Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 14
FLÓAMARKAÐURINN VIÐHORF Til sölu 4 hálfslitin vetrardekk. Stærð: 6,45 x 14. Verð pr. stk. kr. 700. Uppl. í síma 25859. Óska eftir að kaupa ódýran og góðan barnavagn. Sími 41492. Rafmagnsofnar, 3 stk. til sölu. 2 stk. 50 x 110 og 1 stk. 50 x 170 sm. Gardínubrautir og kappar úr við, ca. 15 m. Heimasími 46124, vinnusími 20606. Óska eftir kennara á munnhörpu Hef áhuga á að læra á munnhörpu. Sími 25488. Hitakútur til sölu 200 I hitakútur til sölu á kr. 8000. Á sama stað eru tii sölu 3 rafmagns- þilofnar, 600, 1200 og 1500 wött. Uppl. í síma 667098 eftir kl. 16. Vantar notað vel með farið skrifborð Á sama stað er til sölu Árbók Há- skóla íslands frá 1911 -1968. Uppl. í síma 82183 eftir kl. 16.00. Til sölu Volvo árg. ’71 ógangfær. Einnig fæst á sama stað útblástursvifta í eldhús. Selst ódýrt. Uppl. í síma 39361. 6 borðstofustólar til sölu. Sími 22564. Furu-hjónarúm til sölu, stærð 140 x 200 sm. Uppl. í síma 641141 eftir kl. 17. Mig vantar plötuspilara, magnara og sæmi- lega hátalara, má ekki vera mjög dýrt. Upplýs. í síma 20158. Sjá einnig á síðu 12 Að mana á sig fjandann Sigurður Þór Guðjónsson skrifar „Þetta er óneitanlega stórt skrefífrœgð- arátt. Igamla daga hétþetta að mana á sigfjandann. Hamingja einnarþjóðar felst ekki ífrœgð hennar. Hún leynist í daglegu lífi við venjuleg störf. “ íbúð óskast Starfsmaður Þjóðviljans óskar eftir að taka á leigu 2-3ja herb. íbúð sem fyrst. Tvennt í heimili. Reglusemi og öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í síma 28825. Alúðarþakkir til sjúkrahússprests, lækna og hjúkrunarfólks á deild 2 A Borgarspítala fyrir veitta aðstoð við fráfall og útför sonar míns Einar Gíslasonar Guð blessi ykkur öll Sigurborg Hansdóttir Nú fer höfuðborgin að fyllast af vopnuðum mönnum. Og þeir eru tilbúnir að skjóta ef það verð- ur talið nauðsynlegt. Hvað þýðir það? Aðeins dálítið blóðbað í bænum. Nú mætti ætla að auðvelt sé að koma í veg fyrir ferðir hættulegra manna til landsins. Vopnunum verður því beitt gegn íslendingum ef til þess kemur. Reyndar sé ég engan mun á lífi íslendinga og þegna annrra þjóða. En vonandi verður nú enginn skotinn. Menn eru samt reiðubúnir til manndrápa. Það liggur í augum uppi að ekki væri verið að flytja vopn til landsins nema kæmi til mála að beita þeim. Mig undrar að enginn skuli hafa hugsað út afleiðingarnar ef ----------------------------------1 Frostvarin vörugeymsla er hitamál Flytjir þú inn viðkvæma vöru er kominn tími til að líta á hitamælinn, því nú fer að frysta. Skipadeild Sam- bandsins hugsar vel um viðkvæmar vörur innflytjenda, og býður því frostvarðar vörugeymslur. Gangir þú rétt frá vörum þínum þarftu ekki að hafa áhyggjur af að þær verði fyrir frostskemmdum þrátt fyrir kaldan vetur. Frostvarðar geymslur Skipadeildar Sambandsins sjá til þess. Ekki brenna inni með vörur þínar í fyrstu frostum. Hafðu samband við Skipadeildina. < \n Tákn traustra flutninga SK/PADE/LD SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SIMI 28200 illa færi. Og hvað þyrfti til? Kannski ekki annað en það að unglingskjáni undir áhrifum vím- uefna yrði