Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 15
AFMÆU Asgeir Höskuldsson í dag er Ásgeir Höskuldsson rrum póstvarðstjóri sjötugur. já - svona líða árin. Og það má víst ekki minna vera, en einhver stéttarbróðir hans víki að honum nokkrum orðum á'slíkum tíma- mótum í lífi hans. Ásgeir fæddist að Hallsstöðum í Nauteyrarhreppi í N- ísafjarðarsýslu þann 4. okt. 1916. Foreldrar hans voru þau Petra Guðmundsdóttir og Höskuldur Jónsson, sem voru búandi þar á bænum. En ekki veit ég hvort for- eldrar Ásgeirs hafa gert sér það ljóst, að þarna höfðu þau eignast dreng, sem átti eftir að verða fé- lagshyggjumaður á landsmæli- kvarða. Eitt er víst, að fljótt þótti hann athafnasamur í vöggu - að sögn sveitunga hans. Og sleppti því ógjarnan sem hann festi hönd á. Það fór líka svo, að snemma haslaði Ásgeir sér völl í hóp vaskra drengja vestur þar, og hef- ur ætíð staðið í baráttunni þar sem hún hefur verið hörðust, fyrir bættum kjörum láglauna- fólks. - Ásgeir var aðeins sextán ára að aldri er hann var kjörinn í stjórn U.M.F. Huld. Þar mun hann hafa fengið sína fyrstu skólun á félagsmálasviðinu, sem varð honum happadrjúg. Og Huld, sem og önnur viðlíka samtök í þann tíð, hafði á stefnu- skrá sinni mörg góð mál m.a. fræðslumál. Án efa hefur félagið vakið þá hugsun Ásgeirs að al- þýðufólk sveitanna þyrfti að fá aukna menntun. En það var nú svo sem ekki létt verk á þeim tím- sjötugur um, að leita sér menntunar, þeg- ar fólk hafði tæpast í sig og á. En þá kom fram þessi stórhugur Ás- geirs, sem hann hefur haldið, en ekki misst. Eitt er víst, að á haustdögum 1933 lagði hann af stað með mal á baki og tvenna skó, saumaða af móður hans. En þrátt fyrir það, eftir því sem undirritaður hefur fregnað, þótti sumum úr Nauteyrarhreppi þetta hið mesta glapræði af honum Ás- geiri. En ekki meira um það. Ásgeir lagði leið sína norður yfir fjöllin til Akureyrar. En þar stundaði hann námið af kappi hjá Sigurði Guðmundssyni skólameistara Menntaskólans. En þegar Ásgeir var kominn í fjórða bekk, varð hann að hætta námi vegna veikinda og dauða föður síns. Ás- geir sem var elsti sonurinn varð að sjá heimilinu farborða næstu árin. En þó að námsferill Ásgeirs hafi ekki orðið langur að nútíma hætti, hefur hann búið að honum alla tíð. Árið 1938 kusu sveitungar Ás- geirs hann í hreppsnefnd, svo að þeir fátækustu hafa fundið það, að bar áttu þeir góðan fulltrúa. Ásgeir Höskuldsson gifti sig árið 1941, Ingu Markúsdóttur hinni ágætustu konu, ættaðri úr Sléttuhreppi. En fljótlega eftir giftingu tóku þau hjón að sér að veita forstöðu stóru heimili í Borgarfirði, en komu síðan til Reykjavíkur 1944. En áður en lengra er haldið skal þess getið, að Ásgeir og Inga misstu þrjú börn, öll kornung. Tveir kjörsynir lifa. Ásgeir Höskuldsson gekk í póstþjónustuna 1945. Hann hef- ur gegnt mörgum trúnaðarstörf- um fyrir félag sitt P.F.Í. m.a. for- maður þess um skeið. Ásgeir hef- ur einnig komið víða við í fél- agsmálum, eftir að hann kom til Reykjavíkur á sínum tíma, sem og vitað er. Og árið 1962 til 1966 var hann varafulltrúi Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórn Reykjavíkur. Ásgeir varð ekkjumaður fyrir tíu árum, og varð það honum mikið áfall. En þrátt fyrir það lét hann ekki bugast. Hann heldur enn í dag reisn sinni og stórhug. Og í þeirri von að svo megi áfram verða óska ég honum til ham- ingju með daginn. Gfsli T. Guðmundsson RAÐNINGARSTOFA REYKJAVÍKURBORGAR Atvinnurekandi hefur þú störf fyrir fatlaða? Erum í leit að ýmiss konar störfum, þ.