Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 9
Allt ofmörg börn verðafyrir ofbeldi VERÐUM AÐ RJÚFA ÞÖGNINA Skráningu á ofbeldi gagnvart börnum er mjög ábótavant á íslenskum sjúkrastofnunum. Það er tabú að rœða þessi mál og það er barnið sem situr uppi með sektarkenndina og leyndarmálið sem aldrei má vitnast. Rœtt við Aðalbjörgu Helgadóttur og Huldu Gránz, félaga í barnahópi Kvennaathvarfsins í Reykjavík. Getur Jþað verið að fjórðungur stúlkna á Islandi hafí verið misnotað- ar kynferðislega áður en þær náðu 13 ára aldri? Að 10% drengja hafi orðið fyrir þessari reynslu í æsku? Eða get- ur það verið að þorri manna þegi þunnu hljóði þótt hann viti um and- legt eða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum? Finnist ekki ástæða til að grípa í taumana? Því miður er margt sem bendir til að þessar hrikalegu tölur eigi við á íslandi. Þær eru teknar úr bandarísk- um rannsóknum og athuganir í öðr- um löndum benda til hins sama. Hér á landi eru kannanir á þessum feimnismálum ákaflega frumstæðar en allar vísbendingar hníga í þá átt að hér sé ofbeldi gagnvart börnum al- gengara en samfélagið vill viður- kenna. Eins og áður sagði eru skýrslur og skrár um barnaofbeldi ákaflega fá- tæklegar á íslandi. Einstaklingar hafa á sfðustu misserum beitt sér fyrir aukinni fræðslu um þessi mál og m.a. verið haldnar ráðstefnur með starfsfólki heilbrigðisþjónustu og uppeldisstétta í því skyni. í tengslum við Kvennaathvarfið í Reykjavík hefur undanfarin tvö ár verið starf- andi sérstakur barnahópur, sem hef- ur einkum það hlutverk að styðja við bakið á barnastarfsmanni athvarfs- ins og ekki síður að beita sér fyrir vitrænni umræðu um barnaofbeldi í þjóðfélaginu. Þjóðviljinn hitti að máli tvo félaga í hópnum, Aðal- björgu Helgadóttur og Huldu Gránz og þær voru fyrst spurðar hver hefðu verið tildrögin að stofnun barna- hópsins: Þörfin var brýn „Barnahópur Kvennaathvarfsins var stofnaður árið 1984 og var hug- myndin upphaflega sú að komast út með börnin og sinna þeim. Fljótlega var ráðinn starfsmaður í hlutastarfi og aðstoðaði hópurinn hann eftir föngum. Börnunum í athvarfinu fjölgaði og nú er þessi starfsmaður í fullu starfi en sjónir okkar í barna- hópnum hafa æ meira beinst að rót- inni að þeim vandamálum sem börn- in eiga við að stríða. Við verðum varar við að þau hafa verið beitt of- beldi, líkamlegu og andlegu og okk- ar starf miðar einkum að því að safna upplýsingum um þau mál og hvetja til aukinnar umræðu um ofbeldi gegn börnum. Okkur finnst löngu kominn tími til að svipta leyndarhulunni af þessum málum og fá samfélagið til að takast á við vandann“. Konurnar í barnahópnum hafa beitt sér fyrir auknu fræðslustarfi og er skemmst að minnast opins félags- fundar um sifjaspell í ágúst sl, en hann var mjög fjölmennur. Þótti þar ýmsum ógnvekjandi vísbendingar koma fram. En áður en við höldum lengra voru þær Aðalbjörg og Hulda Hulda með soninn Egil og Aðalbjörg: samfélagið neitar að horfast í augu við hið mikla og almenna ofbeldi gagnvart börnunum okkar. Ljósm. Ari. beðnar um að skýra fyrir lesendum hvað átt væri við þegar talað er um ofbeldi á börnum: Fjórir þættir „Almennt má orða það svo að ill meðferð á börnum er allt það sem kann að skaða þau. Þetta hefur verið flokkað í fjóra meginþætti: í fyrsta lagi líkamlegt ofbeldi, sem oftast er í formi líkamsrefsinga svo að áverkar hljótast af. í slíkum tilfellum bera foreldrar gjarnan við ólíklegum skýringum, sem við