Þjóðviljinn - 08.10.1986, Side 16

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Side 16
DlfiBVIUINN I 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Mlðvikudagur 8. október 1986 228. tólublað 51. órgangur- Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Síld Meira til Norðurlanda Samningar hafa tekist um sölu á 51 þúsund saltsfldartunnum til Svfþjóðar og Finnlands, og er það um 15 prósent meira en síðast. Seldar verða ýmsar tegundir saltaðrar sfldar, þar á meðal sér- verkuð flök sem framleidd hafa verið á vegum Sfldarútvegns- nefndar. Samningar við öflugustu salt- sfldarkaupendurna, Sovétmenn, hefjast í Reykjavík í dag. Bandalag jafnaðarmanna 9489 kjós- endur án þingmanns Framkvæmda- og landsnefnd Bandalags jafnaðarmanna, - þeirra sem ekki hafa gengið í aðra flokka - munu að öllum líkindum afhenda forseta sameinaðs al- þingis bréf í dag þarsem fjallað er um þá stöðu að allir þingmenn af BJ-Iistum eru komnir í aðra vist. Þorgils Axelsson, einn stað- fastra BJ-manna, sagði Þjóðvilj- anum í gær að verið væri að vinna að bréfaskriftunum í samráði við lögspekinga, og yrði erindið tii þingforseta væntanlega tilbúið í dag. - Við teljum þetta rangt og óréttlátt, sagði Þorgils, - við ætl- um okkur ekki að gerast neinn hæstiréttur, en viljum að þjóðin og þingið athugi þetta mál. Búast má við að BJ-menn krefjist þess að 9489 kjósendur BJ 1983 fái fulltrúa á alþingi með því að varaþingmenn taki sæti þeirra fjögurra fyrrverandi BJ- þingmanna sem hyggjast setjast á þing í vikunni undir öðrum flokksfánum. -m Leiðtogafundurinn Gyðingamir koma Leiðtogar gyðingasamtakannafá lendingarleyfi, standa við ísex tíma. Jerry Strober: Náum marhmiðum okkar með þessu Samkomulag hefur náðst um það, að hér megi lenda á föstu- dagsmorgni einkaflugvél frá Samstarfsnefnd amerískra gyð- ingasamtaka um málcfni sové- skra gyðinga. Að líkindum verð- ur um tugur forystumanna gyð- ingasamtaka í vélinni. Hópurinn gerir hér nokkurra stunda stans, að sögn Jerrys Stro- bers, talsmanns Samstarfsnefn- darinnar, sem hefur verið hér undanfarna daga og unnið að undirbúningi málsins. Flugvélin mun lenda um níuleytið og fljúga vestur aftur kl. 3 síðdegis. Á meðan munu þátttakendur í ferð þessari efna til alþjóðlegs blaða- mannafundar til kynningar á stöðu sovéskra gyðinga og bar- áttu sinni fyrir réttindum þeirra. Jerry Strober hafði á föstudag lagt inn tilmæli um að hér lenti flugvél með um fimmtíu manns, ekki til mótmælaaðgerða, heldur til að nýta það tækifæri að heimspressan er hér til að vekja athygli á málum sovéskra gyð- inga. Þeirri beiðni var synjað og Steingrímur Hermannsson við- hafði umdeild orð um að hann æskti ekki eftir slíkum gestakom- um. En í gærmorgun náðist svo samkomulag við fulltrúa ís- lenskra stjórnvalda um þetta mál sem fyrr segir. Jerry Strober sagði í viðtali við Þjóðviljann að hann og hans menn væru íslensk- um stjórnvöldum og þjóðinni þakklátir fyrir að fá þetta tæki- færi og teldi hann að mögulegt yrði með þessari heimsókn að ná þeim markmiðum sem ætlað var. Brottfarartíminn á föstudag er m.a. tengdur því að eftir sólsetur þann dag gengur í garð ein helsta hátíð gyðinga, Jom Kippur. -áb. Pravda Kvennaathvarfið Bubbi í herferð Enn á ný ætlar Bubbi Morthens að standa fyrir fjáröflun fyrir Kvennaathvarfið með tón- leikum á Akureyri, Selfossi og í Keflavík. Hljómleikahrinan hefst á morgun með tveimur tónleikum á Akureyri. Samtímis verða haldnir tónleikar í Sjálfstæðishúsinu og í Fél- agsmiðstöðinni Dynheimum og munu tónlista- mennirnir valsa á milli þessara staða. Að sögn Viðars Arnarsonar umboðsmanns Bubba að verður að skipuleggja þessa tónleika uppá mín- útu svo að allt gangi upp. Auk Bubba skemmta á tónleikunum Bjarni Tryggvason, Skriðjökl- arnir, Stuðkompaníið og danskompaníið Alís. Á föstudag verður Bubbi kominn á Hótel Selfoss, en þar skemmtir hann ásamt Megasi, dúett Guðjóns Guðmundssonar og Trinity frá Selfossi. Á sunnudag verður Bubbi síðan kom- in til Keflavíkur á síðdegisskemmtun í Félags- bíóinu og með honum dúett þeirra Guðjóns og Kristjáns og aðrir keflvískir listamenn. Að lokum verða Athvarfstónleikar í Há- skólabíó um aðra helgi. Ágóði rennur óskiptur til viðgerða á húsi athvarfsins. „Við erum vitanlega mjög þakk- látar Bubba fyrir það frumkvæði sem hann hef- ur haft í fjáröflun til handa Kvennaathvarfinu. Maður hefði nú haldið að aðrir ættu að telja sér málið skyldara og leggja til langtímalausnir á fjárhagsvanda Kvennaathvarfsins" sögðu þær Áthvarfskonur Guðrún Jónsdóttir og Jenný Anna Baldursdóttir. Kvennaathvarfið bíður nú eftir svari frá rík- Viðar Arnarson umboðsmaður Bubba á heiðurinn af skipulagn- inu vegna umsóknar um 800 þúsund króna ingu tónleikanna. Hann er hór ásamt fulltrúum Kvennaathvarfs- aukafjárveitingu, sem er sú lágmarksupphæð ins, Guðrúnu Jónsdóttur (t.v.) og Jenný önnu Baldursdóttur. sem þarf til þess að reka athvarfið út árið. Mynd Sig. -K.Ól. Engar æsifréttir Sovésk blöð hafa lagt áherslu á mikilvægi fundarins í Reykja- vík, en ekki verður sagt að þau hafl sagt fyrstu fréttir af honum með sérlegum tilþrifum. Fyrsta fréttin um fundinn kom á næstöftustu síðu Prövdu þann annan október. Þar er frétt neð- arlega á síðu og fyrirsögn er ekki beinlínis æsispennandi: „í blaðamannamiðstöð Utan- ríkisráðuneytis Sovétríkjanna“. Það er ekki fyrr en lesandinn fer að rýna í smáletrið að hann kemst að því, að í blaðamiðstöð- inni var daginn áður sagt frá fyrir- huguðum fundi Reagans og Gor- batsjofs. Sovésk blöð hafa annars mjög sérstæða fréttastefnu. Forsíða þessa dags í Prövdu er lögð undir frásögn af þingi þeirra sem stjórna pólitískri og félagslegri fræðslu í skólum landsins. Þar er og birt upphaf ræðu sem Gor- batsjof hélt á því þingi og heldur hún áfram á næstu tveim síðum blaðsins. Pravada er sex síður þennan dag. -áb. „í blaðamannamiðstöð Utanríkisráðunéytis Sovétríkjanna". WE OFFER EXPERTISE FOREIGN EXCHANGE SERVICES ' .. ■■■ Branch Offíces in two major Reykjavík hotels Hotel Saga Branch Hotel Esja Branch BUNAÐARBANKI ISLANDS The Agricultural Bank of Iceland Head Office - Austurstræti 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.