Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Blaðsíða 9
Stjörnugjöf: ★★★★ frábær, ★★★ mjög góð, ★★ sæmileg, ★ uppfyllir lágmarks kröfur, 0 léleg MA NNÞEKKJA RINN WOODY ALLEN Laugardagur 4. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 ★ ★ ★ ★ Hanna og systur hennar (HANNAH and her sisters). Regnboglnn. Bandarísk 1986. Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Framleiðendur: Jack Rollins og Charles H. Joffe. Kvikmyndataka: Carlo di Palma. Helstu leikarar: Woddy Allen, Michael Caine, Mia Farrow, Carrie Fisher, Barbara Hers- hey, Lloyd Nolan, Maureen O'Sulli- van, Daniel Stern, Max von Sydow og Dianne Wiest. „Hanna og systur hennar er sú kvikmynd sem ég hef notið hvað mest að gera, hvað sem áhorf- endum kann að þykja um hana. í fyrsta lagi vegna þess að hún er að öllu leyti tekin í New York, og það sem meira er, að stórum hluta í íbúð Miu Farrow. í öðru lagi vegna þess að mér gafst tæki- færi til þess að vinna með fólki sem mig hefur lengi langað til að fá til liðs við mig, og í þriðja lagi vegna þeirrar ánægju sem það veitti mér að vinna með töku- meistara sem ég hef dáð í gegnum árin. Tökurnar reyndu mikið á mig líkamlega, þrátt fyrir ein- falda umgjörð, en það sem gerði þær svo ánægjulegar voru ó- gleymanlegar máltíðir sem við áttum saman á hinum ótalmörgu veitingastöðum sem ávallt voru nærri á tökusvæði okkar á Mari- hattan. Allt þetta skiptir mig miklu máli þegar ég skapa." (Ávarp Woody Allens í tilefni af sýningu Hðnnu og systra hennar í Cannes síðastliðið vor.). Skaparanum þykir vænt um yngsta afkvæmi sitt. Pað er ósköp skiljanlegt; Hanna og systir henn- ar er hlýr og elskulegur.óður til lífsins, gerður af þeirri næmni og skilningi á breyskleika mann- skepnunnar sem gerir verk skap- andi manns að listaverki og skaparann að listamanni. Við erum kynnt fyrir fólki sem okkur finnst við þegar þekkja, eigum tveggja ára samleið með þeim, siglum með þeim milli skers og báru, vonar og ótta, gleði og sorgar. Vandamál þeirra verða okkar, bæði hin sterkari og smærri, og þess vegna hrífumst við með þeim á góðum stundum. Leiðir skilja á slíkri stundu og það er ekki laust við að við séum eilítið meyr, það hefur nefnilega verið hrært í sálartetrinu, en um- fram allt erum við hamingju- samari og af þeim sökum örlítið betri manneskjur. Þetta eru e.t.v. stór orð, en Woody Allen er slíkur mann- þekkjari, að við komum oftast ríkari af fundum við hann. Vissu- lega eru myndir hans misjafnar að gæðum, en listamenn ber að dæma eftir bestu verkum þeirra, þar sem hæst hefur verið flogið, en ekki eftir mistökum þeirra, sem minna okkur aðeins á að öllum eru mislagðar hendur, hversu vel sem þeir eru af guði gjörðir. Ekkert er sjálfgefið, fórnin verður að vera alger, hver orusta uppá líf og dauða, því manneskjan er svo flókið fyrir- bæri, hvort sem er í upphafningu sinni eða niðurlægingu, að hún krefst alls af þeim sem við hana hyggst glíma. Hanna og systur hennar er með allra bestu verk- um Allens, í sama gæðaflokki og Manhattan og Interiors eða Innviðir, sem báðar eru gerðar á síðasta áratugi. Woody Allen er að mínu mati einn heiðarlegasti og sannasti listamaðurinn í amerískri kvik- Sérstætt heimildarit ERRÓ síðustu 12 árin myndagerð. Hann hefur kosið að fara sínar eigin leiðir, framhjá straumum tíðarandans og múg- menningu ofmettaðs fjölmiðla- samfélags, og fyrir bragðið eru myndir hans persónulegri en ella, grátbroslegar anekdótur úr lífi bandarískrar millistéttar þar sem taugaveiklaður og smávaxinn rindill veltist um í ,hringiðu mannlífsins. Woody Allen hefur treyst á eigin dómgreind, verið kröfuharður á sjálfan sig og aðra og unnið sér virðingu þeirra sem með honum hafa unnið. Sam- starfsmenn hafa sagt frá því að ef Allen mislíki andinn í einhverju ákveðnu atriði, þegar hann virð- ist fyrir sér heildina, að lokinni grófri samsetningu, hiki hann ekki við að hóa öllum saman á ný og endurtaka viðkomandi atriði. Sumum finnst þetta smámuna- semi, en Woody ræður, ein fölsk nóta hefur slæðst með. Myndir Woody Allens eru undantekningarlaust unnar af mikill fagmennsku og hann gerir miklar kröfur til tæknimanna, sem yfirleitt eru toppmenn, hver á sínu sviði. Þær eru vitnisburður um hina hreinu og sönnu tækni sem hvorki hrópar né berst á, heldur þjónar viðfangsefninu. Þess vegna taka fæstir eftir henni. Það má líkja henni við ritstfl Sig- urðar Nordals, einfalda en fullkomna uppbyggingu tón- verka Beethovens, málverk Gaugins, nú eða trommuleik vin- ar okkar Ringo Starrs, svo öðru- vísi dæmi sé tekið. Myndmál Al- lens er einfalt og sterkt og lýtur iögmálum heildarinnar. Því má þó ekki gleyma að Woody hefur ávallt haft frábæra tökumenn sér til trausts og halds, og ber þar fyrstan að nefna Gordon Willis, snilling á sínu sviði sem tekið hef- ur jafnólíkar myndir og Guðföð- urinn (Coppola) og Annie Hall (Allen). Maður bjóst reyndar hálfpartinn við að samstarf þeirra Allens myndi standa þar til annar hyrfi af sjónarsviðinu. En nú hef- ur Woody sem sagt gefið Willis frí og í hans stað er kominn annar snillingur, ítalinn Carlo di Palma, sem einna þekktastur er fyrir samstarf sitt við Antonioni (BIow-up, Professione: Reporter, HILMAR ODDSSON eða Farþeginn, o.fl). Lýsing og stjórn tökuvélar eiga ekki hvað minnstan þátt í að gefa Hönnu og systrum hennar ljóðræna og fág- aða áferð. Myndrammar di Palma eru dimmir, en djúpir og hlýir. Hanna og systur hcnnar er fjöl- skyldudrama, eins og Interiors, en það er ávallt stutt í gaman- semina. Að uppbyggingu minnir sagan um margt á Fanny og Alex- ander (Bergman), og það er kannski ekki svo skrýtið ef það er haft fliuga að Ingimar Bergman er ein af fyrirmyndum Allens. Sagan hefst á heimili foreldra systranna, þar sem fjölskyldan er samankomin á Þakkardaginn. Hin gjöfula Hanna (Mia Farr- ow), stoð og stytta fjölskyldunn- ar, hefur verið gift fjármálaráð- gjafanum Elliot (Michael Caine) í fjögur ár, en Elliot tekur uppá þeim óskunda að verða ástfanginn af Lee (Barbara Hers- hey), yngstu systurinni. Lee býr með grjótfúlum og mannfælnum málara, Frederick, sem hæglega gæti verið faðir hennar (ef ekki afi), og það reynist Elliot því síður en svo erfitt að draga stúlk- una á tálar. Miðsystirin, Holly (Dianne Wiest), er svo vandræð- agemlingurinn í fjölskyldunni. Hún er mestalla myndina að reyna að halda sig frá kókaíni og finna lífi sínu farveg. Það er glatt á hjalla þar sem fjölskyldan er samankomin, enda er þetta lífsg- latt fólk, þrátt fyrir innbyrðis átök og flækjur. Brátt kynnumst við Mickey (Woody Állen), fyrrum eigin- manni Hönnu, ímyndunar- veikum og taugaveikluðum fjöl- miðlamanni, sem er dæmigerður Allen-karakter. Mickey er dár- inn sem brýtur upp alvöru sög- unnar. í fyrstu var ég ekki viss um réttmæti þessarar persónu, fannst hún reyndar hálfvegis á skjön við stíl myndarinnar, en eftir að hafa séð hana öðru sinni varð ég fullkomlega sáttur við Mickey og er nú á því að hann gefi frásögninni meiri vídd. Hann fléttast einnig skemmtilega og á nýjan hátt inní líf fjölskyldunnar er líða tekur að leikslokum. Myndin endar þar sem hún byrjaði, á Þakkardaginn, tveimur árum síðar. Venju samkvæmt er fjölskyldan öll samankomin og sem fyrr er leikið á als oddi. Það hefur gengið á ýmsu þau tvö ár sem við höfum átt samleið með þessu fólki, viss uppstokkun hef- ur átt sér stað, viðhorf hafa breyst, en fjölskylduböndin hafa aldrei verið traustari. Ein styrkasta stoð þessarar fal- legu myndar er sérlega góð per- sónusköpun. Það