með stæla. Þessi ann- álaði stórveldafundur gæti því snúist upp í grimman harmleik. Ekki í augum heimsins því hann tæki varla eftir því. En íslenskt mannlíf myndi aldrei bíða þess bætur. En að þessu er hugsanlega stefnt vegna þeirrar einföldu staðreyndar að leiðtogafundur- inn verður haldinn hér á landi. Það þýðir ekkert að segja að vopnin verði ekki notuð. Af hverju eru menn þá ekki vopn- lausir? Það er auðvitað mál stórveld- anna að detta ísland í hug sem fundarstaður. En það var undir íslendingum komið hvernig slíkri beiðni var svarað. Að sjálfsögðu átti að synja henni kurteislega. Það er hreint ekkert sniðugt að fylla hér allt af vopnuðum mönnum, prílandi uppi á þökum út um allan bæ. Stundum fríka slíkir gaurar út þegar verst gegn- ir, ekki síst á húsþökum. Slíks eru mörg dæmi. Og þá væri annað en gaman að standa í vegi þeirra. Ef risar vilja endilega ræðast við af- hverju spjalla þeir þá ekki heima hjá sér? Mér dettur t.d. í hug borgin Verkojansk í Síberíu þar sem nú er komið svona tuttugu stiga frost og því ólíklegt að menn nenni að standa í manndrápum eða þá eyja heilags Lárusar í Ber- ingshafi mitt á milli Sovétríkj- anna og Bandaríkj anna sem varla er hægt að finna á landakorti hvað þá til að komast. Þarna myndi áreiðanlega fara vel um leiðtogana. Þessir staðir eru helmingi meira út úr en ísland og íbúamir helmingi skringilegri. I þessu máli hafa þó komið í ljós grátbroslegustu eiginleikar ís- lendingseðlisins: undirlægj uhátt- urinn, höfðingjasmjaðrið, græðgin, minnimáttarkenndin og hégómagirndin. Nú verðum við ríkir og frægir! Forsætisráðherra er í sjöunda himni yfir þessari miklu landkynningu og gerir mikið úr ábata þjóðarinnar. En hverjir græða? Alþýða manna til lands og sjávar fær ekki eyri. En það er að vísu rétt að nokkrir að- ilar sem fást við verslun og þjón- ustu hirða gróðann. Hins vegar er því ekki að leyna að vel kynntir munum við nú vera í veröldinni. Og er ekki að efa að hingað munu margir leggja leið sína næstu árin t.d. hermdarverkamenn sem yfir- leitt ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur en vissu barasta ekki af útskeri þessu. En þetta er óneitanlega stórt skref í frægð- arátt. í gamla daga hét þetta að mana á sig fjandann. Hamingja einnar þjóðar felst ekki í frægð hennar. Hún leynist í daglegu lífi við venjuleg störf. Eins og al- þjóðamálum er nú háttað er sú þjóð sælust sem fæstir þekkja. Það er vonandi að allt fari vel í Reykjavík og samið verði um fín- an frið öllum til handa. En það væri betur að íslendingar létu sér þetta frumhlaup að kenningu verða og leitist ekki við í framtíð- inni að gera ísland að frægasta stað í heimi. Því þá yrði landið okkar versta í land í heimi. Reykjavík 8.10. 1986. Sigurður Þór Guðjónsson Tónleikar og dans í Hlégarði Söng- og dansflokkurinn „Lazgí“ frá sovétlýðveldinu Úzbekistan heldur kveðjutónleika og danssýningu í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit föstudags- kvöldið 10. okt. kl. 20.30. Fjölbreytt efnisskrá. Missið ekki af sérstæðri skemmtun. MÍR Auglýsið í Þjóðviljanum -----------Sími 681333-----

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.