Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 7
DJOÐVIUINN Umsjón: Ólafur Gíslason í Þjóðleikhúsinu Næstkomandi laugardag verður óperan Tosca eftir ítalska tónskáldið Puccini frumsýnd í Þjóðleik- húsinu. Óperan Tosca er byggð á leikriti eftir franska leikritahöfundinn Victorien Sardou. Leikritið var samið sérstaklega fyrir leikkonuna Söru Bernhardt og naut mikilla vinsælda um það leyti sem Puccini samdi óperuna um síðustu aldamót. Óperan Tosca var frumsýnd í Róm í janúar árið 1900. Óperan hlaut þegar góðar viðtökur og hefur síðan farið sigurför um heiminn, sem ein vinsælasta ópera Puccinis ásamt með La Boheme og Madame Butterfly. Puccini var einn síðasti fulltrúi hinnar glæstu óperuhefðar sem mótaðist á Ítalíu á 19. öld- inni með tónskáldum eins og Donnizetti, Rossini og Giuseppe Verdi, en Puccini lést árið 1924, 66 ára gamall. Mikið hefur verið lagt í þessa uppfærslu Þjóðleik- hússins, en þetta er í annað sinnið sem þessi ópera er þar flutt. Nú taka alls um 150 manns þátt í hverri sýningu að meðtalinni 70 manna sinfóníuhljómsveit. Aðalhlut- verkin eru í höndum þeirra Kristjáns Jóhanns- sonar, Elísabetar F. Eiríksdóttur og bandaríska barítónsöngvarans Malcolm Arnold. Stjórn hljóm- sveitarinnar er í höndum ítalska hljómsveitarstjórans Maurizio Barbacini en leikstjóri er Paul Ross, sem kemur frá Bretlandi. Paul Ross er 38 ára gamall en hefur þegar umtals- verða reynslu í óperuleikstjórn, þar sem hann hefur unnið með heimsfrægum söngvurum á borð við Placido Domingo, José Carreras og Ruggero Raim- ondi. Meðal óperuverka sem hann hefur áður svið- sett eru Faust eftir Berlioz, Orfeus í undirheimum eftir Offenbach, Túskildingsóperan eftir Brecht og Kurt Weil og Tosca eftir Puccini. Ross hefur meðal annars starfað við Covent Garden í Lundúnum. - ólg. Paul Ross leikstjóri TOSCA er sál- fræðilegt DRAMA Það var eftir æfingu nú í vik- unni sem við náðum tali af Paul Ross leikstjóraog lögðum fyrir hann nokkrar spurningar um þessa upp- færsluáTosca. Hver er ástæða þess að þú hef- ur látið flytja atburðarás óper- unnar til í tímanum, og hvers vegna til ársins 1937? I fyrsta lagi er þess að geta að þegar óperan var frumflutt árið 1900 var atburðarásin látin gerast í samtímanum en ekki á fyrri hluta 19. aldarinnar eins og hand- ritið gerði upphaflega ráð fyrir. Ítalía er að því leyti til sérstök, að þar er auðvelt að finna sögulegar hliðstæður á ólíkum tímum. Þeg- ar við sjáum hermenn á sviði í 19. aldar búningum hefur það fyrir okkur óljósa merkingu. Við átt- um okkur ekki auðveldlega á því hvað þessir hermenn standa fyrir. En um leið og þeir eru komnir í einkennisbúning fasista hafa þeir fyrir okkur skýrari og nákomnari merkingu. Þegar óperan var frumflutt var hún flutt fram í tíma um að minnsta kosti 60 ár. Við höfum ekki flutt hana fram um nema 37 ár til viðbótar. Ástæðan fyrir því að ég hef valið árið 1937 er sú, að það er árið þegar Hitler bauð Mussolini til Berlínar. Sú heimsókn markaði að vissu leyti straumhvörf ítalska fasismans, þegar Mussolini tók að leita sér fyrirmynda í þýska nasismanum og auka samstarfið við Htiler. Þótt Scarpia lögreglustjóri eigi sér ekki fyrirmynd í Mussolini sjálfum, þá á persóna hans í upp- færslunni sér hliðstæður meðal valdsmanna þessa tíma í Róm. Hins vegar er rétt að geta þess að óperutextanum sjálfum hefur í engu verið breytt, og atburðirnir gerast sem fyrr í San Andrea della Valle kirkjunni, Farnese- höllinni og Englakastalanum í Róm. Hvernig mundir þú lýsa efni þessarar óperu? Hvaða erindi á hún til nútímafólks? Þetta er sálfræðilegt drama um valdabaráttu, kynferðislega af- brýðisemi, spillingu og það hvernig fólk notar hvert annað metorðagirnd sinni til framdrátt- ar. Dramað sjálft felst ekki síður í sjálfri tónlistinni en í óperutex- tanum. Mörg tilsvör úr leikriti Sardou hafa verið felld niður, því að tónlistin segir það sem ekki er sagt með orðum. Við finnum það strax í tónlistinni hvað gerist í huga Scarpio þegar hann finnur blævæng D’Attavani markgreifa- ynju í kirkjunni við málaratrönur Cavaradossi og ákveður að nota hann til þess að magna upp af- brýðisemina í Toscu og koma málaranum á kné. Scarpio notar öll hugsanleg meðul til þess að ná fram markmiðum sínum og í ósig- rinum skilur hann eftir sig tortím- ingu og dauða. „Þessi maður sáir um sig dauða jafnvel eftir að hann er sjálfur