Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 14
VIDHORF
Hverjir skríða saman?
Það má ugglaust til sanns vegar
færa, að leiðtogafundur risaveld-
anna geti orðið efnalegur bú-
hnykkur fyrir ýmsa íslenska sölu-
menn og atvinnurekendur í bráð
og lengd. Þessu veldur sá aragrúi
fréttamanna úr öllum heimi, sem
flykkist hingað og hlýtur að
kynna nafn landsins. Líklega
verður enn auðveldara en áður
að selja fiskinn og fegurð lands-
ins. Og kannski verður loks hægt
að selja besta lambakjöt í heimi á
sannvirði.
Þá væri það blátt áfram tilgerð
að afneita því, að maður hafi dá-
lítið gaman af öllu tilstandinu. Og
alltaf vonar maður ósjálfrátt, að
blessað landið okkar sýni nú
eitthvað af sínum betri hliðum.
Rétt einsog menn vilja síður að
börnin þeirra séu óþekk og illa til
fara, þegar gestir koma.
En menn skulu fyrir alla muni
ekki ganga fram í þeirri dul, að
fundur pótintátanna verði til að
draga úr fjársóun til vígbúnaðar
eða stuðla að sjálfsákvörðunar-
rétti smáþjóða. Til þess þyrfti
blátt áfram að breyta um efna-
hagskerfi í Bandaríkjunum og
stjórnkerfi í Sovétríkjunum. Og
slíkt er vitaskuld ekki á dagskrá.
Að vísu mundi Gorbatsjoff
óska þess að geta létt drápsklyfj-
um vígbúnaðar að einhverju leyti
af hinu staðnaða sovéska efna-
hagskerfi án þess að þurfa í hinu
minnsta að slaka á heljartökum
Sovétríkjanna á leppríkjum
þeirra frá Afganistan til Tékkó-
slóvakíu. Og hann virðist svo
glámskyggn að halda, að um
þetta sé unnt að semja persónu-
lega við forseta Bandaríkjanna.
Árni Björnsson skrifar
„En menn skulufyrir alla muni ekki
gangafram íþeirri dul, aðfundur
pótintátanna verði til að draga úr
fjársóun til vígbúnaðar eða stuðla að
sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Til
þess þyrfti bláttáfram að breyta um
efnahagskerfi í Bandaríkjunum og
stjórnkerfi íSovétríkjunum. Ogslíkter
vitaskuld ekki á dagskrá. “
Reagan kemur hinsvegar til
fundarins af því að slá þarf ryki í
augu bandarískra kjósenda í
haust. Þeir tiltölulega fáu skatt-
greiðendur, sem á annað borð
neyta atkvæðisréttar þar í landi,
þykjast auðvitað sligaðir af út-
gjöldum til vígbúnaðar og vilja
minnka hann. Fulltrúar vopna-
framleiðenda í öldungadeildinni
þurfa því framyfir kosningar og
láta svo sem dregið verði úr þess-
um útgjöldum. En æðsti talsmað-
ur þeirra er Reagan. Til mála-
mynda verður e.t.v samið um að
fækka - í bili - einhverjum teg-
undum elflauga, sem þegar hafa
verið settar upp. Ef kosningar
verða svo nægar átyllur til að
magna vígbúnaðarframkvæmdir
á ný og setja upp nýjar eldflaugar
í stað hinna - framundir þarnæstu
kosningar. Á sama hátt verður
haldið áfram yfirgangi í garð smá-
ríkja einsog Granada og Níkarag-
úa. Talsmenn Bandaríkjastjórn-
SJÚKRAHÚS SKAGFIRÐINGA
SAUÐÁRKRÓKI
óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk.
1. Hjúkrunarfræðing nú þegar á nýja hjúkrunar-
og ellideild.
2. Hjúkrunarfræðinga - 2 stöður - á sjúkradeild
frá 1. jan. 1987.
3. Sjúkraliða nú þegar og frá 1. jan. 1987.
4. Röntgentækni í 50% stöðu á nýja og vel út-
búna röntgendeild, frá 1. des. 1986.
Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri á
staðnum í síma 95-5270.
Blaðbera
vantar
Jakasel
Jórusel
Jöklasel
Kaldasel
Jaðrasel
Kambasel
Kleifarsel
Klyfjasel
Kögursel
Langagerði
DJÓÐVIUINN
Sími
681333
ar eru m.a.s. svo hreinskilnir nú
þegar að ítreka, að þeir séu „ekki
bjartsýnir á varanlega lausn“.
Út úr þessum fundi kemur því
varla annað en ný staðfesting á
„friðsamlegri" skiptingu
heimsins í áhrifasvæði milli risa-
veldanna. Og það er ekkert til-
hlökkunarefni fyrir smáþjóðir
eða aðra þá, sem berjast fyrir
sjálfstæði sínu og frjálsræði og
vilja losna við óværu vígbúnaðar-
ins ásamt lífshættunni, sem af
honum stafar.
