaman hefði verið að heyra, Play-
grounds for Angels fyrir málm-
blásara eftir Finnann Rautava-
ara, en kannski að blásarar S.í.
sjái sér fært að bæta úr því, seinna
í vetur.
Hinsvegar var talsverður tögg-
ur í kórverki sem Hamrahlíðar-
kórinn söng u. stj. Þorgerðar:
Warning to the rich eftir Svíann
Thomas Jennefeldt, sem voru
„orð í tíma töluð“ þegar St. Jak-
ob setti þau á blað fyrir bráðum
2000 árum og enn í fullu gildi.
LÞ
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. október 1986