Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 8
Notrænir tónlistardagar Kven- norðmenn Ætli tónleikarnir sem haldnir voru í Norræna húsinu sl. fimmtudagskvöld hafi ekki helst veriö merkilegir fyrir að þar voru flutt tónverk eftir tvo kvennorö- menn? í það minnsta hef ég aldrei upplifað svoleiðis fyrr og þar sem þetta voru að auki einu kventónskáldin á Norrænum músíkdögum að þessu sinni, var ekki laust við að maður fyndi fyrirfram til vinskapar og velvirð- ingar. Spennandi líka að heyra hvernig þær stæðu sig við hliðina á öllum köllunum, sem sannast að segja voru nú orðnir nokkuð þungbærir í þýfinu. Og þær brugðust ekki. Satt að segja var ekki nokkur leið að heyra hjálparlaust eitthvað sér- kvenlegt eða sér-norskt í verkum þeirra Áse Hedström og Cesile Ore, sem áttu þarna sinn hvorn kvintettinn í pólsk- skandinavískum hátíðarstíl. Öllu fremur datt manni í hug músík eftir Lutoslawski, Penderecki og auðvitað Ligeti, ungverjann sem frægastur er síðan Bartók og gerði það gott í Stokkhólmi um árið. Þessir, ásamt fleirum koma átómatískt upp í hugann, þegar flutt er músík eftir marga kall- norð-menn og aðra skandínava og íslendinga líka, ef út í það er farið. Við þessu er auðvitað ekk- ert að segja, en mætti maður samt heldur biðja um beint samband. Tríó eftir Áskel okkar Másson, fyrir óbó, klarinett og fagott, var ekki það sem maður hefði helst viljað heyra úr þeim herbúðum, en það var auðvitað allt í lagi. Hinsvegar var þraut að sitja undir Note-Book eftir danann Mogens Winkel-Holm fyrir sömu „bes- etningu" og ekki gott að segja hvar það hefði endað án hjálpar Morfusar. Vegna veikinda eins hljóð- færaleikara varð að sleppa kvint- ett eftir Atla Ingólfsson, svo enn hef ég ekki heyrt þetta verk (sem heitir í e-moll en er ekki í e-moll), en vonandi verður úr því bætt innan tíðar. Norrænir sinfóníutónleikar Kannski að þessir tónleikar í Háskólabíó sl. föstudag hafi ver- ið gott sýnishorn af sinfónískum verknaði á norðurlöndum nær? Úr Danmörku heyrðust tvö tón- verk: Arcus, eftir Steen Pade og Márchenbilder eftir Hans Abra- KJORBOKINA SEMUR ÞÚ SJÁLFUR 26,3 MHXJÓNUM ÚTHLUTAÐ f VIÐBÓTAR- HÖFUNDARLAUN NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN rið 1986 ætlar að verða Kjörbókareigendum sérstaklega hagstætt og greinilegt að þeir eiga skemmtilega og spennandi lesningu í vændum. Reyndar vissu þeir að Kjörbókin ber háa vexti. Peir vissu líka að innstæð- an er algjörlega óbundin. Og þeir vissu að saman- burður við vísitölutryggða reikninga er vörn gegn verðbólgu. En ætli nokkurn hafi grunað að ávöxtun Kjörbókar fyrstu níu mánuði þessa árs samsvaraði 20,7% árs- ávöxtun. Það jafngildir verðtryggðum reikningi með 6,19% nafnvöxtum. Svona er Kjörbókin einmitt: Spennandi bók sem endar vel. Við bjóðum nýja sparifjár- eigendur velkomna í Kj örbókarklúbbinn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna kjörbók hamsen. Það síðarnefnda átti raunar upphaflega að byrja Nor- ræna músíkdaga, á tónleikunum 27. september, en var frestað af einhverjum ástæðum. En þarna var það semsé komið við illan leik og gerði heldur engum mein. En ekki skynjaði undirritaður ævint- ýrið á bak við það. Verk Pades er af nokkuð öðru sauðahúsi, höf- undurinn virðist nokkuð aðhyll- ast fagurfræði pelabarna (dada), og það er auðvitað huggulegt. En svona tæpitungumahler nær ekki að festast í skammtímaminninu neitt að ráði. Mætti reyna að rifja þetta og annað upp með sál- grejningu? Úr Svíþjóð fengum við að heyra búsúnukonsert eftir ma- gýran Miklos Maros, margfætt módernestykki án teljandi meiningar. En margt kunna þeir fyrir sér þessir piltar og einleikar- inn, Christian Lindberg, er hreinn snillingur. Ráða líklega fáir aðrir við þessa „könnun á út- jaðri tónsviðsins“. Tónleikum þessum lauk svo með Wirchlicher Wald eftir norð- manninn Arne Nordheim. Þetta er heilmikið söng- og hljómsveit- arverk og þaraðauki hálfgerður sellókonsert. Textinn er „Todes- erfhrung“, ljóð eftir Rainer Mar- ia Rilke og smávegis úr Jobsbók. Sumsé ekki sérlega upplífgandi. En Nordheim gerir úr þessu býsna áhrifaríkt tónverk, fullt af lífvænlegum blæbrigðum línu og hljóms... tilfinningum. Þetta var alvörutónverk og því dálítið eins- og útúr stílnum á NM. Það var örugglega flutt af Sólvegu Farin- ger sópransöngkonu og Aage Kvalbein sellóleikara, með góð- um stuðningi Langholtskórsins og hljómsveitarinnar u.stj. Páls Pampichler Pálssonar. Lokatónleikar Guðmundur Emilsson og ís- lenska hljómsveitin sáu um síð- ustu tónleikana á Norrænum músíkdögum í Langholtskirkju á laugardaginn var. Þeir hófust kl. hálf sex, skömmu eftir að næstsíðustu tónleikunum lauk í Kristskirkju og maður var því hálf lúinn strax í fyrsta verkinu, Concertino eftir Hans Holewa. Höfundurinn, sem hefur búið í Svíþjóð síðan fyrir stríð (1937), er upprunninn í Vínarborg. Ber tónlist hans þess augljós merki, minnir um margt á Berg og Schönberg (án þess að kópíera) og vekur líklega söknuð þeirra sem lifuð þá tíma. Svo kom Lamento f. clarinett og strengi eftir Anders Hillborg og það var mikill hasar. Guðni Franzson var ekki í miklum vand- ræðum að afgreiða það, málaður einsog trúður. En þetta var eigin- lega heldur langt, því hugmynd- in: brjálæðisköst (clarinett) á móti kyrrlátum bakgrunni (strengir) gengur úr sér á fáeinum mínútum. En þetta var þó alls- ekki leiðinlegt. Hillborg er frá Svíþjóð, en svo komu talsvert fræðilegar varíasjónir frá Finn- landi eftir Paavo Heininen. Ekki náði ég nú andanum í því þó þar væru strengir listilega stroknir undir stjórn Guðmundar. Aðalverkið kom svo síðast: Poemi eftir Hafliða Hallgríms- son. Poemi er einsog allir vita einskonar fiðlukonsert yfir myndir eftir Chagall og verð- launað í bak og fyrir. Sigrún Eð- valdsdótir lék á fiðluna af frá- bærri tækni og innlifun og meiri þroska en búast mætti við hjá svo ungri manneskju. Sú á eftir að verða góð. Og þarmeð lauk fjórðu Nor- rænum músíkdögum sem haldnir eru á íslandi, sem eflaust verður um ókomna daga minnst sem hát- íðar í felum. Heyrðu færri sam- tals þessa tólf tónleika en koma á venjulega sinfóníutónleika á góð- um degi. Líklega miklu færri, því yfirleitt voru þarna sömu útlendu gestirnir að viðbættum stjórn Tónskáldafélagsins með frúm og gagnrýnendum. Maður vonar bara að miðasalan hafi ekki átt að borga brúsann. LÞ Sinfóníuhljómsveitin Öndvegisverk Fyrstu áskriftatónleikar vetrarins á fimmtudag Fyrstu áskriftartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Islands á þessu starfsári verða í Háskólabíói fimmtudaginn 9. okt. n.k. Stjórn- andi hljómsveitarinnar verður Klauspeter Seibel en einleikari Vovka Ashkenazy. Efnisskrá tónleikanna verðurþannig: Moz- art: Don Giovanni forleikur, pían- ókonsertíD-dúrK 537. Brahms: Sinfóníanr. 1. Klauspeter Seibel hefur áður stjórnað tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar, síðast í febr. 1986. Þá stjórnaði hann tónverk- inu Carmina Burana eftir Carl Orff. Seibel er aðalhljómsveitar- stjóri við óperuna í Hamborg og prófessor við Tónlistarháskólann þar. Auk þess er hann aðalstjórn- andi Fílharmonfuhljómsveitar- innar í Nurnberg. Vovka Ashkenazy er fæddur ' Moskvu árið 1961 en ólst að mestu leyti upp á íslandi. Hann hóf píanónám kornungur. Sem unglingur nam hann hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni í Tón- listarskólanum í Reykjavík en fór, 1977, til framhaldsnáms í Englandi. Lauk námi frá Royal Northern College of Music árið 1983. Hefur síðan haldið tónleika víða um heim við sívaxandi virð- ingu og vinsældir. -mhg 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 8. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.