Það var í rauninni ósköp eðli-
leg ítrekun á þessari samtrygg-
ingu risaveldanna, sem hrökk
útúr utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna á dögunum. Hann taldi ís-
land góðan fundarstað, af því hér
væri svo öflug bandarísk herstöð.
Svona á þetta að vera, hugsa
þessir pótintátar: Þið hér; við
þar.
Ef þetta er réttur skilningur,
yrði með góðri samvisku hægt að
fyrirgefa fósturjörðinni, þótt hún
léti napurt næða um þá, sem vilja
níða brjóst hennar með morð-
virkjum líkt og Jakobína Sigurð-
ardóttir sagði í ákvæðaljóði fyrir
meira en þrem áratugum.
Láttu. fóstra, napurt um þá nceða
norðanélin þín,
fjörudrauga og fornar vofur
hræða.
Feigum villtu sýn
þeim sem vilja virkjum morðsins
níða
vammlaust brjóstið þitt.
Sýni þeim hver örlög böðuls bíða
bernskuríkið mitt.
Hinir gleyn eftur Ágúst Vigfússon idu
„Það er ekki hœgt að bera á mótiþvíað hér er mjög vangert við hina umkomuminnstu. Ríkriþjóð er til minnkunar og vanvirðu að búaþannig að allsleysingjum“. spyffi 'njt j'i
Undanfarið hefur mikið verið
rætt um góðærið, sem þeir vfsu
menn segja að sé í okkar kæra
landi. Þjóðviljinn eitt blaða hefur
dregið í efa að hér sé almennt
góðæri. Góðæri hverra? Ekki
skal í efa dregið að ýmsir bro-
ddborgarar og söluspekulantar
hafa bætt stöðu sína. En svo eru
þeir líka til og ekki svo fáir, sem
lifa við svo ömurleg kjör og
þröngan kost að með fádæmum
má telja. En á þennan hóp er
aldrei minnst. Ég á hér við ör-
yrkja og gamalmenni, - eigna-
laust fólk.
Ég heyrði nýlega öryrkjakonu
segja frá því sem henni er
skammtað og henni er ætlað að
lifa af. Hún fær alls kr. 19.341.
Húsaleigu verður hún að greiða
til Reykjavíkurborgar kr. 4.300. í
hús og hita fara 1.300. Eftir eru
þá til daglegra þarfa kr. 13.740.
Viljið þið athuga góðir lesendur
hvernig hægt er að lifa af þessu.
„Ég get ekki sagt,“ sagði konan,
„að ég hafi keypt mér flík síð-
astliðin tvö ár. Ég hef ekki ráð á
að láta gera við skóna mína hvað
þá að kaupa mér nýja. Er þetta
góðæri? Ég kalla þetta örbirgð."
Ég þykist vita að það sé all fjöl-
mennur hópur sem þannig er á-
statt fyrir, en það er lítið minnst á
okkur, við erum hinir gleymdu.
Þannig mælti konan sem ég
minntisti á.
Er þetta ekki ömurlegt, að það
skuli geta skeð í allsnægta-
þjóðfélagi, að þannig skuli búið
að öryrkjum og gamalmennum.
Stendur ekki einhversstaðar:
„Það sem þér gerið einum af mín-
um minnstu bræðrum, það hafið
þér mér gert.“ Það er ekki hægt
að bera á móti því að hér er mjög
vangert við hina umkomu-
minnstu. Ríkri þjóð er til
minnkunnar og vanvirðu að búa
þannig að allsleysingjum.
Menn tala um að verðbólgan
hafi minnkað. Sjálfsagt er það
rétt, en hefur dýrtíðin minnkað?
Færðu meira verðmæti fyrir
hverja unna klukkustund?
Ég er ófróður um allar fræði-
legar útskýringar, það er kannski
þess vegna sem mér er í nöp við
tilfinningalitla hagfræðinga. Er
verðbólga og dýrtíð ekki það
sama?
Væri nú ekki athugandi að
verkalýðshreyfingin og hinir
svokölluðu vinstrisinnar, sem
þykjast bera hag hinna umkomu-
minnstu fyrir brjósti kveddu sér
hljóðs og reyndu að fá einhverjar
úrbætur fyrir „hina gleymdu".
Ágúst Vigfússon
Maðurinn minn og faðir okkar
Jóhann J.E. Kúld
lést á Borgarspítalanum 7. október.
Geirþrúður J. Ásgeirsdóttir Kúld
Eiríkur og Helgi Kúld
Eiginmaður minn, faðir. tengdafaðir og afi
Björn Þorsteinsson
fv. prófessor,
andaðist á Borgarspítalanum mánudaginn 6. október.
Guðrún Guðmundsdóttir
Valgerður Björnsdóttir
og barnabörn.
Agúst Þorgeirsson
14 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN