Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 5
Guðmundur G. Haraldsson og Freygarður Þorsteinsson við áhugaverðar tilraunir í efnarannsóknastofunni. Lýsi Eins og frá hefur verið greint hér í blaðinu hafa rannsóknir á lýsi staðið yfir hérlendis um alllangt skeið. Hafa þær beinst að því, að vinna úr lýsinu nýjar og verðmætar afurðir. Það eru Raunvísindastofnun Háskólans og Lýsi h.f., sem sameiginlega hafa staðið að þessum rannsókn- um. Blaðinu þótti forvitnilegt að skyggnast þarna ofurlítið um bekki og leitaði í því skyni til Guð- mundar G. Haraldssonar efna- fræðings, sem unnið hefur að rannsóknum af hálfu Raunvísind- astofnunar frá því í ársbyrjun 1985. Guðmundur G. Haraldsson er Suðurnesjamaður, fæddur og uppalinn í Sandgerði. Hann lauk BS gráðu í efnafræði frá Háskóla íslands 1976. Hóf síðan fram- haldsnám í Englandi 1978 og lauk doktorsgráðu í lífrænni efnafræði frá Háskólanum í Oxford 1982. Hvarf að því búnu til Bandaríkj- anna og stundaði þar rannsóknir í lífrænni efnafræði við Ohio State University í Ohio. Heimkominn hefur hann gegnt hálfri stöðu dósents í lífrænni efnafræði við Háskólann og hálfri stöðu sér- fræðings við Raunvísindastofnun Háskólans. Lýsi og heilsufar - Þess er þá fyrst að geta, sagði Guðmundur, - að um alllangt skeið hafa vísindamenn, bæði er- lendis svo og hér á landi, gefið auga áhrifum lýsis á heilsufar manna. Menn vissu, að Eskimóar neyta mjög mikillar fitu úr sjávar- fangi en fituneysla hefur verið talin mjög mikill orsakavaldur hjarta- og æðasjúkdóma. Á hinn bóginn blasti það einnig við, að meðal Eskimóa eru slíkir sjúk- dómar því nær óþekktir. Menn vissu einnig, að fólk í japönskum sjávarþorpum, neytir sjávarfangs í miklum mæli en þó eru þessir sjúkdómar hverfandi þar miðað við það sem gerist meðal fólks inn til landsins. Oft hefur verið bent á að Norðmenn áttu við mikinn matarskort að stríða á styrjaldarárunum og Guðmundur G. Haraldsson, efna- fræðingur: Sjáum ekkert því til fyrir- stöðu að okkur takist að gera enn betur með frekari rannsóknum. neyddust þá til að beina mataræði sínu að sjávarfangi og lýsi. Og enn reyndist útkoman gagnvart áður nefndum sjúkdómum sú sama. Hér skaut því eitthvað skökku við. Og enn er þess að geta, að nið- urstöður rannsókna hollenskra vísindamanna, sem spönnuðu 20 ára tímabil og birtar voru 1985, sýndu að dánartíðni var meira en helmingi lægri meðal þeirra, sem neyttu tveggja eða fleiri fiskmált- íða í viku en hinna. Hér bar því allt að einum brunni. Nú vitum við að það, sem ein- kennir fitu sjávardýra, eru mjög fjölómettaðar fitusýrur af svon- efndri Omega-3 gerð. Þær eru einstakar í sinni röð og finnast einkum í sjávarfangi, fiski og fitu sjávarspendýra. Spyrja mætti: Er þá ekki um að gera að drekka nógu mikið lýsi? Svarið er nei vegna þess að það inniheldur of mikið af A og D vítamínum, sem hafa óæskileg áhrif sé þeirra neytt í of ríkum mæli. En það er ekki einungis að lýsis- og fiskneysla hafi jákvæð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma heldur virðist hún einnig hafa já- kvæð áhrif á ýmsa aðra sjúk- dóma. Má þar t.d. nefna liðagigt, mígreni, mænusigg og jafnvel á sumar tegundir krabbameins. Að auki hefur verið bent á margvís- leg önnur jákvæð áhrif á fisk- og lýsisneyslu á lífsstarfsemina, svo sem taugakerfið, heilastarf- semina, sjón og ónæmiskerfið. Fjólómettaðar fitusýrur Um alllangt skeið hefur verið á markaði erlendis lýsisafurð með verulega hærra hlutfalli þessara fjölómettuðu fitusýra en kemur fyrir í venjulegu lýsi. Þessi er- lenda afurð nefnist Max EPA, en EPA, sem er skammstöfun fyrir eikosapentaensýru, er talin hind- ra samlögun á blóðflögum, tefja blóðstorknun og minnka þannig hættu á blóðtappa. Magn hennar í venjulegu þroskalýsi er um 9%. Önnur mjög æskileg fitusýra af Omega-3 gerð nefnist dokósa- hexaensýra eða DHA. Magn hennar í venjulegu þorskalýsi er um 10%. í Max EPA er sam- eiginleg prósenta þessara efna um 30,18% EPA og 12% DHA. DHA er ekki nándar nærri eins vel rannsökuð og EPA, en hún Eskimóar neyta mjög mikillar fitu úr sjávarfangi og á meðal þeirra eru hjarta- og æðasjúkdómar nær óþekktir. Tuttugu ára rannsóknir hollenskra vísindamanna sýna að dánartíðni var meira en helmingi lægri meðal þeirra sem neyttu tveggja eða fleiri fiskmáltíða á viku en hinna. Lýsis- og fiskneysla hefur ekki bara jákvæð áhrif á hjarta- og æðasjúk- dóma heldur líka á liðagigt, míg- reni, mænusigg og jafnvel sumar tegundir krabbameins. Flmmtudagur 9. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Eigum að geta gert enn betur Guðmundur G. Haraldsson, efnafrœðingur: Höfum náð mjöggóðum árangri. Fita úr sjávarfangi hefur jákvœð áhrifá heilsufar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.