Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Leiðtogafundurinn Sovétmenn draga í land Iritstjórnargrein íPrövdu, málgagni sovéska kommúnistaflokksins, var ígær breytt um tón varðandi vonir um áþreifanlegan árangur af mini-leiðtogafundinum í Reykjavík um helgina Moskvu - í gær birtist í Prövdu, málgagni sovéska kommún- istaflokksins, grein eftir aðal- ritstjóra blaðsins, þar sem var- að er við of mikilli bjartsýni varðandi niðurstöður af fundi Gorbatsjofs og Reagans um næstu helgi. Hingað til hafa hins vegar opinberir embætt- ismenn og fjölmiðlar í Sovét- ríkjunum látið í Ijós miklar von- ir um að áþreifanlegur árangur yrði af fundinum. Aðalritstjórinn, Viktor Afana- sjef, sagði í grein sinni að vonir heimsins væru bundnar við leiðtogafundinn um helgina. En hann bætti hins vegar við, að heimurinn hefði einnig áhyggjur af því hversu lítil þróun hefði átt sér stað í afvopnunarumræðunni frá því á síðasta fundi leiðtoganna í Genf í fyrra. „Vonimar sem bundnar eru við Reykjavík eru miklar en áhyggjur og kvíði eru ef til vill alveg jafn miklar“, segir Afanasjef í grein sinni. í síðustu viku sögðu sovéskir embættismenn að Reagan og Gorbatsjof myndu ef til vill ná saman útlínum að samkomulagi um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Eins og kunnugt er, hafa Sovétmenn stöðvað til- raunir með kjamorkuvopn í um það bil ár en Bandaríkjamenn hafa neitað að fylgja fordæmi þeirra. f>á sagði einnig í Prövdu 4. október, að nú væru að koma fram „ákveðnar líkur á því að bú- ast mætti við árangri í viðræðum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um kjarnorku og geimvopn.“ Þessi ummæli komu dipló- mötum nokkuð á óvart þar sem mikill ágreiningur ríkir nú meðal stórveldanna um geimvarnaáætl- un Bandaríkjanna (SDI). Banda- rískir embættismenn hafa sem kunnugt er mótmælt því að búast megi við miklum árangri á fund- inum £ Reykjavík, segja hann fyrst og fremst ætlaðan sem vinn- ufund til undirbúnings raunveru- legum fundi í Bandaríkjunum, mögulega á þessu ári. I grein Prövdu í gær er hins vegar dregið úr þessum vonum og sagt að leiðtogarnir muni um helgina „greina ástandið og draga upp ákveðnar línur sem tryggðu fram- þróun í nokkrum málum sem tengjast kjarnorkuvopnum.“ Hans Blix Kjarnorka eina leiðin Cannes - Hans Blix, forstöðu- maður Alþjóðakjarnorkumála- ráðsins sagði í gær að hann byggist við að fólk fengi innan tíðar aftur trú á kjarnorku sem aflgjafa, þrátt fyrir Tsjernóbíl slysið. Blix var að tala á Alþjóða ork- uþinginu sem nú er haldið í Frakklandi. Blix sagði að eini orkugjafinn sém nú um stundir gæti komið í stað kjarnorku, væri orka frá kolum og fólk teldi þann kost ekki vænlegan vegna mikil- lar mengunar frá kolabrennslu. Vegna þessa myndi almenningur smátt og smátt snúast á sveif með kjarnorku á ný. Ekki er vitað hvort einhver benti Blix á sólar- orku eða aðra möguleika í orku- öflun framtíðarinnar. Weinberger/Afganistan Segir Sovét svíkja Peking - Varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Caspar Weinberger, sakaði í gær So- vétríkin um að hafa nýlega bætt við herafla sinn í Afgan- istan, einnig sakaði hann So- vétríkin um að undirbúa svik á