má segja að all- ar persónur séu aðalpersónur og allar verða þær áhugaverðar í meðförum frábærra leikara. Það er erfitt að gera upp á milli ein- stakra leikara, en þó er ég ekki frá því að Dianne Wiest verð- skuldi sérstaka aðdáun fyrir túlk- un sína á hinni viðkvæmu Holly. Max von Sydow gefst hins vegar lítið tóm til afreka í fremur litlu og óspennandi hlutverki. Aðrir skila sínu með sóma, bæði Bar- bara Hershey og Mia Farrow, sem gerði hlutverki Hönnu ein- staklega falleg skil. Það þykir ekki lengur tiltökumál þótt Mic- hael Caine sýni frábæran leik, maðurinn er einfaldlega frábær leikari. Það er gaman að sjá Maureen O’Sullivan, móður Miu Farrow, í hlutverki móður systr- anna, og eins er það með krakka- skarann hennar Miu, sem Woody stjúpa hefur tekist að lokka fram fyrir tökuvélina (það þurfti kann- ski ekki mikið til, þetta er jú í blóðinu). Tónlistin er af ýmsum toga, héðan og þaðan og spannar flest svið, ávallt viðeigandi. Raunar hefur mér altaf þótt Woody vera smekkmaður á tónlist, enda er hann gamall djassari (og tekur víst enn í klarínettuna á góðra vina fundum). Hann veit ná- kvæmlega hvenær tónlistar er þörf, hvenær hún eykur á áhrifa- mátt atriða og hvenær henni er ofaukið. Af einhverjum orsökum hefur Woody Allen ekki átt uppá pall- borðið hjá íslenskum áhorfend- um, eftir að hann sneri baki við hreinum og klárum ærslaleikjum, og er það að mínu mati sorglegur vitnisburður um almennan kvik- myndasmekk hér álandi. Er- lendis heyra frumsýningar á verk- um hans til menningarviðburða og áhorfendur flykkjast í bíóin. Enda er það svo að íslensk kvik- myndahús hafa ekki talið Allen líklegan til að þyngja kassana, og myndir hans því borist hingað með höppum og glöppum (dæmi um slíkt er sýning Austurbæjarbí- ós á Midsummer Night’s Sex Comedy eða Kynlífsgamanmál- um á Jónsmessunótt, sem Allen gerði í upphafi þessa áratugar og verður því miður ekki talin til helstu verka hans). Á þessu virð- ist þó ætla að verða bragarbót, Hanna og systur hennar berst hingað fljótt og vel og því er um að gera að sýna þakklæti sitt og mæta í Regnbogann bæði fljótt, - og vel. H.O. Bókin Erró, Myndverk 1974- 1986, er komin út og í henni eru ljósmyndir af öllum þeim lista- verkum sem Erró hefur gert síð- ustu tólf árin, 1041 að tölu. Þar á meðal eru mörg verk sem verið hafa á sýningum listamannsins í Reykjavík síðustu ár. Ljósmynd- irnar eru að hluta svart/hvítar, en aftast er stór kafli með litmynd- um af úrvali listaverka Errós. í tilefni af útkomu bókarinnar hefur Erró gert og áritað fjögurra lita litógrafíu í 200 eintaíca upp- lagi sem fýlgir 200 tölusettum ein- tökum bókarinnar á íslensku. Erró, Myndverk 1974-1986, kemur út samtímis á frönsku, ít- ölsku og íslensku, en gerð bókar- innar var studd af Renault bfla- verksmiðjunum. Formálann að íslensku útgáfunni, „Krókaleið heim að Klaustri,“ ritaði Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur. Auk þess er að finna í bókinni upplýsingar um sýningar Errós á síðustu tólf árum og skrá yfir allar umsagnir og greinar sem ritaðar hafa verið um listamanninn og verk hans á sama tíma. Erró, Myndverk 1974-1986, er ómetanlegt heimildarrit um myndlist þessa sérstæða íslenska málara. Það er nær einsdæmi að listsköpun nútímamyndlistar- manns séu gerð jafn ítarleg skil að honum lifandi. Nýja bókin er framhald bókarinnar Erró sem út kom á Ítalíu 1976 og hafði að geyma ljósmyndir af verkum listamannsins fram til 1974. Erró, Myndverk 1974-1986, er 240 bls. að stærð, prentuð á ítal- íu, gefin út af Storðarútgáfunni í samráði við franska útgefandann Femand Hazan. Bókin kostar 3.000,- en tölusettu eintökin með litógrafíunni kosta 5.250 krónur. ERRÓ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.