nánari athugun eiga ekki við rök að styðjast. í öðru lagi tölum við um kynferðislega á- reitni. Þar hefur barnið verið notað til að fullnægja þörfum annars eldri aðila og eru stúlkubörn ofast þo- lendur. Þar getur verið um að ræða stripl, þukl og jafnvel samfarir. í þriðja lagi andleg kúgun. Þá er sjálfs- mynd barnsins fótum troðin svo það tapar öllu sjálfstrausti og gjarnan trausti á aðra um leið. Loks flokkum við vanrækslu undir illa meðferð. Nauðþurftum er ekki sinnt og örygg- is ekki gætt þannig að barnið verður fyrir andlegu eða iíkamlegu tjóni. Hér veldur miklu hinn óhóflega íangi vinnudagur íslenskra foreldra og mjög erfiðar aðstæður barnafjöl- skyldna. Fólk á í basli með að koma sér upp húsnæði, dagvistirnar eru fáar og skóladagurinn er sundur slitinn oft á tíðum“. En hvaða börn í samfélaginu sæta einkum ofbeldi? Er þar eingöngu um að ræða börn frá erfiðum heimilum? „Nú er það auðvitað svo að oftast komast slík börn á skrá í tengslum við önnur vandamál. Við getum tekið börnin hér í Kvennaathvarfinu sem dæmi. Þegar fjölskyldan hefur leyst upp og móðirin opnar sig hér hjá okkur fylgja gjaman með frá- sagnir um ofbeldi gagnvart börnun- um. Raunar er það oft svo að konur hafa látið kúga sig árum saman en þegar ofbeldið beinist að barninu er henni nóg boðið.“ í öllum hópum „Frá því Kvennaathvarfið opnaði fyrir fjóram árum hafa 535 börn komið þangað með mæðrum sínum. Það lætur nærri að um 15% kvenn- anna telji ofbeldi gagnvart bömum sínum eina af ástæðunum fyrir því að þær leituðu hingað. Ugglaust er of- beldi gagnvart börnum mun al- gengara en þetta hér á landi og það sem vekur furðu margra er að það viðgengst í öllum hópum samfélags- ins. Hinar svokölluðu betri fjöl- skyldur eru þar engin undantekning. Við höfum fengið að heyra hrika- legar sögur um kynferðislega mis- notkun á börnum og þykir nóg um en því miður virðist flestum ljóst að of- beldið er algengara en opinberar tölur segja til um“. Skráningin í molum „Skráningu um ofbeldi gagnvart börnum er ábótavant á íslenskum sjúkrastofnunum. Til skamms tíma að minnsta kosti var ekki gerð til- raun til að grafast fyrir um raunveru- legar orsakir þess að foreldrar komu með börn sín stórsködduð á slysa- varðstofur. Oft virðast fráleitar skýr- ingar foreldra eða tilsjónarmanna bamanna vera látnar duga. Hér er á ferðinni samfélagslegt vandamál sem er fólgið í því að ofbeldi á börn- um, sérstaklega kynferðislegt, er sveipað þessari leyndarhulu sem við töluðum um áðan. Það er tabú að ræða þessi mál og það er barnið sem situr uppi með nagandi sektarkennd- ina og leyndarmálið sem aldrei má vitnast. Ahrifin á barnið eru þau að það einangrast, verður dapurt í bragði, nær ekki eðlilegum þroska, gengur illa í skóla og gefst oft á tíðum upp. Síðar á ævinni koma fram alvar- legir sálrænir brestir og jafnvel þörf fyrir að beita aðra svipuðu ofbeldi og það varð sjálft fyrir. Þannig verður til þessi óttalegi arfur kynslóðanna". Hvað ber að gera? Bamahópurinn er að gefa út stutta kynningarbæklinga um hvað sé átt við með „illri meðferð á börnum'* og „kynferðislegri áreitni", hvernig megi búast við að börn bregðist við og hvert fólk eigi að snúa sér í leit að aðstoð. Ætlunin er að láta þessa bæklinga liggja frammi á ýmsum stöðum; opinberum stofnunum, læknastofum og víðar. Það má gera ráð fyrir að hér á landi sem annars staðar séu mörg börn sem verða fyrir kynferðislegri áreitni. Þá er oftast um að ræða karla sem era