ýfirlýsingum um áætlun um að fækka í herafla sínum i Afgan- istan á næstunni. Bandarískur embættismaður sem ekki vildi láta nafns síns get- ið, sagði þetta í gær. Hann sagði að Weinberger sem er nú í opin- berri heimsókn í Kína, hefði látið þessi orð falla í samtali við kín- verska varnarmálaráðherrann, Zhang Aiping. „Við búumst við að Sovét- menn beiti þeim klækjum að bæta við hersveitum svo talið verði að þeir séu að fækka her- mönnum í raun, þó sami fjöldi verði í landinu eftir sem áður“, hafði embættimaðurinn eftir Weinberger. Embættismaðurinn sagði ennfremur að Sovétmenn hefðu sent fjölmargar hersveitir til landsins á síðustu vikum og þar með aukið við þá 118.000 her- menn sem verið hafa í Afganist- an. Leiðtogi Sovétríkjanna, Mik- hafl Gorbatsjof, tilkynnti þann 28. júlí í sumar, í ræðu sem hann hélt í Vladivostok, að sovésk yfir- völd hefðu í hyggju að flytja sex hersveitir sínar frá Afganistan fyrir lok þessa árs. Caspar Weinberger. Harðorður í garð Sovétmanna, sem fyrr. Skœruliðar á Filippseyjum Sagðir hafa drepið 600 af eigin mönnum Yfirmaður ífilippinska hernum sagði í gœr að skœruliðar kommúnista íhinum svonefnda „Nýja Þjóðarher“ hefðuframiðfjöldamorð nýlega á 600 mönnum í eigin hersem taldir voru uppljóstrarar stjórnvalda Peking - Háttsettur yfirmaður í her Filippseyja sagði í gær að kommúnískir skæruliðar hefðu myrt 600 menn úr eigin liði á þessu ári í þeim tilgangi að hreinsa hreyfinguna, „Nýja Þjóðarherinn“ af uppljóstrur- um yfirvalda í Manila. „Nýja fréttastofan" á Filipps- eyjum hafði þetta eftir undirhers- höfðingjanum Mariano Adalem, að „Nýi Þjóðarherinn" hefði drepið 600 menn í „fjöldamorði" á eyjunni Mindanao en Adalem er yfirmaður hersins á norður hluta þeirrar eyju. Hann sagði á ráðstefnu yfirmanna hersins að fjöldagrafir hefðu fundist á suður hluta eyjunnar og talið væri að fórnarlömbin væru fulltrúar eða útsendarar stjórnvalda. Ekki hef- ur frést af tilkynningu um þetta mál frá sveitum kommúnista. Adalem sagði að ein gröf hefði fundist í Misamis héraði með lík- um að minnsta kosti 100 manna. Skæruliðasveitir kommúnista hafa barist við stjórnvöld á Fil- ippseyjum síðastliðin 17 ár og átök þeirra við hersveitir halda Mótmæli viðx v-þýska sendiraoið áfram þrátt fyrir hvatningar frá báðum aðilum um vopnahlé. Rúmlega 3000 manns hafa nú lát- ist í átökum á þessu ári og eru þau sérstaklega hörð á Mindanao. Ásakanir um dráp kommún- ista á eigin félögum hafa oft kom- ið fram áður en hingað til hafa ekki verið gefnar upp tölur um fjölda þeirra sem eiga að hafa verið drepnir. Adalem sagðist áætla að fjöldi manna í „Nýja í*jóðarhernum“ á Filippseyjum væri nú um það bil 800 eftir morð- in á grunuðum uppljóstrurum. ERLENDAR FRÉTTIR hjörleífsson/R EUIER Shimon Peres, fráfarandi forsætisráð- herra (sraels (víkur úr embætti á morgun fyrir harðlínumanningum Ytzak Shamir sem hingað til hef- ur verið utanríkisráðherra) kom í gær til Parísar í opinbera heim- sókn og voru gerðar gífurlegar öryggisráðstafanir í París af því tilefni. Fjöldi hermannafylgdi þot- unni á bílum eftir að hún var lent og lögreglumenn stilltu sér upp í röðum eftir þeim götum sem Per- es ók inn í París frá Orly