á m. skrif- stofustörfum og léttum iðnaðarstörfum, hálfan eða allan daginn, fyrir fólk með hinar ýmsu teg- undir fötlunar. Vinsamlegast hafið samband við Ástu B. Schram, deildarstjóra, eða Elísabetu Guttormsdóttur, félagsráðgjafa, á Ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar, s. 18000. Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 DflOÐVIUINN UMBOÐSMENN Kaupst. Nafn umboðsmanns Helmill Sími Garöabær Anna Jóna Armannsdóttir Suðurbraut 8 651141 Hatnarfjörður Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut 8 651141 Keflavtk Ingibjörg Eyjólfsdóttir Suðurgötu 37 92-4390 Keflavík Guðríður Waage Austurbraut 1 92-2882 Njarðvfk Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-3826 Sandgerði Þorbjörg Friðriksdóttir Hólagötu 4 92-7764 Garður Benedikt Viggósson Eyjaholti 16 92-7217 Mosfellssveit Stefán Ólafsson Leirutanga 9 666293 Akranes Finnur Malmquist Dalbraut 55 93-1261 Borgarnes Sigurður E. Guðbrandsson Borgarbraut 43 93-7190 Stykkishólmur Einar Steinþórsson Silfurgötu 38 93-8205 Grundarfj. Guðlaug Pétursdóttir Fagurhólstúni 3 93-8703 Ólafsvfk Jóhannes Ragnarsson Hábrekku 18 93-6438 Hellissandur Drlfa Skúladóttir Laufás 6 93-6747 Búðardalur Sólveig Ingólfsdóttir Gunnarsbraut 7 93-4142 isafjörður Esther Hallgrimsdóttir Seljalandsvegi 69 94-3510 Bolungarvík Ráðhildur Stefánsdóttir Holtabrún 5 94-7449 Flateyri Sigríður Sigursteinsd. Drafnargötu 17 94-7643 Suðureyri Þóra Þórðardóttir Aðalgötu 51 94-6167 Patreksfjörður Nanna Sörladóttir Aðalstræti 37 94-1234 Bfldudalur Hrafnhildur Þór Dalbraut 24 94-2164 Hvammstangi Baldúr Jensson Kirkjuvegi 8 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Steinunn Valdís Jónsdóttir Öldustíg 7 95-5664 Siglufjörður Sigurður Hlöðversson Suðurgötu 91 96-71406 Akureyri Haraldur Bogason Norðurgötu 36 96-24079 Dalvlk Þóra Geirsdóttir Hólavegi 3 96-61411 Ólafsfjörður Magnús Þór Hallgrlmsson Bylgjubyggð 7 Húsavík Aðalsteinn Baldursson Baughóli 31B 96-41937 Reykjahlíð Þuriður Snæbjörnsdóttir Reykjahlið 96-5894 Raufarhöfn Sigurveig Björnsdóttir Vogsholti 8 96-51276 Pórshöfn Arnþór Karlsson Laugarnesvegi 29 96-61125 Vopnafjörður Sigurður Sigurðsson Fagrahjalla 14 97-3194 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður Sigrlður Júlíusdóttir Botnahlíð 28 97-2365 Reyðarfjörður Ingileif H. Bjarnadóttir Túngötu 3 Eskifjörður Þórunn Hrefna Jónasdóttir Helgafelli 3 97-6327 Neskaupst, Ingibjörg Finnsdóttir Hólsgötu 8 97-7239 Fáskrúðsfj. Jóhanna Lilja Eiriksdóttir Hlíðargötu 8 97-5239 Stöðvarfjörður Guðmunda Ingibergsdóttir Túngötu 3 97-5894 Höfn I Hornaf. Ingibjörg Ragnarsdóttir Smáratúni 97-8255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiðarbrún 32 99-4194 Þorlákshöfn Guðrún Eggertsdóttir . Básahrauni 7 99-3961 Eyrarbakki Ragnheiður Markúsdóttir Hvammi 99-3402 Stokkseyri Þór Sigurðsson Stjörnusteini Laugarvatn Bragi Hinrik Magnússon Héraðssk. Laugarv. 99-6238 Vfk I Mýrdal Sæmundur Björnsson Ránarbraut 9 99-7122 Vestmeyjar Ásdis Gisladóttir Búastaðabraut 7 98-2419 DIÖOVIUINN 0 68 13 33 0 68 18 66 Tímiim 0 68 63 00 Blaðburður Tunguvegur19 - út Skógargerði Austurgerði Sogavegur 214 - út Litlagerði Bjarkargata Hringbraut 22-34 Skothúsvegur Tjarnargata Suðurgata að hringtorgi Hafðu samband við okkur DJOÐVILJINN Síðumúla 6 0 6813 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.