nátengdir barninu og þeir virðast vera úr öllum stéttum þjóðfélagsins. í þessum leiðbeiningum er að finna ýmis góð ráð til foreldra og annarra sem hafa með barnið að gera. Oftast verða umsjónarmenn barnsins varir við breytingar á barn- inu eftir slíka reynslu: það verður myrkfælið, fær martraðir, fer að pissa undir, verður lystarlaust, gengur illa í skólanum o.s.frv. Þegar hulunni er svipt af leyndardóminum ríður á, að sá sem barn leitar til haldi ró sinni. Barnið verður að finna trún- aðartraust og öryggiskennd, sem það hefur smám saman misst eftir sína skelfilegu reynslu. Við spurðum þær Aðalbjörgu og Huldu hvert foreldri 'ætti í raun að snúa sér ef það komist að raun um kynferðislega misnotkun sem og annað ofbeldi á börnum: Borgaraleg skylda „Það er borgaraleg skylda hvers og eins að leita til barnaverndar- nefnda ef hann verður var við að barn hafi verið beitt ofbeldi. í þétt- býli era félagsmálastofnanir fulltrúar bamaverndarnefnda. Þetta á jafnt við foreldra barnsins sem og þá sem verða vitni að ofbeldi í garð barns sem það ber enga ábyrgð á. Staðr- eyndin er sú að þeir sem beita ofbeldi einu sinni gera það jafnan aftur. Kynferðisafbrotamenn láta sér sjald- nast segjast þótt þeir fái dóm og raunar virðast íslensk dómsyfirvöld taka furðu mildilega á slíkum glæp- um. í barnaverndarlögum er meira að segja kveðið á um að hver sá sem verði þess vís að barn sé beitt ofbeldi eða því misboðið siðferðilega, beri skylda til að tilkynna það félags- málayfirvöldum. Vanræki menn heimili barnsins. Við verðum að gefa því meiri gaum þegar við sjáum bam með áverka og velta fyrir okkur hvemig það hlaut meiðslin. Sérstak- lega er þörf á aðgæslu í þessum efn- um á meðal heilbrigðisstéttanna, sem gjarnan binda um sár sem bam- ið hefur hlotið af völdum ofbeldis á heimilinu. Sama er að segja um kennara og fóstrur. í nútímasamfé- lagi eyða flest börn þorra æskuár- anna með starfsfólki dagvista og skóla og þar eiga þau skjól ef heimil- isaðstæður eru slæmar. Við megum aldrei láta það bregðast að koma barninu til hjálpar ef okkur grunar að það hafi verið fórnarlamb ofbeld- is því oftast á það eftir að verða fyrir svipaðri reynslu á ný nema gripið sé í taumana". Margt á döfinni Auk þeirra Aðalbjargar og Huldu, sem við höfum hér rætt við, hafa sjö konur verið starfandi í barn- ahópi Samtaka um Kvennaathvarf. Þær eru Hrefna Þórarinsdóttir, Bergljót Baldursdóttir, Hólmfríður Aradóttir, Oddbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Georgsdóttir, Jenny Bald- ursdóttir og Jenny Bjarnadóttir. Við spurðum þær Aðalbjörgu og Huldu að lokum hvað væri nú á döfinni í starfi barnahópsins: „Það er margt sem við erum með á prjónunum en ef til vill minna sem hægt er að gera eingöngu í sjálfboð- aliðastarfi. Við erum að taka upp nánari samvinnu við Unglingaat- hvarfið sem Rauði krossinn rekur við Tjarnargötu og innan tíðar ætlum við að vera með símatíma einu sinni í viku, þangað sem börn og unglingar geta hringt og tilkynnt um ofbeldi sem þau hafa orðið fyrir eða rætt sín vandamál að öðru leyti. Þá viljum við benda krökkum á að hafa sam- band við Unglingaathvarfið ef eitthvað bjátar á, en síminn þar er 622266 og opið allan sólarhringinn. Hvað fræðslustarfið varðar og bar- áttu okkar fyrir aukinni umræðu um vanda barna í samfélaginu dreymir okkur um ráðstefnu sérfræðinga úr öllum stéttum þar sem þeir gætu miðlað upplýsingum og borið saman bækur sínar um þessi vandamál. Við höfum