flugvelli. Þessar öryggisráðstafanir eru ekki taldar óeðlilegar í Ijósi þeirra miklu hermdarverka sem framin hafa verið í París að undanförnu. (fyrradag var gerð opinber orð- sending frá armenskri neðanj- arðarhreyfingu þar sem sagði að Mitterrand Frakklandsforseti væri á dauðalista þeirra. í þessari orðsendingu voru Jihad samtök- in í Líbanon hvött til að lífláta einn sinna frönsku gísla meðan Peres væri í Frakklandsheimsókn sinni. Sendiherrar Arabaríkja í Frakk- landi hafa lýst yfir áhyggjum sín- um vegna óvildar fjölmiðla í garð Araba sem búsettir eru í Frakk- landi. Nokkrir sendiherrar Ara- baríkja fara á morgun í heimsókn til Chiracs, forsætisráherra Frakklands, til að kvarta yfir þessari óvild sem þeir segja að hafi jafnvel komið fram í málflutn- ingi franskra ráðherra í kjölfar skemmdarverkanna i París að undanförnu. „Við mótmælum því að litið sé á hvern einasta Araba sem hryðjuverkamann eða tengdan hryðjuverkamanni", sagði einn sendiherranna við fréttamenn í gær. Skordýraeitur varð nýlega 30.000 farfuglum að bana á friðlýstu svæði í Andalús- íu á Spáni. I tilkynningu frá fylkis- stjórn Andalúsíu í gær sagði, að athuganir sýndu að blanda leyfðra og bannaðra eiturefna hefði orðið fuglunum að bana. Það var í ágúst í sumar sem þús- undir af öndum og öðrum farfugl- um fundust dauöir á mýrum og ökrum við mörk Donana garðsins sem er eitt af mikilvægustu nátt- úruverndarsvæðum Evrópu. Ekki er vitað hverjir stóðu fyrir þessu ódæði en rannsókn mun vera hafin í þessu máli. Teheran - Nokkur hundruð ungir háskólaborgarar í Tehe- ranháskóla sem nefna sig „Hizbollah stúdentar Tehe- ranháskóla" réðust að v-þýska sendiráðinu í Teheran í gær. Stúdentarnir reyndu að brjóta niður aðaldyr sendiráðsbygging- arinnar en menn í öryggiseftirliti sendiráðsins héldu aftur af fólk- inu með táragassprengjum. Starfsmaður í v-þýska sendi- ráðinu sagði í viðtali við frétta- mann Reuters að um það bil 500 manns hefðu safnast saman fyrir framan sendiráðið og kallað víg- orð á borð við „Niður með Þýska- land“, „Niður með fasistalög- reglu Þýskalands". Ástæðan fyrir þessum aðgerð- um mun vera sú að írönsk yfir- völd hafa tilkynnt að ráðist hafi verið á fulltrúa þeirra á alþjóð- legri bókasýningu í Frankfurt í síðustu viku. Þar hafi verið að verki menn sem berjast gegn nú- verandi stjórnvöldum í fran. Sendifulltrúi v-þýska sendiráðs- ins í Teheran var fyrir nokkru boðaður í utanríkisráðuneytið í Teheran þar sem honum var af- hent orðsending þar sem v-þýska lögreglan var sökuð um að hafa mistekist í vernd sinni á írönsku fulltrúunum. í gær lagði V-Þýskaland fram mótmælaorðsendingu vegna til- rauna írönsku stúdentanna til að ráðast inn í sendiráð landsins í Teheran. T Miðvikudagur 8. október 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13 Sovéskir dagar 1986: Fyrirlestur Dr. Einar I. Siggeirsson flytur erindi í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10 í kvöld, fimmtud. 9. okt. kl. 20.30. Erindið nefnir hann: „Vísindaleg og atvinnuleg áhrif, ættuð frá Úzbekistan, á íslenskar framfarir". Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. MÍR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.