dauður" er eitt af lokaorðum Toscu áður en hún kastar sér fram af kastalaveggn- um. Því er stundum haldið fram að í óperum Puccini hafi komið fram nýtt raunsæi og að hann hafi ver- ið undir áhrifum frá þeirri bókmennta- og tónlistarstefnu sem kennd er við verisma. Hvern- ig kemur þetta fram í Toscu? Paul Ross leikstjóri: Það hefur verið mér einstök reynsla að vinna að þessari uppsetningu I Þjóðleikhúsinu. Fyrsta raunsæisóperan í anda verismans var Cavalleria rustic- ana eftir Pietro Mascagni, sem var frumflutt árið 1890. Þar sjáum við í fyrsta skipti raunsæis- lega lýsingu á sveitafólki á óperu- sviði. Áhrif raunæisstefnunnar í Toscu koma fram í því að hann gefur okkur raunsæja lýsingu á valdamiklu fólki og sýnir okkur hvernig það hagar sér af sömu hvötum og almúginn. Sambæri- lega framsetningu getum við reyndar fundið hjá eldri höfund- um eins og til dæmis hjá franska leikritahöfundinum Racine eða hjá Shakespeare. Hvernig er samvinnu leikstjóra og hljómsveitarstjóra háttað við óperuflutning og hver er hlut- verkaskipting þeirra? Það er einfalt mál, þeir verða að vinna sem einn maður. Tón- listin þarf að styðja dramað sem á sér stað á sviðinu og dramað verður að styðja tónlistina. Ann- ars myndast ósamræmi sem hefur eyðileggjandi áhrif á heildar- myndina. Við Maurizio Barbac- ini höfum átt mjög náið samstarf við þessa uppfærslu og hljóm- veitarstjórinn hefur fylgst með öllum æfingum. Við höfum rætt hvern þátt óperunnar í smáat- riðum þar sem við höfum lagt okkur fram um að fella saman tónlist og leik í eina heild. Sama gildir auðvitað um sönginn, og ég verð að segja að samvinnan hér í Þjóðleikhúsinu hefur verið sér- stök. Allir hafa unnið saman frá upphafi. Ég verð að segja að á ferli mínum sem óperuleikstjóri hefur þetta verið sérstæð reynsla hvað samvinnuna varðar, því í óperuhúsum erlendis ganga upp- færslurnar gjarnan eins og á færi- bandi og aðstaða til samstarf verður þá ekki sambærileg. Er það viðcigandi í lokin að spyrja þig álits á íslcnskum söng- vurum? Það er vel viðeigandi þótt svar- ið verði að sjálfsögðu ekki tæm- andi. En í hreinskilni sagt þá sýn- ist mér að hér séu ótrúlega mörg góð efni meðal yngri söngvara, og margir þeirra gætu átt mikla framtíð fyrir sér ef þeir leggja rækt við starfið og ef þeim eru veitt þau tækifæri sem nauðsyn- leg eru. Ég er mjög ánægður með hlutverkaskipanina í aðalhlut- verkunum hér í Toscu og verð að segja að lokum að það hefur ver- ið mér mjög sérstæð og eftir- minnileg reynsla að vinna að þessari uppsetningu fyrir Þjóð- leikhúsið. ólg. Astin í skugga fasismans í þessari uppfærslu Þjóöleik- hússins hefur sögusvið óper- unnar verið fært til Rómar árið 1937. Sagan segir okkur frá pólitísk- um flóttamanni, Casare Ange- lotti, sem flúið hefur úr fangelsi fasista og leitað hælis í Sant And- rea della Valle kirkjunni í Róm með aðstoð D’Attavani mark- greifaynju. Þar er fyrir listmálarinn Mario Cavaradossi, fornvinur flóttamannsins, sem kemur honum til hjálpar. Floria Tosca er fræg óperusöngkona sem ann málaranum en þjáist jafnframt af afbrýðisemi í hans garð, ekki síst vega myndarinnar sem hann er að mála af Maríu Magdalenu, þar sem D’Attavani markgreifynja er fyrirmynd. Scarpia lögreglustjóri og fulltrúi yfirvaldsins kemur í kirkjuna til þess að leita flóttamannsins eftir að Cavaradossi hafði komið hon- um undan. Hann er æfur vegna flóttans, en sér sér jafnframt leik á borði að leggja agn fyrir óperu- söngkonuna Toscu með því að kynda undir afbrýðisemi hennar gagnvart Cavaradossi. Markmið hans er að knésetja Cavaradossi og vinna hug Toscu. Hann lætur síðan handtaka málarann og pynta á meðan Tosca er krafin sagna um afdrif flóttamannsins. Tosca stenst ekki kvalahljóð ást- manns síns og segir frá felustað Angelotti í húsi málarans. Henni er þá tjáð að hún geti bjargað lífi Cavaradossi með því að þýðast lögreglustjórann. Hún gengst að þessu en stingur Scarpia til bana með hníf þegar hann ætlar að heimta laun sín. Scarpia hafði lofað Toscu að aftaka Cavaradossi á þaki Eng- lakastalans í Róm yrði aðeins sviðsetning. Tosca er viðstödd aftökuna og hughreystir Cavara- dossi. En loforð Scarpia reyndust svik og þegar Tosca uppgötvar að aftakan var ekki sviðsetning heldur fúlasta alvara kastar hún sér fram af kastalaveggnum og fremur sjálfsmorð. 61g. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.