ekki aðstöðu til að koma slíku á laggirnar en viljum aðstoða eftir föngum. Hins vegar er ráðgert að barnahópur og ráðgjafahópur um nauðgunarmál, sem einnig starfar innan Kvennaathvarfsins, haldi námskeið með Guðrúnu Jónsdóttur lektor um sifjaspell nú í haust og er þetta hluti af virkara fræðslustarfi um ofbeldi gagnvart börnum í samfé- laginu“. -v. þetta getur það hreinlega varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Á vegum félagsmálastofnana er sérhæft starfsfólk og til þess ber skilyrðislaust að tilkynna alla vit- neskju um ofbeldi í garð barnanna. Þau geta sjaldnast borið hönd yfir höfuð sér og m.a. þess vegna er of- beldi í þeirra garð eins mikið og raun ber vitni". 15 árum á eftir Þær Aðalbjörg og Hulda eru sam- mála um að öll umræða um barnaof- beldi sé 10-15 áram á eftir því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Hér séu rannsóknir á þessum óttalega leyndardómi rétt að byrja, skráning ofbeldis í sjúkraskýrslur sé öll í brot- um, almenningsálitið loki augunum meira og minna fyrir vandanum og upplýsingarit um þessi efni sé vart að fá hér á landi. „Okkur finnst fyrir löngu kominn tími til að rjúfa þögnina. Umræðan hefur verið talsvert í gangi að undan- fömu en við leggjum áherslu á að neikvæð umræða er verri en engin. Hún má ekki festast í hefnigirni gagnvart einum skúrki í skúmaskoti því við skulum ekki gleyma að vett- vangur þessara atburða er oftast Ef þig grunar að bam sæti illri meðferð þá ber þér skylda til að láta barnaverndarnefndir vita. Viðurlög eru allt að 2ja ára fangelsi. FLÓTTAMENN 86 LÁTUM ÞÁ EKKI ÞURFA AÐ LÍÐA OG BÍÐA ••• Álfheiður Ingadóttir: grundvöllur okkar starfsemi er nafn- leynd og hana er ekki hægt að veita ef opinberir aðilar sjá um reksturinn. Hvers vegna fleiri börn? Konur leita fyrr hjálpar Álfheiður Ingadóttir gjaldkeri Kvennaathvarfs: fleiri börnfyrri helmingþessa árs en allt árið ífyrra. Hér rekum við heimili - ekki stofnun Það er óhætt að segja að við sem stöndum að rekstri Kvenna- athvarfsins vorum ekki undir það búnar að taka við þessum fjölda barna og unglinga sem koma hingað í fylgd mæðra sinna. Bamafjöldinn hefur farið vax- andi og má nefna að fyrri hluta þessa árs höfðu komið jafnmörg böm í athvarfið og allt árið í fyrra. Þetta segir Álfheiður Ingadótt- ir gjaldkeri Samtaka um Kvenna- athvarf er Þjóðviljinn innti hana álits á vaxandi barnafjölda í at- hvarfinu. Hún var spurð um skýr- ingar á þessari þróun: Æ yngri konur „Þegar við stofnuðum Kvenna- athvarfið fyrir tæpum fjórum árum var ásóknin mest frá eldri konum. Ugglaust hefur þar verið uppsafnaður vandi á ferðinni, konur sem höfðu þolað ofbeldi heima fyrir lengi og höfðu fengið nóg. Hins vegar hefur þróunin verið sú að konurnar sem hingað leita eru æ yngri og hafa þá eðli- lega með sér fleiri börn. Skýring- in liggur trúlega m.a. í því að við- horf til athvarfsins hafa breyst, fleiri konur vita um þessa starf- semi og þær leita því fyrr hjálpar en áður var. Til marks um ástand- ið hjá okkur má nefna að hér hafa dvalið samtímis allt að 16 börn á öllum aldri, allt frá 2ja mánaða upp í 18 ára. Okkar starfsemi var ekki miðuð við þennan fjölda í upphafi. Einu og hálfu ári eftir að athvarfið opnaði réðum við sér- stakan starfsmann til að annast börnin og er hann í heilu starfi nú eins og nærri má geta“, sagði Álf- heiður. Aðrar þarfir „Það gefur auga leið að þegar svo mörg börn eru saman komin á öllum aldri eru þarfirnar ólíkar og þeim verður að mæta eins og kostur er. Leikrými yngstu barn- anna verður að vera fyrir hendi, næði til lærdóms fyrir þau eldri og auk þess þurfa unglingarnir svig- rúm í sínum tómstundum því eins og við vitum er ekki allt of mikið gert fyrir þann aldurshóp af hálfu hins opinbera. Ég get hins vegar fullyrt að börnunum í Kvennaat- hvarfinu líður eftir atvikum vel og okkar hlutverk er að skapa þeim heimilislegt umhverfi, sem þau gjarnan hafa farið á mis við. Þetta breytir eðlilega talsvert því starfi sem við höfum unnið hér um hartnær 4urra ára skeið því börnin eru oft illa farin þegar þau koma hingað og þurfa mikla umönnun, sem mæðurnar hafa oft takmarkaða möguleika á að veita. Samvinna við aðra „Auðvitað höfum við í Kvenna- athvarfinu ekki unnið þetta með- ferðarstarf einar enda ekki með sérþekkingu á slíkum vandamál- um. Við höfum hins vegar leitað til félagsmálastofnunar borgar- innar og fengið mikla og góða að- stoð og að undanfömu höfum við tekið upp góða og vaxandi sam- vinnu við Unglingaathvarfið sem rekið er á vegum Rauða krossins í Tjarnargötu. Fyrir skömmu var tekin upp sú nýbreytni að ung- lingar sem dvelja hjá okkur geta verið í Unglingaathvarfinu á dag- inn í sambýii við félaga sína og notið þess stuðnings sem þar er að fá. Þá er verið að taka upp símaþjónustu sem unglingarnir geta nýtt sér. Verður auglýstur símatími tvisvar í viku til að byrja með og gefst unglingum sem búa við ofbeldi heima fyrir eða önnur vandamál, kostur á að hringja og leita aðstoðar.“ Ofbeldi á börnum Álfheiður vitnar í skýrslur sem hún hefur lesið þar sem kemur í ljós að konur leita til Kvennaat- hvarfsins eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu sambýl- ismanns. „En það er athyglisvert að í þessum skýrslum er oftast aðeins getið um ofbeldi gagnvart barninu einu sinni. Það segir okk- ur að konan þolir ítrekað ofbeldi gagnvart sjálfum sér en henni er nóg boðið þegar barnið hennar verður fyrir því. Hins vegar eru hin dæmin því miður einnig fyrir hendi þar sem börnin hafa orðið fyrir ofbeldi æ ofan í æ, bæði líkamlegum meiðingum og sifja- spelli. I slíkum tilfellum leitum við auðvitað til sérfræðinga og taka þeir á málunum. Neyðar- síminn og unglingaathvarfið eru vonandi leiðir sem opnast fyrir þessi börn þótt eflaust verði það fyrst og fremst þau eldri sem nýta sér þá möguleika". Nú hafa átt sér stað umræður um rekstur Kvennaathvarfsins og menn m.a. sett fram þá skoðun að það eigi ekki að reka sem sjálfseignarstofnun eins og nú er gert heldur sjálfsagða þjónustu af hálfu sveitarfélaga. Hvað segir Álfheiður Ingadóttir um þessar hugmyndir: „Ég er þeim algerlega andvíg. Við rekum Kvennaathvarfið í Reykjavík eftir fyrirmynd frá Osló, en þar var fyrsta kvennaat- hvarfið á Norðurlöndum stofnað í maí 1978. Öll kvennaathvörfin sem rekin eru á Norðurlöndun- um í dag eru sjálfseignarstofnanir en ekki stjórnað af félagsmála- stofnunum. Ástæðan er einföld. Grundvöllur starfseminnar bygg- ir á nafnleynd og það er útilokað fyrir opinbera stofnun að veita þá leynd. Hingað koma konur sjál- fviljugar, þær eru hvergi á skrá. Við bjóðum þeim heimili um stundarsakir 'og þær hafa það ekki á tilfinningunni að þær dvelji á stofnun. Því miður er ég sannfærð um að árangurinn yrði ekki sem skyldi ef athvarfið yrði rekið sem deild innan fé- lagsmálastofnunar, eins og hug- myndir hafa komið um,“ sagði Álfheiður Ingadóttir að lokum. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.